Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Side 4

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Side 4
FEBRÚAR 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Nýtt Breiðholtslag verður kynnt á Menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti sem hefst næst komandi fimmtudag. Gerðubergskórinn mun frum- flytja lagið sem er einskonar óður til Breiðholtshverfisins. Lagið er eftir Þorvald Jónsson en textann gerði Helgi Seljan fyrrum alþingismaður og öflug- ur talsmaður eldri borgara til lengri tíma. Þorvaldur hefur búið og starfað í Breiðholtinu um aldarfjórðungs skeið en hann er borinn og barnfæddur Austfirðingur nánar tiltekið á Torfastöðum í Jökulsárhlíð þar sem hann stundaði búskap á yngri árum. Tónlistin hefur fylgt honum í gegnum tíðina og hefur hann bæði fengist við lagasmíð- ar og hljóðfæraleik allt frá yngri árum. Guðrún Jónsdóttir, deild- arstjóri félagsstarfs Gerðubergs, var svo vinsamleg að bjóða Þor- valdi í kaffi ásamt tíðindamanni Breiðholtsblaðsins á dögunum og notaði hann þá tækifærið til að forvitnast nokkuð um þennan Austfirðing og tónlistarmann sem nú hefur skilað af sér eins- konar þjóðsöng Breiðholtsins. Bóndi að austan „Ég er sveitamaður í húð og hár og hef stundum kynnt mig sem uppgjafabónda þegar ég er spurð- ur um hvaðan ég sé,“ segir Þor- valdur þegar hann er inntur nán- ar eftir uppruna sínum. „Ég er fæddur og uppalinn á Torfastöð- um í Jökulsárhlíð og starfaði þar sem bóndi fyrstu ár starfsæfi minnar. Ég ílengdist þó ekki í bú- skapnum og ákvað að bregða búi og flytjast burt um 1967. Reyndar var ætlunin að flytjast aftur aust- ur að nokkrum tíma liðnum en sá tími er ekki kominn enn,“ segir Þorvaldur sem er einn af þeim sem yfirgáfu sveitina á þeim tíma sem miklir búferlaflutningar voru að hefjast úr dreifbýlinu til þétt- býlis hér á landi. En hver var ástæða þess að hann tók þá ákvörðun á þeim tíma. „Hún var fyrst og fremst sú að Torfastaðir eru útundir sjó við Héraðsflóa og þaðan var nokkuð langt fyrir börnin, sem fæddust hvert af öðru að fara í skóla. Ég held að það vandamál hafi ráðið mestu um að við ákváðum að flytja en svo til gamans má segja frá því að íbúðarhúsið okkar eystra var nýtt sem skólahús fyrir sveitina í um áratug eftir að við fluttum eða þar til að skóli var byggður fyrir út- héraðið í Brúarási.“ En hvað með Eiða sem voru menntasetur Hér- aðsbúa og raunar Austfirðinga á þessum tíma? „Eiðar voru auðvit- að skóla- og menntasetur okkar á þeim tíma en það þótti of langt miðað við vegakerfið eins og það var þá og stundum snjóþunga vetur að fara með börnin þangað alveg norðan frá Héraðsflóa.“ Saknaðirðu sveitarinnar og land- búnaðarins eða gerðustu frábitin honum þegar annað bauðst? „Nei - ég var alls ekki frábitin landbún- aði þvert á móti og ég starfaði í nokkur sumur við framræslu á vegum Búnaðarsambands Aust- urlands eftir að við hættum að búa og fluttum suður. Þetta var á þeim árum sem bændur voru að ræsa fram, þurrka mýrar og efna til ræktunar og löngu áður en far- ið var að ræða um að varðveita votlendið og jafnvel að moka aft- ur ofaní framræsluskurði. Það var mikið að gera við framræsluna á þessum árum og auðvitað var það Austfirðingurinn í manni sem tengdi mann þessum landshluta.“ Úr sveit í sveit Þorvaldur bjó blönduðu búi á Háafelli sem var nýbýli frá Torfa- stöðum eins og það var kallað. Rak kúabú jafnframt sauðfjárbúi enda jörðin á flatlendi sem gaf góða möguleika til þess. „Reynd- ar sagði konan alltaf að minn bú- skapur hafi verið á hjólum“ segir Þorvaldur og hlær við. „Ég annað- ist ýmis störf jafnframt búskapn- um. Starfaði á þungavinnuvélum, einkum við framræsluna, við mjólkurflutninga og annaðist fleiri störf þannig að umhirða búsins lendi talsvert á henni. Þannig fann hún þetta út.“ En hver var ástæða þess að þau ákváðu að taka stóra skrefið eins og það var kallað og flytja á höfuðborgar- svæðið á þeim tíma sem fólk flutti fremur úr sveitunum til nærliggj- andi þéttbýlistaða. Á þessu tíma voru Egilsstaðir farnir að byggjast og fólk flutti einnig í nokkrum mæli frá Austurlandi til Akureyr- ar. „Ég held að mestu hafi ráðið um hvert við fórum að mér bauðst bæði hentugt starf og ein- nig húsnæði á Álftanesi og ég fór því úr sveit í sveit ef þannig má að orði komast. Álftanesið var hálfgerð sveit á þeim tíma. Þar var mun minna þéttbýli en síðar varð og fólk var einnig með bú- skap víða á nesinu. Orðinn rótgróinn hér Þorvaldur fór ekki langt eftir kvonfangi. Svona yfir bæjarlæk- inn eins og hann kemst að orði því kona hans var Fregn Björg- vinsdóttir frá Ketilsstöðum sem var næsti bær við Torfastaði á Út- héraði. Fregn - og tíðingamanni vex forvitni um hvaðan það óvenjulega nafn sé fengið. „Það er dálítið saga á bak við það,“ segir Þorvaldur. „Þegar kom að því að átti að skýra hana hafði faðir hennar fengið fregn af láti systur sinnar en var hins vegar ekki til- búinn að láta barnið heita í höfuð- ið á henni eins og telja hefði mátt eðlilegt. Foreldrar hennar ræddu þetta eitthvað við prestinn sem var séra Sigurjón í Kirkjubæ og hann kom þá fram með þá hug- mynd að þau gætu minnst hennar í nafngjöfinni með þessum hætti. Hann sagði að þau hefðu verið að fá þessa fregn og barnið bæri heitið Fregn sem nafn í stað nafns þeirrar konu sem væri látin. Það varð úr að þau tóku þessari hug- mynd prestsins og barnið var skýrt. Ég held á hinn bóginn að hún hafi ekki á átt margar alnöfn- ur.“ Kona Þorvaldar lést á síðasta ári og segir hann að hugurinn hafi leitað oftar austur eftir það. „Ég held að ég fari nú ekki að flytja aftur en það gæti verið gaman að koma sér upp aðstöðu og dvelja þar eitthvað á sumrin. Ég held að ég myndi sakna Breiðholtsins. Maður er orðin svo rótgróinn hér.“ Leið Þorvaldar lá í Breið- holtið upp úr 1980 þegar hann tók við húsvarðarstarfi hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, forvera Félagsbústaða, í Bökkunum í neðra Breiðholtinu. Hann starfaði þar í um áratug og það fylgdi íbúð starfinu vegna þess að nálægðin við starfsvett- vanginn skipti máli. „Húsvörðun- um var síðan slátrað“ þegar Fé- lagsbústaðir tóku við eins og hann kemst að orði. En Austfirð- Allnokkur kór ef allir kæmu saman Þorvaldur Jónsson yfir kaffibolla í Gerðubergi þar sem hann rifjaði upp búskapar- og tónlistarsögu sína. Tríó Þorvaldar og Vordís á þeim árum sem þau ferðuðust um landið og léku fyrir dansi. Þorvaldur yst til vinstri, þá Vordís dóttir hans sem söng með tríóinu, þá Hjalti Júlíusson og Ásgeir Sverrisson. F E R M I N G A R V E I S L

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.