Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 8
Tuttugu og níu ökumenn óku of hratt um Hraunberg í Breið- holti föstudaginn 3. febrúar en þá mældi lögreglan í Reykjavík hraða ökutækja sem fóru um götuna. Stóð mælingin yfir í tvær og hálfa klukkustund og var hraði 84 ökutækja mældur. Hraði ökutækja á ferð um Hraunberg var mældur á nýjan leik mánudaginn 6. febrúar. Þá var mældur hraði 38 ökutækja og reyndust sjö ökumenn af þeim aka of hratt. Hraði þessara öku- mann var á bilinu fjörtíu og fjórir til fimmtíu og níu kílómetrar á klukkustund. Hraunberg er ein þeirra gatna í Breiðholti þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar. Leikskóli er við götuna og þar er jafnan mikil umferð skólafólks og annarra gangandi vegfarenda. FEBRÚAR 20068 Breiðholtsblaðið Aðventan var gengin í garð og ljóssins hátíð framundan þegar grannkona mín Þórdís Elín Jó- elsdóttir kom að máli við mig og spurði hvort ég tæki ekki áskor- un frá henni, um að deila með lesendum Breiðholtsblaðsins bókalestri mínum á nýbyrjuðu ári. Ég tók vel í það, sagðist að vísu bregða mér til Svíaríkis í byrjun janúar og þaðan til Dana- veldis en síðan lægi leiðin heim á Frón. „Hæsti staður mannanna í árdaga hæsta ker sem geymdi þögnina líf úr steini eftir allt þetta líf.“ Chileiska skáldið Pablo Neruda tók sér ferð á hendur til Machu Picchu hinnar fornu borgar Inka- veldis í Andesfjöllum, þar sem andar lifa fangaðir á milli steina. Ljóðin hans, jafn ódauðleg og ei- lífðin í Machu Picchu segja frá ferðalagi hans upp í hæðirnar. Sonur minn gaf mér bókina í jóla- gjöf. Hann kynnti mig einnig fyrir Alkemistanum, stórkostlegri bók braselíska rithöfundarins Paulo Coelho. Santíago heldur af stað í sína pílagrímsgöngu ákveðinn í að fylgja draumum sínum, kemst að því að hann og sérhver maður á sinn örlagakost. Bókin sem hann færði mér nú eftir Paulo Coelho heitir Viktoría ákveður að deyja, bók sem snart mig djúpt. Höfundur byggir á eigin reynslu en hann var í þrígang settur inn á geðdeild sem ungur maður af for- eldrum sínum. Ástæðan var að hann vildi verða listamaður. Vikt- oría stendur frammi fyrir því, eftir misheppnað sjálfsvíg að eiga viku eftir ólifaða. Þar með hefst tog- streitan milli þess að lifa eða deyja.Viktoría kemst að því inni á geðdeildinni að lífið er kraftaverk. Einn er sá höfundur sænskur sem hefur glatt mig mjög á und- anförnum árum en það er Mari- anne Fredriksson. Á ferðum mín- um til Gautaborgar undanfarin ár hef ég ætíð haft með mér heim, bók eftir hana. Marianne fæddist í Gautaborg fyrir 78 árum en býr nú í Stokkhólmi. Bókin Símon og eikurnar fjallar um hennar eigin barnæsku í Gautaborg í skugga stríðs. Í bókinni Älskade barn er viðtal við höfundinn í tilefni 75 ára afmælisins. Hún rekur sinn feril, segir það hafa verið tilviljun ein að hún gerðist blaðamaður og síðan ritstjóri. Einnig það að hún fór að skrifa bækur í frístundum. Eftir að dæturnar fluttu að heim- an fannst henni fótum kippt und- an sér „eins og enginn þarfnaðist mín lengur“ og fór því að sýsla við það að skrifa bækur meðfram ritstjórastarfinu. Síðan kom ákvörðunin af sjálfu sér, hætti sem ritstjóri og gerðist rithöfund- ur. Aðdáendur Marianne Fred- riksson eru þakklátir fyrir það. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál og eru lesnar í 150 löndum. Bækurnar fjalla um samskipti kynjanna, hvernig lífs- munstur færist milli kynslóða, mannlegt eðli, reisn þess og fall, ást, hatur og fyrirgefningu. For- dómalaus eys hún af sínum visku og sagnabrunni, þannig að erfitt er að sleppa bókinni fyrr en lokið er. „Den som vandrar om natten“ var sú bók er þrengdi sér dýpst í sálarkirnuna sagði Marianne meðan hún var að skrifa hana, enda varð þetta góð bók með mörgum sjónarhornum. Ég las „Enligt María Magdalena“ á fögr- um vordegi í Gautaborg fyrir nokkrum árum og varð gagntekin. Þar er fjallað um kærleikann og kvenlega sýn á kristnidóminn. Nýjasta bókin „Skilda verklighet- er“ var lesin nú í janúar í Gauta- borg. Höfundur bregst ekki sínu fólki, hér teflir hún því saman hvernig einstaklingar með ólíkan bakgrunn þroskast, takast á og leysa sín mál. Ég fékk ávallt margar bækur í jólagjöf sem barn. Gleymi seint þeim jólum er ég sem fullorðin fékk ekki bók í jólagjöf. Ákvað að hér eftir skyldi jólasveininn gefa öllum fjölskyldumeðlimum bók í jólagjöf. Í ár gaf hann mér bókina „Auður Eir- sólin kemur alltaf upp á ný“ sem Edda Andrésdóttir skráði. Einstök bók um einstaka konu sem lýsir upp umhverfi sitt hvar sem hún kemur. Allt sem lifir leitar jafnvægis, hvort heldur ég er í mínus eða plús á vogarstönginni finnst mér ávallt hallast í rétta átt er ég les í Biblíunni minni. Hún stendur ró- leg og yfirveguð á náttborðinu fullviss þess að boðskapurinn sem hún ber muni næra mína sál og ég fari í friði af hennar fundi. Ég skora á Þóru Þórisdóttur er starfar á Landspítalanum sem sér- hæfður aðstoðarmaður sjúkra- þjálfara, að segja frá sínum lestri, veit að þar kennir margra grasa. ■ Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Sigþrúður Ingimundardóttir. borgarblod.is Smiðjuvegi Hér er ég! Öll könnumst við hasarinn sem fylgir því að vera unglingur. Orðið hasar er í eðli sínu ekki neikvætt því hasar getur verið jákvæður líka. Það er nóg um að vera og í mörg horn að líta á þessu tímabili sem margir telja eitt það mikilvægasta í þróun einstaklingsins. Um það eru reyndar skiptar skoðanir en markmiðið með þessum skrifum er ekki að ræða þær skoðanir. Markmiðið er hins vegar að tí- unda ágæti og mikilvægi félags- miðstöðva Breiðholts og hvernig þær geta reynst unglingum vel, hvernig sem viðrar, ef svo má segja. Í félagsmiðstöðvunum er fjöl- breyttur hópur starfsfólks sem er mjög fært á sínum sviðum. Þessi fjölbreytni er einmitt mikil bless- un því að unglingar sem hópur, er einkar litríkt samansafn einstak- linga og því væri það miður ef starfsfólkið væri allt undan sömu hryssunni komið ef þið vitið hvað ég á við. Þannig að ég leyfi mér að fullyrða að hver einasti ung- lingur sem kemur inn í Mið- berg/Hólmasel mun upplifa það að vera velkominn og undantekn- ingalaust kynnast starfsmanni sem viðkomandi finnur einhverja samleið með. Og þetta er geysi- lega mikilvægt. Að byggja upp einhverskonar samband og þar af leiðandi opna fyrir gefandi sam- skipti sem fræða og þroska. Þetta og sú staðreynd að húsin eru opin unglingunum alla virka daga veitir þeim afdrep sem og að- stæður til að skapa. Sköpun er teygjanlegt hugtak. Það getur ver- ið eitthvað lítið eins og að koma í félagsmiðstöðina í frítíma sínum til að spjalla eða spila (oft mynd- ast kjarnar í kringum slíkt). Nú eða taka þátt í verkefnum og við- burðum eða viðra hugmyndir um eitthvað sem unglingurinn vill sjá gerast í félagsmiðstöðinni, sama hversu lítil eða stór í sniðum hug- myndin er. Allt er tekið til greina og rætt. Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að félagsmið- stöðin er ekki bara hús sem gengið er inn í, heldur umhverfi sem má teygja og beygja og gera að sínu eigin - á sínum eigin forsendum. Í Miðbergi og Hólmaseli er starfrækt víðtæk þjónustustarf- semi fyrir börn og unglinga á öll- um aldri. Vil ég því nota tækifær- ið og benda ykkur að hringja í síma 5573550 (Miðberg) og 5677750 (Hólmasel), heimsækja heimasíðurnar www.midberg.is, www.holmasel.is nú eða koma bara í heimsókn, til að fá nánari upplýsingar. Að vera unglingur í Breiðholti Of hratt ekið um Hraunberg Birkir Viðarsson, tómstundarleið- beinandi í Miðbergi skrifar:

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.