Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 11

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 11
Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík vantar fólk til starfa. Þar á meðal vantar fólk á heimili á vegum skrifstof- unnar í Breiðholti. Breiðholts- blaðið hitti Hróðnýju Garðars- dóttur, Margréti Steineyju Guðnadóttur og Kristinn Guð- mundsson en þau starfa öll hjá Svæðisskrifstofunni til að for- vitnast um í hverju þessi störf séu einkum fólgin. „Þetta eru ákaflega fjölbreytt störf sem snerta flesta mannlega þætti,“ segir Hróðný Garðarsdótt- ir, sem starfar hjá svæðisskrif- stofunni. Um er að ræða aðstoð við fatlað fólk sem býr á sambýl- um og einnig í heimahúsum. „Okkur hefur vantað fólk til starfa að undanförnu og höfum því mik- inn áhuga á að ná til þeirra sem hafa áhuga á að sinna hlutastörf- um. Þetta getur átt við húsmæður sem eru heimavinnandi að hluta eða að öllu leyti en einnig aðra sem hafa áhuga á störfum þar sem hin mannlegu samskipti eru í fyrirrúmi.“ Þau segja þau einkum felast í aðstoð við fatlað fólk sem haldi heimili með þeim stuðningi sem til þess þurfi og til að efla sjálfs- stæði þeirra til þátttöku í samfé- laginu. Flest með meðfædda fötlun Langflest af þessu fólki er fætt með fötlun sína þótt einnig sé um að ræða einstaklinga sem hafa hlotið varanlega fötlun vegna ein- hverra atburða í lífinu eins og slysa. Störfin fara að miklu leyti fram inn á heimilum fólksins og snúast um hefðbundin heimilis- störf og að skapa þessu fólki möguleika til að geta lifað sem eðlilegustu lífi. „Þetta er því ákaf- lega fjölbreytilegt vegna þess að engir tveir eru eins og hver starfs- maður þarf að aðstoða fólk við dagleg störf. Hluti af starfinu felst einnig í að veita fólki félagsskap því að starfsfólk tekur beinan þátt í hinu daglega lífi þessa fólks, gleði þess og sorgum ef svo má að orði komast. Þetta felst einnig í miklum félagslegum stuðningi við fólkið. Starfsmaðurinn tekur raunverulega þátt í öllu daglegu lífi þessa fólks,“ segir Hróðný. Mannleg samskipti og jákvæð viðhorf Þau Hróðný, Margrét Steiney og Kristinn segja að stærstur hluti þessa fólks búi við svokall- aða fjölfötlun þar sem þroska- hömlun sé jafnan hluti af þeirri fötlun sem fólkinu sé búin. Líkam- legt atgervi þess sé einnig mis- jafnt þar sem sumir búi við meiri hreyfihömlun en aðrir. Þau segja að tjáningarmáti sé fólksins sé misjafn og tjáningarfötlun algeng. Margir hafa þó umtalsvert vald á talmáli en aðrir nota tjáningar- máta á borð við Blits-kerfi eða styðjist við annarskonar táknmál. Stundum geti bendingar og jafn- vel fliss þýtt ákveðin skilaboð sem þurfi að taka mark á. Það kosti því stundum vissa leikni að ná valdi á samskiptum en yfirleitt sé ekkert erfitt að læra að kynn- ast fólkinu eða að tileinka sér hvernig það ber sig til við að tjá sig þótt það geti vissulega verið mjög einstaklingsbundið. Þegar þau voru innt eftir því hvaða hæfileika fólk þyrfti að hafa til þess að vinna með fötluðum ein- staklingum var svar þeirra á þá leið að áhugi á mannlegum sam- skiptum þyrfti að vera í fyrirrúmi og skilningur á að allir væru ekki eins. Væri það fyrir hendi þá væri um ákaflega gefandi starf að ræða eða eins og stendur í starfslýs- ingu í auglýsingu frá svæðisskrif- stofunni „Æskilegir eiginleikar umsækjenda: Áhugi á að vinna með fólki, hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæð viðhorf.“ Kristinn Guðmundson, Margrét Steiney Guðnadóttir og Hróðný Garðarsdóttir, sem öll starfa hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. MARS 2006 11Breiðholtsblaðið „Ég losaði mig við 25m3“ Fyrir Eftir PAPPAKÚRINN 2006 „Ég var orðinn þreyttur á yfir fullum tunnumog ákvað því að slá til og prófa pappakúrinn. Nú horfi ég bjartari augum til framtíðarinnar.” Þorkell Björnsson, 32 ára Kynntu þér staðsetningu grenndargáma og allt um flokkun og skil á heimasíðu Sorpu www.sorpa.is Nú skilarðu pappírsumbúðum með í fernugáminn Nú getur þú minnkað magnið af sorpi sem fer í sorptunnuna með því að skila umbúðum úr pappír og kartoni ásamt fernum í grenndargám. Fjarlægðu plast og matarleifar úr umbúðunum, skolaðu fernur, brjóttu allt saman. Skilaðu umbúðum og fernum í sérstakan gám en dagblöðum og tímaritum í annan, annað hvort grenndargám eða á endurvinnslustöð. Betri skil – betra umhverfi Fjölbreytt störf sem snerta flesta mannlega þætti

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.