Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Qupperneq 11

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Qupperneq 11
„Ég er í raun blanda úr öllum landshornum. Við það bætist að ég hef átt heima víða og hefði ekki vilj- að vera án þeirrar lífsreynslu að al- ast upp úti á landi. Ég var fimm ára þegar við fjölskyldan fluttum úr Hveragerði til Flateyrar þar sem for- eldrar mínir settu upp bátasmiðju, þaðan lá leiðin til Akraness árið 1986 og ríflega einu ári síðar fluttum við til Reykjavíkur og áttum fyrst heima í Safamýri en fluttum svo á Seilugranda og síðar í Skipholtið en í dag bý ég í Breiðholtinu.“ segir Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað- ur forsætisráðherra, sem er áber- andi í þjóðfélagsumræðunni þessa dagana, enda býður hann sig fram í 1. sætið á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. „Mér finnst gaman að vera orðinn Breiðhyltingur. Við bjuggum lengi í Vesturbænum, en það var eitthvað við Seljahverfið sem heillaði mig. Kannski var það veðrið, sem mér finnst stundum eins og í útlöndum, eða trén sem skapa sömu tilfinn- ingu. Ég vinn niður í forsætisráðu- neytinu og þegar ég fer úr Hálsasel- inu og niður á Lækjartorg er það eins og að fara milli tveggja veður- kerfa. Við erum í skjóli fyrir norðan- áttinni í götunni minni og það mun- ar miklu. Mér finnst minna máli skipta að snjóþyngsli séu meiri; það skapar bara huggulega stemmn- ingu.“ En fyrir hvað stendur þú í borg- armálum? „Ég á mér draum um að Reykja- vík verði í fremstu röð í Evrópu. Saman getum við breytt borginni okkar og búið til fyrsta flokks Reykjavík, nútímalega heimsborg þar sem fólkið er í fyrirrúmi. Ég vil sjá öruggari Reykjavík, með því að efla löggæslu í miðborginni, sérstaklega um helgar. Við þurfum að gera lögregluna sýnilegri og gera átak í baráttunni gegn eiturlyfjum, t.d. með eflingu hverfalöggæslu. Reykjavík á að vera örugg borg og við eigum ekki að þurfa að óttast um börnin okkar. Ég hef rætt þessi mál talsvert við lögreglumenn og ég veit að þeir hafa margar góðar hug- myndir sem þyrftu að komast í framkvæmd.“ Íþróttakort fyrir alla og greiðslur til foreldra Breiðholtið er eitt stærsta hverfi borgarinnar. Hér brenna leikskóla- og skólamál mjög á fólki. Þarf að taka til hendinni þar? Björn Ingi hlær við. „Trúir þú því virkilega að þessari spurningu sé hægt að svara með nei-i?“ Svo held- ur hann áfram. „Það ríkir óviðun- andi ástand í þessum málum. Margt gott hefur verið gert en það er líka margt óunnið. Það er ekki ásættan- legt að foreldrar neyðist til að hætta að vinna þar sem engin úr- ræði eru í boði. Mitt svar við þessu er valkvætt kerfi þar sem möguleik- unum er fjölgað og foreldrum gef- inn raunverulegur valkostur. Við þurfum að koma á gjaldfrjáls- um leikskóla þar sem tekið er tillit til þess að leikskólinn er fyrsta skólastigið og gegnir mikilvægu hlutverki að því er varðar menntun og þroska barnanna okkar. Ég vil líka taka upp greiðslur til foreldra barna 9 til 18 mánaða. Frá því fæð- ingarorlofi foreldra lýkur við 9 mán- aða aldur og þar til dvöl á leikskóla hefst, við 18 til 24 mánaða aldur, búa foreldrar og börn þeirra við takmörkuð úrræði. Mikill skortur er á dagforeldrum og foreldrar á vinnumarkaði verða oft að bjarga vistun barna sinna frá degi til dags, sem er vitaskuld óásættanlegt. Með því að greiða þessum foreldrum 50 þúsund krónur á mánuði er unnt að koma til móts við þessar þarfir og brúa bilið þar til leikskólavist fæst. Þetta er að mínu mati réttlætismál. Greiðslurnar yrðu valkvæðar. Þegar út í hið eiginlega skólakerfi er kom- ið er vinnudagur barnanna okkar of langur. Við þurfum að koma íþrótta- og tómstundastarfi inn í skóladag barna þannig að vinnudegi sé lokið þegar heim er komið. Þetta verði gert með þjónustusamningum við íþróttafélög og önnur félagasamtök þannig að allir geti tekið þátt í þrótt- miklu og skapandi félagsstarfi án til- lits til efnahags. Öll börn í borginni, 5 til 18 ára, fái íþróttakort að upp- hæð 40 þúsund krónur á ári sem renni til íþrótta- og tómstundaiðk- unar á vegum viðurkenndra aðila.“ Uppbygging hjá ÍR og Leikni Hrafn Ágúst, eldri strákurinn okk- ar, er að æfa fótbolta með 7. flokki ÍR og líkar vel. Mér finnst vel staðið að æskulýðsstarfinu hjá félaginu, en finnst eins og mörgum öðrum að aðstaðan í Breiðholtinu mætti vera betri. Breiðholtið er eins og mörg af stærri bæjarfélögum landsins og mér finnst undarlegt að ekki sé risið sérstakt íþrótta- og keppnishús fyrir ÍR í Mjóddinni. Þar hefur líka verið beðið lengi eftir úrbæt- um á æfinga- s v æ ð i n u , sem nú stan- da loksins fyrir dyrum. Að sama skapi finnst mér að horfa þyrfti til æfingasvæðis Leiknis og ég er þeirrar skoðunar að þar eigi að byggja yfir gervigrasvöllinn og skapa þannig íþróttahús sem yrði með löglegum knattspyrnuvelli, en gæti einnig nýst þeim sem vilja leg- gja stund á aðrar íþróttir, t.d. frjáls- ar og hlaup. Forvarnagildi íþrótta er ómetanlegt og Breiðholtið er sér- staklega barnmargt hverfi og þess vegna þessir hlutir að vera í lagi. Ókeypis í strætó og jarð- göng Umferða- og skipulagsmál varða allar borgir miklu. En hvernig horfa þessi mál við Birni Inga? „Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt að vinna að bættum sam- göngumálum á mörgum vígstöðv- um í einu. Ég vil efla almennings- samgöngur. Fyrsta skrefið í þá átt á að vera að hafa ókeypis í strætó fyr- ir börn og unglinga, námsmenn, ör- yrkja og aldraða. Mín framtíðarsýn í þessum málum er að ókeypis verði strætó fyrir alla. En það getur verið skynsamlegt að láta það gerast í áföngum. Við þurfum líka að endur- skilgreina það kerfi sem notað er í dag með hagsmuni íbúana að leið- arljósi. Það þarf að kanna allar leiðir í því sambandi. Bílaflota, leiðir og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég vil á sama tíma leggja út í sam- göngubætur þar sem við horfum til framtíðar og greiðum úr þeim um- ferðarflækjum sem eru að myndast í borginni. Þar vil ég horfa til nýrra valkosta með lagningu stokka og jarðganga.“ Björn Ingi segist tilbúinn til að láta gott af sér leiða fyrir borgar- búa. „Við búum í góðri borg en það er hægt að gera hana enn betri. Ég vil sjá Reykjavík í fyrsta flokk og tel mig geta lagt ýmislegt af mörkum til að svo megi verða. En til þess þarf ég náttúrulega á stuðningi kjósenda - ykkar.“ JANÚAR 2006 11Breiðholtsblaðið Sími: 511 1188 & 895 8298 Þrjátíu sjúkraliðar voru út- skrifaðir frá FB við lok haustann- ar á síðasta ári Aldrei hafa fleiri sjúkraliðar verið útskrifaðir í einu hér á landi. Bestum árangri sjúkraliða náði Margrét Erlings- dóttir. Fjölbrautaskólanum í Breið- holti var slitið við athöfn í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 21. desember sl. Alls voru 115 loka- prófsskírteini afhent, 59 skírteini á starfsnámsbrautum og 56 stúd- entsprófsskírteini. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Kolbrún Björnsdóttir. Ákveðið hefur verið að byggja við skólann og hlakka kennarar og nemendur mjög til þess, því víða hefur aðstaða verið ófull- nægjandi. Framkvæmdir hefjast vonandi á þessu ári og verður gaman að fylgjast með framgangi mála. Skólanum bárust að venju góð- ar gjafir frá ýmsum hollvinum. Þar má nefna Samtök iðnaðarins, Gámaþjónustunni, Soroptomista- klúbb Hóla og Fella, Rotaryklúbb Breiðholts og Gideonfélagið. Kór starfsmanna og nemenda söng nokkur lög við athöfnina. Aldrei fleiri sjúkraliðar útskrifaðir Aldrei hafa jafn margir sjúkraliðar útskrifast í einu á Íslandi og frá FB um síðustu jól. Lífsgæði í Breiðholti Helgina 11. og 12. febrúar næst- komandi gefst öllum borgarbúum kostur á að velja frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hef ég starfað með borgar- stjórnarflokki Reykjavíkurlistans og gef nú kost á mér í þriðja sætið á listanum. Það þarf að huga vel að öllum hverfum borgarinnar. Eftir tólf ára búsetu í Breiðholti og þátttöku í foreldrastarfi í skól- um og leikskólum og í íþrótta- starfi í hverfinu þekki ég nokkuð vel til aðstæðna hér. Það er gott að búa í Breiðholtinu, margt hef- ur verið vel gert en þó er ýmislegt sem má bæta til að gera það enn betra. Það þarf að endurbæta skóla- lóðir og ljúka því verki að allir nemendur skólanna hafi aðgang að skólamötuneytum. Það þarf að halda göngustígum betur við og endurbæta nokkur útivistar- og leiksvæði innan hverfisins, s.s. skíðabrekkuna við Jafnasel. Það þarf að halda áfram uppbyggingu íþróttafélaganna og bæta aðstöðu hjá Leikni og taka sem fyrst end- anlega ákvörðun um íþróttahús fyrir ÍR í M j ó d d . Gervigras- völlur mun koma þar í ár. Við þurf- um að bæta enn betur öryggi fyrir gangandi og h j ó l a n d i vegfarend- ur. Og við þurfum að efla þjónustu við íbúana í gegnum hina nýju þjónustumiðstöð í Mjódd. Þetta eru meðal mála sem ég hef talað fyrir opinberlega og á ýmsum vettvangi í borginni og mun gera áfram, fái ég stuðning til þess í komandi prófkjöri. Við Breiðhyltingar þurfum að vera vakandi, láta í okkur heyra og til okkar taka til að bæta lífsgæði í hverfinu okkar. Stefán Jóhann Stefánsson, gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar 11. og 12. febrúar. Stefán Jóhann Stefánsson. Björn Ingi Hrafnsson. Björn Ingi Hrafnsson býður sig fram í 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík: Reykjavík í fyrsta flokk

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.