Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 2

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 2
APRÍL 20062 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími: 551 1519 • 893 5904 Netfang: thord@itn.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 4. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er gefið út í 9000 eintökum og dreift frítt í hvert hús í Breiðholtinu. Breiðholtið miðsvæðis S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R Byggingarmet í Reykjavík Hafin var smíði á 1.257 íbúðum í Reykjavík á árinu 2005 og hefur sú tala aldrei verið hærri. Lokið var við smíði 782 íbúða á síðasta ári, samkvæmt skýrslu bygginga- fulltrúa sem lögð hefur verið fram í borgarráði. Í skýrslunni kemur fram að íbúðarhúsnæði var um helmingur alls húsnæðis sem fullgert var á árinu í fermetrum talið. Vöru- geymslur og bílskúrar námu 16%, verslunar- og skrifstofuhúsnæði 15%, stofnanahúsnæði 13% og um 6% nýbygginga í Reykjavík árið 2005 var iðnaðarhúsnæði. Allt að 120 MW stækkun Skipulagsstofnun hefur fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Stækkun vinnslusvæðisins er í Skarðsmýrarfjalli norðan núver- andi virkjunarsvæðis á Hellis- heiði. Áætlað er að vinnsla á Skarðsmýrarfjalli geti nægt til allt að 120 MW rafmagnsframleiðslu sem kallar á stækkun rafstöðvar, stöðvarhúss og annarra mann- virkja auk nýrra lagnaleiða, veglagningar og efnistöku. Markmið Orkuveitunnar með framkvæmdinni er að mæta auk- inni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Fyrir liggur samningur um stækkun Norðuráls og hlut Orkuveitu Reykjavíkur í raf- magnsframleiðslu sem gerir ráð fyrir að frá stækkaðri Hellisheið- arvirkjun afhendi Orkuveitan 35 MW í september 2008 og önnur 35 MW í nóvember sama ár. Þá eru eftir 10 MW í þessum áfanga sem fara í eigin notkun orkuvers- ins og inn á almennan markað Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig hefur Orkuveitan gert samkomu- lag við Alcan um sölu á raforku vegna hugsanlegrar stækkunar ál- versins í Straumsvík. Jafnréttisverðlaun Reykjavíkurborgar Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar hefur óskar eftir tilnefn- ingum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar. Verðlaunin verða veitt 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun verða veitt. Tilgangur verðlaunaveitingar- innar er að vekja athygli á því sem vel er gert í jafnréttismálum og til að vera hvatning þeim sem vinna ötullega í þessum mála- flokki. Jafnréttisverðlaunin verða veitt til starfseiningar innan borg- arinnar, sem hefur unnið mark- visst að jafnréttismálun, hvort sem er á sviði þjónustu, í starfs- mannamálum eða með öðrum hætti. Þá verður einnig veitt við- urkenning til frjálsra félagasam- taka eða einstaklings sem hefur sýnt frumkvæði og unnið að jafn- réttismálum í Reykjavík. Tilnefn- ingar, ásamt stuttum rökstuðn- ingi, sendist á netfangið jafnret- ti@reykjavik.is til og með 24. apríl n.k. Svifryk yfir heilsumörkum Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði borgarinnar hefur svifryk mælist yfir heilsuverndar- mörkum í Reykjavík að undan- förnu. Ástæður þess eru einkum þurrt og kalt veður og lítill raki í and- rúmslofti þann tíma sem mæling- ar stóðu yfir. Viðmiðunarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring en hafa farið yfir 400 míkrógrömm og hæst 600 míkrógrömm. Samningur um vinnu við tónlistarhússlóð Gengið hefur verið frá samningi um framkvæmdir vegna lóðar undir tónlistar- og ráðstefnuhús, hótel, íbúðir, banka, skrifstofu- húsnæði og bílakjallara í Austur- höfn. Lóðaframkvæmdirnar, sem nú þegar eru hafnar, taka til hönnunar, landfyllinga, færslu Geirsgötu, niðurrifs húsa s.s. Faxaskála, færslu ræsa og ann- arra lagna, yfirborðsvinnu gatna o.fl. þátta. Samningurinn er gerður til að uppfylla skyldur Reykjavíkur- borgar um afhendingu lóðarinnar samkvæmt samningi milli Austur- hafnar ehf. og Portusar ehf. um byggingu tónlistarhúss, en sam- kvæmt samningnum er afhending lóðarinnar á ábyrgð Reykjavíkur- borgar. Samningsfjárhæðin við Ís- lenska aðalverktaka skiptist í tvennt. Samið um fasta krónutölu fyrir framkvæmdir vegna; fylling- ar í Austurbugt, brúar á Geirs- götu, alla hönnun og aðstöðu- sköpun á svæðinu og nemur sá hluti samningsins 529 milljónum króna. Aðrir þættir verksins verða boðnir út og munu Íslensk- ir aðalverktakar hf. hafa umsjón með því. Heildarkostnaður við undirbúningsframkvæmdir vegna lóðarinnar er áætlaður rúmlega 1.3 milljarður krónur. Leikskólarýmum fjölgað Leikskólarýmum í Reykjavík hefur fjölgað um 2.129 frá 1994. Fjölgunin ræðst að mestu af því að 20 nýir leikskólar hafa verið byggðir á síðustu 12 árum. Með þessum 20 leikskólum hafa 1.644 dagvistarrými fyrir börn orðið. Einnig hefur verið byggt við 16 leikskóla á sama tíma með rými fyrir 274 börn. Borgaryfirvöld hafa tekið einnig við rekstri fimm einkarekinna leikskóla á tímabilinu 1994 til 2006 en þeir leikskólar rúma um 210 börn. Meginbyltingin sem orðið hefur í dagvistunarmálum felst þó einkum í stórauknu hlut- falli barna í heilsdagsvistun. Árið 1994 var hlutfall barna í heils- dagsvistun aðeins um 31% en nú eru 92% allra leikskólabarna í borginni heilsdagsvistuð. Þ egar bygging Breiðholtsins hófst á sjöunda áratug liðinnar aldar varhverfið nokkuð utan annarra byggða svo sumum fannst þeir vera aðflytja í óbyggðir. Í dag tæpum fjórum áratugum síðar er hverfið orðið nær miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Byggðin teygir sig til austurs; að Korpu og Úlfarsá auk Kjalarnessins og Mosfellsbærinn teygir anga sína til austurs og allt upp í Mosfellsdal. Kópavogurinn er kominn upp að Heim- senda og Garðabær mun vaxa í áttina að Urriðavatni innan tíðar. Hafnar- fjörður er byggður vestur að Straumsvík og stæði álverið þar ekki fyrir myndi byggðin þróast með samfelldum hætti áfram vestur eftir Reykja- nesströndinni. Byggðaþróuninni sem leitt hefur til vaxtar höfuðborgar- svæðisins verður ekki snúið enda um sambærilega þróun að ræða og í öðrum löndum. Breyttir atvinnuhættir kalla eftir vaxandi þéttbýli og fólk kýs einnig í síauknum mæli að búa í stærri þéttbýliskjörnum. Af þessum sökum ættu að vera skilyrði til þess að byggja upp margvíslega miðbæjar- þjónustu í Breiðholtinu sem einnig gæti höfðað til þeirra fjölmennu byggða í nágrenni þessa stærsta samfellda íbúahverfis á landinu. Flugið til Keflavíkur S taðreyndin um miðju höfuðborgarsvæðisins leiðir hugann að sam-göngumálum. Miklar umræður hafa orðið um stöðu og framtíð Reykja-víkurflugvallar að undanförnu. Fáum blandast hugur um að flugvöllur- inn stendur á einu verðmætasta byggingarsvæði hér á landi. Flugvöllurinn þjónar einkum innanlandsflugi auk einka- og kennsluflugs. Með greiðari samgöngum á landi hefur vægi innanlandaflugsins minnkað. Flugfélag Ís- lands heldur nú uppi föstu áætlunarflugi til Ísafjarðar, Akureyrar og Egils- staða og Landsflug sinnir flugi til nokkurra minni staða. Á gullöld innan- landsflugsins var hins vegar flogið áætlunarflug frá Reykjavík til 15 staða víðs vegar um landið. Með breyttum samgöngum, minnkandi vægi innanlandsflugsins og til- færslu á þungamiðju byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu hafa skapast ný rök fyrir því að flytja þá flugstarfsemi sem fram hefur farið á Reykjavíkur- flugvelli til alþjóðaflugvallarins á Reykjanesi. Með tvöföldun allrar Reykja- nesbrautar geta orðið áhöld um hvort lengri tíma taki að aka út á Keflavík- urflugvöll eða í Vatnsmýrina frá eystri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Með fyrirhugaðri brottför varnarliðsins skapast einnig tómarúm sem nauðsynlegt verður að fylla með nýrri og vaxandi atvinnustarfsemi og þá verður ekki síst litið til aukinnar starfsemi á Keflavíkurflugvelli í því efni. Fjarlægð hans frá Reykjavík er síst meiri en algengt er á milli borga og alþjóðaflugvalla í nágrannalöndunum ef Kaupmannahöfn og Lúxemborg eru undanskildar. Flest rök hníga því til þeirrar áttar að flytja beri innan- landsflugið til Keflavíkurflugvallar og ráðstafa Vatnsmýrarlandinu til fram- tíðar byggðar íbúða- og þjónustusvæðis í Reykjavík. Slík breyting myndi tæpast skerða þjónustu innanlandsflugsins og alls ekki til lengri tíma litið auk þess sem góða varaflugvelli fyrir millilandavélar er að finna á þremur stöðum á landinu; á Akureyri, í Aðaldalshrauni sunnan Húsvíkur og á Egilsstöðum. Atvinnulífið um Sundabraut M iklar umræður fara einnig fram um fyrirhugaða byggingu Sunda-brautar. Með akvegi frá Reykjavík um sundin norður á Kjalarnesopnast ný tenging höfuðborgarsvæðisins til Vestur- og Norður- lands. Mosfellsbærinn hefur lengi verið talinn flöskuháls á þessari leið en með tvöföldun vegarins frá gatnamótum Vestur- og Suðurlandsvegar og í gegnum Mosfellsbæ var sá háls víkkaður verulega. Samkvæmt talningu er talið að um 20% þeirrar umferðar sem fer úr Reykjavík inn í Mosfellsbæ fari áfram út úr hinum enda hans. Um 80% allrar umferðar á milli Reykja- víkur og Mosfellsbæjar er í raun innanbæjarumferð á milli byggða á höf- uðborgarsvæðinu. Mjög er þrýst á um byggingu Sundabrautar. Þar er ekki síst um hagsmuni atvinnulífsins að ræða vegna þess að nær allir þungaflutningar til og frá Vestur- og Norðurlandi myndu færast á þá leið. Þar er einnig um hags- muni Faxaflóahafna að ræða þar sem verið er að byggja upp sameiginlega hafnarstarfsemi á einu atvinnusvæði við Flóann. Einnig er um hagsmuni þeirra að ræða sem sækja vinnu frá eða til Reykjavíkur yfir Sundin. Því má benda á þjóðhagslegan sparnað af lagningu Sundabrautar. Hins vegar má spyrja hversu margir af íbúum höfuðborgarsvæðisins myndu fara um Sundabraut og hversu margir um Mosfellsbæ þegar þeir leggja leið sína út á land. Stór hluti höfuðborgarsvæðisins, og þá eru Hafnarfjörður og Álftanes talin með, liggur svo austarlega að spyrja má hvort íbúar austur- hluta þessa svæðis myndu fremur kjósa að fara inn í Reykjavíkurumferð- ina til vesturs til þess að fara um Sundabraut eða að þeir myndu velja Mosfellsleiðina. Smiðjuvegi Hér er ég!

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.