Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Page 15

Breiðholtsblaðið - 01.02.2006, Page 15
Júdódeild ÍR stendur fyrir átaki og söfnun fyrir fleiri júdódýnum. Iðkendum hefur fjölgað mikið í deildinni og til að mæta þeim þörfum enn frekar viljum við fjölga dýnum og þar með nýtilegum gólffleti fyrir iðk- endur. Reynt verður að birta töl- ur á heimasíðu okkar www.sim- net.is/haddi/Judo/IrJudo.htm eftir því sem upphæðir berast Breiðhyltingar eru hvattir til að taka þátt bæði í iðkun, eflingu og vexti þessarar ungu deildar. Við tökum á móti nýju fólki opnum örmum og bjóðum öllum sem áhuga hafa á að slást í hópinn fría kynningartíma. Fyrstu æfingarnar fara í viðkynningu og engin tekur flugið fyrr en hann eða hún er reiðubúinn að breiða út sína vængi. Að gefnu tilefni er vísað til þess með stolti að stelpurnar standa sig með stakri prýði. Íþróttin þekkir bara jöfnuð, því allir koma jafnir inn á dýnurnar. Íþróttaálfurinn og fleiri íbúar Latabæjar hvetja til aukinnar íþróttaiðkunar, auk þess að neyta heilsusamlegrar fæðu, hafa hlutina í röð og reglu, gæta þess að fá góðan nætursvefn og hirða tennurnar sínar vel. Íþróttaálfurinn segir að allir þurfi að hugsa vel um líkamann sinn og til þess þurfum við að hreyfa okkur minnst þrisvar sinnum í viku í tuttugu til þrjátíu mínútur í senn. Þegar við hreyfum okkur jafn oft og mikið höfum við meira út- hald/þol. Aukið þol fáum við með mjög fjölbreyttri hreyfingu t.d. sundi, hlaupum, stökkum, ýmsum boltagreinum, dansi, skíðum, bar- dagaíþróttum og fleira og fleira. Með þessum æfingum og miklu fleiri fæst líka aukinn styrkur. Íþróttaálfurinn styrkir vöðvana sína t.d. með því að klifra upp í loftskipið sitt, fara í armbeygjur, standa á höndum, hoppa og fleira. En það er ekki nóg að styrk- ja vöðva og hafa gott þol, það þarf líka að teygja á vöðvunum til að verða liðugri. Það er ekki gott að vera stirður eins og spýtukarl. Allir krakkar ættu að vera dugleg- ir að hreyfa sig eitthvað alla daga. Það er hægt að gera með útileikj- um og æfingum innan íþróttafé- lags eins og ÍR. Kristín Birna Ólafsdóttir, frjáls- íþróttakona og Tryggvi Haralds- son handknattleiksmaður voru útnefnd Íþróttamenn ÍR 2005 og fór útnefningin fram við athöfn í ÍR heimilinu þriðjudaginn 24. janúar s.l. Kristín var besta sjöþrautar- kona landsins á árinu 2005 og keppti fyrir Íslands hönd í Evr- ópubikarkeppni landsliða í fjöl- þrautum. Þá var Kristín næst efst á afrekaskrá Íslands í bæði 100 m. og 400 m. grindahlaupi. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Evr- ópubikarkeppni landsliða í boð- hlaupum 4x100 m. og 4x400 m. og í landsliði Íslands á Smáþjóðaleik- unum þar sem hún varð nr. fjögur í 100 m. grindahlaupi og nr. fimm í 400 m hlaupi. Kristín Birna varð Íslandsmeistari í 60 m. grinda- hlaupi ungkvenna, og kvenna inn- anhúss og Íslandsmeistari sjö- þraut kvenna utanhúss. Hún var burðarás í sterku kvennaliði ÍR sem hreppti annað sæti í stiga- keppni Meistaramóts Íslands ut- anhúss og í Bikarkeppni FRÍ 1. deild. Kristín Birna stundar nú nám við San Diego háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún hef- ur hlotið styrk til náms, æfinga og keppni með frjálsíþróttaliði skólans. Tilbúinn að axla ábyrgð Tryggvi Haraldsson er 24 ára og hefur alla tíð spilað með ÍR í handbolta en hann byrjaði að æfa í 6. flokki. Hann kom inn í meist- araflokkinn á 18 aldursári og hef- ur síðastliðin 2 ár verið lykilleik- maður í meistaraflokki ÍR. Hann spilaði frábærlega leiktímabilið 2004 til 2005 fyrir ÍR og átti mjög góðan leik þegar liðið varð bikar- meistari í fyrsta skiptið í rúm 50 ár í febrúar síðastliðnum. Meist- araflokkurinn komst síðan í und- anúrslit á Íslandsmótinu. Tryggvi hefur einnig byrjað vel á yfir- standandi tímabili. Í byrjun sum- ars þegar ljóst var að meistara- flokkur ÍR myndi missa marga leikmenn í atvinnumennsku til út- landa sýndi Tryggvi hve hollur hann er félaginu og gaf fyrstur leikmanna svar til stjórnarmanna og þjálfara félagsins um það að hann myndi ekki fara þegar svona miklar breytingar stæðu yfir. Hann var tilbúinn að axla þá ábyrgð að taka á móti yngri leik- mönnum félagsins í meistara- flokkinn og vera einn af „eldri“ leikmönnum sem yrðu í fara- broddi fyrir uppbyggingu á nýju liði. Þetta sýnir hve hann er heill í hugsun og lætur hag félagsins ofar öllu. Fyrir þetta hefur hann öðlast virðingu á meðal yngri leik- manna og er góð fyrirmynd innan félagsins. Tilnefning deilda til Íþróttamaður ÍR 2005 Dansdeildin: Ragna Björk Bern- burg og Alex Freyr Gunnarsson. Frjálsíþróttadeildin: Kristín Birna Ólafsdóttir og Einar Karl Hjartarson. H a n d k n a t t l e i k s d e i l d i n : Tryggvi Haraldsson Júdódeildin: Ásdís Margrét Ólafsdóttir og Friðbjörn Ingvi Leifsson. Keiludeildin: Guðný Gunnars- dóttir og Arnar Sæbergsson. Knattspyrnudeildin: Úlfhildur Ösp Indriðadóttir og Arnaldur Smári Stefánsson. Körfuknattleiksdeildin: Rakel Margrét Viggósdóttir og Ólafur Jónas Sigurðsson. Skíðadeildin: Steingerður Árnadóttir og Ragnar Valberg Sigurjónsson. Taekwondo deildin: Hulda Rún Jónsdóttir og Kristján Daða- son. FEBRÚAR 2006 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Kristín Birna og Tryggvi íþróttamenn ÍR 2005 Ný heimasíða frjálsíþróttadeildarinnar var opnuð í lok janúar og er markmiðið að þar megi fylgjast með starfsemi deildarinnar, úrslitum og því sem framundan er hverju sinni. Slóðin er www.irfrjalsar.com Ný heimasíða Eins og flestir vita er á hverju keppnistímabili gert hlé á kepp- ni í meistaraflokki karla og kvenna vegna Evrópu og Heims- meistarakeppni landsliða sem eru haldin annað hvert ár. Til að bregðast við þessari tveggja mánaða pásu ákváðu leikmenn, þjálfarar og stjórn mfl. ÍR að fara í æfingaferð til Gran Canaría sem er ein af Kanaríeyjunum sjö. Ferðina fjármögnuðu leikmenn sjálfir með sölu spilastokka, happdrættismiða, bónuðu bíla og héldu handboltaskóla auk annarra verkefna sem til féllu. Fjáröflunin gekk vel í alla staði og náðist að safna fyrir ferðinni. Miðvikudaginn 4. jan kl. 06:00 mættu 23 ferskir sveinar úr meist- araflokki ÍR upp í ÍR heimili. Frá ÍR heimilinu var tekin rúta til Keflavíkur og var mat flestra að erfitt væri að kveðja veðraparadísina Ísland í heila sjö sólarhringa. Veðurlýsingin fyrir næstu daga var stormviðvörun!!! Takk fyrir. Vélin okkar fór í loftið stundvíslega kl. 09:00 og gekk flugið eins og í sögu nema hjá Lalla markverði sem þurfti að þrífa eitthvað úr buxunum sínum en þær voru víst ekkert svo hrein- ar fyrir. Þegar við lentum í Las Palmas kl 14:40 var logn og um 20°c hiti. Eftir að hafa endurheimt allar töskur var haldið upp í rútu í 20 mínútna ferð á hótel Kaf Beach Princess sem er 3. stjörnu íbúða- hótel skammt frá miðkjarna Gran Canaría eyjarinnar. (skammt frá ensku ströndinni fyrir þá sem til þekkja). Leikmenn gistu þrír saman í fjögurra manna herbergjum og sáu þjálfararnir alfarið um röðun- ina. Þeir ákváðu að fara þá leið að blanda gömlum og mjög ungum leikmönnum saman í herbergi, svona nokkurskonar barnapöss- unarstíll. Stíllinn kom mjög vel út nema hjá einu herberginu sem gat bara ekki með nokkru móti vaknað í morgunmat í ferðinni. Þeir reyndar liðu fyrir það að elsti maður herbergisins var með svefnsýkina, engin átti síma sem og þeir voru með Halldór „bling“ yfir Vestmannaeying í herberg- inu. Erfið blanda það. Eftir að hafa kannað vistarverur hótelsins var tekið létt útihlaup til að hlaupa úr sér mestu ferða- þreytuna og svo var farið í kvöld- mat. Vistarverurnar voru allar hinar bestu og maturinn til fyrir- myndar fyrir utan það að við Ís- lendingar eigum gríðarlega erfitt með að taka þessa 2 til 3 klst í matartíma líkt og Spanjólarnir gera. Íþróttahöllin sem við æfðum í var í um 5 mínútna akstursfjar- lægð frá hótelinu og var ekkert undan henni að kvarta, ágætis gólf og fín lyftingaaðstaða. Æfing- arnar gengu allar mjög vel og var eins og spænska loftið færi eitt- hvað öðruvísi í menn en það ís- lenska því betur var tekist á en oft áður í vetur í Berginu, vonandi það sem koma skal. Til að brjóta upp hinar hefð- bundnu æfingar setti þjálfarinn upp leik milli ungra og eldri leik- manna liðsins þar sem keppt var í knattspyrnu á stórum velli og var kynhneigðin lögð undir þar sem þeir sem töpuðu myndu dansa WMCY berir að ofan á einum af „fáum“ hommastöðum bæjarins. Öllum á óvart töpuðu ungir og þurftu að mæta örlögum sínum. Það var mál manna að ungir þóttu standa sig mun betur á sviðinu á Bláu Ostrunni en á knattspyrnuvellinum og er á eng- an hallað þegar sagt er að Guðni hafi borið höfuð og herðar yfir aðra dansara þetta kvöld. Á laugardagskveldinu eftir kvöldmat héldu leikmenn skemmtikvöld á hótelinu, sér og öðrum hótelgestum til skemmt- unnar. Kvöldið var mjög einfalt í skipulagningu, hvert herbergi átti að koma með eitt atriði. Systurnar heimsfrægu lentu fyrir tilviljun í herbergi með Benna og var þeirra að kveikja í kvöldinu. Salurinn ærðist af hlátri þegar Tryggvi, Haffi og Benni flut- tu atriðið „heimboðið“ sem Tryg- gvi bar reyndar hitann og þung- ann af. Atriðin ráku svo hvert annað og m.a. sem boðið var uppá var veðmál um hver myndi halda oftast/styðst á lofti, aflraun- ir í boði Finnboga, 1000 fúlir fimmaurar í boði herbergis 120 (bók á leiðinni?) og síðast en ekki síst níðingsvísur sem hittu all rækilega í mark. Kvöldinu var svo lokað með því að Bergur flutti lag- ið ÍR-óðurinn sem fékk mjög góða dóma viðstaddra. Ekki er hægt að skilja við þessa ferð nema að minnast á veðrið sem lék við okkur alla dagana fyr- ir utan einn dag þar sem rigndi eldi og brennisteini. Sól og sum- arylur er það sem situr í minning- unni og var einstaklega ljúft að hvíla lúin bein á sundlaugarbakk- anum með olíuna í vinstri og sím- ann í hægri hlustandi á vini sína ýmist fasta í skafli eða blóta því að í enn eitt skiptið sé búið að fresta þrettándanum vegna veðurs. Sjálfsagt eru margir sem spyrja sig hvort ferð sem þessi borgi sig fyrir íþróttafélög og hópa. Ég ef- ast ekki eina mínútu. Fyrir liðin hér heima sem ekki eru atvinnu- mannalið er ferð sem þessi kjörið tækifæri til að ná hópnum öllum saman, æfa við góðar aðstæður, borða topp fæði og hvíla lúin bein. Sálin fær nokkra sólardaga sem eiga eftir að verða gulls ígildi þegar skammdegið fer að herja á menn á nýjan leik. Fyrir utan alla þessa þætti er skemmtanagildið í því að vera á ferðalagi með skemmtilegum hópi félaga með sameiginlegt áhugamál gríðarlega mikið og það eitt og sér gerir ferð sem þessa ógleymanlega. GRG. Kanaríferð 4. til 11. janúar 2006 Kristín Birna Ólafsdóttir. Tryggvi Haraldsson. ÍR Handboltaferð Íþróttaálfurinn: Hvetur alla til að hreyfa sig Söfnun fyrir júdódýnum Skíðadeild ÍR fór á dögunum í æfingaferð á Sauðárkrók en vegna snjóleysis í Reykjavík koma hlé á æfingarnar þar um mánaðarmótin janúar, febrúar. Þegar veðurguðirnir stríða skíða- fólki eins og undanfarnar vikur þarf að flytja æfingar skíðadeild- ar ÍR út á land eftir aðstæðum. Nú eru mót vetrarins að komast á fullt skrið og stefnir flest í að þau verði norðan heiða til að byrja með. Í mars fara svo a.m.k.. fjórir fulltrúar skíðadeildar á mót í Evrópu, þ.e. tveir á mót í Króatíu í byrjun mars og tveir á mót á Ítalíu í lok mars. Skíðadeildin á faraldsfæti

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.