Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 1

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 1
Um 280 milljónum króna verður varið til nýbygginga og endurbóta á Ölduselsskóla í Breiðholti sam- kvæmt þriggja ára áætlun borgar- stjórnar Reykjavíkurborgar. Um 90 milljónum króna verður varið til verksins á þessu ári og áformað er að byggingaframkvæmdir hefjist með haustinu. Þetta kom m.a. fram í máli Stefáns Jóns Hafstein, for- manns menntaráðs Reykjavíkur- borgar, á fjölmennum foreldra- fundi í Ölduselsskóla sl. miðviku- dagskvöld. Nokkurrar óánægju hefur gætt á meðal foreldra barna í Ölduselsskóla vegna þess sem þeir telja seinagang vegna nauðsynlegra framkvæmda við skólann. Nú er kennt í sjö lausum kennslustofum en gert er ráð fyrir sex kennslustofum í fyrirhugaðri nýbygg- ingu auk fjölnotahúsnæðis sem hýst geti mötuneyti fyrir skólann og einnig aðstöðu fyrir yngri börn til hreyfing- ar. Ekkert mötuneyti er í Öldusels- skóla en á undanförnum árum hefur verið unnið að því að koma upp mötuneytum í grunnskólum borgar- innar. Stefán Jón Hafstein sagði að valin hafi verið sú leið hjá Reykjavík- urborg að koma upp mötuneytum í skólunum í stað þess að kaupa mat annarsstaðar frá. Hann sagði rétt að Ölduselsskóli væri með síðustu skól- unum þar sem þessari þjónustu yrði komið á fót en það ætti nokkra sam- leið með þeim byggingaframkvæmd- um sem þörf væri fyrir og ákveðið að ráðast í. Stefán Jón sagði að fram- kvæmdum við skólann yrði að sjálfs- sögðu lokið þótt ekki væri búið að merkja alla framkvæmdaupphæðina inn í fjárhagsáætlun og einnig að vissulega reyndi á þann verktaka sem tæki verkið að sér að taka tillit til þess starfs sem fram færi í skólanum. 4. tbl. 13. árg. APRÍL 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu Borganes gr i l lk jöt 20% afslát tur ■ bls. 4-5 Viðtal við feðgana Hólmgeir og Einar Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd ■ bls. 14 og 15 Íþróttir           Lyfjaval.is • Sími 577 1160 Fulltrúar foreldrafélags Ölduselsskóla ásamt Rúnari Gunnarssyni frá Reykjavíkurborg og Stefáni Jóni Hafstein borgarfullrúa. Frá vinstri: Rúnar Gunnarsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhannes Vilhjálmsson, Markús H. Guðmundsson, Sigurður Þórarinsson, Stefán Jón Hafstein, María Björk Ívarsdóttir, Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, Óskar Bergsson og Gissur Pétursson. Nýjar skólastofur og fjölnotasalur við Ölduselsskóla

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.