Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 9

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 9
Grunnskólanemar í Reykjavík luku lestri sínum í stóru upp- lestrarkeppninni í Háteigskirkju 4. apríl sl. Lokahátíð keppninnar í Reykjavík hafði þá staðið yfir frá 20. mars en hún fór fram í sex kirkjum í borginni, þar á meðal í Seljakirkju í Breiðholti. Nemendur í 7. bekk grunnskól- anna keppa en að keppninni standa Raddir, samtök um vand- aðan upplestur og framsögn. Keppnin hófst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember með skóla- keppni þar sem valdir voru full- trúar hvers skóla en lauk með lokahátíð í hverfum borgarinn- ar. Vegna fjölda þátttakenda urðu lokahátíðirnar sex að þessu sinni. Grunnskólar Reykjavíkur tóku í fyrsta sinn þátt í stóru upplestrar- keppninni skólaárið 1998 til 1999 og hafa þeir keppt á hverju ári síðan. Um 1.600 nemendur í 32 skólum og 73 bekkjardeildum í allri borginni tóku þátt í keppn- inni að þessu sinni. Markmiðið er að efla íslenskt mál og styrkja færni nemenda í notkun móður- málsins auk þess að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Þó hér sé um eiginlega keppni að ræða skiptir mestu það starf sem unnið er í hverjum bekk. Í fyrstu umferð lásu keppendur úr verkum hins vinsæla barnabókahöfundar, Kristínar Steinsdóttur. Í annarri umferð voru lesið ljóð eftir Birgi Svan Símonarson sem var skáld keppninnar að þessu sinni og í þriðju og síðustu umferð ljóð að eigin vali. Sparisjóðirnir veittu peningaverðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti og Edda útgáfa gefur öllum sem taka þátt í lokahátíð- inni bókaverðlaun. Mjólkursam- salan gaf drykkjarföng og ýmsir aðilar styrktu þessa keppni með veitingum, blómum og fleiru. APRÍL 2006 9Breiðholtsblaðið Grunnskólanemar lásu í Seljakirkju Nemendur sem tóku þátt í þeim hluta lokahátíðar stóru upplestrar- hátíðarinnar sem fram fór í Seljakirkju í Breiðholti. Breiðholtsskóli vann undanúrslitin Sími: 511 1188 & 895 8298 Heimasíða: www.borgarblod.is Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. 20% afsláttur af Nicorette Freshmint Bragð semendist lengur *Tilboðið gildir til 30. apríl Undankeppnir fyrir hina ár- legu hreystikeppni grunnskól- anna fóru fram dagana 9. til 23. mars. Í ár skráðu sig alls 42 skólar og komust 10 af þeim áfram í úrslitin. Breið- holtsskóli keppti í undanúr- slitum þann 16. mars og lenti þar í fyrsta sæti með 61 stig. Keppendurnir fyrir Breið- holtsskóla voru þau Karl Mart- insson sem keppti í upphífing- um og dífum, Eva Katrín Jó- hannesdóttir sem keppti í arm- beygjum og fitnessgreipi, Hrólfur Smári Pétursson og Anna Guðný Sigurðardóttir kepptu í hraðaþrautinni og eru þau öll í 9. bekk. Stuðningslið Breiðholtsskóla mætti á svæð- ið í báðum keppnunum og hvatti liði sitt útí ystu æsar, enda fékk skólinn mikið hrós fyrir góða hvatningu. Allir stuðningsmennirnir voru í peysum, merktum Breiðholts- skóla, sem gefnar voru af Nettó í Mjódd og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðning- inn. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöllinni þann 2. apríl og lenti Breiðholtsskóli þar í 7. sæti en Salaskóli vann hana. - Birta Þessa dagana er unnið að því að safna saman upplýsingum um sumarstarf fyrir börn og unglinga í Reykjavík í sumar. Að því loknu munu upplýsingar birtast á heimasíðu ÍTR og ein- nig berast í bæklingi til allra grunnskólabarna í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að nýjar upp- lýsingar liggir fyrir í kringum sumardaginn fyrsta. Fram að því eru þær upplýsingar sem finna má um sumarstörf á síðu ÍTR frá sumrinu 2005. ÍTR býður upp á fjölbreytt sumar- námskeið og dagskrá þeirra er í sífelldri endurskoðun og hvað varðar framboð á námskeiðum og samsetningu aldurshópa. Nýjar upplýsingar um sumarstörf ÍTR

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.