Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 6
JANÚAR 20066 Breiðholtsblaðið Gerðuberg Vetrarstarfið í fullum gangi Starfsemi Gerðubergs er farin af stað á nýju ári. Fyrsta ritþing- ið var haldið laugardaginn 21. janúar þar sem Thor Vilhjálms- son rithöfundur sat fyrir svörum hjá bókmenntafræðingunum Halldóri Guðmundssyni, sem stýrði ritþinginu og Ástráði Ey- steinssyni auk Sigurðar Pálsson- ar rithöfundar. Ritþing Gerðu- bergs eiga sér orðið 10 ára sögu en þeim er einkum ætlað að gefa innsýn í samtímamenningu og fólki gefið kost á að kynnast viðhorfum, áhrifavöldum og lífs- hlaupi einstakra listamanna. Auk ritþinganna hefur Gerðu- berg staðið fyrir sjónþingum þar sem fjallað hefur verið um myndlistarmenn á sambærileg- an hátt, verk þeirra verið kynnt og viðhorf þeirra og lífshlaup rædd í spjalli listfræðinga og myndlistarmanna. Sigrún Björnsdóttir opnar myndlistarsýningu í Boganum í Gerðubergi 27. janúar og stendur sýning hennar til 12. mars. Sigrún sýnir myndir úr þæfðri ull inn- rammaðar í lerki með berkinum á. Sigrún er Austfirðingur og hef- ur bæði stundað myndlist og rit- störf um dagana auk kennslu- starfa og að halda heimili fyrir föður sinn og systkini til fjölda ára. Söngur og sund á sunnudegi með Ingveldi Ýr Jónsdóttur hefst að nýju sunnudaginn 12. febrúar en sunnudagssöngurinn hefur notið mikilla vinsælda. Sunnu- dagssöngurinn og sundið hefst kl. 13. á sunnudögum í Gerðubergi þar sem Ingveldur Ýr leiðir söng þar sem sungin eru lög eftir ýmsa innlenda höfunda. Hver sunnu- dagur er tileinkaður einum tón- höfundi. Eftir sönginn er síðan farið í Breiðholtslaugina sem er nánast handan götunnar og fólk fær sér sundsprett og slakar á í heitu pottunum. Verkefni Gerðubergs um kyn- slóðirnar saman er einnig hafið á nýju ári og komu nemendur í Seljaskóla í fyrstu heimsóknina 26. janúar og 23. febrúar eru nem- endur úr Fellsaskóla væntanlegir. Félagsstarfið í Gerðubergi, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Hólabrekkuskóli og Ártúnsskóli hafa gert með sér samning um samstarf á komandi árum. Ár- túnsskóli hefur nú unnið að verk- efni sem nefndist „aldur og ævi- skeið“ en það kallar á gagnvirk samskipti nemenda og eldri borg- ara. Verkefnið er m.a. unnið með heimsóknum og þátttöku á báða bóga. Ákveðið var að mynda sér- stakan Ártúnshóp eldri borgara til að taka þátt í verkefninu eftir aðstæðum. Sigurður Pálsson, Halldór Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson og Ástráður Eysteinsson í Gerðubergi við undirbúning ritþingsins. Undanfarna mánuði hefur ver- ið í undirbúningi að gera tilraun með nágrannavörslu í einni ákveðinni íbúagötu í Breiðholti. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár. Í upphafi verður haldið fræðslunámskeið um nágranna- vörslu fyrir íbúa götunnar. Þar verður m.a. fjallað um hvernig þeir geta unnið saman að því að gæta öryggis í götunni í samráði við lögregluna og þjónustumið- stöðina í hverfinu. Námskeiðið verður kostað og haldið í Þjón- ustumiðstöð Breiðholts og örygg- isfyrirtækið Meton ehf. mun sjá um fræðsluþáttinn á námskeiðinu fyrir íbúana. Sett verða upp sér- stök merki við enda viðkomandi götu sem gefa til kynna að í göt- unni sé virk nágrannavarsla. Val á götu í Breiðholti til að gera tilraunina í fer fram í byrjun febrúar. Þeir íbúar sem áhuga hafa á að taka þátt í slíkri tilraun eru hvattir til að hafa samband við Þráin Hafsteinsson, frístunda- ráðgjafa í Þjónustumiðstöð Breið- holts í Mjóddinni í síma 411 1300 eða á netfangið: thrainn.haf- steinsson@reykjavik.is fyrir 31. janúar. Þráinn Hafsteinsson frístunda- ráðgjafi Nágrannavarsla tilraunaverkefni að hefjast í Breiðholti Tryggjum Breiðhylting í 3–4 sætið Virkjum velferðina – til að auka jöfnuð í Reykjavík – til að fólk geti búið við öryggi – til að samfélagið njóti góðs af – í þágu allra – opið prófkjör 11.–13. febrúar veljum www.bjorkv.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.