Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 15
Íslandsmót para fór fram dagana 21. og 22. janúar. Pörin Sigfríður Sigurðardóttir og Björn Sigurðsson KFR og Guðný Gunn- arsdóttir og Halldór Ragnar Halldórsson ÍR, skiptust á að hafa forystu í mótinu og léku svo til úrslita. Sigfríður og Björn unnu 2 - 0. Íslandsmóti unglinga lauk sunnudaginn 5. febrúar. Leikið var í 4 flokkum pilta og 3 flokkum stúlkna. Sigurvegarar urðu: Stefán Claessen ÍR 1. flokkur pilta, Skúli Freyr Sigurðsson KFA 2. flokkur pilta, Daníel Freyr Sig- urðsson ÍR 3. flokkur pilta, Arnar Davíð Jónsson ÍR 4. flokkur pilta, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR 1. flokkur stúlkna, Ástrós Péturs- dóttir ÍR 2. flokkur stúlkna og Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA 3. flokkur stúlkna Einnig var leikið í opnum flokki pilta og stúlkna. Þá flokka sigruðu Stefán Claessen ÍR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR. Íslandsmót fullorðinna í frjálsum fór fram við frábærar aðstæður í nýju höllinni og var ánægjulegt að sjá þann mikla fjölda sem mættur var til keppni en um 30% aukning var í þátttöku frá árinu á undan. ÍR- ingar voru með fjölmennasta liðið eða 31 keppanda á aldrinum 15 til 45 ára. Einnig var töluverður fjöldi áhorfenda mættur á bekkina og höfðu af hina bestu skemmtun því keppnin var oft á tíðum mjög spenn- andi. Eldri afreksmenn úr röðum ÍR- inga stóðu í ströngu við að veita verðlaun á milli þess sem þeir rifj- uðu upp gamla tíma og afrek. ÍR með fimm í 1500 m. Vilhjálmur Atlason varð í 4. sæti í 800 metrum og hljóp enn og aftur undir tveimur mínútum. Burkni Helgason varð 6., Ólafur Konráð Sig- urðsson 7. og Snorri Sigurðsson, sem er aðeins 15 ára, varð í 9. sæti. Í 400 metra hlaupinu voru hlaupnir 4 riðlar en í þeim sterkasta hljóp okk- ar maður, Einar Daði Lárusson. Hann hafnaði í 2. sæti og bætti sinn besta árangur um 44/100. Einar Daði var einnig í sviðsljósinu í 60 metra grindahlaupi þar sem hann varð í 2. sæti, bætti enn einu Íslandsmetinu á afrekaskrá sína og skaut sér eldri mönnum ref fyrir rass. Í 1500 metra hlaupinu átti ÍR fimm keppendur og ekki nóg með það heldur elsta, fæddur 1959 og þann yngsta, fædd- ur 1991. Burkni Helgason kom fyrst- ur í mark af ÍR-ingunum en hann hafnaði í 5. sæti og einu sæti framar en Ólafur Konráð Sigurðsson, Haf- steinn Óskarsson varð 7., Snorri Sig- urðsson 11. og Vignir Már Lýðsson 12. Snorri var aðeins 1.49 sek frá því að ná lágmarki inn í Úrvalshóp FRÍ en til þess hefði hann þurft að hlau- pa á 4:40 mín. Jóhanna kom, sá og sigr- aði í þrístökki Helga Þráinsdóttir varð í 6. sæti í hástökki með stökk upp á 1.58 metra. Í kúluvarpi urðu Arna Ómars- dóttir og Kristborg Anna Ámunda- dóttir í 11. og 12. sæti en þær vörp- uðu kvennakúlunni sem er 1 kg. þyngri en sú kúla sem notuð er í meyjaflokki. Í langstökkskeppninni munaði aðeins einum sentimetra á 3. og 4. sætinu og varð Jóhanna Ingadóttir að láta sér 4. sætið lynda með 5.57 metra. Hún kom hins veg- ar, sá og sigraði í þrístökkinu þar sem hún stökk 11,82 metra. Ásdís Magnúsdóttir varð 9. í langstökki og 2. í þrístökki, stökk 11,25 metra. Þær stöllur voru í nokkrum sérflokki í þrístökkinu en ÍR átti tvo aðra kepp- endur í þeirri grein, þær Þóru Krist- ínu Pálsdóttur og Huldu Þorsteins- dóttur. Keppnin á milli Írisar Önnu í Fjölni og Fríðu Rúnar Þórðardóttur í 3000 metra hlaupinu var mjög hörð og tvísýn og skildu aðeins 22/100 sek í markinu. Í 1500 metrum varð Fríða Rún einnig að láta sér annað sætið lynda en sú sem mesta athygli vakti var án efa Kristjana Ósk Krist- jánsdóttir sem hljóp sitt fyrsta 1500 metra hlaup og kom í mark á stór- góðum tíma, 4:52.38 mín. Í 400 metr- um átti ÍR þrjá keppendur en þær bættu allar sinn besta árangur til þessa. Ásdís Eva Lárusdóttir varð í 5 til 6. sæti, Guðmunda Pálmadóttir í 7. sæti og Sara Björk Lárusdóttir, systir Ásdísar varð í 10. sæti. Í stangarstökki sigraði Fanney Dögg Tryggvadóttir, stökk 3.40 metra en Hulda Þorsteinsdóttir varð 2. með 2.90 metra. Bergrós Arna Jóhannes- dóttir varð í 4. sæti og átti ÍR fjóra keppendur af sex í þessari grein. Jó- hanna Ingadóttir lauk góðri helgi með 3. sæti í 60 metra grindahlaupi en Jóhanna er betur þekkt sem stökkvari og kom þessi árangur hennar því skemmtilega á óvart. Þóra Kristín Pálsdóttir varð 7. og Helga Björt Bjarnadóttir 11. í þessari sömu vegalengd. Kvennakeppninni lauk með keppni í 4 x 400 metra boðhlaupi en ekki hefur verið hægt að keppa í þessari grein með góðu móti innanhúss fyrr en nú með til- komu hallarinnar. Í þessari grein átti ÍR tvær sveitir, fullorðinssveit og meyjasveit skipuð stúlkum 15 til 16 ára. Meyjasveitin varð í 3. sæti í hlaupinu og sett nýtt íslenskt meyja- met, eldri og reyndari sveitin varð í 2. sæti. Umtalsverður styrkur kvennaliðsins Óopinberir stigaútreikningar voru til gamans gerðir á einni af vefsíðum um frjálsar. Þar voru sex stig gefin fyrir 1. sæti, 5 fyrir 2. og svo fram- vegis. Niðurstaðan varð sú að í kvennakeppninni hefði ÍR sigrað með 58,5 stig, Fjölnir orðið í 2. sæti með 47 stig og FH í því 3. með 30 stig. Þarna kemur greinilega fram styrkur kvennaliðsins þar sem ekki eru gefin stig nema fyrir fyrstu sex sætin. Í karlakeppninni hefði staðan verið sú að ÍR-ingar hefðu orðið í 4. sæti með 25 stig, jafnir að stigum og FH-ingar en HSÞ-menn hefðu sigrað með nokkrum yfirburðum með 64 stig og Breiðablik í 2. sæti með 47 stig. Þegar heildarstigin voru reikn- uð, „sigraði“ ÍR með 83 stig, HSÞ varð í 2. sæti með 76 stig og Breiða- blik í því 3. með 73 stig. Vonandi er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal á komandi sumri. MARS 2006 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Einar Daði í öðru sæti Sjötti flokkur kvenna í fótbolta. Myndin er tekinn eftir að stelpurnar unnu jólamót Breiðabliks og HK núna í desember, unnu Breiðablik í úrslitum 1 - 0. Þessi flokkur hefur verið á stöðugri uppleið frá því hann var stofnaður og hafa stelpurnar staðið sig frábærlega á þeim mótum sem þær hafa tekið þátt í að undanförnu. Íslandsmót para í keilu Skíðasvæði ÍR-inga og Víkinga á Hengilssvæðinu er eina skíða- svæðið á SV-landi með snjó- framleiðslu. Þar hefur verið framleiddur snjór til nokkura ára í byrjendalyftum með góð- um árangri. Lengi hefur það ver- ið draumur ÍR-inga að komið yrði á öflugu snjóframleiðslu- kerfi á skíðasvæðum höfuð- borgarinnar líkt og á Akureyri. Til stendur að flytja skíða- deildir ÍR og Víkings í Bláfjöll eftir þennan vetur og það er von okkar að komið verði upp snjóframleiðslukerfi þar til að tryggja skíðaiðkendum góða æf- ingaaðstöðu. Meðfylgjandi mynd var tekinn í snjóleysinu á dögunum en þá hafði verið framleiddur snjór í byrjendalyft- una á svæðinu. Snjóframleiðsla á Hengilssvæðinu Júdódeild ÍR náði að safna 200 þúsund krónum sem notaðar verða til kaupa á fleiri dýnum og laun ár- angursríkri söfnun deildarinnar 13. febrúar. Júdómenn í ÍR eru þakklátir þeim fjölmörgu Breið- hyltinum sem léðu hönd á plóginn af þessu tilefni. Með auknum dýnu- lögðum-gólffleti aukast möguleikar deildarinnar til vaxtar. Móttökur og undirtektir fyrir nýrri íþrótt í Breiðholtið hafa verið með miklum ævintýrabrag. Júdó býður uppá einstaka líkams- og mannrækt. Ástundun iðkenda er með ein- dæmum virk og gefur tóninn um að ÍR stefnir á að verða stórveldi í íþróttinni. Áframhaldandi stuðning- ur ykkar og iðkun eykur enn á vænt- ingar okkar ekki bara á keppnisvell- inum, heldur ekki síst til þess að Júdó verði valkostur fyrir alla Breið- hyltinga sem almenningsíþrótt. Aldur og kyn skiptir engu máli það er aldrei of seint að hefja iðkun og enginn verður of gamall til ástundunar. Júdóið fær ævintýralegar móttökur Meistaramót Íslands í Öldunga- flokkum, sem haldið var dagana 12. og 13. febrúar sl. var mun viðameira mót en nokkru sinni áður innanhúss og hefur fjöldi keppenda aldrei verið meiri enda er áhugi eldri iðkenda sífellt að aukast. Agnar Steinarsson keppti í flokki karla 40 til 44 ára og sigraði hann í hástökki, langstökki, 400 metra hlaupi og 800 metra hlaupi, varð í öðru sæti í 60 metra hlaupi, og Jón Oddsson, þjálfari frjálsíþóttadeild- arinnar, sigraði í 60 metra hlaupi og 200 metra hlaupi. Elías Sveinsson og Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari skokkklúbbsins, kepptu í hástökki og kúluvarpi í flokki 50 til 54 ára og urðu í 1. og 2. öðru sæti í báðum greinum. Jón H. Magnússon sigraði í kúluvarpi í flokki 65-69 ára. Hafsteinn Óskarsson hefur dreg- ið fram gaddaskóna að nýju og hljóp hann stórgóð 800 metra og 3000 metra hlaup sem hann sigraði í. Sigurjón Sigurbjörnsson sigraði með miklum yfirburðum í 800 metr- um og kom í mark meira en 20 sek- úndum á undan næsta manni. Hann sigraði einnig í 3000 metra hlaupi en þar varð Sumarliði Óskarsson í öðru sæti en þeir keppa í 50 til 54 ára flokki. Birgir Sveinsson sem keppir í flokki 55 til 59 ára sigraði í 3000 metra hlaupi. Fríða Rún Þórð- ardóttir sigraði í 800 metra og 3000 metra hlaupi í flokki 35-40 ára. Viðamikið meistaramót öldunga Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins voru veitt í fyrsta sinn fimmtu- daginn 2. mars. Það er í raun þjóð- in sjálf sem kemur með ábendingar um einstaklinga sem skarað hafa fram úr eða unnið viss afrek en dómnefnd hefur síðan lokaorðið varðandi valið. Um er að ræða störf og afrek sem áhrif hafa á líf ann- arra og það sem er gott og vel gert í samfélaginu. Hér er eðlilega af nógu að taka en það er auðvitað alltaf rúm fyrir meira. Slíkar ábend- ingar eru ekki síður mikilvægar á okkar tímum þegar neikvæðar fréttir eru alls ráðandi. Þátttaka almennings var framar öllum vonum og greiddu um 300 manns atkvæði. Af þeim sem til- nefndir voru sem „Uppfræðarar ársins“ voru þau Þórdís „Dísa“ Gísla- dóttir og Þráinn Hafsteinsson, þjálf- arar hjá frjálsíþróttadeild ÍR. Í þeim flokki voru margir tilnefndir en þau hjónin, sem verið hafa burðarásinn í starfi frjálsíþróttadeildarinnar und- anfarin ár, þóttu best að þessu kom- in. Dísa og Þráinn hafa sýnt einstaka fagmennsku og natni þegar kemur að þjálfun íþróttafólks á öllum aldri. Þau hafa auk líkamlegrar þjálfunar íþróttafólksins lagt mikla áherslu á aðra þætti, til að mynda andlega þjálfun og uppbyggingu svo og fé- lagslega þáttinn. Þessir þættir hafa allir bein áhrif á hlutfall brottfalls úr íþróttinni. Einstaklega vel hefur tek- ist að glíma við þetta vandamál í starfsemi frjálsíþróttadeildarinnar en mjög fáir hafa hætt eða flosnað upp úr þeim hópi sem Þráinn og Dísa byrjuð með sem 11 og 12 ára „krakka“ fyrir um sex árum síðan. Allir þessir þættir hafa áhrif á það hversu vel tekst til með uppeldis- hlutverkið og að veita íþróttamann- inum það sem hann þarf á leið sinni í gegnum íþróttina og jafnvel á topp- inn sem afreksmaður en þar hafa Dísa og Þráinn komið við sögu í fjölda tilfella. Frjálsíþróttadeildin er afar stolt af þessari nafnbót og vitum við að þau eru mjög vel að þessu komin. ÍR-ingar í frjálsíþróttadeildinni höfðu annars nóg fyrir stafni í febrú- ar og það sem af er mars en meist- aramót Íslands í öllum aldursflokk- um hafa farið fram í nýju höllinni og hefur hver helgi verið nýtt. Auk þess hafa ýmiss konar verkefni verið unn- in til fjáröflunar en viðamikil starf- semi deildarinnar kallar á mikið fjár- magn árið um kring. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins til ÍR F.v. 2. sæti Halldór Ragnar Hall- dórsson ÍR og Guðný Gunnars- dóttir ÍR. Íslandsmeistarar para 2006 Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn Sigurðsson KFR. 3. sæti Ragna Matthíasdóttir KFR og Bjarni Sveinbjörnsson. Skíðasnjór framleiddur í snjóleysinu.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.