Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 1
Viðbygging við leikskólann Hálsakot við Hálsasel í Seljahverfi var tekin í notkun 1. febrúar. Við það tækifæri söng Hálsakotskórinn en hann mynda hópur af nemendum skólans. Kórinn söng eitt aukalag, afmæl- islagið til skólans síns, en hann á einnig 20 ára afmæli um þessar mundir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, gerðist forsöngvari barnanna þegar þau fluttu afmæl- islagið en hún beindi máli sínu einkum til hinnar ungu kynslóðar í ávarpi sem hún flutti í tilefni dags- ins. Hún gerði nafn skólans m.a. að umtalsefni, sem hún sagði eitt- hvert „krúttlegasta“ nafn á leik- skóla sem hugsast geti því það væri gott að vera í hálsakoti. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, flutti einnig ávarp, talaði meira til foreldra og ræddi m.a. um þá skólastefnu að tengja starf leik- og grunnskóla saman með nánari hætti en tíðkast hefur. Pétur Bolli Bollason, prestur í Seljasókn, flutti blessunarorð og færði skólanum biblíu að gjöf. Inga Dóra Jónsdóttir leikskóla- stjóri fjallaði nokkuð um skóla- starfið, sagði skólann eins og annað heimili þeirra sem þar ynnu og að sumt starfsfólk hans ætti allt að 20 ára starfssögu að baki sem mætti heita tryggð við vinnustaðinn sinn. Undirbúningur að hönnun við- byggingarinnar hófst á árinu 2004 en verkið var boðið út á liðnu vori. Með viðbyggingunni sköpuð- ust möguleikar til að bæta einni stórri deild við skólann og er hann nú fjögurra deilda í stað þriggja. Auk nýbyggingarinnar voru unnar umtalsverðar lagfæringar og end- urbætur á eldra húsnæði skólans. 2. tbl. 13. árg. FEBRÚAR 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu ■ bls. 4 Viðtal við Þorvald Jónsson Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd ■ bls. 10, 12 og 15 Íþróttir           Lyfjaval.is • Sími 577 1160 Ný deild í Hálsakoti

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.