Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 6

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 6
Þemadagar í Breiðholtsskóla voru haldnir nýlega. Þemadagarnir voru undirbúningur fyrir árshátíð- ina og í ár voru Óskarsverðlaunin valin sem þema. Sýnd voru skemmtiatriði og auk þess kom Páll Óskar og hélt uppi fjörinu langt fram á nótt. Allt var á fullu og allir lögðu sitt að mörkum. Þá var m.a. opnuð bloggsíða þar sem hægt var að nálgast ýmsar upp- lýsingar um þemadagana. Krakkarn- ir fengu að velja sér hóp til að vera í og þar mátti velja á milli: Kaffihúss, skrauthúss, fjölmiðlahúss, músik- húss, eldhúss, tæknihúss og kvik- myndahúss. Krakkarnir í kaffihúsinu fengu það verkefni að opna kaffihús í skólanum og skreyta og búa til kaffihús inní einni stofunni. Til að geta fengið kaffi, djús og bakkelsi var dreift sér- stökum „Breiðholtsskólapeningum“ sem allir krakkarnir gátu síðan notað til þess að kaupa fyrir í kaffihúsinu. Krakkarnir í skrauthúsinu fengu það verkefni að skreyta skólann. Og þar sem að þemað var Óskarinn skreyttu krakkarnir skólann í anda þess. Helstu verkefnin hjá þeim voru að skreyta bókasafnsganginn en þar átti að vera rauði dregillinn, skreyta salinn þar sem verður borðað og dansað svo á eftir og fullt af ósk- arsverðlauna styttum útum allan skólann og síðast en ekki síst hátíð- arsalinn þar sem öll atriðin fóru fram. Krakkarnir í fjölmiðlahúsinu fengu það verkefni að koma fréttum af þemadögunum á framfæri. Þau þurf- tu m.a. að halda upplýsingatöflu og hengja þar upp fréttir af þemadög- unum, skrifa umfjöllun um myndir í kvikmyndahúsinu, taka þátt í blogg- síðu með tæknihúsinu, búa til mynd- band um þemadagana og taka fullt af viðtölum. Strákarnir í músíkhúsinu fengu það verkefni að skapa tónlist og leika sér aðeins með hana á meðan þemadögunum stóð. Þeir héldu uppi fjörinu þegar kaffihúsið opnaði í fyrs- ta skipti. Þeir komu síðan með tón- listaratriði á árshátíðinni sjálfri. Krakkarnir í eldhúsinu fengu það verkefni að gera mat fyrir kaffihúsið og drykkina fyrir kvöldið. Það var allt á fullu hjá þeim. Strákarnir í tæknihúsinu sjá um bloggsíðuna og taka upp myndina um þemadagana og krakkarnir í kvikmyndahúsinu fá þann heiður að horfa á óskarskvikmyndir alla þema- dagana. Á árshátíðinni var á boðstólnum þriggja rétta máltíð sem innihélt m.a. reyktan lax, hamborgarahrygg og í eftirrétt súkkulaði bombu með ís og fleiru. Þegar fólkið mætti á svæðið fékk það fordrykk á rauðadreglinum. Eftir hann var dýrindis matur bor- in fram og síðan var skemmtun og skemmtiatriði í sal. Eftir þau mætti Páll Óskar á svæðið og hélt uppi fjör- inu. -Birta. Judith Júlíusdóttir sýnir handverk í Gerðubergi um þessar myndir. Judith hefur fengist við hand- verk sitt í áratugi og rak töskugerð um árabil, fyrst ásamt eiginmanni sínum en síðan Töskugerð Judithar. Töskur hafa þó ekki verið eina viðfangs- efni hennar. Hún hefur hannað ýmsa húsmuni í gegnum tíðina og má þar nefna lokrekkjur, höfða- gafla, hnalla, innréttingar, dótakassa, rúm og lampa svo nokkuð sé nefnt. Hún hefur bólstrað húsmuni auk þess að fást við veggfóðrun og gera þá iðju nánast að list. Raunar hefur hún gert allt handverk sitt að list innan þeirra takmarka sem fella má þessar ólíku greinar hvora að annarri. Sköpunarmáttur og hæfi- leikar til útfærslu einkenna verk hennar hvarvetna. Hvort sem um ræðir perlusaumaða dúka, servéttu- hringi, kertastjaka eða aðra húsmuni sem hún hefur skapað gefur að líta sköpunargáfu sem síðan er fylgt eftir með öruggu handbragði þar sem hugur og hönd fara þétt saman. Judith hefur heldur ekki fest við húsmunina í sköpun sinni og útfærslu. Hún nam snyrtifræði á sínum tíma, útskrifaðist sem snyrti- fræðingur og rak snyrtistofu í mörg ár. Fyrir um tveimur árum hóf hún að hanna föt á Barbie dúkkur og má meðal annars líta þá grein fatahönnunar á sýningu hennar. Judith hefur verið afkastamikil þeg- ar viðfangsefni hennar og störf eru annars vegar og gefur að líta ýmis sýnishorn af því lífsstarfi á sýning- unni í Gerðubergi. Þess má helst sakna að ekki sé að finna meira af hinni haganlegu sköpun hennar. MARS 20066 Breiðholtsblaðið Judith sýnir handverk í Gerðubergi Hér má líta á tvö af verkum Judithar sem eru á sýningunni í Gerðubergi. Breiðholtshátíð-menningarhátíð eldri borgara var haldin með glæsibrag í Breiðholtinu dagana 23. til 26. febrúars sl. Eldri borgar- ar úr Breiðholti og víðsvegar að úr borginni og utan af landi skemmtu sér við fjölbreytta dagskrá í fjóra daga. Hundruðir einstaklinga ungra sem aldinna tóku þátt í undirbún- ingi og gestir voru samtals vel á annað þúsund. Eitt hundrað manns sóttu málþing þar sem forseti Íslands og borgarstjórinn í Reykja- vík voru gestir. Um fimm hundruð manns sóttu íþróttadag eldri borg- arar í Austurbergi og 250 manns troðfylltu Hólabrekkuskóla á hátíð- ardagskrá á laugardagskvöldinu þar sem Alfreð Þorsteinsson, for- seti borgarstjórnar var heiðursgest- ur. Þjónustumiðstöð Breiðholts, Félag eldri borgara, Gerðuberg fé- lagsstarf, Árskógar félagsstarf og Félaga áhugafólks um íþróttir aldraðra stóðu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Um fimmhundruð manns á íþróttadegi Allt á fullu við undirbúning. JÓHANNA ER ÁNÆGÐ HÚN ÆTLAR AÐ RAMMA SKEYTIN INN SENDU SKEYTI Á POSTUR.IS „Óskars“ þemadagar í Breiðholtsskóla Sögustund í leikskólanum. Amma segir sögur.Eldri borgarar rústuðu nemendum úr Ölduselsskóla í Boccia-keppni í Árskógum. Þéttsetinn bekkurinn á íþróttadegi eldri borgara í Austurbergi. Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, tefldi fjöltefli gegn ungum og öldnum í Árskógum. Skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki Starfsfólk vantar í vaktavinnu á eftirtalin Sambýli. Stuðlasel S: 557-9978 / 861-9279 Helga Viðarrimi S: 567-4336 / 894-2864 Ágústa Mýrarás S: 557-8020 / 864-3913 Hildur Svæðisskrifstofa málefna

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.