Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 10
Kærleikssamtökin eru að hefja námskeiðshald fyrir börn, unglinga og fullorðna og verða námskeiðin haldin í Gerðubergi. Unglingastarf og bæna- og hug- leiðsluhópur ásamt námskeiðinu „Meðvitund“ sem er fyrir full- orðna hefjast þann 1. mars. Barnastarf fyrir 10 til 12 ára mun einnig hefjast aftur í mars en hlé hefur verið á því síðan fyrir jól. Barnanámskeiðin byggjast eink- um upp á jóga, öndunaræfingum og slökun. Einnig er fjallað um ýmis vandamál sem komið geta upp í lífi barna og þeim kennt að takast á við þau. Má þar nefna að- steðjandi sorg af ýmsum sökum, einelti og fleira. Starf með full- orðnum byggist upp á hugleiðslu og heilun en einnig er ætlunin að efna til jógakennslu fyrir fullorðna síðar. Sigurlaug Ingólfsdóttir, stofnandi Kærleikssamtakanna segir hugmyndina að þeim um tveggja ára gamla og hafi hún unnið að því að útfæra hana og undirbúa námskeiðshald að und- anförnum. Hún segir markmið samtakanna einkum að aðstoða fólk við að verða meðvitaðra um sjálft sig. Læra að þekkja sjálfan sig og gera sér þannig betur grein fyrir hvernig bregðast megi við utanaðkomandi aðstæðum. Eins og nafnið bendi til þá sé það markmið samtakanna að nota kærleikann og jákvætt hugarfar til þess að aðstoða fólk við að bregðast við því sem á vegi þess verður. Sem dæmi megi nefna hvernig unnt sé að nota hug- leiðslu til þess að bregðast við kvíða en það sé vísindalega sann- að að hugleiðsla komi fólki að gagni við slíkar aðstæðir auk þess að draga úr kvíða. Skráning er hafin í síma 821 6174 og í gegnum sigurlaug@ccw.is. FEBRÚAR 200610 Breiðholtsblaðið Blómlegt í kvennaboltanum Afar blómlegt starf er nú í kvennaboltanum hjá Leikni og flokkarnir að stækka. Nýstofn- aður 6. flokkur dafnar vel og stelpurnar í 4. flokki stefna til Svíþjóðar í sumar til að taka þátt í Gothia Cup mótiðnu sem er stærsta knattspyrnumót heims. Við viljum þó sjá enn fleiri stelpur á æfingum hjá okkur en æfingatöflur má finna á www.leiknir.com. Æfingar 5. flokks stúlkna, sem eru fæddar 1994 og 1995 eru nú í fullum gangi og býður þjálfari þeirra, Sævar Ólafsson stelpurnar vel- komnar á æfingar en þær eru sem hér segir: Mánudaga á Leiknisvelli kl. 15:30, fimmtudaga á Leiknisvelli kl. 16:00 og föstu- daga í Íþróttahúsinu við Fella- skóla kl. 17:00. Hægt er að ná í Sævar þjálfara í síma 698 7509. Frír krakkabolti á laugardögum Þá má geta þess að allir krakk- ar á forskólaaldri geta nú tekið fram skóna og leikið listir sínar í leikjum tengdum íþróttum og þá einkum knattspyrnu. Garðar Gunnar Ásgeirsson íþróttafræð- ingur frá ÍKHÍ, íþróttakennari og þjálfari hjá Leikni til fjölda ára er þá með æfingar fyrir alla duglega krakka sem eru ekki komin á ald- ur í grunnskóla. Æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Fellaskóla og eru á Laugardagsmorgnum kl 11.00. Engin æfingagjöld eru inn- heimt í flokknum og frekari upp- lýsingar má fá í símum 557 8050 og 869 7794. Sigrún Björgvinsdóttir sýnir 26 myndverk í Boganum í Gerðubergi um þessar mundir. Sigrún er Austfirðingur í húð og hár, fædd á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal en ólst upp á Víðilæk í Skriðdal. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Lauga- vatni tók hún að sér kennslu við Alþýðuskólann á Eiðum en stundað einnig kennslu við grunnskóla um árabil. Sigrún hefur auk þess starfað sem blaðamaður, m.a. sem frétta- maður DV á Austurlandi og rit- höfundur. Þrjár bækur hafa komið út eftir hana auk smá- sagna og ljóða. Myndlist Sigrúnar má rekja um áratug aftur í tímann eftir að hún komst í kynni við þæfingu ullar á handverksnámskeiði sem Mynd- listar- og handíðaskólinn stóð fyr- ir á Hallormsstað. Eftir það fór hún að nýta þæfinguna sem grunn að myndsköpun. Sýningin ber heitið „Ort í ull“, sem er rétt- nefni því öll eiga verkin það sam- eiginlegt að vera unnin úr þæfðri ull. Myndefni sitt sækir Sigrún einkum í íslenskt landslag og nátt- úru og spinnur myndsköpunina fram í ullinni. Hún beitir litum af kunnáttu og teflir gjarnan saman andstæðum í verkunum. Land og vatn mætast, fjallsbrúnir bera við himinn og skógurinn er henni líka mikil uppspretta myndrænna hugleiðinga enda hefur hún feng- ist við skógrækt í gegnum tíðina. Í sumum mynda hennar gætir áhrifa kyrralífs, blóm spretta úr potti en í öðrum bera fyrir verur á flugi líkt og fuglar himinsins hafi tekið sér nýja liti og jafnvel lögun á flugi til framandi staða. Nokkrir klukkustrengir eru á meðal verka hennar á sýningunni, einnig gerð- ir úr þæfðri ull, og þar gætir áhrifa fljúgandi hugsunar með sterkum hætti. Sýning Sigrúnar er athyglisverð. Ekki síst fyrir það efnisval sem hún nýtir við gerð verka sinna en einnig fyrir skýra myndsýn og ákaflega agað hand- bragð. Þess má geta að allir myndarammar eru sérunnir úr íslensku lerki. Auk myndverkanna 26 eru á sýningunni sjöl sem Sigrún hefur unnið úr þæfðri ull og einnig kynning á ritstörfum hennar. Sýningu Sigrúnar Björg- vinsdóttur lýkur 19. mars. Yrkir í ull Gróa Salvarsdóttir, Sigríður Salvarsdóttir og listakonan Sigrún Björg- vinsdóttir við opnum sýningar Sigrúnar 27. janúar. Eitt verka Sigrúnar á sýningunni í Gerðubergi. Stund á milli stríða á æfingu í kvennaboltanum hjá Leikni Glens og gaman á árshátíð Árshátíð Leiknis 2006 verður haldin í glæsilegum veislusal Hjartaheilla, sama stað og loka- hófið var haldið, laugardags- kvöldið 25. febrúar. Dagskrá árs- hátíðarinnar verður glæsilegri en áður hefur þekkst. Búast má við miklu glensi og gríni og er óhætt er að lofa fyrir- taks skemmtun en skemmtiatrið- in verða á heimsmælikvarða sam- kvæmt upplýsingum frá Leiknis- mönnum. Bjarni töframaður kem- ur á staðinn og töfra gesti fram og til baka. Pakkauppboðið verður á sínum stað og þar má búast við hreint mögnuðum hlutum til kaups. Allt Leiknisfólk er hvatt til taka þetta kvöld frá hið snarasta því ljóst er að gamanið verður meira ef fólk mun fjölmenna. Því hvetj- um við þig til að mæta og draga fleiri með. Nánari upplýsingar um árshátíðina er að finna á www.leiknir.com og skráning á árshátíðina fer fram á ars- hatid@leiknir.is Kærleikssamtökin að hefja námskeiðshald

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.