Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 14
B-sundmót Sundfélags Hafnar- fjarðar fór fram helgina 18. - 19. febrúar í Sundhöllinni í Hafnar- firði. Yngri flokkar Ægis fjöl- menntu á mótið en það voru sundmenn úr Laxahópnum og Bronshópnum sem skipuðu lið Ægis. „Það var gaman að fylgjast með yngri kynslóðinni og sjá hvað það er mikið af efnilegum krökkum sem eru að koma upp í félaginu“, sagði Eyleifur Jóhann- esson, yfirþjálfari Ægis eftir mót- ið. Kristín Björt Sævarsdóttir stórbætti árangur sinn í flestum sundum um helgina og synti und- ir lágmarki fyrir Aldursflokka- meistaramót Íslands í 100 m. baksund, en hún synti á tímanum 1.28.8 og bætti sig um rúmar 8 sekúndur. Margir aðrir Ægiring- ar stóðu sig mjög vel á mótinu og eru að nálgast AMÍ lágmörkin. Því ættu fleiri sundmenn úr þess- um sundhópum að ná lágmörk- unum á næsta stórmóti sem skipulagt er fyrir yngri sundmenn landsins en það er Grallaramóti ÍBV sem fer fram fyrstu helgina í apríl. Ægiringar stóðu sig vel á Gull- mót KR sem fram fór í Laugar- dalslaug helgina 17. til 19. febrú- ar. Mótið var hið besta og árang- ur Ægiringa ágætur. Sundfólkið úr Silfur- og Bronshópum var að synda mjög vel og bæta sína tíma mikið. Sérstaka athygli vakti árangur Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem sigraði „super challenge“ í meyja- flokki með miklum yfirburðum. Hún synti 50 metra flugsundið á 35,2 sek. Einnig synti hún frábært 200 metra baksund á 2:52,9 sem er undir lágmörkum fyrir Íslands- meistaramótið í 50 metra laug, en taka má fram að hún er aðeins 11 ára gömul. Þrír einstaklingar gerðu sér lítið fyrir og náðu lág- marki fyrir aldursflokkameistara- mót Íslands í drengja og telpna- flokki. Þau voru Birkir Snær Helgason, Sveinbjörn Pálmi Karls- son og Júlía Runólfsdóttir. Þess má geta að Sveinbjörn er einungis 11 ára og Birkir 12 ára. Með þess- um árangri hafa þau tryggt sér þátttökurétt í keppnisverkefni í Esbjerg í maí en þá hyggjast Ægir- ingar halda til Danmerkur með stóran hóp keppenda. Sundfólkið úr Gullhóp tók ekki þátt í mörgum greinum á Gull- móti KR, en hópurinn er í mjög hörðu æfingaprógrammi núna og stefnan sett á topp árangur á ÍM- 50. Samt mátti sjá nokkur frábær sund og fór t.d. Jakob Jóhann 1500 metra bringusund á tíman- um 20.36 sem er fínn tími þar sem hann mátti aldrei taka fleiri tök en 17 á hverri leið. Sigurður Egill Sig- urðsson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér þátttökurétt á ÍM-50 og hafa þá allir sundmenn Gull- hóps tryggt sér þátttöku þar. Systkynin Auður Sif og Baldur Snær Jónsbörn náðu lágmörkum inn í afrekshóp Ægis, en í hópn- um eru fyrir þau Árni Már Árna- son, Ásbjörg Gústafsdóttir, Jó- hanna Gerða Gústafsdóttir, Anja Ríkey Jakobsdóttir og Jakob Jó- hann Sveinsson. Auður Sif synti frábært sund og bætti sinn besta árangur. Ægiringar eru nú að búa sig af kappi undir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fara mun fram í nýju Sundlauginni í Laugar- dal helgina 17. til 19. mars og ætla þeir sér stóra hluti þar. MARS 200614 Breiðholtsblaðið Stóðu sig vel á gullmóti Jakob Jóhann Sveinsson tók sig til og synti bringusund í 1500 m sundinu þar sem aðrir syntu skriðsund. Hann synti vega- lengdina á 20 mín.36 sek sem er frábær tími. Ljósm. JAK Vatnafólkið í Orkuveituhúsinu Brian Griffin ásamt eiginkonunni, Brynju Sverrisdóttur hönnuði, fyrrv. forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Lord Snowdon, sem kom sérstaklega til landsins af þessu tilefni. Enski ljósmyndarinn Brian Grif- fin opnaði mjög athyglisverða ljósmyndasýningu, byggða á sögu hans Vatnafólkið eða The Water People, í Gallerí 100° í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 sl. laugardag. Sýn- inguna opnaði Vigdís Finnboga- dóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands. Fullyrða má að myndir Griffin séu mjög sérstæðar, og eiga vart sér hliðstæðu. Griffin er mjög þekktur ljósmyndari á Englandi. Fjölmenni var við opnun sýn- ingarinnar og óhætt að hvetja fólk til að sjá hana. En sjón er sögu ríkari. Sigursælir á B-móti SH Ægiringar stóðu sig mjög vel á B-móti SH og var ekki óalgeng sjón að sjá þá á verðlaunapalli. Hér hafa þrír Ægiringar skipað sér í efstu sætin. Ljósm. Ægir Benediktsson

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.