Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 4

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 4
APRÍL 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Á fjórða tug handbolta manna spila sem atvinnumenn nú með erlendum liðum víðsvegar um heiminn. Einn þeirra er Breið- hyltingurinn Einar Hólmgeirs- son sem spilar sem atvinnumað- ur með Grosswallstad í Þýska- landi. Hann segir að nú spili 15 Íslendingar í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta. Þjóðverja sæk- ist eftir Íslendingum til starfa. „Ég held að þeir líti á Íslendinga sem metnaðarfulla og sam- viskusama og gott vinnuafl að þessu leyti ef þannig má komast að orði. Íslendingarnir hafa reynst þýsku félögunum vel. Ég held að það sé aðalástæðan hverju margir eru að spila þar núna. Ég lít á þetta bæði sem leik og starf. Það er auðvitað ekkert annað en forréttindi að fást við það sem manni þykir gaman að og að geta sameinað vinnu og aðaláhugamál sitt. En þetta hefur vissulega verið löng og ströng leið,“ segir Einar sem settist niður með tíðindamanni og Hólmgeiri Einarssyni föður sínum á sunnudagssíðdegi þegar hann var staddur hér heima fyr- ir skömmu. Íþróttamálin og „heimabærinn“ þeirra Breið- holtið urðu fljótt að umtalsefni. Hvatning og umhyggjusemi Einar kveðst ekki fæddur inn í handboltann en uppeldisáhrifin hafi engu að síður mikið að segja þegar menn ákveða að leggja íþróttaiðkun á atvinnustigi fyrir sig. Fjölskyldur íþróttafólks og sá stuðningur sem þær geti veitt og veiti eigi jafnan stóran hluta að máli. „Þannig er það í mínu tilviki. Pabbi var ekki einungis að hvetja mig og okkur systkini í boltanum heldur fylgdi hann manni fast eft- ir. Hann var með mér helgi eftir helgi og ár eftir ár út um allt land þar sem maður var að spila allt frá því að ég var strákur. Maður gerði sér ekki grein fyrir því þá hversu mikla þýðingu það hafið en þetta uppeldi hefur svo sann- arlega skilað sér seinna.“ Var þetta strangt uppeldi hjá „gamla“ manninum? „Kannski fannst manni það á þeim tíma en þetta var fyrst og fremst hvetjandi upp- eldi þar sem hvatning og um- hyggjusemi fór saman. Ég sá marga krakka byrja í handboltan- um en ef foreldrarnir höfðu ekki áhuga á því sem þau voru að gera þá flosnuðu þau oftast upp og hættu. Þetta er svo krefjandi við- fangsefni, að minnsta kosti ef maður ætlar að ná atvinnu- mennsku að nauðsynlegt er að fjölskylda manns standi vel sam- an. Það eru mörg handtök í þessu sambandi og ég held að þótt faðir minn hafi barist eins og ljón að bak við okkur systkinin þá sé hlutur móður okkar engu minni ef allt er talið. Stöðug íþróttaiðkun kemur líka niður á heimilishald- inu. Þrjár íþróttatöskur fullar af óhreinum fatnaði á hverjum degi eru umtalsverð viðbót við þvotta af venjulegu heimili. Svona til þess að eitthvað sé nefnt. Þannig verður þetta fjölskylduíþrótt og það er líka nauðsynlegt ef góður árangur á að nást. Hvatningin verðu að koma fram í ýmsum myndum.“ Mikil en skemmtileg vinna Hólmgeir tekur undir þessi orð sonar síns og segir gríðarlega mikilvægt atriði að foreldrarnir standi saman, standi að baki börnum sínum og séu tilbúnir til þess að grípa inn í ef eitthvað kemur upp á, taka á hlutunum og vinna með þeim. „Þá á ég við að fara ekki að vinna fyrir þau held- ur að vinna með þeim þannig að þau séu sjálf þátttakendur í úr- lausnunum en ekki aðeins þiggj- endur. Þá finna þau sjálf að þau eru einhvers virði. Þetta er auð- vitað ekki launað starf að öðru leyti en því að sjá árangur krakk- anna en það geta líka verði bestu launin. Auðvitað eru ekki allir á sama máli um þetta og ég kynnt- ist því að mönnum fannst ég vera vitlaus að eyða flestum helgum í að eltast við krakkana. Ég var með þau öll þrjú í handboltanum og stundum voru þau öll að keppa yfir sömu helgina. Öll þurftu þau að fá að éta á ákveðn- um tímum og annað sem púsla þurfti saman. Þegar kunningjarnir voru að spyrja mig í hverslags bull maður væri búinn að koma sér í svaraði ég því til að ég vildi þetta heldur en vera að eltast við þau niður á Hlemmi. Oft var þetta mikil vinna en hún var líka skemmtileg.“ - Varstu ekki sjálfur dálítið ofvirkur í þessu? „Jú jú - það má eflaust segja það. Ég hefði trúlega verið settur á ritalín ef það hefði verið til þegar ég var ungur en sem betur fór þá þekkt- ist ekki að dempa börn niður með þeim hætti,“ segir Hólmgeir og hlær. „Íþróttaáhuginn kom í stað- inn og virkaði held ég mörgum sinnum betur en einhver meðferð hefði gert. Eflaust hjálpar lyfjagjöf mjög virkum einstaklingum í ein- hverjum tilvikum og ég ætla ekk- ert að gera lítið úr henni sé það unnið samkvæmt læknisráði en ég held að hún geti verið dálítið einnota eins og svo margt annað sem á að bjarga heiminum. Við verðum líka að horfa eftir þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og styðja þá og styrkja eins og við getum og þar leika íþróttirnar stórt hlutverk.“ - Varst þú sjálfur í handbolta á yngri árum? „Ég var nú mest í glasalyftingunum,“ segir Hólmgeir af alkunnri gamansemi „en þær voru aldrei lögleiddar sem íþróttagrein.“ Hann vill ekki gera mikið úr íþróttaiðkun sinni þótt fáum dyljist að hann er mað- urinn að baki velgengni barna sinna á íþróttasviðinu sem öll eru spila handbolta enn í dag. „Ég var nokkuð í fótbolta fyrr á árum og hef alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir og unnið mikið með krökkunum í kringum íþrótta- starfið og reynt að vera til stað- ar.“ Hólmgeir kveðst alltaf fremur hafa litið á vinnu sína að íþrótta- málum sem forvarnarstarf en að hann væri að búa til atvinnufólk í íþróttum. Gæti hugsað mér að spila næsta áratuginn Einar er búinn að spila í 20 mánuði í Þýskalandi. Hann kveðst stefna á að vera þar alla vega tvö ár í viðbót og helst lengur. Hann neitar því ekki að hann gæti hugs- að sér að starfa við handboltann næsta áratuginn. Hann er 24 ára í dag og segir menn geta endst í þessu fram um 35 ára aldurinn en tæplega mikið lengur. Og þá vaknar spurningin um hvernig hafi verið að stunda nám með þessari miklu íþróttaiðkun. Einar gerir lítið úr að það hafi verið erfitt. Hann var búinn með eitt ár í Kennaraháskólanum þegar hann fór utan. Hann varð þá að gera hlé á námi en býr sig nú undir að hefja fjarnám við Íþróttakademí- una í Reykjanesbæ. „Það er verið að fara af stað með fjarnám á þeirra vegum og ég ætla að not- færa mér þá möguleika sem það býður uppá. Með því móti get ég stundað nám jafnframt atvinnu- mennskunni sem annars væri örðugt eða nánast útilokað. Ég ætla alla vega að byrja og sjá til hvernig gengur að tengja þetta saman. Góð blanda Fjölskylda Einars er úr Skaga- firði og hann var á níunda ári þeg- ar hún fluttist suður og settist að í Breiðholtinu. „Við erum alveg hreinræktaðir Skagfirðingar,“ segja feðgarnir nánast samhljóma og eru greinilega stoltir af norð- lenskum uppruna sínu. En eru Skagfirðingar öðruvísi en annað fólk? „Já - þeir eru skemmtilegri,“ svarar Hólmgeir að bragði og bætir því við að blanda af Skag- firðingi og Breiðholtsbúa sé sér- staklega skemmtileg. „Ég held að þeir blandist betur saman en aðr- ir Skagfirðingarnir og Breiðhylt- ingarnir og útkoman er líka af- skaplega góð blanda Þótt ég sé stoltur af því að vera Skagfirðing- ur þá er ég ekki síður stoltur af því að búa í Breiðholtinu. Við fluttum suður fyrir 17 árum og höfum alltaf búið í Breiðholtinu, viljum hvergi annarsstaðar vera.“ Hvað dró ykkur suður. Var verið að fylgja straumnum af lands- byggðinni eða eitthvað annað? „Gettoið maður,“ segir Hólmgeir að bragði og hlær. „Nei - án alls gamans þá áttum við orðið þrjú börn og það átti ef til vill sinn þátt í að við völdum að setjast að í Breiðholtinu. Og sjáum ekki eftir því. Það hefur verið gott að ala börnin upp og ég held að Breið- holtið sé um margt fjöl- skylduvænt og ekki síst barnvænt hverfi. Nú er þetta líka orðin miðja höfuðborgarsvæðisins. Hún er alltaf að færast til austurs með vaxandi byggð og svo er þetta stærsta hverfið.“ Frjáls og örugg í Bökkunum Einar segir að það hafi verið Forréttindi að alast upp í íþróttaumhverfi Feðgarnir Hólmgeir Einarsson íþróttafrömuður í Breiðholtinu og Einar Hólmgeirsson handboltamaður.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.