Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 1
Eldri borgarar þurfa og eiga að vera virkir þjófélagsþegnar svo lengi sem heilsa þeirra leyfir. Eldir borgarar eiga ein- nig að hafa tækifæri til þess að njóta þjónustu og aðhlynn- ingar þegar að þeim tímamót- um kemur í lífi hvers og eins að hann þarfnast þess. Þetta var megin niðurstaða mál- þings um félagsstarf og félags- þjónustu eldri borgara sem efnt var til í Gerðubergi 24. febrúar sl. Málþingið var haldið í tengslum við Breið- holts-menningarhátíð eldri borgara síðustu helgina í febr- úar. Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri ávarpaði málþingið og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var á meðal áheyrenda. Sjö framsöguerindi voru haldin á málþinginu. Guðrún Jónsdóttir, stjórnandi félags- starfs í Gerðubergi, rakti sögu þess allt frá byrjun og sagði frá því hvernig eldra fólki hefði lærst að nýta sér þetta starf. Kristján Sigurmundsson, for- stöðumaður félagsmiðstöðvar- innar Árskóa, sagði frá félags- starfinu þar og Margrét Mar- geirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík kynnti og ræddi starfsemi þess félags. Björk Vilhelmsdóttir og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúar fluttu erindi þar sem þau veltu fyrir sér framtíð- arsýn í málefnum eldri borgara og Guðrún Þórsdóttir, skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjavíkur- borgar fjallaði m.a. um nauð- syn tengsla hinna eldri og yngri í samfélaginu og leiðir að því markmiði. Þá rætti Arndís Magnúsdóttir, sem er um ní- rætt og er virkur þátttakandi í félagsstarfi eldri borgara um kynni sín og reynslu af félags- starfinu. 3. tbl. 13. árg. MARS 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu ÚTSALA Á FOLALDAKJÖTI Gildir um helgina ■ bls. 4 Viðtal Sigurlaugu G. Ingólfsdóttur Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd ■ bls. 14 og 15 Íþróttir           Lyfjaval.is • Sími 577 1160 Frá málþinginu í Gerðubergi. Frá vinstri Ragnar Þorsteinsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti, Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, forstöðumaður Gerðubergs, Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Eldri borgarar þurfa að vera virkir

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.