Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 12
Ægiringarnir sem þátt tóku í Opna skoska meistaramótinu stóðu sig mjög vel en Karlasveit Ægis gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Íslandsmet. Í 4x50 m skriðsundi á tímanum 1.35.16. og í 4x50 m fjórsundi á tím- anum 1:46,52. Sveitirnar skipuðu Baldur Snær Jónsson, Jakob Jó- hann Sveinsson, Kjartan Hrafnkels- son og Árni Már Árnason. Ægiring- ar hlutu þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun á mótinu. FEBRÚAR 200612 Breiðholtsblaðið Ægiringar Reykjavíkur- meistarar í yngri flokki Reykjavíkurmeistaramótið í sundi fór fram helgina 14. og 15. janúar en þar stóðu Ægiringar sig frábærlega vel. Voru margir sund- manna Ægis að stórbæta tíma sína og má þar sérstaklega nefna Kristinn Jaferian sem gerði sér lít- ið fyrir og bætti sig um 6,6 sek í 400 m skriðsundi. Kristinn kom í mark á tímanum 4:40,32 sem eru um fjórum sekúndum undir lág- markinu í unglingalandsliðið. Kristinn er áttundi Ægiringurinn sem tryggir sér sæti í Unglinga- landsliðinu en Ægiringar eiga einnig átta sundmenn í af- rekslandsliðinu. Miklir yfirburðir Ægiringa Í stigakeppni félaga var Sundfé- lagið Ægir með mikla yfirburði í flokki 12 ára og yngri með 175 stig fleiri en næsta lið. Má með sanni segja að hin liðin hafi ekki átt neina möguleika á sigri, svo mikl- ir voru yfirburðir Ægiringa. Að öllum öðrum Ægiringum ólöstuð- um má segja að Eygló Ósk Gúst- afsdóttir og Guðrún Kristín Jó- hannesdóttir hafi skarað fram úr en þær voru drjúgar við að hala inn stig fyrir félagið en þær urðu hvor um sig stigahæstar í sínum aldursflokki. Úrslit yngri flokka Sundfélagið Ægir 432 stig. Sunddeild KR 257 stig. Sunddeild Fjölnis 225 stig. Sunddeild Ármanns 102 stig. Úrslitin tvísýn í eldri flokki Í flokki 13 ára og eldri var mjög hörð barátta á milli Ægis og KR, en á endanum sigruðu KR-ingar með 26 stiga mun. Sundfólk begg- ja félaga lögðu sig alla fram og segja menn að aldrei hafi verið eins góð stemning í höllinni eins og á sunnudeginum, þar sem for- eldrar og yngra sundfólkið var mætt til að hvetja sitt lið til sig- urs. Það er ekki annað að segja að lið Ægis hafi staðið sig stórkost- lega því 11 bestu sundmenn fé- lagsins tóku ekki þátt í Reykjavík- urmótinu þar sem þeir tóku þátt í Opna skoska meistaramótinu í Glasgow þessa sömu helgi. Það má því segja að Ægiringar hefðu fært KR-ingum Reykjavíkurmeist- aratitilinn á silfurfati. KR-ingarnir, sem voru búnir að safna liði fyrir mótið, þurftu þó að hafa verulega fyrir því að ná titlinum gegn harð- snúnu Ægisliðinu sem stóðst fylli- lega væntingar þjálfara sinna. Úrslit eldri flokka Sundfélagið Ægir 371 stig. Sunddeild KR 397 stig. Sunddeild Fjölnis 260 stig. Sunddeild Ármanns 172 stig. Karlaboðsundsveit Ægis setti tvö Íslandsmet á Opna skoska meist- aramótinu. Frá vinstri: Baldur Jónsson, Kjartan Hrafnkelsson, Árni Már Árnason og Jakob Jóhann Sveinsson. Ljósm. JAK Ægir Benediktsson og Eygló Gústafsdóttir, fyrirliðar Sundfélagsins Ægis, hampa bikarnum sem fylgdi Reykjavíkurmeistaratitlinum. Íslandsmet á Opna skoska Landsbankamót Ægis - Ægir International var haldið í Sundhöll- inni í Laugardal helgina 27. til 29. janúar og tókst mótið í alla staði mjög vel. Góð þátttaka var í mótinu og voru keppendur frá Íslandi, Sví- þjóð, Noregi og Serbíu. Frægasti keppandinn var Theresa Alshamm- ar frá Svíþjóð en hún á heimsmetið í 50 m. skriðsundi. Theresa synti mjög vel á mótinu og það sama má segja um fjöldan allan af öðrum keppendum. Á mótinu var skrifað undir samn- ing milli Landsbanka Íslands og Sundfélagsins Ægis um stofnun Minningarsjóðs Ara Guðmundsson- ar, afreks- og styrktarsjóð Sundfé- lagsins Ægis. Sjóðurinn er stofnað- ur til minningar um Ara Guðmunds- son, fyrrverandi formann Sundfé- lagsins Ægis og fyrrverandi starfs- mannastjóra Landsbanka Íslands og ber nafn hans. Sjóðnum er ætlað að styrkja afrekssundmenn Sundfé- lagsins Ægis. Gústaf Adolf Hjaltason, formaður Sundfélagsins Ægis, færði Theresu Alshammar bol sundfélagsins að gjöf. Á Landsbankamóti Ægis skrifuður Tómas Hallgrímsson, bankastjóri Landsbankans í Mjódd, Katla Ólafsdóttir, ekkja Ara Guðmundssonar og Gústaf Adolf Hjaltason, formaður Sundfélagsins Ægis, undir samning um stofnun Minningarsjóðs Ara Guðmundssonar. Landsbankamót Ægis LEIÐRÉTTING: Þau mistök urðu við vinnslu síðasta tölublaðs að nöfn starfskvenna í Þjónustumiðstöð Breiðholts féllu niður en þær heita Elísabet Kemp og Karitas Sigurðardóttir. Með þeim á myndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Ragnar Þorsteinsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar. Undankeppni söngvakepp- ni Samfés 2006 haldin þann föstudaginn 3. febrúar. Að þessu sinni var ákveðið að halda eina stóra und- ankeppni í Breiðholtinu til að fá fulltrúa í aðal- söngvakeppni Samfés. Keppnin var haldin í hátíð- arsal Breiðholtsskóla en sá salur er vel tækjum búinn og sérlega glæsilegur í alla staði. Fimm skólar sem sendu full- trúa í keppnina en þeir voru: Fellaskóli, Breiðholtsskóli, Hólabrekkuskóli, Öldusels- skóli og Seljaskóli. Fullt hús var í Breiðholtskóla og mikil stemmning. Sigurvegarar kvöldsins voru: Viðar Erik Við- arson, Finnur Kristjánsson og Elín Ágústa Birkisdóttir og komu þau frá Fellaskóla en þau tóku lagið Hallelúja sem Leonard Cohen gerði frægt á sínum tíma. Glæsileg undan- keppni

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.