Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Page 6

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Page 6
Í næstu viku stendur Þjónustu- miðstöð Breiðholts ásamt félags- starfinu í Gerðubergi og Árskóg- um, Félagi eldri borgara og Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra að viðamikilli og fjölbreyttri menningarhátíð eldri borgara í Breiðholtinu. Yfir fimmtíu atriði verða á dagskrá hátíðarinnar sem fer fram víðs vegar um Breiðholt- ið. Breiðholtshátíðin - menningar- hátíð eldri borgara 2006 er þó ekki aðeins fyrir þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur. Eins og sjá má í dagskránni er fjöldi dag- skráratriða þar sem börn og ung- lingar koma við sögu. Þessi stað- reynd endurspeglar merkilegt og framsækið félagsstarf eldri borg- ara í hverfinu sem vert er að gefa betur gaum. Hvers vegna kynslóðirnar saman? Þráinn Hafsteinsson, frístunda- ráðgjafi segir í spjalli við Breið- holtsblaðið að kjarnafjölskyldan hafi verið allsráðandi fjölskyldu- form á undanförnum áratugum með foreldra og börn sem grunn- einingu. Samneyti barna við eldra fólk hafi því minnkað verulega vegna þessa. Þess vegna hafi á undanförnum árum verið gerðar vel heppnaðar tilraunir til að auka þetta samneyti yngstu og elstu kynslóðanna. Félagsstarfið í Gerðubergi hafi t.d. frá árinu 2000 stöðugt aukið samstarf sitt við grunnskóla og leikskóla og þar með skapað grundvöll til að nem- endur beggja skólastiga fái tæki- færi til að hitta og umgangast eldra fólk. „Það má segja að með samstarfinu sé verið að nálgast á ný stórfjölskylduformið þar sem ömmur og afar tóku mun meiri þátt í uppeldi ömmu- og afabarna en nú er. Þau atriði sem eru á dagskrá hátíðarinnar eru flest fastaverkefni sem hafa verið að þróast og gefa því góða mynd af því starfi sem er í gangi til að auka samskipti og samvinnu kyn- slóðanna. Meðal þess sem ungir og aldnir gera saman á Breið- holtshátíð er að keppa í Boccia, spila félagsvist, syngja, dansa og leika tónlist saman og keppa í ís- lensku og ekki síst að eldri borg- arar segja leikskólabörnum sög- ur. Í Breiðholtinu hefur verið unn- ið frumkvöðlastarf á þessu sviði sem hefur haft afar jákvæð áhrif á samfélagið. Af hverju málþing? Þráinn var inntur eftir því af hverju sé verið að efna til sér- staks málþings. Hann segir að skoða þurfi fortíðina reglulega, taka stöðuna í dag og gera tillög- ur um hvernig skuli haldið inn í framtíðina. „Málþing Breiðholts- hátíðarinnar hefur einmitt þenn- an tilgang. Fjöldi reynslumikilla einstaklinga sem hafa unnið að málefnum eldri borgara á undan- förnum árum og áratugum munu hafa framsögu. Hvernig byrjaði félagsstarf aldraðra og hvernig hefur það þróast til dagsins í dag? Er samfélagið að búa eldri borg- urum viðunandi aðstæður. Er eitthvað í samfélaginu og framtíð- inni sem kallar á breyttar aðferðir og nýja hugmyndafræði til að mæta okkar vel menntuðu heims- borgurum sem eldri borgarar eru að verða upp til hópa? Skipuleggj- endur hátíðarinnar vonast til að á málþinginu komi fram ferskar hugmyndir sem hægt verður að nýta til að styrkja samfélagið og gera það vænlegar fyrir unga sem aldna.“ Eiga íþróttir erindi til eldri borgara og af hverju íþróttahátíð? Íþróttahátíð Félags áhugafólks um íþróttir aldraðar verður hald- in í fimmtánda sinn en nú í fyrsta skipti sem stór og mikill þáttur í Breiðholtshátíðinni. Þráinn segir að íþróttahátíðin sé ein af grunn- stoðum Breiðholtshátíðarinnar. „Á dögum kyrrsetu og alsnægta er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að stunda reglulega hreyf- ingu og áreynslu og eru aldraðir þar ekki undanskyldir. Fjöldi íþróttahópa eldri borgara eru starfandi víðsvegar um Reykjavík og úti um land. Margir þeirra sýna afrakstur æfinga sinna á há- tíðinni og eru öðrum góð fyrir- mynd og hvatning til að sinna líkamlegu atgervi. Að umgangast fólk og hafa samskipti á upp- byggilegum nótum við eldri sem yngri nærir og eflir sálina. Að hreyfa sig reglulega og halda lík- amanum í góðri þjálfun þó á efri ár sé komið er grundvöllur þess að geta notið góðs félagsskapar og tekið þátt í samfélaginu.“ Fjöltefli og kvöldhátíð Friðrik Ólafsson, fyrsti stór- meistari Íslendinga í skák, mun tefla fjöltefli við eldri borgara í Ár- skógum föstudaginn 24. febrúar. Fjölteflið er opin fyrir alla áhuga- menn um skák og er mikill fengur í að hafa fengið Friðrik til liðs við sig af þessu tilefni. Einnig má geta um sérstaka hátíðadagskrá sem verður í samkomusal Hólabrekku- skóla að kvöldi laugardags 25. febrúar. Þar frumflytur Gerðu- bergskórinn nýtt Breiðholtslag eftir Þorvald Jónsson við texta Helga Seljan auk margra annarra atriða en hátíðadagskráin endar á dansleik þar sem Vinabandið mun leika fyrir dansi. Þráinn Hafsteinsson segir að Breiðholts- hátíðin - menningarhátíð eldri borgara sýna svo ekki verið um villst fjölbreytnina og kraftinn sem býr í eldra fólkinu, segir Þráinn Hafsteinsson, frístunda- ráðgjafi í Breiðholti. FEBRÚAR 20066 Breiðholtsblaðið Rúmlega 96% gesta Borgar- bókasafns Reykjavíkurborgar eru ánægðir með þjónustu þess. Þetta kemur fram í niðurstöðum símakönnunar sem IMG Gallup gerði í nóvember á liðnu ári. Könnunin náði til 1400 manna úrtaks, sem tekið var úr þjóð- skrá og er á aldrinum 16 til 80 ára þannig að afstaða barna sem nota þjónustu safnsins mikið kemur ekki fram. Sjö söfn auk bókabíls heyra nú undir starf- semi Borgarbókasafns Reykja- víkurborgar. Rúmlega 60% að- spurðra kváðust hafa heimsótt safnið síðustu 12 mánuðina fyrir könnunina. Gestafjöldi þess á liðnu ári var um 622 þúsund og útlán um 1.1 milljón eintaka. Af öðrum söfnum sem könnun- in náði til kváðust 92.1% vera ánægð með starfsemi Listasafns Reykjavíkur en 41.8% þeirra sem spurðir voru höfðu heimsótt það á undanförnum 12 mánuðum. Gestafjöldi Listasafnsins var lið- lega 155 á liðnu ári. Sambærileg fjöldi aðspurðra var ánægður með Árbæjarsafn en um 50 þús- und manns heimsótti það á liðnu ári. Um 85% gesta menningarmið- stöðvarinnar Gerðubergs var ánægður með starfsemi hennar en um 130 þúsund manns komu þangað á liðnu ári. Aðsóknin jókst mest að Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem tuttugufaldaðist á árinu. Ljósmyndasafnið er nú til húsa í Grófarhúsinu við Tryggva- götu, sama húsi og aðalsafn Borg- arbókasafnsins. Auk flutnings Ljósmyndasafnsins þangað hefur verið tekin upp ný sýningar- og þjónustustefna. Liðlega 80% að- spurðra kváðust ánægðir með þjónustu ljósmyndasafnsins. Borgarskjalasafnið fékk fæsta gesti á árinu og var ánægju með starfsemi þess að finna hjá um 69% svarenda. Ánægja með borgarsöfnin Yngri og eldri starfi meira saman Vinabandið sem mun leika fyrir dansi á hátíðadagskrá Breiðholtshá- tíðarinnar. 16” pizza með allt að 4 álegg 2l gos á 99 kr. með öllum pizzum Gerðubergssafn 20 ára Gerðubergssafn verður 20 ára laugardaginn 4. mars næst komandi. Af því tilefni verður efnt til sérstakrar afmælishátíð- ar í safninu á afmælisdaginn. Þar verður boðið upp á afrískan trumbuslátt, barnasöng á ýms- um tungum og brúðuleikritið Sólarsögu svo nokkuð sé nefnt og hefst dagskráin kl.14. Ýmislegt fleira verður á dag- skrá í afmælismánuðinum og má þar m.a. nefna getraun, bútasaumssýningu og pakka- leik. Gerðubergssafn hefur frá fyrsta degi verið mikið notað af íbúum hverfisins. Um 300 gestir koma þangað á hverjum degi í ýmsum erindagjörðum. Á fyrstu árum safnsins voru íbúar hverfis- ins að stórum hluta ungar fjöl- skyldur með börn og safnið var á stundum eins og félagsmiðstöð. Íbúasamsetning hefur breyst á þessum árum, fólkið hefur elst og yngst aftur. Fleira fólk af er- lendum uppruna býr í Breiðholt- inu en í flestum öðrum hverfum borgarinnar. Sú samsetning íbúa hefur vakið áhuga í Gerðubergs- safni og í tilefni afmælisins hefur verið ákveðið að beina sjónum að þessu fjölbreytta mannlífi. Félagsstarf í Árskógum í samstarf við skólana Nú hefur verið komið á sam- starfi á milli unga og eldra fólksins í Breiðholti nánar til- tekið í Félags- og þjónustumið- stöðinni í Árskógum. Þar er mikið og öflugt félagsstarf í gangi þar sem allir eru vel- komnir til að taka þátt og vinna að alls kyns handverki ásamt því að vera í hreyfingu eins og t.d. boccia, leikfimi, keilu, golfi, spila félagsvist og bingó og margt fleira er í boði. En betur má ef duga skal og er þetta liður í því að gera starfið í Árskógum enn betra og ekki er hægt að segja annað en það fari vel af stað. Leikskólinn Seljaborg er sá leikskóli sem er kominn í sam- starf og hafa börnin og starfs- menn þegar komið í heimsóknir í Árskóga þar sem vel var tekið á móti þeim. Ekki var annað að sjá en þeim hafi fundist gaman, enda frábærir krakkar og starfs- mann þar á ferð. Ölduselsskóli er einnig á leið í samstarf en þegar þetta er skrifað hafa ekki enn orðið gagnkvæmar heim- sóknir. Reyndar er búið að ákveða kvöldvöku í mars í Ár- skógum ásamt því sem Ölduselsskóli ætlar að bjóða fólki úr Árskógum á sýningu hjá sér. Þannig að það er ekki ann- að en hægt að hlakka til þessa samstarfs við þessa skóla í hverfinu.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.