Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 5
ingurinn og Héraðsbúinn var þá orðinn rótgróinn Breiðhyltingur. Vildu ekki hleypa mér í nikkuna En að tónlistinni sem er búinn að fylgja Þorvaldi frá því hann sem unglingur fór að stelast til þess að grípa í harmoníkur bræðra sinna eins og hann kemst að orði. „Þeir voru nú ekkert of hrifnir af því að ég væri að snerta hljóð- færin enda voru þeir eldri og reyndari í þessu en ég sem þá var bara strákpatti. Þeir spiluðu á böllum en þetta breyttist þegar ég gat farið að leysa þá af. Þá mátti ég koma við hljóðfærin. Svo eignaðist ég mína eigin harmon- iku og spilaði á böllum fyrir aust- an um árabil. Ég spilaði ýmist einn eins og algengt var á þeim tíma eða þá með fleirum. Ég fékkst þó lítið við spilamennsk- una um tíma. Hún datt svona upp fyrir hjá mér í önnum dagsins. Það vannst einfaldlega ekki tími til þess að vinna að tónlistinni að neinu gagni með búskap og ýms- um öðrum störfum.“ Því var það ekki fyrr en eftir að Þorvaldur kom suður að hann byrjað að spila á ný. „Ég var í nokkur ár í hljómsveit sem hét Þristarnir og spilaði um árabil á Gömlu döns- unum í Lindarbæ á meðan það var og hét. Eftir að því samstarfi lauk stofnaði ég mína eigin hljóm- sveit sem hét Tríó Þorvaldar og Vordís. Þetta var nú eiginlega fjöl- skylduband þar sem þetta voru dóttir mín og tengdasonur. Svo spilaði Ásgeir Sverrisson, blaða- maður á Morgunblaðinu og nú rit- stjóri Blaðsins, með mér um tíma en hann er mjög góður gítarleik- ari.“ Tríó Þorvaldar og Vordís fóru víða og léku á dansleikjum út um land. „Maður bætti vissulega við landafræðiþekkinguna á þess- um árum. Kynntist bæði landinu og líka fólki á hinum og þessum stöðum.“ Og hann er enn að. „Nei - ég er alls ekki hættur að spila. Eftir að ég hætti að vinna þá hef ég mun betri tíma til þess að ein- beita mér að þessu. Ég er að fást við að semja og svo grípur maður í nikkuna.“ Allnokkur kór ef allir kæmu saman „Þetta er svona fjölskylduiðn- aður,“ heldur Þorvaldur áfram. Margir afkomenda hans hafa erft tónlistarhæfileikana og fjölskyldu- bandið gaf út geisladisk á árinu 1995 sem ber nafnið Á heimsslóð. Á þeim diski voru eingöngu frum- samin lög eftir Þorvald sem auk spilamennskunnar hefur fengist við lagasmíð um langan tíma. „Ég hef gert mikið að því að semja bæði möguleg og ómöguleg lög,“ segir hann af hógværð en hann hefur gefið út nokkra fleiri geisla- diska. „Þessi fyrsti er þó sá eini þeirra sem var tekin upp í alvöru upptökustúdíói. Hinir hafa verið teknir upp heima fyrir, svona í heimilisstúdíói,“ eins og hann kemst að orði. Þorvaldur vill ekki tala um tónlistarfjölskyldu eða söngfjölskyldu en viðurkennir þó að tónlistin hafi alltaf verið hluti af fjölskyldulífinu. Afkomendurnir eru orðnir margir. Sjö börn og þar af tvennir tvíburar, fjölda barnabarna og barnabarnabörnin eru þegar orðin fimm. Þetta væri því allnokkur kór kæmu allir sam- an. Hann segir að tónlistin haldi fjölskyldunni öðru fremur saman. Barnabörnin séu mörg mjög áhugasöm um tónlist auk þess sem mörg þeirra búa í Breiðholt- inu þannig að samgangurinn er nokkuð mikill og lagið oft tekið saman. „Vandinn er orðinn sá að við erum svo mörg að það er varla til íbúð sem rúmar alla fjöl- skylduna í einu,“ segir Þorvaldur greinilega stoltur af afkomendum sínum sem hafa tileinkað sér áhugamál hans í ríkum mæli. Hugmyndin frá Helga Var Breiðholtslagið pantað? „Já það má segja það. Ég held ég fari rétt með að Helgi Seljan hafi stungið upp á því hvort ég myndi ekki vilja taka að mér að semja lag sem mætti tileinka Breiðholt- inu. Við þekkjumst ágætlega að austan og hann vissi því vel um að ég var að fást við lagasmíði. Ég svaraði honum því til að ef ég ætti að gera þetta þá yrði hann að koma með textann þótt hann búi ekki í Breiðholtinu en Helgi er góður hagyrðingur eins og kunn- ugt er. Hann tók því ágætlega en tók sér síðan nokkurn tíma til þess. Og þegar hann kom loksins með kveðskapinn þá gat hann þess að hann hefði sjaldan verið jafn lengi að setja saman texta og við þetta lag. Ég veit ekki hvort hann vildi vanda svo vel til verks- ins eða hvort honum hefur þótt lagið erfitt viðfangs. En hann leysti þetta með prýði eins og hans var von og vísa þegar ljóða- gerð er annars vegar.“ Þorvaldur var með frumgerð lagsins með sér á kasettu með söng dóttur sinnar. Án þess að gefa of mikið upp um innihald þess áður en það verður frumflutt vaknaði sú spurning hvort þar gætti aust- firskra áhrifa. Þorvaldur hugsaði sig um í nokkra stund og lauk við kaffið sem Guðrún hafði útbúið fyrir okkur. „Hlýtur það ekki að vera. Hlýtur það ekki að koma af sjálfur sér þegar höfundurinn er fæddur og uppalinn fyrir austan í stórbrotnu landslagi og mjög svo breytilegu veðurfari. Náttúran skapar sína tóna. Endurspegla þeir ekki það sem við mennirnir erum að gera.“ Breiðholtsbúar og aðrir munu komast að hvað lag og texti hafa að geyma þegar Gerðubergskórinn frumflytur Breiðholtslag Þorvaldar Jónsson- ar við texta Helga Seljan í næstu viku. ■ FEBRÚAR 2006 5Breiðholtsblaðið Fjórir bræður með harmónikkur. Þorvaldur er lengst til vinstri en fjórir af sex bræðrum frá Torfastöðum spiluðu á harmonikkur. Myndin er tekin á ættarmóti á Torfastöðum. L U S Ý N I N G I N hafin! Allt það nýjasta í veisluskrauti, serviettur, kerti, sálmabækur, áletranir, föndur o.fl. o.fl.. -LÁTTU HEILLAST! Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is heimur heillandi hluta og hugmynda

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.