Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 5
gott að alast upp í Bökkunum. „Maður hafði allt við hendina. Ég var tvær mínútur að labba í skól- ann og aðrar tvær að fara á æf- ingu. Þetta var lokað hverfi og við krakkarnir vorum bæði mjög frjáls en einnig örugg í þessu um- hverfi. Ég var það ungur þegar við fluttum suður að ég var ekki búinn að festa neinar rætur fyrir norðan aðrar en þær sameigin- legu rætur sem fjölskyldan á þar. Uppeldislegu ræturnar eru allar í Breiðholtinu,“ segir hann og það bregður fyrir þessu skagfirska stolti sem einkennir þá feðga. „Þótt ég líti á mig sem Skagfirðing þá ég finn ekki mikið til þess svona dags daglega. Ég reyni þó að fara norður í Skagafjörð einu sinni á ári. Það má ekki vera minna því uppruninn er þaðan. Breiðholtið er mjög góður staður og ég get vel hugsað mér að búa þar þegar dvöl minni erlendis lýk- ur. Ég tel raunar mestar lýkur á að svo verði þótt konan sé ættuð úr Grafarvoginum. Ég held að hún geti vel sætt sig við Breiðholtið. Kannski verð ég bara að kaupa hús án þess að láta hana vita,“ bætir hann við. „Þá hefur hún ekkert val.“ Hollywood og Harlem Hólmgeir segir að Breiðholtið hafi setið svolítið á hakanum síð- ustu 10 til 12 árin. „Eftir að lokið var við að byggja hverfið er eins og það hafi gleymst að einhverju leyti. Lífið heldur áfram og ráðast varð í byggingu nýrra hverfa og beina athyglinni þangað. En það má auðvitað ekki gleyma því sem fyrir er. Ég get nefnt útivistar- svæðin sem dæmi. Þar hefur ekk- ert verið gert um lengri tíma og þau eru hreinlega í niðurníðslu. Ég hef borið útivistarsvæðin í Breiðholtinu saman við útivistar- svæðin í Garðabæ og samanburð- urinn er eins og á Hollywood og Harlem Garðabæ í vil.“ Hólmgeir segir að stjórnmálamenn hafi ekki sýnt Breiðholtinu nægilegan áhuga á undanförnum árum. Þeir hafi greinilega verið of uppteknir af uppbyggingu nýju hverfanna. „Ef til vill hefur mönnum fundist Breiðholtið svo nýbyggt að það þyrfti ekki athygli. Væri ekki kom- ið á viðhaldsstig. En málið er ekki svo einfalt. Breiðholtið er orðið 40 ára gamalt og það er ekki hægt að byggja ný hverfi og gleyma þeim svo í áratugi á meðan kröft- unum er beint annað. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er eiginlega eini stjórnmálamaðurinn sem aldrei hefur hætt að sýna Breiðholtinu áhuga enda hefur hann búið lengi í hverfinu. Hann lítur greinilega á Breiðholtið sem heimabæinn sinn að þessu leyti. Það er alla vega mín reynsla.“ Hólmgeir segir Breiðholtið hafa allt til þess að bera að geta verið fallegt og skemmtilegt hverfi. Aðeins sé um herslumun að ræða að ná því og brýnustu verkefnin séu að bæta útivistarsvæðin og skilyrði til úti- vistar. Samheldni vantar Mörgum finnst að ýmsa að- stöðu vanti í Breiðholtið. Fyrir skömmu var rætt um tæpast væri hægt að komast í hraðbanka nema að fara á bíl og sömu sögu væri að segja um kaffihús. Hólm- geir segir að Mjóddin hafi á sín- um tíma verið hugsuð sem þjónustukjarni eða einhvers kon- ar miðbær fyrir Breiðholtið. Hún hafi þó aldrei virkað fullkomlega sem slík vegna þess að hún liggi í útjaðri þess við Reykjanesbraut- ina. „Fólk þarf hvort sem að nota bíl til þess að komast þangað og þegar það er sest upp í bílinn þá fer það niður í bæ. Að þessu leyti er Breiðholtið dálítið bílavænt hverfi. Þjónustan liggur í útjaðrin- um og í öðrum borgarhverfum.“ Hólmgeir segir að þótt benda megi á að ýmsa þjónustu vanti í hverfið þá skorti einnig á sam- heldni Breiðhyltinga. Það komi t.d. fram í tengslum við íþrótta- málin. „Íþróttastarfið byggist á að afla fjármuna og að leita til styrkt- araðila. En það eru ekki nema tvö til þrjú fyrirtæki í Breiðholtinu sjálfu sem standa virkilega við bakið á okkur. Þar vil ég sérstak- lega nefna Þína verslun, sem er hverfaverslun, en hefur engu að síður staðið gríðarlega vel við bakið á okkur í handboltanum í ÍR og raunar allt íþróttastarfið. Fyrir- tækin í Mjóddinni hafa, því miður verð ég að segja, ekki sýnt þessu neinn áhuga nema, Landsbankinn sem hefur verið okkur góður bak- hjarl. Ég er ekki viss um að for- svarsmenn þeirra líti á þau sem hverfislæg vegna þess að þau eru niður við þjóðveginn og þjóna í raun mun breiðari hópi viðskipta- vina en íbúum í Breiðholtinu. Mér finnst að fólk og fyrirtæki í Breið- holtinu þurfi að vinna meira sam- an að þessu leyti. Finna meiri samfélagslega kennd. Það tekur nokkurn tíma að byggja slíka kennd upp en Breiðholtið er orð- ið það gróið hverfi að hún ætti að vera fyrir hendi. Vera má að hin takmarkaða þjónusta, sem hverf- ið býður upp á hafi orðið til þess að fólk lítur ekki á sig sem Breið- hyltinga heldur sem Reykvíkinga. Ég held að meiri hverfisvitund finnist í ýmsum öðrum hverfum en er hér í Breiðholtinu að ekki sé talað um nágrannabæina. Annars er erfitt að fullyrða þetta. Þetta er fremur tilfinning en rökhyggja.“ Hólmgeir víkur að öðru stóru áhugamáli sínu sem er íþróttahús í suður Mjóddinni. „ÍR verður ald- argamalt 7. mars á næsta ári. Ég var búinn að gera mér vonir um að við gætum labbað inn í nýtt íþróttahús á þeim tímamótum en ljóst er að svo verður ekki. En nú er þó búið að ákveða að ráðast í byggingu þess svo kannski getum við tekið fyrstu skóflustunguna á afmælisárinu í stað þess að labba inn. Það er þó áfangi á réttri leið.“ Forréttindi að alast upp í íþróttaumhverfi Hólmgeir segir að þessu fólki, sem sé tilbúið að eyða stórum hluta æfi sinnar til þess að standa að baki íþróttunum fari fækkandi. Sjálfur kveðst hann búinn að eyða um 12 áraum í sjálfboðavinnu fyr- ir íþróttafélögin í Breiðholtinu en hann sé þó ekkert að kvarta. „Ég sé ekki eftir einni mínútu af þess- um tíma og ég held að svo sé með fleiri sem hafa verið að fylgja þessu eftir en því miður þá fækk- ar þeim stöðugt sem fást til þess að gera þetta.“ Hólmgeir bendir á að þetta starf skili alltaf ein- hverju. „Og þá á ég ekki aðeins við mín eigin börn þótt þau eigi velgengni að fagna í íþróttunum. Það eru svo margir aðrir sem hafa notið góðs af þessu starfi og yfir því er ég ánægður í hvert skipti sem ég lít til baka. Þetta er ákveðin forréttindahópur. Að mínu mati eru það ákveðin for- réttindi að fá tækifæri til þess að alast upp í þessu umhverfi þótt maður sé ekkert endilega að tala um tækifærin til þess að gerast at- vinnumaður í íþróttum.“ APRÍL 2006 5Breiðholtsblaðið Einar í leik með Grosswallstad. Og það varð mark, eins og Bjarni Fel myndi segja. ÁVÍSUN Á VELGENGNI FERMINGAR- BARNSINS FRAMTÍÐARREIKNINGUR Framtíðarreikningur er verðmæt fermingargjöf sem vex með barninu og hjálpar því að læra góða siði í fjármálum. Hann er bundinn til átján ára aldurs og ber alltaf bestu vexti sparireikninga bankans. Ef þú stofnar Framtíðar- reikning til að gefa í fermingargjöf og leggur 5.000 kr. eða meira inn á hann færðu 2.000 kr. mótframlag frá Glitni. Komdu í næsta útibú og leggðu grunn að fjárhagslegri velgengni fermingarbarnsins um alla framtíð. Framtíðarreikningurinn fæst líka á glitnir.is og í Þjónustuveri í síma 440 4000. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA GREI‹I‹ GEGN TÉKKA Þ ESSUM KRÓNUR KR. 2.000 ,– F.h. Glit nis FRAMTÍ ÐARREI KNINGU R Ferming arárið 20 06 Ert þú á leiðinni í fleiri en eina fer mingu? T alaðu við gjaldker a í næsta útibúi G litnis.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.