Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 9
MARS 2006 9Breiðholtsblaðið Heiðbrigðiseftirlit fyrir sjötuga og eldri Heilsugæslan í Mjódd hefur boðið íbúum hverfisins, sem eru orðnir 70 ára upp á ákveðið heil- brigðiseftirlit. Nú er Heilsugæslan í Efra Breiðholti að fara af stað með starf af svipuðum toga. Markmiðið með þessu starfi er að styðja fólk til að geta búið sem lengst á heimilum sínum og er þessi þjónusta veitt hinum eldri borgurum að kostnaðarlausu. Breiðholtsblaðið hitti þær Sól- veigu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræð- ing og Báru Emilsdóttur, sjúkra- liða frá Heilsugæslunni í Mjódd og Herdísi Jónsdóttur, hjúkrunar- fræðing frá Heilsugæslunni í Efra Breiðholti og grennslaðist fyrir um þessa þjónustu. Að búa fólk undir breyttar aðstæður Þær segja markmiðið með þessu starfi fyrst og fremst að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum og búa eldri borgara þannig betur undir breyttar aðstæður sem ald- ur getur haft í för með sér. Með starfinu er reynt að grípa inn í og meðhöndla sjúkdóma og hrörnun í tíma til þess að einstaklingar geti viðhaldið færni sinni sem lengst og geti búið sem lengst á eigin heimilum. Fólkið er boðið upp á mælingu á blóðþrýstingi, vigtum og ráðgjöf varðandi hreyf- ingu og heppilegt mataræði. Fólki eru einnig veittar leiðbeiningar vegna lyfjatöku en þær segja að sumir eldri borgarar átti sig ekki nægilega vel á því hvernig þeir eigi að taka lyf sem þeim eru nauðsynleg og geri sér stundum ekki nægilega vel grein fyrir því hversu mikilvægt er að hafa fasta reglu á lyfjatökunni bæði hvað varðar magn og einnig hversu mikilvægt er að taka lyfin alltaf á réttum tíma. Því sé oft nauðsyn- legt að brýna þetta fyrir fólki og leiðbeina því ef þess gerist þörf. Einnig er fjallað um slysahættu sem getur verið fyrir hendi inni á heimilum fólks, einkum þegar hreyfigeta þess farin að minnka, og farið er með því yfir nauðsyn- leg öryggismál sem allir verða hafa í huga hvar sem þeir eru staddir. Félagsleg réttindi og heimilisþægindi Þær segja að sumir eldri borg- arar viti ekki nægilega vel um þau félagslegu réttindi sem standi fólki til boða og einnig í hvað fé- lagsstarfi fólk getur tekið þátt og notið. Heilsugæslurnar í Mjódd og í Efra Breiðholti hafa aðgang að iðjuþjálfa sem tekur að sér að fara heim til fólks og kanna hvort það geti bætt aðstöðu sína heima fyrir að einhverju leyti, m.a. með tilliti til nauðsynlegrar hreyfingu og hvort það geti auðveldað sér að sinna daglegum störfum heima fyrir. Fólk þarf oft að breyta um aðferðir að þessu leyti þegar heil- sa þess fer að gefa sig og líkamleg færni minnkar. Fólkið finnur e.t.v. ekki sjálft út hvernig best er að bera sig til þegar aðstæður þess breytast eða áttar sig á hvaða hjálpartæki geta hentað. Að öðru leyti en þessu er þessi þjónusta veitt inni á heilsugæslustöðvun- um en byggir ekki á heimsóknum í heimahús og má í því sambandi nefna infúensu- og lungnabólgu- bólusetningar fyrir eldra fólk og landlæknir mælir með að fólk láti bólusetja sig á haustin. Of margir einangrast Þær segja að eldra fólk hafi til- hneigingu til þess að loka sig af og margir eldri borgarar séu svo- lítið innilokaðir og jafnvel ein- angraðir ef þannig megi komast að orði. Sumir kjósi sér þann lífs- stíl ýmist meðvitað eða ómeðvit- að því stundum stafi það af því að fólk viti ekki hvert það getur sótt sér mannleg samskipti og félags- skap. Margir sæki þó félagsstarf aldraðra bæði í Gerðubergi og Ár- skógum. Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði frá Heilsugæslunni í Mjódd er til viðtals einu sinni í viku, kl. 10.00 til 11.30 á miðviku- dögum í Árskógum auk símatíma fyrir eldri borgara á heilsugæslu- stöðinni á mánudögum og þriðju- dögum. Að fara af stað í Efra Breiðholti Heilsuverndarstarfið á Heilsu- gæslunni í Mjódd á sér lengri sögu en í Efra Breiðholti þar sem það er að fara af stað þessa dag- ana. Á næstu vikum er ætlunina að senda bréf til allra þeirra sem eru orðnir 75 ára og kanna þannig aðstæður þessa aldurshóps með tilliti til heilsufars og kynna þeim þá þjónustu sem verður fyrir hendi og varðar heilsufarseftirlit og heilsuvernd. Þessi aldurshóp- ur er hlutfallslega minni í Efra Breiðholtinu en í þeim hluta hverfisins sem tilheyrir Heilsu- gæslunni í Mjódd en fer heldur vaxandi. Það stafi af breytilegri aldurssamsetningu íbúanna eftir hverfum innan Breiðholtsins sem eigi annars vegar rætur að rekja til í hvaða röð þau byggðust en hins vegar til byggingarmátans. Efnt verður til kynningar á heilsu- verndarþjónustu Heilsugæslu- stöðvanna í Mjódd og í Efra Breiðholti og fer kynningin fram í Gerðubergi mánudaginn 3. apríl og hefst kl. 13.00. Sólveig Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Bára Emilsdóttir sjúkraliði hjá heilsugæslunni í Mjódd og Herdís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá heilsugæslunni í Efra Breiðholti. Bærinn sem blómstrar Hópur af „efnilegustu“ fjöl- miðlanemendum Fjölbrauta- skólans í Breiðholti fór í vett- vangsferð til Sandgerðis þann 14. mars síðastliðinn. Nemend- unum var falið það verkefni að gera úttekt á Sandgerðisbæ með því að taka viðtöl við ýmsa lykilaðila í bæjarfélag- inu. Ferð sem þessi er farin á vegum skólans á hverri önn þar sem eitthvert ákveðið bæj- arfélag er tekið fyrir. Þegar komið var til Sandgerð- is var byrjað á að fara á Fræða- setrið þar sem hópurinn hafði bækistöðvar. Rifist var um myndavélar og diktafóna, en auðvitað allt á góðu nótunum. Skipti svo hópurinn upp liði og svo var hafist handa við að taka viðtölin. Sumir töluðu við sjó- menn á meðan aðrir fengu blessun og viðtal hjá presti. Eftir mörg, löng og strembin viðtöl, myndatökur og heimilda- öflun var lagt af stað í bæinn síðdegis. Þegar komið var upp í FB var byrjað að vinna allt efnið með pizzu í annarri hendi og kók í hinni. Áður en lagt var af stað höfðu margir þröngsýnar hugmyndir um landsbyggðina og þá sér- staklega Sandgerði og einhverj- ir vissu ekki nákvæmlega hvar bærinn var staðsettur. Eftir dag- inn var þetta viðhorf breytt; Sandgerði er mjög vinalegur bær þar sem allir taka á móti þér með hlýju viðmóti og til- búnir að gera hvað sem er fyrir þig. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir Sandra Sigurjónsdóttir Nemendur í FLM 213 Fjölmiðlafræðihópurinn sem fór í vettvangsferðina til Sandgerðis ásamt kennurum sínum, þeim Gunnari Magnúsi Gunnarssyni og Magnúsi Ingvasyni. Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.