Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Síða 12

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Síða 12
Björk Vilhelmsdóttir félagsráð- gjafi og borgarfulltrúi gefur kost á sér í 3. til 4. sæti prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Björk býr nú í Hólahverfinu í Breiðholti. Fyrst flutti Björk í Breiðholtið 17 ára gömul utan af landi til þess að stun- da nám við FB þaðan sem hún tók stúdentspróf af heilsugæslusviði árið 1983. „Ég bjó á þeim árum í Austurbergi og einnig í Æsufelli. Eftir það lá leið mín í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands en búsetan í Breið- holtinu hélt áfram og ég bjó í Vest- urbergi, Eyjabakka og Hjaltabakka um tíma. Ég hafði því prófað ýmis- legt í efra og neðra áður en ég flutt- ist vestur fyrir Elliðaár. Þegar ég flutti til baka fyrir tveimur árum þá fannst mér ég vera komin heim. Ég er mjög ánægt með að hafa tekið þá ákvörðun.“ Pink Floyd í Elliðaárdalnum „Breiðholtið er byggð með mikla breidd og Breiðholtsbúar eiga að vera stoltir af hverfinu sínu sem slíku og kynna það með þeim hætti. Það hefur upp á svo margt að bjóða. Breiðholtið nær yfir allan hinn mannlega skala ef svo má að orði komast. Þar býr fólk af öllum gerðum, af mörgu þjóðerni og fólk sem býr við margbreytilega félags- legar aðstæður.“ Björk segir þetta stóra borgar- hverfi búa við mestu gæðin af hendi náttúrunnar sem finna má innan Reykjavíkurborgar.“ Ég get bent á Elliðaárdalinn, Elliðavatnið og Rjúpnahæðina fyrir ofan Selja- hverfið. Mér hefur alltaf fundist gott að vera í námunda við fjöl- breytileikann, náttúruna og einkum við Elliðaárdalinn þar sem ég stun- da mikið útivist. Ég held upp á gönguferðir í dalnum, fæ „iPodinn“ lánaðan hjá syninum og hlusta á Pink Floyd og aðra góða tónlist. Dalurinn hefur gert það að verkum að ég hef endurnýjast við að flytja uppeftir að nýju,“ segir Björk. Fjölbreytileikinn auðgar „Þrátt fyrir fjölbreytileika og lífs- gæði þá hefur mér oft fundist að Breiðholtið njóti ekki sannmælis. Þegar við ákváðum að flytja hingað var það náttúran sem réði, útsýnið og umhverfið. Við höfðum skoðað húsnæði nokkuð víða og það kom mér verulega á óvart hversu mikill verðmunur var á fasteignum í Breiðholtinu og annarsstaðar í borginni. Við keyptum okkur ein- býli sem var búið að vera nokkuð lengi í sölu vegna þess að það virð- ist erfiðara að selja stærri eignir í Breiðholtinu en annarsstaðar. Þetta kom mér sérstaklega á óvart. Ég hafði búið áður í þessum borgar- hluta og vissi að hann hafði upp á mikið að bjóða.“ Björk segist álíta að afstaða fólks til Breiðholtsins eigi eftir að breyt- ast. Hverfið eigi eftir að njóta sann- mælis ekki síst vegna þess að það er orðið miðsvæðis á höfuðborgar- svæðinu í stað þess að vera hreint úthverfi eins og þegar það var í byggingu. Þetta tekur tíma en ég er í engum vafa um að þjóðin á eftir að líta hverfið okkar jákvæðari aug- um. Breiðhyltingar og borgaryfir- völd þurfa að halda þannig á mál- um að fjölbreytileikinn hér verði eftirsóknarverður því hann er það í eðli sínu.“ Þjónustumiðstöðin og Gerðubergið Björk víkur að þjónustu Reykja- víkurborgar í Breiðholtinu. Hún segir þjónustumiðstöðina í Mjódd- inni vera móðurstöð fyrir fjöl- skylduráðgjöf og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem unnið sé að því að þróa vandaða þjónustu sem þegar sé farin að skila sér út á með- al íbúanna. Eins sé eftir að tengja starfsemina í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi við þjónustumið- stöðina og nýta það starf og þau margvíslegu úrræði sem þar eru til staðar ásamt nálægð Gerðubergs við Breiðholtslaugina. „Velferðarmálin í Breiðholti eru mér afar hugleikin og hafa verið það síðan ég starfaði á Félagsmála- stofnun hér í hverfinu 1988 og 1989. Hvergi er brýnna að jafna kjör barna til að gefa þeim sömu tæki- færi, óháð félagslegri stöðu for- eldra. Hverfið er að eldast og huga þarf sérstaklega að þjónustunni sem veitt er heim til fólks, aldraðra, fatlaðra og langveikra. Þannig geta þeir sem það vilja búið í öryggi í sinni íbúð sem verður þá að þjón- ustuíbúð í stað þess að þurfa flytja um set til að nálgast þjónustuna. Nú er einnig farið að bjóða upp á kvöld-, nætur- og helgarþjónustu í samstarfi við heimahjúkrun og ver- ið er að þróa öryggissíma fyrir þá sem þurfa slíks með. Akstursþjón- usta eldri borgara er ný þjónusta sem hefur það markmið að styðja enn frekar við þá sem búa heima og geta ekki nýtt sér almenningssam- göngur. Til þess að vel takist til þarf að þróa þjónustuna í samráði við þá sem njóta hennar og það er verkefni þjónustumiðstöðvarinnar næstu misserin í samvinnu við Breiðhyltinga.“ Breiðhyltingar bestir í íþróttum Björk víkur einnig að íþróttastarf- inu og segir ÍR-inga ekki hafa verið sátta við þá uppbyggingu sem átt hafi sér stað. Það standi þó nokkuð til bóta þar sem byggður verði nýr gervigrasvöllur á ÍR svæðinu á þessu ári og einnig sé unnið að því að þróa og hanna framtíðar íþrótta- aðstöðu á svæðinu. „Í mínum huga er mjög mikilvægt að Breiðholtið sé eitt hverfi þegar kemur að íþrótta- starfinu. Mér hefur fundist ástæða til þess að skoða hvort öflugra yrði að hafa eitt íþróttafélag í staðinn fyrir tvö eins og nú er. Ég geri mér grein fyrir að með því að ræða þessi mál þá er ég að hætta mér inn á viðkvæmt svæði. En Breiðholtið er rúmlega 20 þúsund manna sam- félag. Þetta er svo stórt og öflugt hverfi að það ætti að geta látið enn betur til sín taka í íþróttum. ÍR er með mjög öflugt handboltalið og hafa verið Íslandsmeistarar í þeirri grein en Breiðhyltingar hafa ekki verið að keppa um forystusætin á Íslandsmótum í öðrum greinum. Mér finnst að við gætum haft tæki- færi til þess ef allt hverfið yrði sam- einað í eitt sterkt íþróttafélag í stað þess að deila kröftunum á fleiri fé- lög. Breiðholtið eitt er á stærð við stórt sveitarfélag og því eigum því að geta leyft öllum að vera með og verið góð í öllu“ segir Björk Vil- helmsdóttir. JANÚAR 200612 Breiðholtsblaðið Stefán Jón Hafstein oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar: Þjónustan út í hverfin Þjónustumiðstöð í Breiðholti er hluti af þeirri stefnumörkun borg- aryfirvalda að færa borgarbúum meiri áhrif á það hvernig skattfé er varið og bæta þjónustuna. Sem formaður hverfisráðs Grafarvogs hef ég haft þá ánægju að starfa með Miðgarði, sem er þjónustu- miðstöð í því hverfi. Þar hef ég kynnst því hvernig nærþjónustan batnar, tengsl við íbúa aukast, og sameiginlegur skilningur á mark- miðum og leiðum til að bæta hverfisvitund verður dýpri. Því hefur það vakið furðu mína að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagst gegn þjónustumið- stöðvum í hverfunum, þrátt fyrir að lýsa yfir ánægju með nær ára- tugs reynslu af Miðgarði í Grafar- vogi. Hvers vegna vilja þeir neita öðrum hverfum um þann góða ár- angur sem náðst hefur með Mið- garði? Hvers vegna má Breiðholt- ið ekki fá sams konar þjónustu og Grafarvogur? Þetta er óleyst gáta en á eflaust rætur að rekja til íhaldssemi sem flestum fram- farasinnuðum borgarbúum er óskiljanleg. Það er til dæmis al- veg óskiljanlegt að vera á móti þjónustumiðstöðinni nýju, þar sem þegar hefur verið tekið upp ,,Grafarvogsmódel“ af samstarfi íbúa og lögreglu sem hvarvetna hefur hlotið lof. Frekari skref nauðsynleg Í framboði mínu til fyrsta sætis í prófkjöri Samfylkingarinnar hef ég lagt áherslu á að enn beri að auka svokallaða hverfavæðingu. Ég tel að ná megi því markmiði með því að efla hvers konar íbúa- samtök sem starfa á lýðræðisleg- um grunni, og bæta tengsl þeirra við hverfaráðin. Í hverfisráði Grafarvogs héldum við íbúaþing með Miðgarði þar sem kom í ljós að umferðarmál voru fólkinu hug- leikin. Hverfisráð skipaði því sér- stakan umferðaröryggishóp sem í voru fulltrúar frá lögreglu, íbúa- samtökum og ráðinu sjálfu. Þetta fólk fór um hverfið, skilaði skýrslu um nauðsynlegar úrbæt- ur og síðan höfum við markvisst fylgt þessu eftir. Nú hefur verið mælt með því að þetta vinnulag verði tekið upp í öllum hverfum borgarinnar á vegum hverfisráð- anna. Breiðholt verður því ekki afskipt. Ég tel að sams konar vinnulag eigi að hafa við um fleiri grenndarmál, svo sem umhirðu á opnum svæðum og umhverfismál sem tengjast þeim. Því þarf að auka samstarf þjónustumiðstöðv- anna og hverfisbækisstöðva garð- yrkju og framkvæmda til að gera borgarstarfsmenn okkar í hverf- unum meðvitaða um óskir og for- gangsröðun íbúa, og gera þá ábyrga gagnvart fólkinu sem býr í hverfunum. Styrkari tengsl foreldra og skóla Dæmi um verkefni sem ég hef beitt mér fyrir með stofnun þjón- ustumiðstöðva er í Breiðholti. Þar hef ég sem formaður mennta- ráðs beitt mér fyrir samstarfi for- eldrasamtakanna Samfoks og þjónustumiðstöðvar um að bygg- ja upp foreldraráðin í skólum hverfisins og bæta samskipti for- eldra og skóla. Framkvæmda- stjóri Samfoks og forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar hafa sýnt metnað og áhuga á verkefn- inu og foreldrar nú þegar kynnst því. Þetta verkefni á síðan að nýt- ast í öðrum hverfum, rétt eins og umferðaröryggisstarfið í Grafar- vogi. Íbúar Breiðholts munu sannarlega njóta þess að við höf- um markvisst stefnt að því að færa þjónustuna út í hverfin og ég vil gjarnan fá að leggja mitt af mörkum á næsta kjörtímabili til að þróa þessi mál enn áfram með íbúum hverfanna. Stefán Jón Hafstein. Björk Vilhelmsdóttir. „Ég er komin heim“ Breiðholtið er með mikla breidd, segir Björk Vilhelmsdóttir Björn Ingi í 1. sætið

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.