Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 10

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 10
APRÍL 200610 Breiðholtsblaðið Yfir 200 nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni FB sem fram fór í mars sl., en þetta er í 9. sinn sem skólinn heldur slíka keppni. Árangurinn í ár er með þeim bestu í sögu keppninnar. Þátttakendur eru nemendur úr 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna í Breiðholti og nú bar svo við að allir skólarnir 5 áttu verðlauna- hafa í einu af þremur efstu sætun- um í flokkunum þremur. Keppnin hlaut í ár styrk Menntaráðs Reykjavíkurborgar og allir keppendur í 5 efstu sæt- unum í hverjum árgangi fengu vegleg verðlaun í boði Glitnis, Heimilistækja og VÍS. Úrslit á mótinu urðu annars sem hér segir: 10. bekkur 1. Tanja Rós Ívarsdóttir, Ölduselsskóla 2. Jón Arnar Tómasson, Seljaskóla 3. Viktoria Alexeeva, Fellaskóla 4. Hannes Daði Haraldsson, Breiðholtsskóla 5. Sighvatur Örn Sigþórsson, Seljaskóla 9. bekkur 1. Árni Indriðason, Breiðholtsskóla 2. Kristinn Hrafn Þórarinsson, Ölduselsskóla 3. Hafliði Örn Ólafsson, Hólabrekkuskóla 4. Karl R. Martinsson, Breiðholtsskóla 5. Sigríður Stefanía Hlynsdóttir, Ölduselsskóla 8. bekkur 1. Þorsteinn Halldórsson, Hólabrekkuskóla 2. Dísa E. Ríkharðsdóttir, Ölduselsskóla 3. Eva Dröfn Benjamínsdóttir, Ölduselsskóla 4. Berta Hreinsdóttir, Breiðholtsskóla 5. Ívar Kristinn Jasonarson, Hólabrekkuskóla Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni FB ásamt Kristínu Arnalds, skólameistara FB. Góður árangur í stærðfræði- keppni FB Reykjavíkurborg stendur nú fyrir vitundarvakningu í umhverf- ismálum með áherslu á um- gengni. Markmiðið er að ná at- hygli, vekja áhuga borgarbúa á valkostum í umhverfismálum og hafa áhrif á umgengni. Tryggjum okkur öllum fallegt og heilnæmt umhverfi. Það munar engu fyrir okkur, það munar öllu fyrir um- hverfið. Áherslur í umhverfismálum Mikil umræða hefur verið um umhverfismál í Reykjavík í vetur. Helstu umræðuefnin hafa verið um samgöngur, neyslumál, úti- vist, umgengni, nagladekk og svifryk. Vitundarvakning Reykja- víkurborgar hófst í september 2005 og snerist þá um valkosti í samgöngumálum en þá birtust m.a. tölur um að 60% ökuferða í borginni eru innan við þrjár kíló- metra. Annar þáttur vitundar- vakningar snerist um neyslumál þar sem áherslan var á gæði og hollustu, meðvituð innkaup, fjöl- nota umbúðir og efni úr hringrás náttúrunnar. Þriðji þátturinn var samráð við borgarbúa um áhersl- ur í umhverfismálum og bárust um 900 hugmyndir frá borgarbú- um sem notaðar eru við endur- skoðun á umhverfisstefnu Reykja- víkurborgar. Leiðarljós verkefnisins er að tryggja borgarbúum fallegt og heilnæmt umhverfi. Umhverfi okkar allra hefur mikilvægu hlut- verki að gegna þegar litið er til lífsgæða. Öll viljum við alast upp og lifa í umhverfi sem við erum sátt við. Við viljum að börnunum okkar séu búnar þær aðstæður að þau alist upp í umhverfi sem er fallegt, öruggt og heilnæmt. Umgengni er vítt hugtak og gagnvart öðrum tengist hún lóð- inni, götunni, hverfinu og borg- inni í heild. Öllum er heimilt að fara um borgina og njóta hennar, en góð umgengni gerir hverja ferð vænlegri. Umgengni kemur ævinlega við sögu: Heima, í skól- anum, vinnunni, bifreiðinni, garð- inum. Hverfið mitt Í Breiðholti eigum við að virkja okkur sjálf til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Í hverfinu eru víða falleg opin svæði með náttúruleg- um gróðri og fallegum trjám. Möguleiki til útivistar, gönguferða og hjólreiða er góður. Elliðaárdal- urinn sem er eitt besta útivistar- svæði borgarinnar liggur við bæj- ardyrnar. Það er á ábyrgð okkar allra að ganga vel um hverfið okk- ar og ala börnin upp í því að það munar um framlag hvers og eins þegar kemur að náttúruvernd. Öruggt og heilnæmt umhverfi ásamt góðri þjónustu við fjöl- skyldur eru veigamestu atriði í hugum íbúa þegar kemur að því að meta hverfið sem þeir búa í. Víða í Breiðholti er skipulag byggðar og gatna á þann hátt að gangandi og hjólandi eru nokkuð öryggir fyrir akandi umferð. Þó má finna slysahættur sem rekja má til umgengnis okkar og hirðu- leysis. Slysahætta getur myndast vegna bílhræja, s.s. vegna brot- inna rúða og þess að börn nota bílana til að leika sér í. Óheimilt er með öllu að skilja eftir núm- erslausa bíla og bílgarma á götum og bifreiðastæðum borgarinnar. Framkvæmdasvið Reykjavíkur- borgar tekur við ábendingum um númerslausa bíla og gefur eigend- um vikufrest til að fjarlægja öku- tækið. Því miður þykir mörgum enn sjálfsagt mál að henda frá sér á víðavangi sígarettustubbum, tyggjóklessum og einnota umbúð- um. Okkur dettur ekki í hug að gera þetta innan veggja heimilis okkar og hvers vegna ættum við því að fleygja þessu ruslu frá okk- ur á víðavangi. Þarna þurfum við að virkja hvert annað með sam- eiginlegri hugsun um að það muni engu fyrir okkur að henda rusli í ruslatunnur en það muni öllu fyrir umhverfið. Fullorðnir verða að ganga á undan og sýna gott fordæmi í um- gengni sem og öðrum athöfnum daglegs lífs. Ræða þarf við börn- in og unglingana um gildi heil- næms umhverfis og sýna með samtakamætti að sóðaskapur, veggjakrot og annar óþrifnaður er ekki hluti af því umhverfi sem við kjósum okkur. Hvatt er til umræðu um um- gengni og umhverfismál innan skólanna, íþróttafélaga og alls staðar þar sem börn og unglingar koma saman í skipulögðu starfi. Vorhreinsun Vorhreinsun í görðum hefst eft- ir sumardaginn fyrsta. Frá 21.- 30. apríl eru borgarbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi. Starfsmenn Fram- kvæmdasviðs verða á ferðinni og munu fjarlægja garðaúrgang og greinaafklippur sem sett hefur verið út fyrir lóðamörk. Jafnframt eru borgarbúar, stofnanir og fyr- irtæki hvött til að efna til sameig- inlegra hreinsunardaga til að skapa stemmingu hjá sínu fólki fyrir þessum málum. Ég skora á íbúa, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti að taka höndum saman um að virkja okk- ur öll í að standa vörð um um- gengni í hverfinu okkar, því það munar engu fyrir okkur en það munar öllu fyrir umhverfið ! Fallegt og heilnæmt umhverfi Ragnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts skrifar: Ragnar Þorsteinsson.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.