Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Qupperneq 2

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Qupperneq 2
JANÚAR 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 1. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Breiðholtið og borgarstjórnarkosningar S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Leikskólagjöld lækka Almennt leikskólagjald í fyrir átta stunda vistun lækkaði um tæpar fimm þúsund krónur á mánuði hjá leikskólum Reykjavík- ur um síðustu áramót. Lækkunin var samþykkt í borg- arstjórn 7. desember sl. og nemur lækkunin tveggja stunda gjald- frjálsri vistun. Einnig var sam- þykkt að hækka til muna niður- greiðslur til dagforeldra. Hækkun- in nemur á bilinu 43 til 59% eftir félagslegri stöðu foreldra. Verða nagladekkin skattlögð? Vinnuhópur á vegum Reykja- víkurborgar telur að draga verið úr notkun negldra hljóðbarða og telur skattlagningu ekki útilokaða í því efni. Hópurinn telur að þær aðstæður þar sem negldir hjól- barðar hafi kosti umfram allar aðrar gerir vetrarhjólbarða mið- ist aðeins við nokkra daga á hverjum vetri. Í niðurstöðum hópsins kemur fram að slysatíðni hafi ekki aukist svo nokkru nemi þar sem að nagladekk hafa verið bönnuð, til dæmis í Japan. Því virðist sem hægt sé að draga úr notkun þeirra án þess að öryggi vegfarenda verði stefnt í hættu. Talið er allt að 70% ökutækja í Reykjavík séu búin nagladekkjum á vetrum en leyfilegur notkunar- tími þeirra er frá 1. nóvember til 15 apríl. Ljóst þykir að notkun nagladekkja eykur slit gatna og mengun í andrúmslofti. Um 55% svifryks koma frá malbiki sem spænist upp vegna nagladekkj- anna og áætlað er að um 10.000 tonn af slitlagi þurfi árlega til end- urnýjunar gatna. Getur kostnaður við þá endurnýjun numið á bilinu 100 til 200 milljónir króna. Í áliti starfshópsins kemur fram að samkvæmt reynslu annarra þjóða sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að draga úr notk- un negldra dekkja. Vinnuhópur- inn leggur því til að athugað verði með hvaða hætti takmarka megi notkun þeirra og gæti gjaldtaka komið til greina í því efni en sú leið hefur verið reynd í Osló í Noregi með nokkrum árangri. Samningur við Félag eldri borgara Undirritaður hefur verið þjón- ustusamningur milli Velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar og Fé- lags eldri borgara í Reykjavík. Gildir samningurinn í þrjú ár og kostar 9.3 milljónir króna á samn- ingstímanum. Auk þess greiðir Velferðarsvið kr. 2.4 milljónir vegna kaupa á húsnæði félagsins að Stangarhyl 4. Félag eldri borgara annast m.a. klúbbastarf fyrir félagsmenn sína auk annars félagsstarf sem Reykjavíkurborg rekur. Félagið annast fjármála- og lögfræðiráð- gjöf, ráðgjöf um almannatrygg- ingakerfið, einstaklingsbundin réttindi o.fl. er snýr að réttindum eldri borgara. Það annast fræðslufundi og fyrirlestra um heill og hamingju á efri árum, stendur fyrir námskeiðum á borð við starfslokanámskeið auk ýmis- konar efnis til að upplýsa eldri borgara um hina ýmsu sjúkdóma sem herja á eldra fólk og hvað möguleikar eru til forvarna. Ætl- unin er að koma á sérstakri upp- lýsingalínu fyrir eldri borgara sem hefur ákveðinn símatíma og þar mun verða hægt að fá marg- víslegar upplýsingar sem munu koma eldri borgurum að gagni. Má þar nefna upplýsingar um húsnæðismál, þjónustu-, öryggis- og hjúkrunaríbúðir og önnur rétt- indamál. Félagið gaf út sérstaka þjónustubók með hagnýtum upp- lýsingum fyrir 67 ára og eldri, m.a. upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar fyrir aldraða. Hlutfall óendurnýjan- legrar orku vex Hlutfall óendurnýjanlegrar orku fer vaxandi í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar. Um 40% orkunotkunar borgar- búa kemur nú frá óendurnýjan- legum orkugjöfum á borð við bensín og dísilolíu en um 60% orkunotkunarinnar kemur frá orkugjöfum á borð við rafmagn og heitt vatn. Aukning óendurnýj- anlegra orkugjafa er að mestu rakin til aukinnar bílaeignar borg- arbúa og umferðar. Akstursþjónusta fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum, sem eru 67 ára og eldri akstursþjónustu vegna læknisheimsókna, skipu- lagðar endurhæfingar og félags- starfs. Um er að ræða þjónustu við íbúa sem eru ófærir um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlun- ar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Ferðir geta verið allt að 30 á mánuði og kostar hver ferð 250 krónur sem miðast við almennt staðgreiðslugjald hjá Strætó bs. sem sér um framkvæmd þjónust- unnar. Þeir sem njóta þegar ferðaþjónustu í félagsstarf á veg- um Reykjavíkurborgar þurfa ekki að sækja um að nýju. Að öðrum kosti þarf að sækja um aksturs- þjónustuna til þjónustumiðstöðv- ar í því hverfi þar sem umsækj- andi býr. Breiðholtsbúar geta sótt um akstursþjónustu í Þjón- ustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts sem er í Álfabakka 12. U ndirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á kom-andi vori er hafinn. Prófkjör eru í vaxandi mæli notuð til þess að raða fólki á framboðslista. Sveitarstjórnarmálin verða í brennidepli það sem eftir er vetrar í Reykjavík sem annars staðar. Öðru hvoru hafa þau sjónarmið komið fram að stjórnmál og stjórnmálaflokkar eigi takmarkað erindi í stjórnun sveitarfé- laga. Rekstur þeirra sé svo niðurnjörvaður og nær öllum tekj- um þeirra ráðstafað eftir lögum og reglugerðum þannig að stjórnendur fái þar litlu um þokað. Rekstri sveitarfélaga megi um margt líkja við rekstur fyrirtækja þar sem hagræðing og góð rekstrarafkoma eigi að vera í fyrirrúmi. Vissulega er nokkuð til í því en málin eru þó ekki svo einföld. Fyrir nokkru stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráð- stefnu um lýðræði í sveitarfélögum þar sem fjallað var m.a. um skiptinguna á milli rekstrar og lýðræðis sveitarfélaganna. Þar komu þau sjónarmið glöggt fram að sveitarstjórn sé ekki að- eins rekstrarform heldur einnig hluti í lýðræðisskipan þjóðar- innar og rammi utan um vilja og réttindi fólksins. Á ráðstefn- unni benti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins og borgarfulltrúi í Reykjavík, á að framtíð sveitarstjórnarmála byggðist á því fólki sem fengist til starfa í sveitarstjórnum. Á undanförnum árum hafa sveitarstjórnarmenn leita nýrra leiða til þess að efla lýðræði í sveitarfélögum. Einkum hefur verið horft til hverfasamtaka, borgarafunda og svonefndra íbúaþinga í því efni. Nokkur reynsla er þegar komin á samstarf og samráð af þessu tagi og á það að öllum líkum eftir að aukast og eflast á komandi tímum í takt við aukna umhverfisvitund fólks, aukin áhuga á þeirri þjónustu sem sveitarfélög veita og áhuga stjórnmálamanna að ná eyrum umbjóðenda sinna. Breiðholtshverfið er eitt og sér með rúmlega 20,800 íbúa næstum því eins fjölmennt og stærstu sveitarfélögin í landinu utan Reykjavíkurborgar. Auk þess er hverfið landfræðilega af- markað frá nálægum borgarhverfum og sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Í Breiðholtinu er fjölþætt samfélag fólks með margvíslegar og mismunandi þarfir. Hverfið er þverskurð- ur af borgarsamfélagi nútímans. Málefni Reykjavíkurborgar snerta íbúa Breiðholtshverfisins jafnt og aðra borgarbúa. Íbúar þess skipta sveitarstjórnarmenn einnig miklu máli, ekki síst í ljósi þess að hátt í fimmtungur Reykvíkinga eru einnig íbúar Breiðholtsins. Sjónarmið þeirra eiga erindi þegar stjórn borgarinnar er annars vegar. VÍSA Ísland flutti höfuðstöðvar sínar úr Mjóddinni í Breiðholti niður á Laugaveg 77 um nýliðin áramót. Leifur Steinn Elísson framkvæmdastjóri segir fyrirtæk- ið hafa verið búið að leita eftir hentugra húsnæði fyrir starfsemi sína um nokkurn tíma og tæki- færið hafi komið þegar því hafi gefist kostur á leigusamningi um stóran hluta húsnæðis Lands- bankans við Laugaveginn. En af hverju þurfti fyrirtækið að flytja starfsemi sína úr Mjóddinni. Leifur Steinn segir að húsnæði þess við Álfabakka 16 hafi ekki hentað starfseminni nægilega vel. Þetta húsnæði muni upphaflega hafa verið hannað sem skemmti- staður en þeir hafi breytt því verulega til að aðlaga það þörfum höfuðstöðva VÍSA. Auk húsnæðis- ins að Álfabakka 16 hafi félagið fest kaup á hluta hússins við Álfa- bakka 12 þar sem um 20 manns hafi haft starfsaðstöðu. Með því hafi starfsemin verið slitin nokkuð í sundur sem haft hafi ákveðna óhentugleika í för með sér. Eftir það hafi verið farið að horfa eftir hentugra húsnæði þar sem unnt væri að sameina alla starfsemina undi einu þaki sem nú hefur verið gert á hluta jarðhæðar og á þriðju, fjórðu og fimmtu hæð á Laugaveginum. Leifur Steinn segir vissulega nokkra eftirsjá að umhverfinu í Mjóddinni. Þar hafi verið stutt í alla þjónustu þar sem flestar gerð- ir verslana og ýmissa þjónustufyr- irtækja sé að finna auk starfsemi allra viðskiptabankanna. Því hafi það ekki verið umhverfið sem hafi ýtt forsvarsmönnum VÍSA út í flutninga heldur eingöngu hús- næðismálin. Hann segir umhverf- ið á Laugavegi einnig ágætt og vissa kosti samfara því að vera í miðborginni eða 101-um eins og miðbæjarsvæðið er gjarnan kallað eftir póstnúmeri þess. Bílastæðis- vandamál séu hverfandi svo ofar- lega við Laugaveginn auk þess sem skammt sé í bílastæðahús einkum eftir að bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum verður tekið í notkun. Auk þess fari stór hluti samskipta við fyrirtækið fram með rafrænum hætti þótt nokkuð verði um að menn eigi erindi í eig- in persónu í húsið. Miklar endur- bætur hafa farið fram á húsnæð- inu við Laugaveg 77, sem Leifur Steinn segir að hafi tekið nokkurn tíma en séu nú á lokastigi. Hús- næðið hafi upphaflega verið byggt í þremur áföngum og því hafi þurft að samræma það nokkuð og aðlaga kröfum um nútíma vinnu- stöðvar auk þess sem því hafi ver- ið gefið einsleitt yfirbragð. VISA Ísland flytur úr Mjóddinni

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.