Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 13
Samstarf heimila og skóla hefur verið í mótun hér á landi s.l. 30 ár og gengur þó ekki alltaf snuðru- laust fyrir sig. Ýmsar hindranir eru í veginum og ein af þeim er ótti foreldra við að afskipti þeirra af málefnum skólans geti bitnað á barninu þeirra. Forsvarsmenn í foreldrasamvinnu vita af þessum akkilesarhæl en hvetja foreldra til virkrar þátttöku, aukins samstarfs við skólann og þar sem það á við að þeir tileinki sér jákvætt viðhorf til skólans. Með samstarfi heimila og skóla taka kennarar og foreldrar saman höndum um uppeldi og menntun. Samstarfsgrundvöllurinn er sam- starfið um barnið og velferð þess. Það að þessir aðilar geti átt góð samskipti, veiti gagnvirkar upplýs- ingar og sýni hvor öðrum virð- ingu og traust er mjög árangursrík uppeldisleið og skapar góð náms- skilyrði fyrir börnin. Þannig hefur með samvinnu og aukinni reynslu myndast ákveðið verklag sem flestir skólastjórar hafa tileinkað sér. Með tilkomu foreldraráða í grunnskólum skv. lögum frá 1995 fengu foreldrar formlega leið til að hafa áhrif á starf og stefnumörkun skólans. Skylda að kjósa í foreldraráð Foreldraráð í grunnskólum eru yfirleitt skipuð þremur foreldrum sem eiga börn í skólanum og eru ekki starfsmenn skólans. Foreldr- um ber skylda til að kjósa fulltrúa í ráðið á sínum vettvangi og er það yfirleitt gert á aðalfundum foreldrafélaga en í 16. grein grunn- skólalaga nr. 66/1995 segir: „For- eldraráð fjallar um og gefur um- sögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætl- anir sem varða skólahaldið og fylgist með að áætlanir séu kynnt- ar foreldrum svo og með fram- kvæmd þeirra.“ Skólastjórum ber að starfa með foreldraráðum og veita þeim upplýsingar um starfið í skólanum. Foreldraráðin kynna svo öðrum foreldrum starfsemi sína með því að birta fundargerðir eða pistla á fréttavef skólans eða í sérstöku fréttabréfi sem og með ársskýrslu á aðalfundum foreldra- félaga. Foreldraráðið hlutast ein- nig til um að áætlunum skóla- námskrár sé framfylgt. Einhverjir gætu haldið að menntasvið/skóla- skrifstofur hefðu það verk með höndum en það er einnig skylda foreldra. Foreldrar í Reykjavík eiga svo auk pólitískt skipaðra fulltrúa einn fulltrúa í menntaráði Reykjavíkur með „málfrelsi og til- lögurétt“ sem er nú tilnefndur af SAMFOK. Skólastarf og heimilislíf ekki aðskildir pólar Einhverjir gætu spurt hvort raunveruleg þörf sé á foreldraráð- um í grunnskólum og hvort borg- arstjórn, menntaráð, skólastjórar og starfsfólk skóla geti ekki verið umsagnar- aðilar um eigin áætlan- ir. Það er þó h v e r f a n d i skoðun að s k ó l a y f i r - völd séu ein- fær um það. Skólastar f og heimilislíf eru ekki tveir aðskildir pól- ar. Við sem störfum í for- eldrasamfélaginu og forvörnum höfum marg oft orðið vitni að því hvernig samstarf heimila og skóla og einmitt samvinna skólastjóra og foreldraráða hefur skilað góð- um árangri og bætt skólastarf. Ekki bara hvað varðar aðbúnað skólanna heldur einnig innra starf og forvarnir. Slíkt samstarf hefur áhrif á mannlífið í hverfinu og eyk- ur borgaravitund fólks. Það þykir eðlilegt í nútímasamfélagi að þeim sem hagsmuna eiga að gæta sé gert kleift og skylt að taka afstöðu til mála sem þá varða og næst á eftir nemendum eru foreldrar stærsti hópurinn sem skólinn þjónar. Millifyrirsagnir eru Breiðholtsblaðsins. FEBRÚAR 2006 13Breiðholtsblaðið Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 Bætt þjónusta í Breiðholti Framundan eru breytingar á leiðakerfi Strætó sem munu bæta verulega þjónustuna við íbúa Breiðholtshverfis. Leiða- kerfisbreytingin tekur gildi 5. mars næstkomandi og að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Strætó, er með breytingunni verið að sníða af hnökra sem komu í ljós þegar farið var að aka eftir leiðakerf- inu sem tekið var í notkun síð- astliðið sumar. „Breytingarnar á leiðakerfinu sem senn taka gildi, grundvallast á athugasemdum viðskiptavina okkar og bílstjóra. Breiðhyltingar hafa einkum gagnrýnt tvennt í núverandi leiðarkerfi okkar og verður fullt tillit tekið til þeirra ábendinga. Það fyrra er að við felldum niður það sem áður var leið 12, en sá vagn ók um Fella- hverfið, Grensásveg, Suðurlands- braut og þaðan niður á Hlemm. Þær leiðir sem við buðum uppá í núverandi leiðakerfi hafa ekki mætt þörfum íbúanna og því hef- ur verið ákveðið að taka gömlu leiðina upp að nýju, eina breyt- ingin er sú að nú er þessi leið númer 17“ segir Ásgeir. Annað sem gagnrýnt var og nú verður breytt, er að Strætó ekur að nýju um Vesturberg. „Okkur hafa borist athugasemdir um mikilvægi þess fyrir íbúa í Fellun- um að vagn aki um Vesturbergið. Við kippum því í liðinn með breytingunum sem taka gildi í mars. Bæði ekur nýja leiðin, sú sem tekur við að „tólfunni“ og er leið númer 17, sem og stofnleið 4, vagn sem merktur er S4, aka hring um Austur- og Vesturberg samkvæmt nýja leiðakerfinu. En breytingarnar í Breiðholtinu eru ekki allar bundnar við Fellahverf- ið, því samkvæmt nýja leiðakerf- inu fer S3 hring um Seljahverfið og ég veit að þessi breyting gleð- ur íbúa hverfisins,“ segir Ásgeir og bætir við að það sé von Strætó að endurbætt leiðakerfi leiði af sér þéttriðið net almenn- ingssamgangna og strætó verði raunhæfur ferðamáti fyrir sífellt fleiri íbúa höfuðborgarsvæðisins. Umhverfisvænir strætisvagnar Strætó bs. lætur umhverfismál mikið til sín taka og fyrirtækið hefur vakið athygli víða um lönd fyrir að vera í fararbroddi hvað varðar umhverfisvænan akstur og fyrir skömmu birtist frétt á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC um tilraunir Strætó með akstur vetnisknúinna strætis- vagna. Fréttin vakti það mikla at- hygli og þótti það merkileg að nokkrir bandarískir sjónvarpsá- horfendur sáu ástæðu til þess að senda stjórnendum Strætó tölvu- póst, þar sem þeir lýstu ánægju sinni með tilraunina og um leið áhyggjum yfir notkun orkugjafa sem eru mengandi fyrir umhverf- ið. En Strætó vill gera enn betur og nýverið hófst tilraunaakstur með tveimur strætisvögnum sem ganga fyrir innlendri orku, metangasi sem verður til á urð- unarstað Sorpu í Álfsnesi Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó, er afskaplega ánægður með nýju vagnana sem brenna eingöngu metangasi. „Al- menningssamgöngur eru í eðli sínu umhverfisvænar, því þær draga úr notkun einkabíla. En við getum gert betur og því fagna ég þessari tilraun okkar með metangasið sem er orkugjafi sem verður til við niðurbrot á lífræn- um úrgangi. Reyndar má segja að notkun metangassins hafi tví- þættan ávinning fyrir umhverfið. Í fyrsta lagi er metan gróður- húsalofttegund og hefur mun meiri gróðurhúsaáhrif en koltví- sýringur. Nýting þess kemur því í veg fyrir að það berist út í and- rúmsloftið og valdi þar gróður- húsaáhrifum.“ Sáralítil mengun „Metangasið er einnig mun umhverfisvænna en hefðbundið bílaeldsneyti, því mælingar hafa sýnt að einn metangasbíll meng- ar jafn mikið og 113 bensín- og díselbílar. Það má tína meira til, því metanið er 30% ódýrara en bensín og dísel, þannig að rekst- ur metanbíla er mun hagkvæm- ari en gengur og gerist með bíla sem brenna hefðbundnu elds- neyti,“ segir Ásgeir og bætir við að kraftur og vinnsla metanbíl- anna sé ekki í neinu frábrugðin því sem er með aðra bíla. Gasnotkun er hverfandi hér á landi og margir Íslendingar ótt- ast gas, bæði sprengihættu og þau áhrif sem gasleki getur haft í för með sér. Ásgeir segir ekki ástæðu til þess að óttast metangasið, „því það er í raun mun hættuminna eldsneyti en bensín. Metan er ekki hættuleg lofttegund og er mun léttara en andrúmsloftið og gufar því hratt upp. Metan er lyktarlaus loftteg- und en á lokastigi hreinsunarinn- ar er sett sérstakt lyktarefni saman við metanið til þess að ökumenn verði varir við leka, ef svo ólíklega fer að lagnir gefi sig. En metan er langt frá því eins eldfimt og bensín, þannig að metanið er mun hættuminna en það eldsneyti sem alla jafna er notað á bíla hér- lendis. Þótt Strætó sé nýfarinn að nota metanbíla, hafa þeir verið í notkun hér á landi í nokkur miss- eri. Sorpa er til að mynda með 14 metanbíla í umferð og 12 önnur fyrirtæki reka nokkra metanbíla hvert. Engin óhöpp hafa orðið í þessum bílum sem rekja má til metangassins,“ segir Ásgeir Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Sú þjóðsaga virðist ótrúlega líf- seig, að kirkjurnar standi almennt meira og minna tómar og ónotað- ar alla daga. Þangað komi helst engin nema þessar „örfáu hræð- ur“ sem mæta í messu einu sinni í viku. Vissulega er það rétt, að oft vildum við sjá miklu fleiri koma í kirkjurnar en stundum er. En það er samt mikill misskilningur að halda að þær standi alltaf tómar. Öðru nær! Safnaðarstarfið verður sífellt fjölbreytilegra og þátttaka í starfinu er almennt að aukast. Enda er það svo, að nú er eitt- hvað um að vera í flestum kirkjum hvern dag vikunnar. Þannig eru, svo dæmi sé tekið, rúmlega 20 fastar samverur á viku í þeirri kirkju sem ég þjóna auk þess starfs og athafna sem eru meira tilfallandi. Undanfarin þrjú ár hefur farið fram samræmd talning á þátttöku í safnaðarstarfinu í öllum söfnuð- um Reykjavíkurprófastsdæmanna fyrstu vikuna í október. Sam- kvæmt þessari talningu komu samtals 25.000 manns í kirkjurnar þessa viku á s.l. hausti, eða að meðaltali 1250 í hverja kirkju. Samsvarar það u.þ.b. 5000 manns á mánuði eða allt að 45 til 50.000 manns á ári ef gert er ráð fyrir umtalsvert minni aðsókn yfir há- sumarið, þegar ýmsir fastir liðir í safnaðarstarfinu liggja niðri. Ég veit að þessar tölur koma mörg- um á óvart og því fullt tilefni til að á þessu sé vakin athygli endrum og eins. Önnur þjóðsaga, sem virðist vera býsna lífseig okkar á meðal, er sú fullyrðing að alltaf sé að fækka í þjóðkirkjunni og þá aðal- lega vegna þess að fólk sé stöðugt að segja sig úr henni. Mátti þannig nýlega sjá í fyrirsögn í einu blað- anna eftirfarandi fullyrðingu: Enn fækkar í Þjóðkirkjunni. Átti þessi fullyrðing að vera byggð á nýjustu tölum um mannfjölda frá Hagstof- unni. Staðreyndin er hins vegar sú, að meðlimir Þjóðkirkjunnar hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú og fjölgaði raunar um 1061 á síðasta ári! Það er hinsvegar allt annað mál, að hlutfall þjóðkirkjufólks af heildaríbúafjölda landsins hefur af ýmsum ástæðum farið lækk- andi á undanförnum árum. Ein ástæða þess er vafalaust sú, að einhverjir hafa sagt sig úr kirkj- unni. En aðal ástæðan er þó samt sú staðreynd, sem margir virðast ekki hafa áttað sig á, að innflytj- endum hefur fjölgað gríðarlega hratt á síðustu árum og þeir til- heyra almennt ekki þjóðkirkjunni. Sem dæmi um þessa þróun má geta þess, að árið 1993 voru 43 íbúar í Breiðholtssókn af erlendu bergi brotnir, eða 1% af heildarí- búafjöldanum. Nú eru þeir hins vegar 318, eða 8,4% af heildarí- búafjöldanum. Það gefur auga leið, að þessi breyting hlýtur að hafa veruleg áhrif á hlutfall þjóð- kirkjufólks af heildinni. Látum því ekki þjóðsögur og fullyrðingar þeirra, sem ekki þekk- ja til, villa okkur sýn, er við horf- um til kirkjunnar og starfs hennar. En við skulum samt heldur aldrei gleyma því, að það eru hvorki að- sóknartölurnar eða samverufjöld- inn í safnaðarstarfinu eða það, hvort það fjölgar eða fækkar í kirkjunni, sem mestu máli skiptir, heldur hitt, að það starf sem unn- ið er sé þess virði að því sé gaum- ur gefinn. Að við höfum eitthvað til kirkjunnar að sækja, sem geti auðgað líf okkar og gefið aukna lífsfyllingu. Að þar sé miðlað þeim gildum sem raunverulega skipta máli fyrir líf okkar og tilveru. Það sem öllu máli skiptir er með öðrum orðum þetta, hvort Guð fái að komast að og vinna sitt verk í hjörtum okkar. Hvort hann fái að móta starfið og leiða, þan- nig að það verði mönnum til raun- verulegrar blessunar og kirkjurn- ar okkar verði í raun og sannleika hans hús. Séra Gísli Jónasson skrifar: Þjóðsögur um kirkjuna Séra Gísli Jónasson. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætó bs., stjórnar ekki aðeins fyrirtækinu heldur grípur stundum til hendinni og stjórnar einum af vögnunum. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra skrifar: Veistu hverjir skipa foreldraráð í skóla barnsins þíns?

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.