Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 14
JANÚAR 200614 Breiðholtsblaðið Um áramótin kom í ljós að af 108 íþróttamönnum í Úrvalshóp FRÍ átti frjálsíþróttadeild ÍR 26 keppendur eða 23.1%, en ÍR hefur aldrei fyrr átt svo marga í þessum hópi. Þegar litið er á Afrekshóp FRÍ þá á ÍR 4 af 18 íþróttamönnum eða 22.2%. Þetta er frábær árang- ur hjá deildinni og á hún flesta iðkendur af öllum félögum á land- inu í hvorum hóp. Styrkveitingar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands tilkynnti föstudaginn 9. des- ember hverjir hefðu hlotið styrki Afrekssjóðs fyrir árið 2006. Í þess- um hópi voru ÍR-ingarnir Þóra Kristín Pálsdóttir og Brynjar Gunnarsson sem hlutu styrk úr sjóðum ungra og framúrskarandi efnilegra unglinga ásamt fjórum öðrum unglingum. Hlutu þau hvort um sig 100.000 kr sem munu koma að góðum notum við æfingar og undirbúning fyrir árið 2006. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þessa ungu íþróttamenn og á án efa eftir að koma sér vel á ár- inu 2006 þar sem mörg verkefni og þar af leiðandi mikill undirbún- ingur er framundan. Frjálsíþróttadeildin óskar þeim Þóru Kristínu og Brynjari til ham- ingju með þennan styrk sem sýn- ir að tekið er eftir framistöðu þeirra og vonir bundnar við þau í framtíðinni. Jólamót Ægis Jólamót Sundfélagsins Ægis var haldið í nýju sundhöllinni í Laugardalnum sunnudaginn 18. desember sl. en yfir 100 Ægiringar tóku þátt í mótinu ásamt gestum frá Borgarnesi og Akranesi. Auk keppenda voru yfir 30 sundmenn úr bleikjum, sundhópi yngstu Ægiringanna sem sýndu getu sína í hléi við mikinn fögnuð áhorfenda og var það aldeilis frá- bær skemmtun. Árangur dagsins var einnig frábær og margir sund- menn voru að bæta sig. Þó nokkr- ir náðu lágmarkstímum inn á Ald- ursflokkameistaramót Íslands. Reynt var við nokkur Íslandsmet og var sett stúlknamet í 4 x 50 metra flugsundi og var tími boð- sundsveitarinnar 2.05.34. Mótið var í alla staði hið skemmtilegasta og var glæsilegur lokapunktur á starfi sundfélagsins á síðasta ári en nú er nýtt sundár hafið og æfingar hafnar á fullu. Einhver pláss eru laus í yngri flokkum félagsins og að sjálfsögðu byrja nýir byrjendahópar á árinu. Hægt er að fá allar upplýsingar hjá yfirþjálfara félagsins í síma 8990617 eða á heimasíðu þess, www.aegir.is Eftirtöld verðlaun voru veitt fyr- ir þrjú stigahæstu sund í hverjum aldursflokki: Hnátur 10 ára og yngri 1. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 2. sæti Guðrún Kristín Jóhannesdóttir. 3. sæti Íris Emma Gunnarsdóttir. Hnokkar 10 ára og yngri 1. sæti Ægir Benediktsson. 2. sæti Bergþór Mahlmann. 3. sæti Páll Ágúst Þórarinsson. Meyjur 11 til 12 ára 1. sæti Karen Sif Vilhjálmsdóttir. 2. sæti Anna Dís Arnarsdóttir. 3. sæti Karen Jóhannsdóttir. Sveinar 11-12 ára 1. sæti Kristján J. Potenciano. 2. sæti Anton Sveinn McKee. 3. sæti Siggi Dan Kristjánsson. Telpur 13-14 ára 1. sæti Olga Sigurðardóttir 2. sæti Jóhanna Hildur Hansen. 3. sæti Íris Ósk Kristófersdóttir. Drengir 13-14 ára 1. sæti Kristinn Jaferian. 2. sæti Sigurður Egill Sigurðsson. 3. sæti Oddur Goði Jóhannsson. Kvennaflokkur 15 ára og eldri 1. sæti Jóhanna Gerða Gústafsdóttir. 2. sæti Guðrún Vaka Steingrímsdóttir. 3. sæti Auður Sif Jónsdóttir. Karlaflokkur 15 ára og eldri 1. sæti Jakob Jóhann Sveinsson. 2. sæti Árni Már Árnason. 3. sæti Baldur Snær Jónsson. Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug var haldið í Laugar- dalslauginni helgina 18. til 20. nóv- ember og var árangur Sundfélags- ins Ægis þar afburða góður. Ægir- ingar unnu til helmings allra Gull- verðlauna á mótinu eða tuttugu talsins, nítján silfur og fjórtán brons en þetta segir meira en margt annað um styrk liðsins. Ægiringar settu tvö Íslandsmet á mótinu. Anja Ríkey Jakobsdótt- ur setti Íslandsmet í 100 metra baksundi á tímanum 1.02.81 en hún átti sjálf fyrra metið sem var 1.02.94, og Jakob Jóhann Sveins- son setti einnig glæsilegt Íslands- met í 50 metra bringusundi á tím- anum 28. Lokahóf Sundsambands Íslands fór fram í lok Íslandsmeistaramótsins í 25 m. laug og þar voru Ægiringarnir Jakob Jóhann Sveinsson og Anja Ríkey Jakobsdóttir kjörnir sundmenn ársins 2005. Stúlknasveit Ægis setti nýtt Íslenskt stúlknamet í 4 x 50 metra flugsundi á Jólamóti Ægis. Nýja metið er 2.05.34 Sveitina skipuðu Snæfríður Jóhannsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ólöf Lára Halldórsdóttir og Auður Sif Jónsdóttir. Ljósm. JAK Anna Kristinsdóttir býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri fram- sóknarmanna fyrir framboð til borgarstjórnarkosninga í Reykja- vík um komandi helgi. Anna hefur setið í borgarstjórn sem annar fulltrúi framsóknarmanna innan Reykjavíkurlistans um fjögurra ára skeið. Hún hefur gegnt for- mennsku í ÍTR undanfarin ár og því látið íþrótta- og æskulýðsmál sig miklu varða í Breiðholtinu sem annarsstaðar í borginni. Komið að uppbyggingu ÍR svæðisins Anna hefur átt samskipti við fé- lögin í Breiðholtinu ÍR og Leikni og segir að ÍR-inga hafi lagt mikla áherslu á að fá bætta aðstöðu í Breiðholtinu, m.a. með því að nýtt íþróttahús verði reist fyrir hverfið. Sannleikurinn sé sá að menn hafa verið sammála um nauðsyn þess en hins vegar ekki komið sér saman um í hversu stóra framkvæmd þyrfti að ráðast og það sé einkum ástæða þess að málið sé ekki komið lengra. „Ég er hins vegar alveg sammála því að nú sé komið að því að leggja fjár- magn í uppbyggingu á svæði fé- lagsins. Við höfum lagt til að 150 milljónum króna verði varið til þess að koma upp gerfigrasvelli á svæðinu sem verði lokið við á þessu ári. Síðan hef ég lagt til við gerð þriggja ára framkvæmdaá- ætlunar borgarinnar að settar verði 800 milljónir á árunum 2007 til 2009 til þess að koma upp íþróttahúsi á svæði ÍR og sýnist að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu að nýju húsi félags- ins á 100 ára afmæli þess árið 2007. Bæta þarf aðstöðu Leiknis Anna víkur einnig að málefnum Leiknis og þeirri sérstöku félags- legu stöðu sem félagið hefur í Breiðholtinu. Hún segir þá skorta nánast alla félagsaðstöðu. Þeir hafi eingöngu yfir að ráða litlu húsi, nánast skúr sem ekki haldi vatni né vindum og sé allsendis ófullnægjandi fyrir það starf sem þeir eru að vinna. „Við höfum ver- ið að skoða málefni Leiknis og hvað sé unnt að gera til þess að bæta aðstöðu þeirra vegna þess að þeir eru að vinna að öflugu starfi í Efra Breiðholt - inu.“ Hún segir félagið starfa í fjöl- menningar- legu um- hverfi. Þar búi fólk af ýmsum upp- runa og þjóðernum og þekki mis mikil til íþróttastarfs og gildi íþrótta. Því þurfi að kynna þessa menningu og þetta starf og gildi þess fyrir fólki af erlendum uppruna og gefa því kost á að tileinka sér það og taka þátt í því og þar leiki íþrótta- félögin stórt hlutverk. Íþrótta og tómstundaráð hefur lagt félaginu lið við styrkveitingu ársins 2006 vegna sérstakrar stöðu þess, enn það leysir ekki aðstöðumál félags- ins. Við munum á næstu vikum fara yfir aðstöðumálin frekar og leita leiða til að leysa þau til lengri tíma. Um 100 milljónir í þátttökugjöld Anna segir að ÍTR hafi sett fram í áætlun áranna 2007 til 2009 að lagðar verði fram 100 milljónir til greiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta og æskulýðs- starfi. Þessar greiðslur séu aðeins fyrstu skrefin í þá átt að gera öll- um börnum og ungmennum í borginni kleift að taka þátt í frí- stundastarfi. Verkefni eru óendanleg Hún segir óendanleg verkefni innan íþrótta- og tómstundamál- anna. Alltaf séu að koma upp mál sem þurfi að sinna og kröfur sam- félagsins fari stöðugt vaxandi í þessum efnum. Þó þessi mála- flokkur kosti samfélagið fjármuni þá sé raunverulega aldrei of mik- ið gert til þess að efla íþrótta- og æskulýðsstarf á meðal ung- menna. Íþróttastarfið hafi mikið uppeldislegt gildi auk þess að vera eitthvert virkasta forvarnar- starfið að öðru ólöstuðu. Því megi alveg líta svo á að samfélagið fái til baka í einhverju formi þá fjár- muni sem varið til þess að efla íþrótta- og tómstundastarf. Anna Kristinsdóttir. Verkefnin eru óendanleg ÍR frjálsíþróttadeild: Mikil viðurkenning PR EN TSMI‹JAN NES ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.