Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Blaðsíða 14
ÍR stóð að grunnskólamóti í handbolta í 7. og 8. bekk í nóvember sl. Grunnskólum Breiðholts var boðið að taka þátt og var leikið í íþróttahúsinu í Austurbergi. Mótið tókst vel og verður vonandi árlegur viðburður hér eftir. Landsbankinn var bakhjarl mótsins og hefði ekki verið hægt að halda mótið án hans stuðn- ings. Nemendur Seljaskóla komu greinilega vel undirbúnir til leiks og sigruðu í þremur flokkum af fjórum. FEBRÚAR 200614 Breiðholtsblaðið Fjórði flokkur til Gautaborgar Fjórði flokkur kvenna ætlar í sumar að taka þátt í fótboltamóti í Gautaborg í Svíþjóð og eru stelp- urnar á fullu að safna fyrir ferð- inni. Við erum að leita eftir styrkt- araðilum eða fyrirtækjum sem gætu boðið þeim verkefni. Hafa má samband við Bjarna s: 897 0601, Sillu s: 8225411 eða Svan- hvíti s: 8684031 ef einhver vill styðja stelpurnar. Hluti A-liðs 4. flokks kvenna eftir Íslandsmótið innanhús þar sem þær lentu í öðru sæti í riðlinum. Grunnskólamót ÍR og Landsbankans Breiðholtsskóli 7. bekkur stúlkna. Seljaskóli - 8. bekkur stúlkna.Seljaskóli - 8. bekkur drengja. Seljaskóli - 7. bekkur drengja. „Já - það er rétt. Ég keypti inn- römmun sem starfað hafði á Hverf- isgötunni í Reykjavík um lengri tíma á dögunum og hef verið að flytja starfsemina þaðan hingað í Kópa- voginn,“ sagði Stefán Vagnsson í Innrömmum Kópavogs þegar Breiðholtsblaðið átti leið um hjá honum á dögunum. „Þessi inn- römmun stóð á gömlum merg og henni fylgdi mikið að efni til inn- römmunar. Það kemur sér vel fyrir mig vegna þess að ég hef verið að byggja upp góða einstaklingsþjón- ustu hér á verkstæðinu hjá mér og þá er nauðsynlegt að geta boðið ákveðinn fjölbreytileika í efnisvali.“ Ótrúlegustu hlutir í ramma Stefán hefur rekið Innrömmun Kópavogs í rúm þrjú ár og á þeim tíma lagt áherslu á að veita við- skiptavinum sínum sérþjónustu bæði er varðar val á efni og einnig hefur hann rammað inn margvís- lega hluti. „Fólk kemur með ýmsa hluti sem það langar að fá sett í ramma og það er langt frá því að þar sé eingöngu um málverk og ljósmyndir að ræða þótt það sé vissulega stór hluti af verkefnum mínum hér. Ég hef rammað inn ýmsa persónulega muni allt frá smámunum upp í muni í líkmas- stærð fólks.“ Stefán kveikti á tölv- unni sinni og opnaði myndasafnið og þar mátti m.a. sjá mynd af íþróttabúningi í fullri stærð í ramma. „Eigandi þessa búnings hafði náð ákveðnum áfanga í íþrótt sinni og langaði að minnast þess með því að gera búninginn að myn- defni. Þetta er stærsta innrömmun sem ég hef fengist við“ sagði Stefán og bætti við að óskirnar væru nán- ast jafnmargar og fólkið sem kæmi til hans. Á vinnuborði hjá honum lá prentun af stóru myndverk eftir Andy Wahrol, sem hafði verið keypt á Netinu og kaupandinn síð- an komið með til innrömmunar. Ramminn hluti af heildar- myndinni Þótt Stefán hafi aðeins unnið að innrömmum um rúmlega þriggja ára skeið segist hann greina ákveð- na þróun í óskum fólks um ramma- gerðir. „Álrammarnir sem hvar- vetna mátti sjá fyrir nokkrum árum eru að hverfa, að minnsta kosti um sinn, og fólk hefur meiri áhuga á viðarrömmum. Margir óska eftir léttum viðarrömmum en síðan verður alltaf að hafa í huga hvað rammar henta viðkomandi myn- defni. „Ég kynni ekki við að sjá Kjar- val eða Ásgrím í álrömmum,“ segir Stefán þótt þeir geti hentað öðru myndefni. „Hvert sem verkið eða myndefnið er þá verður ramminn óumdeilanlega einskonar hluti af því þegar það er komið inn í hann og þess vegna er mikilvægt að ná góðu samspili þar á milli. Mér finnst fólk farið að leggja meira upp úr þessum sannleika en áður þegar ákveðin rammatíska réð e.t.v. meira ríkjum en auðvitað er þetta alltaf einstaklingsbundið.“ Speglar passi við híbýlin Eitt af því sem Stefán hefur verið að sérhæfa sig í er uppsetningar á speglum. „Spegill er í rauninni meira en spegill. Hann er líka ákveðið húsgagn og ég hef veitt því eftirtekt að fólk hugar nú meira og meira að því að láta spegla passa við híbýli sín og innbú. Fólk kemur e.t.v. með myndir og leitar eftir um- gjörð um speglana sína sem því finnst eiga samleið með eða falla inn í heimilismyndina að einu eða öllu leyti. Ég held að þetta sé liður í því að fólk er farið að leita eftir meiri heildarmynd á heimilum sín- um en var áður. Um þetta er ekkert annað en gott að segja. Fólk hefur jafnan góða smekk þótt hann breyt- ist frá einum tíma til annars og ég hef reynt að leggja mig eftir því að geta mætt óskum þess ekki síður í þessu efni en öðrum. Kaupin á inn- römmuninni á Hverfisgötunni voru liður í að auka við úrvalið hjá mér, einkum í klassískum efnum.“ Ramminn er hluti af heildarmyndinni Stefán Vagnsson, á verkstæðinu. Íþróttabúningur, stærsta verk sem Stefán hefur rammað inn.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.