Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 11

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 11
Í þekktu íslensku dægurlagi segir: Það vantar spýtur og það vantar sög, það vantar málningu og fjörug lög. Það sama má segja um hraðbanka- og kaffihúsaleysið sem að ríkir í Breiðholtinu. Þó að það séu hraðbankar í Mjóddinni, þá er mjög erfitt fyrir marga, t.d. ungu kynslóðina, sem ekki hefur aðgang að bíl, að nálgast peninga þar, einkum er það bagalegt fyrir þá sem eru búsettir í Seljahverfi eða Efra-Breiðholti. Þetta er mjög slæmt því að það er mjög mikið af ungu fólki einmitt í Efra-Breið- holti og Seljahverfi sem að þarf að geta nýtt sér þessa þjónustu án mikilla ferðalaga og fyrirhafna. Þá er einnig mjög lítið af kaffi- húsum í Breiðholtinu, fyrir utan bakaríin og sjoppurnar sem að hafa verið samkomustaðir, ef sam- komustaði mætti kalla, unglinga yfir árin. Það er því ýmislegt sem vantar í hverfið þótt vissulega sé það stórt og margt gott þar að finna. Andri Kristjánsson, nemandi í 10. bekk í Ölduselsskóla og starfs- maður í Nóatúni sagði að það sár- vanti hraðbanka í Seljahverfið svo að það sé auðveldara að nýta sér verslanirnar í hverfinu og kaupa sér nesti og fleira. Hann fékk debetkort 13 ára gamall og þó að það gangi bæði í banka og búð þá sagði hann að það væri oft þægi- legt að hafa pening á sér. En hon- um finnst ekkert nauðsynlegt að það komi kaffihús í Seljahverfið en ef það myndi gerast gæfi það hon- um og vinum hans þó tækifæri til að hittast oftar og á öðrum stöð- um en núna er gert. ,,Það væri gaman að geta sest niður í ró og næði og talað um lífið og tilver- una“. Andri sagði að hann færi oft- ast heim til vina sinna og í verslun- armiðstöðvar með vinum sínum en það væri frábært að fá kaffihús eða einhvern samkomustað sem væri í göngufæri við hverfið. Það væri þó ekki eins nauðsynlegt og hvað varðar hraðbankana. Ásta Karen Magnúsdóttir, ein- nig nemandi í 10. bekk, sagði að það vantaði nauðsynlega hrað- banka því að allir hennar jafnaldr- ar séu með kort og að það sé alltaf mjög þægilegt að hafa pening í veskinu. Ásta sagði einnig að hún myndi endilega vilja fá kaffihús í Seljahverfið og þá myndi hún ein- nig fara meira á kaffihús ef þau væru nær, því að það er ekki alltaf hægt að tala saman heima hjá mömmu og pabba. Jón Þór Hróarson, nemandi í 10. bekk, myndi vilja hraðbanka við sjoppuna í Ísseli. Hann fer mest í Kringluna á Café Blue til að „chilla“ með vinum sínum. En það væri samt skemmtilegt að fá kaffi- hús hingað af því að fólk myndi vera meira saman og jafnvel kynn- ast fleira fólki í hverfinu því að fólk er alveg hætt að þekkja nágranna sína. Katrín Helga Guðjónsdóttir er 18 ára gömul og starfar á Hjúkrun- arheimilinu Seljahlíð. Katrínu finnst alveg út úr myndinni að hafa enga hraðbanka í Seljahverfinu og að maður geti aldrei nálgast seðl- ana sína nema með því að fara í Mjóddina eða eitthvað lengra. ,,Ég fer mikið á kaffihús, þá aðallega einhver sem eru í bænum, svo sem Kaffi Viktor og Thorvaldsen. Ég myndi fara á kaffihúsin í Breið- holtinu á daginn, en ef að ég er að fara að kvöldi til vil ég frekar fara í bæinn. Mér finnst ekkert bráð- nauðsynlegt að fá kaffihús í Breið- holtið en það væri alltaf gaman að geta sest einhvers staðar inn á stað sem er nálægt heimili manns, jafnvel í göngufæri.“ Fólk er greinilega einróma um að það vanti hraðbanka jafnmikið og að það vanti spýtur í laginu góða. Kaffihúsið þarf ekki að rísa upp á næstu dögum en það er alltaf gaman að eiga einhvern svona lítinn sætan samkomustað fyrir hverfisbúana, sérstaklega þegar maður getur rölt þangað í góða veðrinu. Nemendur Öldusels- skóla vilja öll fá hraðbanka við sjoppuna í Ísseli og einnig við Bón- us-verslunina í Seljahverfinu. Og ef kaffihús myndi koma í Breiðholtið væri ekki verra að hafa þar hrað- banka svo að maður hafi val um það hvernig maður greiðir fyrir kaffi- eða kakóbollan sinn og þeir sem það vilja þá tekið út þann pen- ing sem þeir þurfa þess utan. - Erna Ýr APRÍL 2006 11Breiðholtsblaðið Í tilefni af 20 ára afmælis Krýsuvíkursamtakanna í næsta mánuði er veglegt afmælisrit í undirbúningi. Bókaútgáfan Hól- ar annast útgáfu ritsins fyrir hönd samtakanna en ritstjórn er í höndum Ragnars Inga Aðal- steinssonar. Eftir að gerðar voru róttækar skipulagsbreytingar í Krýsuvík hefur meðferðarstarfið skilað framúrskarandi árangri. Í árang- ursmati, sem unnið var fyrir sam- tökin, árið 2004, segir m.a. að þátttakendur matsins hafi borið afar hlýjan hug til Krýsuvíkur og meðferðarinnar þar. Matið sýni að starfsmenn Krýsuvíkur standi sig vel og að meðferðin í Krýsuvík hafi skilað árangri. Björk Ólafs- dóttir og Sigríður Sigurðardóttir unnu árangursmatið og hafa með mati sínu gert mjög jákvæða út- tekt á Krýsuvíkurstarfinu, sem vissulega er mikil hvatning fyrir samtökin og starf þess. Annar höfunda matsins, Björk Ólafsdótt- ir, gerði innra mat á meðferðinni í Krýsuvík í meistararitgerð sinni, sem hún vann við Félagsvísinda- deild Háskóla Íslands. Í lokaorð- um ritgerðarinnar segir m.a. að árangur af meðferðinni sé ótví- ræður, og hún standist í öllum meginatriðum evrópsk viðmið um það sem einkennir árangurs- ríka vímuefnameðferð. Sagan starfsins í Krýsuvík er hvetjandi og um leið fræðandi fyr- ir foreldra, kennara og uppalend- ur, sem standa frammi fyrir eitur- lyfjaneyslu ungmenna og þeim hörmungum sem slík neysla get- ur valdið. Velunnurum Krýsuvík- ursamtakanna, jafnt einstakling- um sem fyrirtækjum, sem senda vilja árnaðaróskir í tilefni tuttugu ára starfsafmælis samtakanna og eignast um leið afmælisritið er vinsamlegast bent á að hafa sam- band við Bókaútgáfuna Hóla í síma 562-6797 og 861-9407. Sér- stakri Heillaóskaskrá verður kom- ið fyrir fremst í ritinu. Áskriftar- verð er kr. 3.500. Bráðvantar hraðbanka BEGGABAR Hraunbergi 4 Miðvikud. 12. apríl : Tveir einfaldir spila kl. 23 –03 Skírdag: Opið frá kl. 12 – 24 Föstud. langi: Opið frá kl. 24 – 03 Laugard. 15. apríl: Tveir einfaldir spila opið frá kl. 12 – 03 Páskadag: Opið frá kl. 24 – 03 Annar í páskum: Opið frá kl. 12 – 01 Síðasta vetrardag: Spilar Viðar Jóns frá kl. 23 – 03 Sumardagurinn fyrsti: Opið frá kl. 12 – 01 Laugardaginn 29. apríl: Spilar Viðar Jóns opið frá kl. 12 – 03 Tilboð yfi r páskanna: Bjór og skot kr. 800. Allir leikir í beinni. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska. Páskar á Beggabar Afmælisrit vegna 20 ára afmælis Krýsuvíkursamtakanna Andri Kristjánsson. Ásta K. Magnúsdóttir. Jón Þór Hróarsson. Katrín Helga Guðjónsdóttir. Sumardagurinn fyrsti í Breiðholti Mikið stendur til þann 20. apríl næstkomandi í Breiðholti þegar fyrsti dagur sumars verð- ur haldinn hátíðlegur. Haldið verður úti dagskrá á tveim stöð- um yfir daginn: Miðbergi frí- stundamiðstöð, Gerðubergi 1 og félagsmiðstöðinni Hólmaseli, sem er við Hólmaseli 4 til 6. All- ir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem mikið er í boði. Dagskráin er ekki tæm- andi og má búast við fjölda ann- arra atriða yfir daginn. Leiktæki og töframaður Í Miðbergi verður byrjað á helgistund í Fella- og Hólakirkju kl.13:00 og að henni lokinni verður farið í skrúðgöngu að Miðbergi. Þegar þangað er kom- ið er margt á boðstólnum. Fyrir yngri kynslóðina er rétt að benda á að leiktæki eru til stað- ar auk þess að hoppukastali verður á staðnum. Einnig mun Jón Víðis töframaður vera á svæðinu. Unglingar bjóða uppá andlitsmálun auk þess sem frí- stundaheimilin verða með skemmtiatriði. Sýnt verður at- riði úr leikritinu Hafið bláa. Á staðnum verður hægt að versla sér grillaðar pylsur ásamt gosi. Hafið bláa, Candyflos og fleira Dagurinn í Hólmaseli byrjar hjá Þinni verslun við Seljabraut þar sem gestir og gangandi munu arka saman í skrúðgöngu í Seljakirkju. Þar mun fara fram helgistund þar sem Tónlistar- skóli Eddu Borg mun vera með tónlistaratriði. Þaðan liggur síð- an leiðin í Hólmasel þar sem verða leiktæki og hoppukastali fyrir börnin. Sýnt verður atriði úr leikritinu Hafinu bláa auk þess sem töframaðurinn Jón Víðis mun töfra heil ósköp. Boð- ið verður uppá andlitsmálningu fyrir áhugasama auk þess sem frístundaheimilið Denni dæma- lausi verður með atriði. Hægt verður að versla sér grillaðar pylsur og gos en að auki munu Skátarnir vera með Candyflos á vægu verði. Einnig verða hestar á svæðinu þar sem yngstu kyn- slóðinni gefst tækifæri til að skella sér á bak. Tvær dagskrár á sumardaginn fyrsta Föstudaginn 21. apríl 2006 kl. 15.00 verður kynning á því félags- starfi sem fram fer í Árskógum 4. Í Félags- og þjónustumiðstöðinni Árskógum 4, sem tilheyrir Þjón- ustumiðstöð Breiðholts, er ásamt félagsstarfi, rekin stuðningsþjón- usta og félagsleg heimaþjónusta fyrir Breiðholtshverfi. Til þess að kynningin nái til sem flestra fer hún fram með þeim hætti að fólk verður að störfum í göngugötunni í Mjóddinni. Margt verður þar til gamans gert og má t.d. nefna: sönghópa, smíðavinnu, handavinnu, harmonikkuleik, boc- cia, spiluð félagsvist og bridge, myndlist, keilu og myndasýningu frá starfseminni. Við vonum að þú lesandi góður takir virkan þátt í þessari kynningu, skemmtir þér með okkur um leið og þú kynnist því hvað er í boði í félagsstarfinu í Árskógum 4. Lifandi kynning á fé- lagsstarfi í Árskógum 4

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.