Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 4
JANÚAR 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Gunnar Eyjólfson leikari er einn frumbýlinga í Breiðholtinu. Hann byggði sér hús við Gilsár- stekk á sjöunda áratug liðinnar aldar og hefur búið þar síðan. Gunnar segir gott að búa í Breið- holtinu og þótt leiðir hans hafi legið víða í gegnum tíðina þá kveðst hann alltaf flýta sér heim að loknu hverju verki. En hvað kom til að fæddur Suðurnesja- maður og starfandi til áratuga í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu kaus að gerast frumbýlingur í nýju borgarhverfi utan þess ramma sem margir töldu á þeim tíma að umlyki höfuðborgina. Var það sveitamaðurinn í hon- um eða náttúrunnandinn sem völdu honum leið á vit Breið- holtsins eða eitthvað allt annað. Gunnar svaraði því einn morg- un á dögunum í gamla búnings- herberginu sínu í Þjóðleikhús- inu sem hann segir hafa verið sitt annað heimili í 50 ár. Ærnar og álfasteininn „Ég hef verið viðloðandi bú- skap og þannig var að á árinu 1966 festi ég kaup á jörðinni Þurá í Ölfusi ásamt svila mínum Eggert Jóhannssyni lækni. Ég var þá kominn með hesta og ágætur maður, Gunnlaugur Marteinsson í Hveragerði, sem var ættaður frá Þurá liðsinnti okkur svilunum mikið þegar við vorum að byrja í Ölfusinu. Gunnlaugur bjó með sauðfé og ég eignaðist um tíma einar tólf til fimmtán skjátur. Ég var þó ekki með þær fyrir austan á veturna heldur leigði pláss fyrir þær í Blesugrófinni. Þar var fjár- borg og mikil líf á þeim tíma. Kindurnar fóru stundum út yfir götuna sem lá í gegnum Blesu- grófina því þetta var áður en að Breiðholtsbrautin var byggð. Svo varð það um vor þegar ég var að sinna kindunum að ég veiti at- hygli umferð upp í Breiðholtið. Ég hafði ekki verið að fylgjast sér- staklega með borgarmálunum og áttaði mig því ekki alveg á hvað var um að vera. Ég labbaði upp- eftir til þess að forvitnast um hvað væri verið að gera og þá kom í ljós að byrjað var að mal- bika götur þarna efra. Ég átti tal við mann sem var þarna á staðn- um og fékk þau svör að þarna væri næsta hverfi Reykjavíkur- borgar að rísa. Hann sagði mér líka að gatan sem við stóðum við ætti að heita Gilsárstekkur. Ég fór að líta í kringum mig og sá þá stóran og fallegan stein og hann vakti athygli mína. Ég horfði á steininn, hugsaði mig um og spurði manninn því næst hvaða lóð ætti að koma þar sem steinn- inn væri. Hann dró fram teikningu og rýndi í hana. Ætli steinninn lendi ekki annað hvort á lóð núm- er sex eða átta. Ég hugsaði mikið um þetta vegna þess að þessi steinn heillaði mig strax. Hann hafði verið þarna í hlíðinni frá því löngu fyrir landnám og átti því miklu meiri rétt á að vera þar heldur en ég eða einhver mennsk vera. Við bjuggum á þessum tíma við Fálkagötu í Vesturbænum og þegar ég kom heim sagði ég við konuna að ég væri að hugsa um að sækja um lóð við Gilsárstekk sex eða átta í þessu nýja hverfi sem byrjað væri að byggja uppi í Breiðholti. Hún tók þessu ekkert illa en fannst þetta engu að síður vera að fara út úr bænum. Nokkrum dögum síðar hitti ég Ell- ert Schram, þann ágæta mann, sem starfaði á þeim tíma hjá Reykjavíkurborg. Við áttum tal um þessa hugmynd mína. Ellert sagði að þetta myndi verða mjög skemmtilegt hverfi á bökkum El- liðaánna. Hann hvatti mig til þess að sækja um lóð. Ég fékk eyðu- blað hjá stúlku sem einnig var að vinna þarna á borgarskrifstofun- um við Skúlatúnið og ég sótti um lóð við Gilsárstekk sex eða átta en skrifaði að ég áskyldi mér rétt til þess að hafna því sem ég fengi líkaði mér það ekki og sækja þá aftur um. Stúlkan spurði þá um hvað ég ætlaði að sækja til vara en ég svaraði því til að ég ætlaði ekki að sækja um neitt annað heldur sjá til með hvað ég fengi. Hún varð nokkuð undrandi á þessu svari mínu og sagði mér síðan að flestir sæktu um í Foss- vogsdalnum, sem þá var einnig í byggingu, en í Breiðholtinu til vara. Ég sagði henni að mér lægi ekkert á að fara í Fossvoginn. Ég ætti sennilega eftir að lenda þar í fyllingu tímans en nú vildi ég vera í Gilsárstekk sex eða átta.“ Ýtumaðurinn snéri við Þú sóttir ekki um neitt í Foss- voginum? „Nei biddu fyrir þér - það gerði ég ekki. Síðan leið ein- hver tími þar til að ég fékk bréf þar sem mér er tilkynnt að mér hafi verið úthlutað lóðinni við Gilsárstekk sex. Ég brunaði strax upp eftir og þá var búið að setja niður litla gula hæla til að af- marka lóðamörkin og númerin á lóðunum. Og viti menn. Steinninn var á miðri lóðinni á Gilsárstekk sex. Ég var að byggja hesthús á sama tíma í Víðidal þannig að kraftarnir dreifðust nokkuð og ég var ein fjögur ár að ljúka við hús- ið. Einhverju sinni sem oftar fór ég uppeftir til þess að fylgjast með framkvæmdunum. Og sem ég kem akandi í gegnum Blesu- grófina sé ég jarðýtu sem er að ýta steininum mínum yfir götuna. Ég fer út úr bílnum og gef ýtu- manninum til kynna að ég vilji tala við hann. Ég spyr hann hvað standi til. Hvert hann sé að fara með steininn. Ég ætlaði bara að flýta fyrir þér, sagði hann, og losa þig við þennan stein og urða hann hér í gryfjunum fyrir neðan. Þetta er frábært, sagði ég, þú ert með jarðýtu og skóflu og geturðu nú ekki gert mér þann greiða að ýta steininum aftur inn á lóðina og ná svo fyrir mig í eina skóflu af sandi áður en þú reisir hann við því mig langar til þess að hafa hann þar sem ég get séð hann út um eldhúsgluggann. Hann snéri við og reisti svo steininn upp og síðan hef ég átt mína litlu „Hall- grímskirkju“ heima í garðinum. Þetta er bara álfakirkja.“ „Þú truflaðir þá dálítið“ „Ég held mikið upp á þennan stein. Ég tala mikið við hann. Ég nota hann líka dálítið til þess að hafa áhrif á krakkana í hverfinu. Þau hafa alltaf leikið sér í garðin- um hjá mér og ég hef sagt þeim að þau megi ekki klifra upp á steininn vegna þess að þau geti dottið niður og meitt sig. Eitt sinn er ég var að vinna í garðinum sá ég strák uppi á steininum. Ég lést ekki taka neitt eftir því en bað krakkana að þegja og bíða aðeins við. Það kom löng þögn. Svo gekk ég að steininum og hlustaði. „Hvað segi þið, hvað, já, hvenær, þessi í peysunni, já, einmitt það.“ Varst þú að klifra upp á steininn, sagði ég síðan við strákinn. Jaaaá - svaraði hann. Þú truflaðir þá dá- lítið. Þeir biðja þig um að gera það aldrei aftur. Ég hitti þennan mann löngu síðar. Þá sagði hann mér að hann hafi aldrei gleymt því þegar ég sagði honum að hann mætti ekki klifra upp á álfa- steininn. Þessi steinn tengist ákvörðun minni um að setjast að í Breiðholtinu. Hann er viss áhrifavaldur í því efni.“ Þrjú eða fjögur hverfi Gunnar segir gaman að hafa vera frumbýlingur í Breiðholtinu. Það hafi verið svo skemmtilegur frumbýlingsandi þarna á meðan uppbyggingin stóð sem hæst. „Mér finnst Breiðholtið hafa tekist afskaplega vel um flesta hluti. Í framtíðinni vil ég sjá skól- ana eflast og einnig félagsstarf. Það vantar líka kaffihús þar sem fólk getur komið inn og sest nið- ur. Það er óeðlilegt að nær engin kaffihús séu í 20 þúsund manna borgarsamfélagi. Menningarmið- stöðin við Gerðuberg er undan- tekning að því leiti og mér er bæði ljúft og skylt að geta um það margvíslega menningar- og tóm- stundastarf sem þar fer fram og mætti fara hærra í umræðunni. Í Gerðubergi hefur verið leitast við að ná til allra aldurshópa og miðla af margskonar menningar- og félagsstarfi. Breiðholtið er eig- inlega þrjú eða jafnvel fjögur hverfi,“ heldur Gunnar áfram. „Þetta er borg í borginni. Borg með sínu innra borgar- og hverfa- skipulagi. Stundum er verið að senda Breiðhyltingum tóninn af mönnum sem hafa engin efni á því vegna þess að þeir þekkja ekki til. Ég held að stjórnmála- mennirnir mættu biðja fyrir sér ef Breiðhyltingar tækju sig saman um framboðslista til borgar- stjórnar. Slíkt hefur komið til tals. Stundum er talað um að eitthvað hafi gerst í Vesturborginni eða í Austurborginni. En það er aldrei talað um einstök hverfi á borð við Hlíðarnar eða Fossvoginn eða jafnvel Grafarvoginn í því sam- bandi. Aftur á móti er oft talað um Breiðholtið á þessum nei- kvæðum nótum. Ég finn stundum tilhneigingu til þess að setja nei- kvæðan stimpil á hverfið sem heild sem ég held að stafi fyrst og fremst af vanþekkingu. Hér er líka að finna fjölmenningarlegt samfé- lag. Ég er kaþólskur og fer stund- um í Maríukirkjuna í Breiðholtinu. Þangað kemur fólk frá ýmsum löndum. Mér finnst þetta ágæta fólk bæta lífið svo mikið. Við eig- um að taka þessu fólki vel og efla tengslin við það. Við getum lært mikið af því,“ segir frumbýlingur- inn, leikarinn og bóndinn á Gilsár- stekknum áður en að hann geng- ur út í norðangarrann á Þjóðleik- húsplaninu og tommar áleiðis að bílnum. Ég flýti mér alltaf heim Gunnar Eyjólfsson í gamla búningsherberginu sínu í Þjóðleikhúsinu. Frumbýlingur í Breiðholti 16” pizza með allt að 4 álegg 2l gos á 99 kr. með öllum pizzum borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.