Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 13
MARS 2006 13Breiðholtsblaðið Það er mikið um að vera í kirkj- um hverfisins þegar ferm- ingarundirbúningi er lokið að vori og fermingarathafnirnar hefj- ast. Mikið starf hefur þá farið fram í kirkjunum. Það eru líka tölulegar staðreyndir, að lang flestir unglingar taka þátt í þeim undirbúningi og fermast að hon- um loknum. Frá hausti eru haldin námskeið, unnið dyggilega, feng- ist við mikilvægi lífsins sem bygg- ist á trú, siðferði trúarinnar og vönduðum samskiptum. Þau námskeið eru mikil að magni og eru ákaflega mikilvægt vegarnesti fyrir unglingana. Við prestar sem höfum starfað við þá fræðslu lengi og með mörgum unglingum, fáum mjög oft viðbrögð þeirra unglinga, sem orðnir eru full- orðnir einstaklingar, þar sem vitnað er til einhvers, sem fjallað var um fyrir mörgum árum í fermingarundirbúningi. Það sem hefur orðið góður farangur í lífinu. Sjálfsagt er hægt að líta ýmsum augum á það mikla sem gerist þegar fermingar vorsins hefjast í kirkjunum okkar. Eðli og takmark þeirra atburða verða ekki metin nema út frá því, sem gerist í hverri fjölskyldu. Því hef ég haft aðstöðu til að fylgjast með, ræða við fólk um. Í stórum hópum eru sjónarhornin mörg. Það sem þó er sameiginlegt er að við ferming- una laðast fram tilfinningar, sem tilefnið beinlínis kallar fram. Fermingarathöfnin gefur tilefni til þess að gleðjast, að kalla fram væntumþykju, sem gott er að njóta. Þar er líka tilefni til þess að tjá þá væntumþykju í verki, njóta þess með þeim einstakling- um öllum, sem næstir standa og eftirsóknarverðast er að hafa náin samskipti við. Það tækifæri sem þannig fæst er þess virði að taka eftir og vera þakklátur fyrir. Það er líka ákaflega mikilvægt fyr- ir unglinga að geta notið þeirrar umhyggju og kærleika, sem þá er tilefni til þess að sýna þeim og tjá. Það mikilvægasta í öllu þessu atferli er kærleikurinn, lífsgjafi mannlegra samskipta. Við ferm- ingarathöfnina sjálfa, sem er mið- punktur hátíðarinnar talar kirkj- an um leiðtoga lífsins, frelsarann Jesúm Krist. Fermingin er stað- festing, afstaða til lífsskoðunar, aðferðar til að lifa lífinu. Nám- skeið fermingarundirbúningsins, sem hefst að hausti, hefur að markmiði leiðbeiningar og þjálf- un til kristins lífs. Þá kennslu hafa kristnir foreldrar lagt grund- völlinn að þegar þau kenndu börnum sínum bænir, lögðu að þeim grunvallarhegðun kristins fólks. Þar sem viðmiðanir allar eru um kærleikann, sem þarf að iðka, þjálfa, ræða um og skilja. Því sem allt starf safnaðanna beinist að. Þess kærleika fá fermingarbörn og fjölskyldur þeirra að njóta á góðum fermingardegi. Þeir eru margir hóparnir, sem fá að taka þátt í því, þegar mikið verður um að vera í kirkjunum okkar við fermingar vorsins. Þær góðu stundir skyldu líka vera áminning til þeirra allra, að þar er verið í tengslum við það góða, kærleik- ann, sem er stöðugt verkefni kristins manns. Talið um leiðtoga felur það í sér, að þörf er fyrir stöðugan stuðning. Ekki aðeins á fermingardaginn, heldur allt lífið. Það er gott tilefni til þess á ferm- ingarhátíðum vorsins, að taka áminningunni um það að vinna áfram í kirkjunni sinni, þjálfast þar í þeim kærleika, sem er líf- gjafi góðra samskipta fólks. Hugs- um um það, rækjum það. Séra Valgeir Ástráðsson skrifar: Það á að fara að ferma Séra Valgeir Ástráðsson. Engin hraðbanki Engin hraðbanki er í Selja- hverfi og mjög lítið um þessa tegund bankaþjónustu annars- staðar í hinni nær 21 þúsund manna byggð í Breiðholti. Hraðbankamálið var til um- ræðu í ungmennaráði Breiðholts á dögunum þar sem m.a. kom fram að flest ungt fólk og raunar flestir einstaklingar noti hrað- bankakort eða svokölluð debet- kort í dag. Í ályktun frá félaginu segir að flest ungt fólk í dag á hraðbankakort sumt sé jafnvel svo háþróað að vera komið með debetkort. En til að geta notað þessi kort þurfi hraðbanka og brýn þörf sé á þeim í Seljahverfi og Neðra Breiðholti. Ennfremur segir að enginn virðist hafa tekið eftir því að enginn hraðbanki sé til staðar á þessu svæði og þá sérstaklega Seljahverfinu. Þessu sé afar ábótavant þar sem mikið af ungu fólki býr á þessum slóð- um sem hefur virkilega þörf á þessari þjónustu. Sem dæmi megi nefna að næsti hraðbanki við Seljahverfi er við Shell í Æsufelli og ef viðkomandi á heima í Kög- urseli séu tveir til þrír kílómetrar þangað á meðan það er aðeins um einn kílómetri í verslunina þangað sem ferðinni gæti verið heitið. Við þetta má síðan bæta að fleiri en ungmenni nota debet- og kreditkort. Þessi kort eru einn aðal greiðslumáti Íslendinga.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.