Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 10
Bónus í Hólagarði hefur orðið fyrir miklu kerrutapi að undan- förnu og er það virkilega óþægi- legt fyrir verslunina. Svanur Val- geirsson, starfsmannastjóri Bón- us í Hólagarði, sagði að við- skiptavinir Bónus séu mjög margir í göngufæri við verslun- ina og eigi það því til að taka kerrurnar með sér heim og skila þeim ekki aftur. Sagði hann ennfremur að ef fólk færi ekki að ganga vel um kerrurn- ar og skila þeim á sinn stað að notkun lokinni, yrði ekki langt í að kerrurnar í Bónus fari að hverfa ein af annarri, þangað til þær verða allar horfnar. Svanur talaði um að fjörtíu kerrur hverfi á nokkrum mánuðum og það er all- há tala þegar einungis er um trassaskap örfárra viðskiptavina verslunarinnar að ræða. Starfsmenn Bónus biðja fólk að athuga hvort að það séu kerrur í stigagöngum eða úti á víðavangi og þá endilega að koma þeim til skila. Þarna geta neytendur svo sannarlega lagt sitt að mörkum til þess að halda vöruverðinu sem lægstu, en verði meira um skakka- föll af þessu tagi hlýtur það á end- anum að segja til sín í hærra vöru- verði, því vitaskuld þarf að kaupa kerrur í stað þeirra sem hverfa. - Erna Ýr MARS 200610 Breiðholtsblaðið Góðir dagar en mættu vera meira framandi Hinir árlegu Sæludagar Fjöl- brautaskólans í Breiðholti eru nýafstaðnir. Þeir hófust eftir há- degi þriðjudaginn 7. mars og lauk eftir hádegi á miðvikudeg- inum. Nemendur FB fengu þarna tækifæri til að sprella svolítið og leggja bækurnar frá sér í smá- stund. Nemendum gafst færi á að fara í keilu, yoga, línudans, magadans og hlusta á ýmiss konar áhuga- verða fyrirlestra ásamt mörgu öðru áhugaverðu. Sæludagarnir eru alltaf haldnir á undan árshá- tíð skólans sem var svo haldin á fimmtudeginum á hóteli á Sel- fossi. Nemendum gafst færi á að gista á Selfossi eina nótt af því að það var gefið frí í skólanum dag- inn eftir. Ég talaði við nokkra nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti, flesta sem eru búnir að upplifa þrjá - fjóra Sæludaga og þau sögðu flest að þeim þætti þetta orðið frekar þreytandi því að úr- valið breytist aldrei ár frá ári. Það er alltaf hægt að fara í keilu eða horfa á myndband. Flestir vilja geta valið eitthvað sem þeir hafa ekki annars tækifæri til að gera. Það vantar eitthvað sem er að- eins meira framandi fyrir nem- endur Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Sæludagarnir voru samt mjög ánægjulegir og það er alltaf gott að brjóta námið upp með Sæludögum. - Erna Ýr Samfésballið var haldið 3. mars s.l. Haldið var frá Miðbergi og Hólmaseli í Mosfellsbæinn en alls fóru 117 unglingar úr Breið- holti á ballið. Fullt af hljómsveit- um komu fram og meðal annars má nefna: Benna hemm, hemm, Dikta, Svitabandið, Jeff Who?, Jagúar og Í svörtum fötum. Góð stemning var í húsinu og var ballið til fyrirmyndar. Komið var heim rétt uppúr miðnætti. Daginn eftir var mikið um að vera hjá Samfés. Ókeypis sund- ferðir hjá ÍTR voru í boði fyrir há- degi gegn framvísun Samfésarm- banda. Þétt var setið þann morg- uninn í laugum borgarinnar enda ekki á hverjum degi sem svona til- boð býðst. Smárabíó bauð uppá sýningu á 400 krónur á laugardeg- inum á nýju myndinni um Bleika Pardusinn. Einnig var í boði að fara á sýningar um kvöldið. Billiardmót Samfés var frá 11 til 14 á Billiardbarnum í Faxafeni. Hver félagsmiðstöð mátti skrá tvö lið, eitt strákalið og eitt stelpulið. Ekki náðist að smala í stelpulið en eitt strákalið tók þátt fyrir hönd Breiðholts í ár. Liðið var skipað þeim Birgi Þór Þórðarsyni, Daða Grétarssyni og Agli Ásbjarnarsyni sem koma úr Hólmaseli. Þeir komu, sáu og sigruðu í ár og ósk- um við þeim hér með til hamingju með sigurinn. Að öllu þessu loknu var haldið til Mosfellsbæjar að nýju þar sem söngvakeppnin var að hefjast. Frábær atriði voru í keppninni og var hún sérlega glæsileg. Liðið sem keppti á sviði söng- og tón- listarinnar f.h. Miðbergs var skip- að ungu fólki úr Fellaskóla og Breiðholtsskóla. Lagið Haleluja eftir Leonard Cohen var flutt af þeim Finn, Viðari, Elínu Ágústu og Malen sem stóðu sig eins og hetjur. Í ár sigraði félagsmiðstöð- in Ekkó í Kópavogi söngvakeppn- ina með laginu Daughters eftir John Mayer í flutningi þeirra Kristjönu og Kristínar. Mikið um að vera hjá SAMFÉS Erna Ýr Guðjónsdóttir nemandi í FB mun skrifa fyrir Breiðholts- blaðið á næstunni. Víða má sjá Bónuskerrur á bíla- stæðum og víðar þar sem þær haf verið skildar eftir í stað þess að skila þeim aftur að verslun- inni. Innkaupakerrur hverfa Miklar umbætur hafa staðið yfir að undanförnu á hluta hús- næðis Hólagarðs og verslunum í verslanamiðstöðinni að undan- förnu. Að sögn Braga Björnsson- ar, verslunarmanns í Leikporti í Hólagarði, er nú að sjá fyrir end- ann á þessum breytingum og lagfæringum og gert er ráð fyrir að rekstur flestra verslananna í hinum nýuppgerða hluta verði kominn í rétt horf fyrir páska. „Það var óhjákvæmilegt að nokkur röskun yrði á þjónustu okkar meðan á þessum fram- kvæmdum stæði en mikil sam- staða hefur verið á meðal okkar og hafa verslanaeigendur að- stoðað og jafnvel hýst nágranna sína um tíma til þess að ekki þyrfti að koma til algerrar lokun- ar. Bragi sagðist hafa þurft að loka verslun sinni Leikjasporti í um tvær vikur á meðan húsnæð- ið var lagfært og nýjum innrétt- ingum komið fyrir en hann hef- ur nú opnað á ný. Bragi segir að þessar umbætur nái í raun til alls húsnæðisins í Hólagarði. Miklar lagfæringar hafi verið gerðar á húsnæði matvöru- verslunarinnar þegar Bónus tók við af Nóatúni á sl. sumri og síðan hafi verið haldið áfram með um- bætur á húsnæði annarra versl- ana auk innganga og ganganna í gegnum húsið. Nú sé verið að ljúka við frágangi á minni verslun- arplássunum í þeim hluta sem unnið hefur verið við að undan- förnu, laga aðkomu að verslunum og skipta um innréttingar. Að sjálfssögðu opni menn svo með nýjar vörur í búðunum. Að þess- um áfanga loknum er, að sögn Braga ætlunin að taka við lagfær- ingar á þeim hlutum verslunar- miðstöðvarinnar sem enn sé eftir, ásamt lagfæringum utanhúss en gera megi ráð fyrir að þær ljúki síðar á þessu ári. „Nei - það hafa engin skipti orð- ið á verslunum í þessari endur- bótalotu og allar sömu verslan- irnar opna að nýju,“ segir Bragi. Flestar verslanirnar í Hólagarði hafa verið þar um lengri tíma og sumar nánast frá fyrstu tíð versl- unarmiðstöðvarinnar. Aðeins hef- ur orðið ein breyting á síðustu 10 árum ef frá eru talin eigendaskipti sem öðru hvoru hafi orðið á mat- vöruversluninni. Bragi segir að umtalsverð umferð hafi verið um Hólagarð á undanförnum árum og hafi hún skilað sér í viðunandi viðskiptum. „Við höfum ekki talið þann fjölda nákvæmlega sem fer hér um það er augljóst að mikil þörf er fyrir þá þjónustu sem hér er til staðar. Það kemur best fram í því hvað lítið er um eigenda- skipti á verslunarrekstrinum. Fólk sér möguleikana í þessu.“ Fyrsti hluti Hólagarðs var tek- inn í notkun fyrir rúmum þremur áratugum en sú eining sem hefur verið til endurnýjunar var tekin í notkun 1984 og þriðji áfanginn 1990. Bragi segir að reksturinn byggist að nokkru leyti á sam- heldni þeirra sem annast verslun- arrekstur í Hólagarði. Verslana- eigendur hafi borið gæfu til þess að standa vel saman eins og ber- lega hafi komið í ljós meðan á undangengnum breytingum og lagfæringum hefur staðið. Í flest- um tilvikum starfi eigendurnir sjálfir inni í verslununum og þan- nig skapist oft góð tengsl við við- skiptavini sem komi aftur og aft- ur. Meðan á spjallinu við Braga stóð kom kona í verslunina til þess að endurnýja happdrættis- miða nýlega látinnar móður sinn- ar en hún hafði verið fastur við- skiptavinur í versluninni um ára- bil. „Svona er þetta. Næsta kyn- slóð tekur við af þeirri fyrri. Við getum ekki annað en verið ánægð með viðtökurnar,“ segir Bragi og bætir við að ætlunin sé að efna til einskonar opnunarhátíðar þegar þessum áfanga endurbótanna er náð. Anna Jónsdóttir og Stefán Fann- ar Hallgrímsson, sonur hennar áttu erindi í verslunina á meðan tíðindamaður stóð við og stilltu sér upp við hlið Braga Björnsson- ar, kaupmanns í Leikporti. Miklum endurbótum að ljúka í Hólagarði

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.