Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 2
MARS 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 3. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Brúa þarf bil kynslóðanna S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Ánægja með breytt leiðakerfi Ánægja er með þær breytingar sem nýlega voru gerðar á leikakerfi Strætó bs. Hinar nýju akstursleiðir hafa nýst ágætlega sem sýnir að mik- il þörf var á breytingunum. Lítið hefur verið um vandræði og farþegar ekki átt í umtalsverðum erf- iðleikum með að tileinka sér breyt- ingarnar. Stjórnendur Strætó bs. vona að með þessum breytingum verði leiðakerfið skilvirkara og al- menningssamgöngurnar verði betri valkostur fyrir íbúa höfuðborgar- svæðisins. Stærri Egilshöll Tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að stækkun Egilshall- ar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri tók stunguna og fram- kvæmdir munu hefjast á næstu vik- um. Ráðgert að þeim ljúki fyrir ára- mót. Byggð verður tíu þúsund fermetra nýbygging sunnan Egilshallar sem verður tengd höllinni. Það er Nýsir hf., eigandi hússins, sem stendur á bak við þessa framkvæmd en í ný- byggingunni verður fjögurra sala bíó á vegum Sambíóanna sem rúma munu um eitt þúsund manns, 36 brauta keilusalur og þemasýningu, sem verður kölluð „Auga Óðins“, verður komið fyrir neðanjarðar. Lóð Egilshallar verður 94.000 fermetrar eftir stækkunina og verður gert hringtorg á Víkurvegi með nýrri að- komu að höllinni. Bílastæðum verð- ur fjölgað í tvö þúsund og byggður verður gervigrasvöllur norðan hallar- innar. Bílhræjum fjölgar sífellt Um 150 tilkynningar hafa verið settar á afskráðar bifreiðar og bílhræ í Reykjavík það sem af er þessu ári. Mikil fjölgun hefur orðið á ónýtum bílum sem lagt hefur verið bæði á opinberum bílastæðum og einnig á einkalóðum. Ástæðu þess má trúlega rekja til mikils innflutnings á bílum að undanförnu og einnig miklum við- skiptum með notaða bíla. Vaxandi bílaeign veldur því síðan að fólk legg- ur eldri bíla til hliðar mun fyrr en áður var en kemur því ekki í verk að losa sig við þá. Eigandi bíls sem búið er að taka endanlega úr notkun fær 15 þúsund krónur greiddar fyrir að færa hann til niðurrifs. Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar vinna nú saman að eftirliti til þess að sporna við þessu vandamáli sem fer sífellt vaxandi. Læsi í víðasta skilningi Hátt í 700 grunnskólakennarar í Reykjavík sóttu ráðstefnu um skóla á nýrri öld sem haldin var í Reykjavík á starfsdegi grunnskólakennara 1. mars sl. Fyrirlesari á ráðstefnunni var Carol Ann Tomlinson, professor við Virgíníuháskóla í Bandaríkjunum, en hún hefur m.a. annars rannsakað einstaklingsmiðað nám og skrifað fjölda bóka um viðfangsefnið. Sex málstofur voru haldnar að loknum fyrirlestri hennar undir yfir- skriftinni „að lesa heiminn“ þar sem kynnt voru ýmis verkefni sem verið er að vinna að í grunnskólum borgar- innar. Þemað í umræðunum í mál- stofunum var læsi í víðasta skilningi, þar á meðal nýjar leiðir við lestrar- kennslu, en einnig menningarlæsi, upplýsingalæsi og læsi á heilsufar. Þá voru haldnir fyrirlestrar um nýjar leiðir í námsmati, kennslu í heim- speki, svonefnda útikennslu og einnig sterka námsmenn. E ldri borgarar eiga að vera virkir í samfélaginu. Þetta komskýrt fram á umræðum á málþingi um félagsstarf eldriborgara er efnt var til í tengslum við Breiðholts-menning- arhátíð sem haldin var í Gerðubergi síðustu helgina í febrúar. Einnig er nauðsynlegt að bæta aðstöðu eldra fólks þegar heilsu þess hrakar og starfsgetuna þverr, m.a með svokölluðum ör- yggisíbúðum eins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Breiðhyltingur og borgarfulltrúi, vék að í erindi sínu á málþinginu. Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkurborg- ar, ræddi meðal annars um að margt fólk væri svo heppið að halda heilsu og starfsgetu langt fram yfir hefðbundinn eftir- launaaldur. Í stað þess að nýta orku fólks, starfsgetu og síðast en ekki síst reynslu væri því ýtt út úr daglegu lífi. Finna þyrfti farveg til þess að tengja kynslóðirnar saman svo þær fengju betri tækifæri til þess að hittast, ræðast við og miðla hvor annarri af hugmyndum sínum og reynslu. Einnig þyrfti að huga að því að atvinnuþátttaka fólks sem komið er yfir eftirlaunaald- ur hætti að skerða grunnlífeyrisréttindi þess. Kerfið sem nú sé farið eftir beinlínis refsi eldra fólki fyrir að leita út á vinnumark- að eftir að það hefur öðlast rétt til lífeyris vegna aldurs. Ástæða er til þess að taka undir þessi orð Guðrúnar sem og önnur orð sem látin voru falla á umræddu málþingi. Engin ástæða er til og raunar ekkert vit í því að ýta fólki, sem býr við góða heilsu og oft á tíðum fulla starfsgetu burt af vinnumarkaði og jafnvel burtu úr hinu daglega lífi á ákveðnum afmælisdegi. Grunnframfærslukerfið er svo gegnumstungið af tekjutenging- um að lítinn sem engan hvata er að finna fyrir fólk, sem komið er á eftirlaunaldur að sækja sér vinnu þótt áhugi og starfsgeta sé fyrir hendi. Teikn eru um að hugarfar gagnvart atvinnuþátt- töku eldra fólks sé að breytast til hins jákvæða. Opinber starfs- aldursmörk, sem einnig gætir verulega á hinum almenna vinnu- markaði, og tekjutengingar hins opinbera eru stærstu hindran- irnar að þessu leyti. Hraðbankar og kaffihús H átt í 21 þúsund manns búa í Breiðholtinu. Þetta er ein afstærstu samfelldu byggðum eða hverfum hér á landi.Breiðholtið er nærri eins fjölmennt og stærstu sveitarfé- lögin utan Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir stærð hverfisins og fjölda íbúa vantar ýmsa þjónustu í hverfið sem ætti að vera sjálfsögð. Aðeins munu vera örfáir hraðbankar í öllu Breiðholt- inu ef Mjóddin, þar sem bankarnir hafa útibú er frá talin. Ekkert kaffihús er að finna í nær 21 þúsund manna byggð fyrir utan kaffihúsið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og kaffiaðstöðu í bakaríinu gegnt Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar í Mjóddinni. Þetta þætti ekki góð þjónusta í öðrum sambærilegum byggðum og nægir að benda á nágrannabyggðirnar í Kópavogi og Hafnar- firði í því sambandi. Ef Breiðholtsbúa langar að skreppa á kaffi- hús þarf hann að minnsta kosti að fara niður í Skeifu, Borgar- tún eða yfir í Kópavog að ekki sé talað um Laugaveginn eða Kvosina þar sem kaffihúsin blómstra. Í öllum tilvikum þarf hann að hafa bíl til umráða. „Það vantar sárlega kaffihús í Breiðholtið“ segir Guðrún Þórs- dóttir, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkurborgar, í viðtali hér í blaðinu og hún kveðst skora á hugmyndaríkt fólk að íhuga möguleika á kaffihúsarekstri í hverfinu sem hafi tengingu við þá göngustíga sem fyrir hendi eru og skapa þannig kaffihúsa- göngu-hefð. Breiðholtsblaðið tekur heilshugar undir þau orð hennar. ÁRVR opnaði í nýju húsnæði í Garðheimum í Mjóddinni í Breið- holti sl. þriðjudag en sölubúð áfengisverslunarinnar í Breiðholti var áður í verslanakjarnanum í Mjódd. Á myndinni er Kolbrún Jóhannesdóttir, starfsmaður ÁTVR að afgreiða Rósu Reinards- dóttur sem var fyrsti viðskiptavinur hinnar nýju verslunar. Verslunin er rúmgóð, björt og skemmtilega innréttuð í hinum nýja stíl sem ÁTVR hefur tileinkað sér. ÁTVR opnar í Garðheimum

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.