Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 10
Ég er rótgróinn Breiðhyltingur. Fjölskyldan flutti í blokkaríbúð á 4.hæð að Vesturbergi 10 vorið 1971, en flutti svo í raðhús að Brekkuseli 26, 1. apríl 1976 og býr þar enn. Haustið 1973 gekk ég í Alþýðubandalagið og starf- aði þar mest að borgarmálum. Fyrsta stóra tækifærið til að hafa áhrif á gang mála kom, þegar vin- stri stjórnin var við völd í Reykjavík 1978 - 1982, en á þeim árum var ég jafnframt formaður í Alþýðubandalagsfélaginu í Breið- holti. Ég fékk samþykki fyrir því innan vinstri meirihlutans að gerð yrði skíðabrekka utan í Vatnsendahvarfi og yrði nýttur til þess uppgröftur, sem féll til í hverfinu. Gerð brekkunnar var mjög þjóðhagslega arðsöm , vegna þess að það sparaði gríð- arlegan akstur með uppgröft, sem annars hefði orðið að aka niður á sorphaugana í Gufunesi. Lætur nærri að gerð skíða- brekkunnar hafi kostað þjóðar- búið 150 milljónir króna minna, en ekki neitt! Í samvinnu við ágætt flokks- fólk, tókst mér nú fyrir jólin að fá loforð núverandi borgarstjóra, fyrir því að skíðabrekkan yrði lagfærð, á þann hátt að uppgröft- ur yrði fluttur í brekkuna, þannig að efstu 100 metrarnir yrðu hækkaðir um 0 til 5, metra til að auka byrjunarhraðann á skíða- fólkinu. Annað dæmi um, að mér hafi tekist að koma góðu til leið- ar fyrir Breiðholtið, eru undirgöng milli Seljahverfis og Neðra Breiðholts við Stöng, sem mér tókst að fá gerð á árunum 1978 til 1982, en þar hafði áður verið mjög hættulegt fyrir fót- gangendur að fara yfir Breið- holtsbrautina. Auðvitað mun ég vinna fyrir Reykvíkinga í heild, ef ég fæ til þess stuðning, en stundum finnst manni eins og Breiðholtið vilja gleymast hjá borgarpóli- tíkusunum. Þar sem ég hef mik- inn áhuga á umferðaröryggismál- um mun ég beita mér fyrir því að gerð verði göngubrú yfir Breið- holtsbraut, rétt austan við SHELL stöðina, en göngubrú á þessum stað myndi einnig auka tengslin milli Seljahverfis og Efra Breiðholts. Eitt helsta baráttumál mitt er að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýrinni eigi síðar en 2010 og þar rísi í staðinn þétt og blönduð miðborgarbyggð. Samkvæmt könnun, sem gerð var af tveimur sænskum verðandi verkfræðing- um í Háskóla Íslands árið 2001 er það a.m.k. 200 milljarða kr. virði, reiknað til núvirðis, fyrir þjóðar- búið að byggja í Vatnsmýrinni fyrir h.u.b. 25. þús. íbúa og 17 þús. störf. Þessir 200 milljarða kr. skipt- ast þannig að 90 milljarðar kr. eru verðmæti byggingarlóðanna, 20 milljarðar kr. vegna tvínýting- ar útivistarsvæðanna í nágrenn- inu (ekki þarf að búa til ný úti- vistarsvæði) og 90 milljarðar kr. vegna þess að fasteignir og lóðir í borginni vestan Kringlumýrar- brautar munu hækka að meðal- tali um 15 %. Þar sem ríkið á h.u.b. þriðjung lóðanna undir flugvellinum (h.u.b.30 milljarða kr. virði) er auðvelt fyrir það að fjármagna nýjan flugvöll í jaðri höfuðborg- arsvæðisins (eins og t.d. á Mið- dalsheiði) en eiga samt h.u.b. 20 milljarð króna í afgang. Það er ekki einungis þörf á því að flugvöllurinn fari úr Vatns- mýrinni, hann þarf að fara þaðan fljótt, vegna þess að það er dýrt fyrir þjóðarbúið að láta svona verðmætt byggingarland liggja ónotað. Góður mælikvarði á kostnað þjóðarbúsins af þessu ráðslagi fæst með því að reikna vexti af bundnu fé. Ef reiknað er með 6% ársvöxtum af 200 millj- örðum kr. fást 12 milljarðar kr. á ári eða 1.000.000.000 kr. á mán- uði! Að losna við flugvöllinn og byggja í staðinn blómlega byggð mun verða fyrsta skrefið til rót- tækrar þéttingar byggðar í borginni og efla mjög miðborg- ina, sem mikil þörf er á, því hún er og verður eina miðborg lands- ins. Að losna við flugvöllinn er mesta hagsmunamál Reykvík- inga, m.a. vegna þess að það minnkar akstursþörfina, með til- heyrandi peningasparnaði, tíma- sparnaði, fækkun umferðarslysa og minnkaðri mengun. Brottför flugvallarins mun efla höfuðborg- ina, sem mun verða til þess að ungir og vel menntaðir Íslending- ar yfirgefa landið síður, það er því fyrir miklu að berjast! Af öðrum baráttumálum mín- um má nefna: a) Sundabrautin verði lögð í ytri leið (Leið 1). b) Stofnað verði byggðasamlag á höfuðborgarsvæðinu, sem yfir- taki frá ríkinu stofnbrautargerð innan svæðisins og fái til þess a.m.k. 100 % meira framkvæmda- fé frá því sem nú er, enda veitir ekki af. c) Haldið verði áfram glæsilegu starfi Reykjavíkurborg- ar að fækkun umferðarslysa (fækkað hefur um rúmlega 50 % á tæpum áratug) og verði þeim fækkað um 25 % til viðbótar á fimm árum og yrði borgin þá komin í hóp þ e i r r a borga í he iminum sem eru með fæst umferðar - slys miðað við fólks- fjölda. d) Ég hef s t u n d a ð íþróttir frá barnsaldri, aðallega knattspyrnu og lék m.a. í efstu deild með ÍA og KR. Ég þekki því af eigin raun gildi þeir- ra og vil því að íþróttastarfið í borginni verði eflt á allan hátt ekki síst þágu barna og almenn- ings. Í því skyni verði æfinga- og iðkendagjöld barna í íþróttafé- lögunum niðurgreidd. Stefnt skal að því að þetta gildi einnig um önnur gjöld vegna tómstundar- iðkunar barna. e) Bæta þarf öldr- unarþjónustuna fyrir þá sem kjósa að búa heima t.d. með samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Gunnar H. Gunnarsson er um- ferðaröryggisverkfræðingur hjá borginni og stjórnarmaður í Sam- tökum um betri byggð, sem stefnir á 4. til 5. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík í febrúar n.k. JANÚAR 200610 Breiðholtsblaðið Vinn af auknum krafti fyrir Breiðhyltinga Gunnar H. Gunnarsson. - fái ég til þess nægan stuðning

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.