Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 6

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 6
Arndís Markúsdóttir flutti er- indi á málþingi um félagsstarf aldraðra sem fram fór í Gerðu- bergi á dögunum í tengslum við Breiðholts-menningarhátíð eldri borgara. Í erindi sínu lýsti Arn- dís meðal annars þeirri þjónustu sem hún nýtur af hálfu Reykja- víkurborgar sem eldri borgari. Arndís sem verður 90 ára á þessu ári lýsti því hvernig heimaþjónustan hefur gert henni kleift að búa á sínu eigin heimili eftir að starfsgeta hennar tók að minnka og ræddi um hversu ómetanlegt það sé fyrir eldra fólk að nóta þjónustu að þessu leyti. Tíðindamanni Breiðholtsblaðsins lék forvitni á að fræðast nokkuð um líf þessar- ar nær níræðu konu sem flutt hafði mál sitt af einurð og skör- ungsskap á málþingi nokkru áður. Guðrún Jónsdóttir í Gerðubergi var því fenginn til þess að hella upp á könnuna og síðan var sest niður í fundarher- bergi félagsstarfs aldraðra í Gerðuberginu. Fannst ég komin í óbyggðir Ertu frumbýlingur í Breiðholt- inu? „Ég er trúlega einn af þeim því ég fluttist í Bakkana 1986 á meðan hverfið var í byggingu. Ég hafði áður búið vestur í bæ eins og sagt er. Ástæða þess að ég flut- ti var að okkur vantaði stærra húsnæði og því var tekin ákvörð- un um flytja í þetta nýja hverfi.“ Urðu þetta viðbrigði? „Já, þetta urðu heilmikil viðbrigði. Mér fannst í fyrstu að ég væri komin í óbyggðir. Hverfið var mjög hrátt á þessum tíma og nánast engar almennilegar götur að finna þar. Á þessum tíma voru húsið byggð fyrst og göturnar komu svo á eftir öflugt við það sem farið er að gera í dag. Það var eiginlega ekki fyrr en farið var að byggja í Mjóddinni að eitthvert lag komst á gatnakerfið. Svo gekk Strætó heldur ekki inn í hverfið til að byrja með þannig að maður varð að fara niður í Blesugróf til þess að komast niður í bæ. Ég var alltaf í fastri vinnu og þurfti því að ganga niður í Blesugrófina á hverjum morgni og sömu leið til baka á kvöldin þangað til vagn- arnir fóru síðar að fara nær. Þetta voru líka talsverð viðbrigði en þetta vandist og á síðari árum mínum í hverfinu hef ég alls ekki viljað flytja aftur.“ Margt erfitt í Danmörku á þeim tíma Arndís á langa starfsæfi að baki, bæði hér á landi og erlendis um skeið og lét ekki af störfum á sínum síðasta vinnustað sem var Slysadeild Borgarspítalans, sem þá bar það heiti, fyrr en þegar hún varð fullra 70 ára. Þú vannst alltaf úti? „Já - ég gerði það og hef eflaust komið víðar við en margir aðrir, að minnsta kosti konur á mínum aldri vegna þess að áður var fólk meira á sama vinnustaðn- um um langan tíma og margar konur af minni kynslóð fóru aldrei út á vinumarkaðinn.“ Þú bjóst og starfaðir erlendis um tíma? „Það er rétt. Ég fór til Kaup- mannahafnar 1951 og starfaði þar á skrifstofu Eimskipafélagsins til 1956. Síðan vinna ég um borð í Gullfossi um nokkurra ára skeið. Ég var eiginlega ráðin þangað vegna þess að ég talaði dönsku og ensku. Það ferðaðist fólk af ýmsum þjóðernum með Gullfossi á þessum tíma og þess vegna var talið nauðsynlegt að starfsfólkið kynni eitthvað fyrir sér í tungu- málum. Ég var þá búin að búa er- lendis og það hjálpaði mér í þess- um efnum.“ Hvernig var að koma til Kaupmannahafnar á þessum tíma, svo skömmu eftir stríðið. „Það var margt erfitt í Danmörku á þessum tíma. Vöruskortur og manni fannst nánast ekkert vera til. Jafnvel lítið um matvöru í þessu landbúnaðarlandi. En þetta breyttist mikið á árunum sem ég var úti. Danir voru að ná sér á strik eftir hernámið og atvinnulíf- ið var farið að ganga sinn vanda gang. „Var mikið um Íslendinga í Kaupmannahöfn á þessum árum? „Já - það var nokkuð um Íslend- inga. Bæði fólk sem dvaldist þar tímabundið við nám eða störf líkt og ég en svo var talsvert af fólki sem komið hafði út fyrir stríð og var sest að. Í þeim hópi var tals- vert af konum sem höfðu farið út, sumar til þess að læra kjólasaum eða eitthvað annað nytsamlegt en síðan gifst Dönum. Þessar konur höfðu oft lítil eða engin samskipti við landa sína. Sumar þeirra voru fínar með sig og ég held að marg- ar þeirra hafi einangrast. Alla vega frá löndum sínum en ein- hverjar þeirra áttu danskar fjöl- skyldur.“ Hvarflaði aldrei að þér að setjast að í Danmörku? „Nei, ég hugsaði mér alltaf að fara heim aftur. Ég hélt bréfasambandi við fólk hér heima en eftir því sem árunum fjölgaði þá leið lengra á milli bréfa. Fólk varð latara að skrifa og maður fjarlægðist einhvern veginn. Ég held að ég hefði glatað öllu sambandi hingað heim ef ég hefði verið mikið lengur. Lent í sömu aðstöðu og margar konur sem ílengdust úti þannig að ég ákvað að fara heim. Þá var ekki eins algengt að konur væru á vinnumarkaðnum og nú.“ Fórstu heim upp á von og óvon með að fá vinnu? „Nei, ég gerði það ekki. Ég gerði ráð fyrir að mér legðist eitthvað til. Ég var á Gullfossi um tíma og starfaði einnig í Hampiðj- unni um skeið. Þegar ég kom hingað uppeftir leitaði ég fyrir mér um vinnu í Breiðholtinu en þar var lítið að hafa. Ég hafði bæði unnið skrifstofu- og verslun- arstörf þar sem starf mitt um borð í Gullfossi var í versluninni. Ég hafði því dálitla reynslu og leit- aði meðal annars eftir vinnu í Breiðholtskjöri þegar það opnaði. Það reyndist hins vegar vera nóg af stúlkum til þess að starfa í búð- inni en ég var svo heppin að fá starf á Slysadeildinni í Fossvogi þar sem ég starfaði síðustu 13 árin af starfsæfi minni.“ Erfitt að manna þjónustuna Hvernig bar til að þú fórst að leita til heimaþjónustunnar? „Eftir að starfsgetan fór að minnka tók ég að eiga í erfiðleikum með þrif og þess háttar. Fyrsta þjónustan sem ég var aðnjótandi var við þrifin. Svo hefur þetta vaxið eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú nýt ég t.d. akstursþjónustu. Vandinn við þetta er hversu erfitt er að fá fólk til þess að starfa við heimaþjónustuna. Ég held að launamálin eigi þar einhvern hlut að máli. Þetta eru láglaunastörf og það þarf að laga þetta eitthvað ef takast á að manna þessa mikil- vægu þjónustu eins og þarf. Það sem mig vantar einkum nú er að fá einhvern til þess að fara með mér út að ganga. Ég er orðin slæm í hnjám og læknar telja ekki ráðlegt að gera á þeim aðgerðir þannig að ég þarf orðið að nota göngugrind. Heilbrigðisþjónustan hefur þó sent sjúkraþjálfara til þess að fara með mér út. Annars kæmist ég ekki út. Að öðru leyti er ég ánægð með þá þjónustu sem ég er aðnjótandi eins og ég kom inn á í erindinu mínu á mál- þinginu.“ APRÍL 20066 Breiðholtsblaðið Ég er ánægð með þjónustuna Stekkjarbakka 6 - 540 3300 www.gardheimar.is heimur heillandi hluta og hugmynda! Opnunartími yfir páskana: - Skírdagur: 10 – 21 - Föstudagurinn langi: lokað - Laugardagur fyrir páska: 10 – 21 - Páskadagur: lokað - Annar í páskum: 10 – 21 ALLT FYRIR PÁSKANA Á EINUM STAÐ! Arndís Markúsdóttir.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.