Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Side 9

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Side 9
JANÚAR 2006 9Breiðholtsblaðið Öflugri þjónusta og örugg hverfi „Mér finnst eins og ég væri að hlaupa frá hálfnuðu verki ef ég hætti núna,“ segir Dagur B. Egg- ertsson, læknir og borgarfull- trúi, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á fram- boðslista Samfylkingarinnar í prófkjöri sem fer fram fyrir borgarstjórnarkosningarnar á komandi vori. Dagur hefur setið í borgarstjórn það kjörtímabil sem er að ljúka sem óflokks- bundinn fulltrúi á Reykjavíkur- listanum. „Ég lít alls ekki á pólitík sem ævistarf heldur tímabundið átaksverkefni sem maður sækir umboð kjósenda til að vinna. Það á hins vegar ekki við mig að hætta þegar stefnir í óverðskuld- aðan stórsigur Sjálfstæðisflokks- ins. Samfylkingin þarf að vera af- gerandi valkostur fyrir breiðan hóp borgarbúa til að stöðva þá sókn. Þegar ég fann að fjöldi fólks sem ég tek mikið mark á taldi mig geta haft jákvæð áhrif í þá veru vildi ég ekki láta mitt eftir liggja og bauð mig fram til forystu. Ég tel brýnustu verkefni næstu ára lúta að því að þróa hina nýju Reykjavík, borg sem er kraftmikil, skemmtileg, örugg og heilbrigð í senn.“ Úr smitsjúkdómum í borgarmál En hver var ástæða þess að Dagur, sem fyrir fjórum árum var á leið í framhaldsnám í læknis- fræði í Svíþjóð og með góða fram- tíðarmöguleika á þeim vettvangi kaus að leggja lykkju á þá leið til að fást við sveitarstjórnarmál heima á Íslandi. „Ég var komin með stöðu við Karolinska Instituttet í Stokkhólmi þar sem er ein öflugasta smitsjúkdóma- deild í Evrópu. Ég hafði notað tímann eftir læknisfræðinámið hér heima til þess að ljúka við að skrifa ævisögu Steingríms Her- mannssonar en las jafnframt al- þjóðamannréttindalög við laga- deildina í Háskólanum í Lundi. Hugmyndin var að sérhæfa mig á sviði smitsjúkdóma og vinna sam- hliða að verkefnum og rannsókn- um á sviði mannréttinda. Ég hef mikinn áhuga á því hvernig smit- sjúkdómar tengjast réttindum fólks og afkomu. Ég hef sérstak- lega beint sjónum að berklum og berklavörnum vegna þess að þeir leggjast á þá sem eru verst settir í hverju samfélagi. Viðbrögð við al- næmi eru áhugaverð af sömu ástæðu og viðfangsefnin eru hvarvetna eins og hægt er að ímynda sér ef alheimsfaraldur fuglaflensu gerði vart við sig.“ Dagur segir að þótt heilbrigðis- kerfi heimsins séu um margt þró- uð og lyf til við hinum ýmsu sjúk- dómum sé það staðreynd að úr- ræði og þjónusta nái ekki til allra. Þar koma mannréttindin inn í myndina. En hvernig tengist það borgarmálum í Reykjavík? „Mitt í þessu fékk ég einstakt tækifæri til þess að taka sjöunda sætið á Reykjavíkurlistanum. Ég var þá að vinna sem afleysingalæknir á Þórshöfn á Langanesi um mánað- artíma. Þetta var í svartasta skammdeginu og fólkið ágætlega heilsuhraust þarna nyrðra. Dvöl- in á Þórshöfn gaf mér því góðan tíma til þess að velta fyrir mér hvaða verkefni mér þótti brýnust í málefnum Reykjavíkurborgar. Eftir þá umhugsun varð ekki aftur snúið.“ Þjónusta við fjölskyldur „Eftir dvölina á Þórshöfn var ég kominn með lista yfir 16 atriði sem mér fannst brýnt að hrinda í framkvæmd í borgarmálunum og nú fjórum árum síðar er þessi listi næstum uppurinn. Ég verð því að búa mér til nýjan verkefnalista fyrir næsta kjörtímabil,“ segir Dagur sem kveðst sannfærður um að Samfylkingunni takist að búa til sigursveit í borginni. „Þótt við höfum komið ýmsu því í verk sem ég setti á oddinn þegar ég var að undirbúa ákvörðun mína fyrir fjórum árum þá eru enn mörg verkefni framundan. Við höfum skapað nýja borg, nýja Reykjavík, sem hefur aldrei verið kraftmeiri og skemmtilegri. Hornsteinn hennar er þó þjónusta við fjöl- skyldur. Ég nálgast viðfangsefnin út frá því daglega lífi sem fólk lifir í borgarhverfunum. Þar liggja mörg brýnustu viðfangsefnin.“ Viljum ekki gamla fyrir- greiðslukerfið aftur Dagur telur Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga frambærilegt svar við þeirri nýju Reykjavík sem hann talar um. „Sjálfstæðisflokkurinn er úti á þekju í umræðu um skipu- lagsmál og brýnustu verkefnin við að byggja borgina upp, þróa þjónustuna og gera lífið betra og skemmtilegra. Ef ég fæ umboð til þess að leiða Samfylkinguna þá treysti ég mér mjög vel til að standast dóm borgarbúa um hvor okkar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sé líklegri til þess að leiða Reykja- vík inn í nýja tíma. Þegar til kast- anna kemur efast ég um að þeir séu margir sem vilji fara aftur í gamla fyrirgreiðslufarið þar sem að flokksskírteinin skipta öllu máli. Ég held það þurfi ekki annað en að horfa til nágrannasveitarfé- laganna til að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn muni stjórna. Það verður engin velferð- arstjórn, ekki stjórn sem byggir á jafnræði fyrirtækja eða horfir til þeirra hópa þar sem skóinn kreppir hvað mest. Ég óttast því ekki dóm kjósenda á komandi vori þegar verk okkar og framtíð- arsýn flokkanna verða metin við kjörborðið.“ Forvarnir og hreyfing eru forgangsmál Nú er að vakna ákveðin um- ræða um lýðræði í sveitarfélög- um. Samband íslenskra sveitarfé- laga stóð fyrir ráðstefnu um þetta mál síðla á liðnu ári og víða má sjá ýmis teikn um nýjar aðferðir sveitarstjórna til að nálgast sjón- armið íbúanna. Dagur segir að í sveitarfélagi af stærð Reykjavíkur- borgar séu borgarhverfin lýðræð- inu mikilvæg. Foreldrar axli æ rík- ari ábyrgð í skólunum. Næstu verkefni á því sviði verði að veita þeim aukna ábyrgð í skólastarf- inu frá því sem nú er. „Ég vil líka opna skólana fyrir íþróttafélögum. Við verðum að láta íþróttir og tónlist ná til allra barna sem áhuga hafa. Þar tala ég ekkert síður sem læknir en borg- arfulltrúi því við verðum að vera mjög vakandi yfir því að krakkar hreyfi sig og borði hollan mat. Eft- ir að börnin eru farin að vinna fullan vinnudag í skólanum þá skiptir gríðarlegu máli að þau hafi aðgang að góðum mat og tæki- færi til þess að hreyfa sig því ann- ars verður offita og hreyfingar- leysi óyfirstíganlegt heilbrigðis- vandamál. Við leysum líka annað vandamál með því að opna skól- ana fyrir tómstundastarfi. Með því drögum við úr hinum gífur- lega akstri foreldra með börnin til og frá íþróttahúsum og tónlistar- skólum eftir hefðbundin skóla- og vinnutíma. Þessi akstur tekur ótrúlegan tíma og kraft frá mörg- um fjölskyldum sem þær gætu annars notað til samveru sem hefur mikið gildi, meðal annars forvarnargildi. Hvers konar for- varnir eru forgangsmál í mínum huga og þar eru foreldrar í lykil- hlutverki auk íþrótta-, og æsku- lýðsfélaga sem skipta gríðarlega miklu máli.“ Fólk á að geta nálgast alla þjónustu á einum stað Dagur var spurður hvort ekki væri nauðsynlegt að leggja áher- slu á Breiðholtið sem sérstakt samfélag eða ákveðna borgarein- ingu. Hann tók undir spurninguna og kvaðst hafa reynt að láta verk- in tala í því efni. „Við erum búin að koma á fót sérstakri þjónustu- miðstöð fyrir Breiðholtið í versl- unarhverfinu í Mjóddinni og höf- um einnig gengið til ákveðins samstarfs við hverfalöggæsluna sem ég tel gríðarlega mikilvægt mál. Við höfum fengið öflugan for- stöðumann til starfa, Ragnar Þor- steinsson sem áður var skóla- stjóri Breiðholtsskóla. Hann þekk- ir því mjög vel til uppeldis- og æskulýðsmála í þessu stóra hver- fi. Ég bind miklar vonir við þessa breytingu og hún hefur þegar leitt til þess að fleira starfsfólk sinnir Breiðholtinu en áður. Fólk á að geta nálgast alla þjónustu á ein- um stað og við eigum að geta komið á nánara samstarfi á milli borgarinnar og lögreglunnar og vonandi einnig æskulýðs- og íþróttasamtakanna í hverfinu.“ Dagur segir skorið hafa í augun að vantað hafi alhliða íþróttafélag í Efra-Breiðholti. „Leiknir starfar á því svæði og félagið stendur sig ágætlega gagnvart yngstu strák- unum í knattspyrnu og hefur tek- ið upp samstarf við ÍR um kvennaknattspyrnu. Ég hefði hins vegar áhuga á að efna til sam- starfs við það ágæta fólk sem starfar innan Leiknis og aðra sem bera hagsmuni Efra-Breiðholts fyrir brjósti því framboðið þarf að vera meira í jafn barnmörgu hver- fi. Ef við ætlum að ná árangri í for- vörnum og að virkja krakkana til þess að hreyfa sig þá er lykillinn að því í virkum og öflugum al- hliða íþróttafélögum.“ Borgarstjóri og lögreglu- stjóri vinni nánar saman Dagur telur nauðsynlegt að auka sýnilega löggæslu á götum borgarinnar og í hverfum hennar og ekki síður mikilvægt að borg- aryfirvöld vinni mjög þétt með lögreglunni. „Ég hef lagt til að borgarstjóri og lögreglustjóri í Reykjavík eigi með sér fundi að minnsta kosti einu sinni í mánuði þar sem farið yrði yfir afbrotatöl- fræði frá degi til dags í öllum borgarhverfum þannig að ekki sé litið á innbrotafaraldra og önnur spellvirki eins og náttúruhamfarir sem ekki verði við ráðið. Í þessu skyni hef ég lagt til að Reykjavík- urborg bjóði lögreglunni afnot af landupplýsingagrunni sínum sem er tölfræðilegur gagnagrunnur sem á að vera hægt að nota til þess að kortleggja hluti á borð við þessa. Ákveðnir menn innan lögreglunnar eru að vinna að þessu og ég held að þetta starf skipti miklu máli til þess að við getum verið með örugg og góð hverfi.“ Dagur segir að öryggi og heil- brigði íbúðahverfanna einnig snú- ast um umferðina. „Ég er ekki viss um að margir átti sig á því að með þeim breytingum sem gerð- ar hafa verið í hverfunum, t.d. með 30 kílómetra hámarkshraða og hraðahindrunum, sem ekki voru alltaf vinsælar, hefur slysum á börnum fækkað um allt að 50% og slysum almennt um 33%. Þessu verkefni þarf að halda áfram vegna þess að mikil og þung umferð er farin að skerða lífsgæði víða í borginni.“ Gamla fólkið má ekki gleymast „Öryggið skipti miklu máli,“ segir Dagur en telur tæpast hægt að tala um örugg hverfi fyrr en orðin sé til ákveðin samfella í þjónustunni. Hann nefndir þjón- ustu við aldraða sérstaklega í því efni. „Við höfum verið með þá stefnu að búa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld á heimilum sínum eins lengi og það er unnt vegna heilsufars fólks. En þá þurfa aldr- aðir og aðstandendur þeirra að geta treyst því að aukin og viðun- andi úrræði fást þegar á þeim þarf að halda. Ég held að átaks sé þörf í þjónustu við eldri borgara og að það verði ekki að veruleika fyrr en ábyrgðin á framkvæmdum verða komnar á eina hendi. Ég átti sæti í nefnd á vegum heil- brigðisráðherra sem lagði til fyrir meira en ári að færa öll þessi verkefni til sveitarfélaganna. Í því fólst að unnin yrði sérstök upp- byggingaráætlun sem tæki á öll- um þáttum þjónustunnar á sam- bærilegan hátt og þegar grunn- skólinn var færður frá ríkinu til sveitarfélaganna. Það ríkti alger einhugur um þetta. Nú er liðið heilt ár án þess að nein ákvörðun hafi verið tekin og hundruð ein- staklinga og fjölskyldna í borginni bíða eftir raunhæfum úrræðum. Algerlega er ófært að eldra fólk verði strandaglópar inni á spítöl- um þar sem verið er að beita allt of dýrum úrræðum vegna þess að önnur eru ekki til. Eitt rými á spít- ala kostar á við fimm rými á hjúkrunarheimili, eitt hjúkrunar- rými kostar á við tíu dagvistunar- úrræði og hvert dagvistunarúr- ræði kostar á við tíu heimilisúr- ræði, heimahjúkrun eða heima- þjónustu.“ Krónunni kastað til að spara eyrinn „Ég er ekki viss um að gangskör í þessu máli myndi kosta mikið meira en þau úrræði sem við erum að nota í dag sem eru þar að auki allsendis ófullnægjandi. Við erum ekki að verja krónunum á réttan hátt. Mér finnst grátlegt að horfa upp á þetta vegna þess að þegar ég ræði við forystu eldri borgara eða fjölskyldur sem eiga í þessum erfiðleikum þá eru allir sammála um hver stefnan eigi að vera. Að sveitarfélögin annist þessi mál eins og á hinum Norð- urlöndunum og eins og talað hef- ur verið um í tíu ár að gera hér á landi. Síðustu svör heilbrigðisráð- herra eru með þeim hætti að maður hefur áhyggjur af því að það klúður sem sameining sveit- arfélaga varð fyrir á dögunum eigi eftir að verða dragbítur á nauð- synlegar ákvarðanir. Ég tel að við verðum einfaldlega að kalla for- ystu Sambands íslenskra sveitar- félaga til ábyrgðar í því efni og velta því upp hvort þau sveitarfé- lög sem hafa burði til þess að taka við heilbrigðisþjónustu, heilsugæslu og málefnum aldr- aðra eigi ekki einfaldlega að gera það þó að til séu minni sveitarfé- lög sem ekki treysta sér til þess og hafa íbúa sem vilja ekki sam- eina þau í stærri og sterkari ein- ingar. Við erum að fórna þjónustu við fólk sem hefur engan tíma til þess að bíða eftir því að Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson og Árni Magn- ússon nái árangri í sameiningu sveitarfélaga. Við erum að fórna fólki sem ekkert hefur til saka unnið annað en að hafa þörf fyrir þjónustu.“ Dagur B. Eggertsson ásamt Ragnari Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.