Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 2
FEBRÚAR 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 2. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Þjónustumiðstöðvar S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Hólabrekkuskóli hverfameistari Hólabrekkuskóli varð hverfa- meistari í borgarhluta þrjú í keppninni „Nema hvað 2006“. Skólinn bar sigurorð af Árbæjar- skóla í keppni sem fór fram í frí- stundamiðstöðinni Miðbergi fimmtudagskvöldið 26. janúar sl. Lokatölur keppninnar urðu þær að Hólabrekkuskóli hlaut 25 stig en Árbæjarskóli 21. Hólabrekkuskóli mætti síðan Borgaskóla í fyrri undanúrslita- viðureign keppninnar. Hvorugt þeirra liða hafði áður komist í undanúrslit og höfði bæði liðin því allt að vinna og engu að tapa. Þeirri viðureign lauk síðan með sigri Borgaskóla. Svifryk yfir heilsu- farsmörkum Allt að 75% þess svifryks sem mælist í Reykjavík er talið vera af völdum umferðar í borginni. Svifryk mældist yfir heilsu- verndarmörkum í mælingu sem gerð var 24. og 25. nóvember sl. Svifryk mældist einnig hátt yfir heilsufarsmörkum aðfaranótt 1. janúar sl. þegar miðstöð mengun- arvarna umhverfissviðs Reykja- víkurborgar sýndi að um 1800 míkrógrömm af svifryki væru í andrúmsloftinu. Talið að notkun negldra hjólabarða eigi verulegan þátt í myndun svifryks en nagla- dekkin spæna malbikið upp sem síðan rýkur út í andrúmsloftið. Nýtt svæði fyrir allt að 1400 hross Borgarráð hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að veita Fáki formlegt fyrirheit um að fé- lagið fái hesthúsalóðir í Almanna- dal á Hólmsheiði til ráðstöfunar. Gert er ráð fyrir fjórum þyrping- um hesthúsa þar sem hægt verði að hýsa allt að 1400 hross. Um er að ræða svæði vestan við það svæði sem Fjárborg er á. Gert er ráð fyrir að byggja megi frá átta til fimmtán hesthús í hverri þyrpingu eftir stærð þeirra. Hugmyndir eru um rúm fyrir 140 til 150 hesta á hverri lóð. Á svæði fjáreigenda Reykjavíkur eru þegar pláss fyrir allt að 800 til 1000 hross en með hinu nýja svæði eiga að skapast möguleikar fyrir 2200 til 2400 hross þegar allt svæðið verður fullnýtt. Auk hest- húsabyggðarinnar gerir skipulag svæðisins ráð fyrir að þar verði reiðskemma, félagsheimili og gæðingavöllur með áhorfenda- svæði, skeiðbraut og tamninga- gerði og beitarhólfs í Hólmsheiði. Um 900 hugmyndir í Hallveigarbrunn Um 900 hugmyndir bárust í svonefndan Hallveigarbrunn en það er vefsetur sem umhverfis- svið Reykjavíkurborgar opnaði í tvær vikur í janúar. Markmiðið með Hallveigar- brunni var að leita hugmynda hjá borgarbúum um ýmsa þætti sem lúta að umhverfismálum. Þar má m.a. nefna notkun útivistar- svæða, landnýtingu og loftgæði. Á meðal hugmynda sem komu fram má nefna minni strætisvagna, yf- irbyggt Austurstræti og sérstakan dag faðmlagsins í borginni. Unnið er að flokkun hugmyndanna og verða þær sem teljast vera raun- hæfar og skemmtilegar teknar með í stefnumótun sjálfbærs sam- félags í Reykjavík. Um 70 milljónir til þróunarverkefna í skólum Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að verja 70 milljón- um króna til fræðslu- og þróunar- verkefna í leikskólum, grunnskól- um og tónlistarskólum í borginni fyrir skólaárið 2006 til 2007. Framlög til leikskóla margfald- ast frá fyrra ári og nema 12 millj- ónum króna. Þá verður einnig varið fjármunum til tónlistarskóla sem eiga m.a. að nýtast til tónlist- arkennslu í frístundaheimilum grunnskólanna. Að þessu sinni var einkum lögð áhersla á verk- efni sem tengjast samstarfi leik- og grunnskóla en einnig verkefn- um á borð við kennslu bráðgerra barna, kennslu í ensku og í ís- lensku og fjölmenningu fyrir börn fjölskyldna sem eru aðfluttar frá öðrum löndum. Hundrað milljónir greiddar með skólamáltíðum Gert er ráð fyrir að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna mat- væla í mötuneytum grunnskól- anna í Reykjavík verði um 410 milljónir króna á þessu ári og annar kostnaður vegna starfsemi þeirra verði um 170 milljónir. Samtals er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna mötuneytanna verði um 580 milljónir. Á móti er gert ráð fyrir tekjum af sölu á mat fyrir um 480 milljónir sem þýðir að borgin mun greiða um 100 milljónir króna vegna máltíða grunnskólabarna. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár. Nokkur umræða hefur orðið að undanförnu um að sumar fjöl- skyldur hafi ekki ráð á að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Engin formleg könnun hefur þó farið fram á hvort svo sé en umræðan virðist fyrst og fremst tilkomin vegna fjölda barna sem ekki nýta sér máltíðir sem boðið er upp á í skólunum. Ástæður þess eru því ekki að fullu kunnar og geta mat- arvenjur og matarsmekkur barn- anna valdið nokkru um hvort þau vilja nýta skólamáltíðirnar ekkert síður en efnahagur heimilanna. Reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar var breytt á árinu 2003 á þann veg að kveðið er á um að veittur skuli sérstakur styrkur til barna frá efnalitlum fjölskyldum til þess að mæta kostnaði vegna skólagöngu og getur sá styrkur miðast við leik- skóla, heilsdagsskóla, daggæslu, tómstundir og skólamáltíðir. Á síðasta ári var tæpum 30 milljón- um króna varið til sérstakrar að- stoðar af þessum tilefnum og fengu 439 heimili aðstoð af þeim sökum á sl. ári. Þ jónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Breiðholti hefur starf-að síðan um mitt sl. ár. Hverfamiðstöðvar á borð við Þjón- ustumiðstöðina í Breiðholti eru nýmæli í starfsemi sveitar- félaga þótt aðdraganda þeirra megi rekja allt aftur til laga um reynslusveitarfélög frá miðjum síðasta áratug. Fyrstu þjónustu- miðstöð borgarinnar var komið á fót í Grafarvogi 1997 og þeirri næstu í vesturborginni fimm árum síðar. Nú starfa sex þjón- ustumiðstöðvar í hinum ýmsu hlutum borgarinnar. Markmið þjónustumiðstöðvanna er fjórþætt. Í fyrsta lagi að auðvelda fólki aðgang að þjónustu borgarinnar við íbúana þar sem þeir geta nálgast alla þjónustuþætti á einum stað. Í öðru lagi er verið að auka samstarf þjónustuaðila og stuðla að þver- faglegu samstarfi sérfræðinga í mismunandi þjónustugreinum á borð við, skólaþjónustu, félagsþjónustu og frístundaþjónustu. Í þriðja lagi er unnið að því að efla félagsauð og stuðla að marg- víslegu félagsstarfi innan hverfanna. Í fjórða lagi er síðan verið að búa borgina sem sveitarfélag undir að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu. Þótt engar ákvarðanir liggi enn fyrir um þau verkefni sem kunna að verða flutt frá ríki til sveitarfélaga þá hefur einkum verið rætt um verkefni í heilsugæslu, verkefni Tryggingarstofn- unar ríkisins og jafnvel löggæsluverkefni í því sambandi. Ljóst má vera að unnið verður að flutningi einhverra verkefna til sveitarfélaga á komandi tímum. Til þess liggur vilji sveitar- stjórnarmanna og einnig stjórnvalda. Nágrannavarsla Á vegum Þjónustumiðstöðvarinnar í Breiðholti er nú unnið að undirbúning þess að koma af stað tilraunaverkefni um nágrannavörslu. Nágrannavarslan felst í að íbúum ákveðinna gatna er boðið að fá þekkingu og þjálfum sem þarf til þess að íbúar geti aðstoðað hvorir aðra við vörslu eigna og einnig og ekkert síður til þess að gæta að og efla ákveðna samkennd á meðal fólks. Einsemd virðist fara vaxandi í því stórborgarsam- félagi sem hér er orðið til og öðru hvoru berast fregnir af eldra fólki sem hefur fundist látið á heimilum sínum og verið það jafnvel um einhvern tíma án þess að neinn hafi vitað af því. Vel- ferðarráð Reykjavíkurborgar hefur nýlega samþykkt að setja á stofn vinnuhópa með það að markmiði að finna leiðir til þess að rjúfa svo mikla einsemd og einangrun að jafnvel skapadæg- ur fólks verði ekki öðrum kunnugt fyrr en um síðir. Því getur nágrannavarslan náð til fleiri þátta en hinnar eigin- legu eignavörslu, vörslu heimila og bíla. Hún getur líka náð til hinna félagslegu þátta og dregið úr hættunni á því að fólk verði algerlega félagslega einangrað. Markmið nágrannavörslunnar er því tvíþætt. Að gæta að eignum fólks en einnig að fólk sem býr við einsemd getið vitað af því að nágrannar þess hafi auga með því og sú vissa geti skapað því góða tilfinningu.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.