Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 15
Meistaraflokkur ÍR í knatt- spyrnu hefur nú hafið undirbún- ing undir leiktímabilið næsta sumar af fullum krafti. Æft er í Breiðholtinu og Egilshöll, minnst 5 daga vikunnar auk leikja. Auk þátttöku í Reykjavíkurmóti og Deildarbikarkeppni KSÍ nú í vet- ur er stefnt á að fara með liðið í æfingaferð til Hollands í apríl, til að undirbúa liðið enn betur und- ir átök sumarsins. Breytingar hafa orðið á liðinu. Farnir eru Valur Úlfarsson sem fór aftur til Víkings og Engilbert Frið- finnsson lagði skóna á hilluna. Í stað þeirra hafa Guðfinnur Ómarsson og Erlingur Jack Guð- mundsson komið frá Þrótti og Brynjólfur Bjarnason snúið aftur heim í Mjóddina eftir veru hjá Aft- ureldingu og Selfossi. Að auki hafa 8 leikmenn framlengt samn- inga sína við félagið um 2 ár. Liðið stefnir hátt í sumar, eftir ákveðna uppbyggingu liðsins og umgjarðar þess síðastliðin tvö ár er nú markið sett á toppbaráttu deildarinnar. Með tilkomu fyrr- greindra reynslubolta og aukinni leikreynslu ungu leikmannanna hjá félaginu eru ÍR-ingar bjartsýn- ir á það að liðið sé nú tilbúið að setja alvöru mark sitt á 2.deildina. Á næsta ári verður 2.deildin sannkölluð landsbyggðardeild, með 2 lið á Norðurlandi og 3 á Austurlandi. Í vetur hefur verið unnið markvisst að því að treysta undirstöður liðsins og fjölga í hópi þeirra sem að staðið hafa þétt við bakið á leikmönnum og þjálfara. Sannleikurinn er að margar hendur geta leyst erfitt verk og það er von allra ÍR-inga að enn fleiri komi til verksins nú á vordögum. Skíðadeild ÍR fór með 12 manna hóp á aldrinum 13 - 15 ára í æfingaferð til Geilo Noregi dagana 26 des til 8 janúar, æft var við bestu aðstæður bæði í braut og tækniæfingar var skíðað að meðaltali 35 km á dag, tekið var þátt í hér- aðsmóti síðasta daginn í ferðinni og stóðu ÍR-ingar sig vel í keppni, var ferðin góður grunnur að komandi æfingavetur og eins og staðan er í dag stefnir í góðan skíðavetur. Æfingar eru byrjaðar á fullu, upplýsingar eru á símsvara deildarinnar 878-1770 JANÚAR 2006 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Við hæfi þótti að halda upp- skeruhátíð jafn frábærs árs sem 2005 var, á árinu sjálfu og setja þannig tóninn fyrir árið 2006. Ein- nig þótti við hæfi að halda upp- skeruhátíðina í nýju Höllinni okk- ar í Laugardalnum, aðstöðunni sem á eftir að valda miklum þátta- skilum í starfi og afrekum frjálsí- þróttadeild ÍR og frjálsum á Ís- landi í heild. Þjálfurum deildar- innar voru einnig veittar viður- kenningar fyrir sitt framlag og hlutu þeir hlaupadagbókina 2006, bók sem þjálfari skokkklúbbsins, Gunnar Páll Jóakimsson skrifar og gefur út á hverju ári. Sjálfboða- liði ársins, Felix Sigurðsson fékk einnig viðurkenningu. Eftirtaldir íþróttamenn hlutu viðurkenningar: Frjálsíþróttakona ársins hjá ÍR 2005: Kristín Birna Ólafsdóttir. Frjálsíþróttakarl ársins hjá ÍR 2005: Einar Karl Hjartarson. Bestu unglingarnir Brynjar Gunnarsson, fjölþraut, grindahlaup. Þóra Kristín Pálsdóttir, fjölþraut, grindahlaup. Efnilegasti unglingurinn Einar Daði Lárusson, grindahlaup, spretthlaup. Mestu framfarir í unglingaflokk- um Arna Ómarsdóttir, köst Hulda Þorsteinsdóttir, stökk. Besta ástundun í unglingaflokk- um Kristjana Ósk Kristjánsdóttir, spretthlaup, stökk. Sara Björk Lárusdóttir, millivega- lengdir, 400m Einar Karl Hjartarson, hástökk. Stökkvari ársins Jóhanna Ingadóttir, langstökk, þrístökk. Hlaupari ársins Fríða Rún Þórðardóttir, millivega- lengdir, langhlaup. Kastari ársins Guðleif Harðardóttir, sleggjukast. Eldri iðkandi ársins Fríða Rún Þórðardóttir, millivega- lengdir-, langhlaup. Uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar ÍR Í lok desember fóru fram þrjú kvöldmót í höllinni og keppti fjöldi ÍR-inga á þeim mótum. Þau Einar Daði Lárusson grindahlaupari og Hulda Þorsteinsdóttir stangar- stökkvari hafa verið iðin við að setja met og margbætt aldursflokka- metin í sínum greinum á þessum mótum. Haustleikar ÍR fóru fram 10. des- ember, sem er heldur seinna en vanalega, en mótið var fyrsta mótið sem haldið er í nýju Laugardalshöll- inni. Rúmlega 300 keppendur á aldr- inum 5-16 ára tóku þátt, þar af 80 ÍR- ingar. Það var því í nógu að snúast þennan dag hjá keppendum. Þátt- takendur, starfsmenn og áhorfend- ur eru allir sammála um að stemm- ingin hafi verið einstök og átti hún sjálfsagt sinn þátt í því að sjö ný Ís- landsmet í unglingaflokkum voru slegin en tveir ÍR-ingar komu þar við sögu. Brynjar Gunnarsson, ÍR, bætti eig- ið sveinamet í 60m grindahlaupi um 5/100 úr sek. þegar hann hljóp á 8,42 sek. Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR, bætti telpnametið í stangarstökki, þegar hún stökk yfir 2,75 metra, en gamla metið var 2,72 metrar. Heildarúrslit frá Haustleikum ÍR má finna undir www.fri.is/mótafor- rit/haustleikarÍR Gamlárshlaup ÍR Gamlárshlaup ÍR sem státar af því, ásamt Sumardags fyrsta hlaupi ÍR, að vera einn af elstu íþróttavið- burðum sem fram fara á Íslandi, var haldið í 30. sinn á Gamlársdag. Á þessum tímamótum var þátttöku- met slegið en alls 440 keppendur hlupu kílómetrana 10. Þetta er gífurleg aukning frá síð- ustu árum en þá hafa á bilinu 200- 250 keppendur tekið þátt. ÍR-ingar áttu að sjálfsögðu keppendur í efstu sætunum eins og svo oft áður. Fyrstur ÍR-inga í mark var Burkni Helgason sem varð í 4. sæti á tíman- um 35.00 mín og er þetta hans besti árangur í þessu hlaupi í mörg ár. Næstur á eftir Burkna kom Valur Þórisson á tímanum 35.19 mín. Martha Ernstsdóttir sigraði í kvennaflokki eins og svo oft áður en hún hljóp á tímanum 36.33 mín og kom hún 13. í mark. Af fyrstu 30 í mark áttu ÍR og ÍR-skokk sex aðra keppendur Haf- steinn Óskarsson 16. sæti, Sigurjón Sigbjörnsson 17. sæti, Örnólfur Oddsson 19. sæti, Guðmann Elísson 23. sæti, Sigurður Þórarinsson 25. sæti og Ólafur Ingþórsson 29. sæti. Reykjavíkurmeistaramótið innanhúss Helgina 14. - 15. fór Reykjavíkur- meistaramótið innanhúss fram í Laugardalshöllinni og voru ÍR-ingar áberandi þar sem og á öðrum mót- um. Á mótinu kepptu 283 einstak- lingar, þar af átti ÍR 107 keppendur og af 218 verðlaunasætum átti ÍR 78, Fjölnir kom næst með 30 verð- launasæti, FH 21 og önnur lið færri. ÍR-ingar áttu 20 Reykjavíkurmeist- ara í 24 greinum en að auki komst fjöldinn allur á verðlaunapall í öðru og þriðja sæti. Nánari úrslit má finna á heimasíðu FRÍ www.fri.is/mótaforrit 2006 Reykja- víkurleikar Margt á döfinni hjá Frjálsíþróttadeildinni Æfingar hjá frjálsíþróttadeildinni eru hafnar eftir jóla og áramótafrí og er mikill fjöldi iðkenda sem sækir þær. Boðið er upp á æfingar fyrir alla aldurshópa allt frá 6 -8 ára flok- ki og upp í flokk heldri iðkenda. Æf- ingar 6-8 ára barna eru nýlunda og eru þær á þriðjudögum og föstu- dögum frá kl. 16:30 til 17:30. Mikil ánægja ríkir með þessar æfingar en æfingatíminn skiptist í upphitun, teygjuæfingar, tækniæfingar, lang- stökk, grindahlaup og spretthlaup. Einnig er hópurinn farinn að prófa hástökk. Umsögn móður og fyrrum frjálsíþróttakonu: „Mjög vel skipu- lagðar æfingar í alla staði og auðséð að þjálfarinn hefur reynslu og þekk- ingu í sínu fagi. Tvær til þrjár mis- munandi greinar æfðar í hverjum tíma auk tækniæfinga sem sniðnar eru að getu þessa aldurshóps. Þan- nig að einbeitingin er 100% allan tímann og allir hafa gaman af bæði íþróttamaðurinn, þjálfarinn og for- eldrið“. Auður Björk Þórðardóttir. Æfingatímar allra flokka eru til- greindir annarsstaðar í blaðinu. Stórmót ÍR Helgina 28. til 29. janúar fer Stór- mót ÍR fram en þar er keppt í fjölda greina í öllum aldursflokkum allt frá öldungaflokki niður í 8 ára og yngri. Keppni Stórmótsins stendur frá 10- 15:30 á laugardeginum en að því loknu fer fram vígslumót Laugar- dalshallarinnar en það verður 2 klst langt mót sem sjónvarpað verður beint. Keppt er í völdum greinum og er stefnt að því að allt besta frjálsíþróttafólk landsins keppi á móti boðsgestum erlendis frá. Á sunnudeginum keppa yngstu íþróttamennirnir og stendur sú keppni frá kl 10 - 16:00. Allir eru vel- komnir að fylgjast með þessum mótum sem sýna í hnotskurn það frjálsíþróttastarf sem fram fer á Ís- landi. Góður árangur á mótum Æfingaferð til Geilo Frá undirritun samnings 14. janúar sl. Á myndinni eru frá vinstri: Efri röð: Bragi Björnsson form. Mfl.ráðs, Brynjólfur Bjarnason, Arnar Þór Valsson, Magnús Þór Jónsson þjálfari. Neðri röð: Erlingur Jack Guð- mundsson, Guðfinnur Ómarsson, Elvar Guðjónsson. Í fyrra komust færri á þorra- blót en vildu Óhemjugóð dagskrá Þorramatarveisla ! Halli Reynis ! Leynigestur ! Minni karla og kvenna ! Svitabandið spilar fyrir dansi.........! Ég skemmti þér ! Þú skemmtir mér ! Verð 3500.- Miðasala í ÍR heimilinu 26.janúar kl. 17 - 19 og hjá Braga í Leiksport, í síma 557- 5020 eða með tölvupóst raf- stef@simnet.is, síðasta lagi 26.janúar Þorrablót ÍR 28. janúar, kl.19.00 haldið í ÍR heimilinu Skógarsel Meistaraflokkurinn stefnir hátt í sumar Byrjendanámskeið hjá Taekwon- do deild ÍR hófust þann 9. jan. fyrir fullorðna og börn átta til 12 ára. Ekki er orðið of seint að byrja því tekið verður á móti nýjum iðkend- um út janúar eða meðan húsrúm leyfir. Mikill kraftur er í starfi Taekwon- do deildarinnar um þessar mundir og iðkendum fjölgar stöðugt. Taek- wondo er spennandi, skemmtileg og fjölbreytt íþrótt þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íþróttin hentar bæði körlum og konum á öllum aldri. Taekwondo er kóresk bardaga- list sem varð formlega til um miðja 20. öldina en byggir á þekkingu og hefðum sem hafa verið hundruð og jafnvel þúsundir ára að þróast. Taekwondo er ólympísk íþrótt sem er í stöðugum vexti um allan heim í dag. Taekwondo er skemmtilegt og gefandi áhugamál sem hjálpar þér að temja þér heilbrigðan lífsstíl. Í haust opnaði Taekwondo deild- in nýja og glæsilega heimasíðu sem er hönnuð og forrituð af danska h u g b ú n a ð a r f y r i r t æ k i n u Eidola.com. Á síðunni má finna all- ar upplýsingar um Taekwondo og starf deildarinnar, fréttir af starfinu, flottar myndir, spjall og margt fleira. Einnig bjóðum við upp á sér- staka krakkasíðu þar sem krakkar og foreldrar geta fundið ýmsar gagnlegar upplýsingar. Slóðin á síðuna er: www.irta- ekwondo.net Æfingatímar hjá byrjendum eru eftirfarandi: Börn: Mánudaga kl. 18.00-18.50 Fimmtudaga kl. 18.00-18.50 Fullorðnir: Mánudaga kl. 19.00-20.30 Miðvikudaga kl. 19.00-20.30 Fimmtudaga kl. 19.00-20.30 Laugardaga kl. 13.00-14.30 Glaðir ÍRingar með Kristni Björnssyni skíðakappa í Noregi f.v. Haukur Magnús, Rakel, Glódís, Steingerður, Bjarki, Tinna Rut, Daði, Sara, Helga fremri röð Kristinn Björnsson og Grímur þjálfari, Ragnar vantar á myndina. Byrjendanámskeiðin hafin

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.