Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Síða 12

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Síða 12
Frambjóðendur Samfylkingar- innar til borgarstjórnar hafa að undanförnu farið um Breiðholt og hitt íbúana að máli. Við byrjuðum á því að ræða við fólk í grunnskól- um, leikskólum, verslunarkjörnum og í félags- og íþróttastarfi. Við eigum eftir að fara á ýmsa staði, en það sem okkur er efst í huga á þessari stundu er hversu mikil kraftur og atorka er í því fólki sem við höfum hitt. Það er almennt ánægt með hverfið sitt, en hefur þó mjög ákveðnar skoðanir á því hvað megi betur gera. Við viljum þakka öllum sem við höfum hitt fyrir að gefa okkur stund með sér. Viðbætur við skólana Skólastarfið er mjög gott í hverf- inu og margir skólanna hafa mark- að sér sérstöðu fyrir góða og stundum sérhæfða þjónustu, auk þess sem skólar hafa fengið verð- laun fyrir framúrskarandi starf. Fjöldi skólabarna hefur þróast með mismunandi hætti. Þótt rúmt sé um börnin á einum stað er slíku ekki að heilsa á öðrum. Nú hefur verið ákveðið að byggja við Ölduselsskóla. Haldinn var fjöl- mennur fundur með foreldrum og skólafólki miðvikudaginn 5. apríl sl. Og var fagnað mjög þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að hefj- ast handa strax á þessu ári. Mötu- neytisaðstaða verður í nýjum fjöl- nota sal, og nýjum kennslurýmum verður bætt við, þar á meðal rými fyrir tónlistarnám. Við Seljaskóla hefur verið tekinn grunnur að við- byggingu sem skjótt mun rísa. Ein- nig er brýnt að huga að viðbygg- ingu við Breiðholtsskóla sem er næstur á forgangslista og á að hefjast handa með forsögn á þessu ári. Í Fellaskóla er nú verið að gera upp gamla Fellahelli og verður þar sköpunarsmiðja grunnskólanna, sem er nýmæli Reykjavík. Það vakti athygli okkar á ferð um hverfið hversu mikil breyting hefur orðið í Fellaskóla á tiltölu- lega skömmum tíma. Þar hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað verulega á síðustu misser- um. Þótt börnin séu fljót að læra íslensku kallar þetta vitaskuld á ný vinnubrögð og hefur skólinn tekið á þessum málum af mikilli festu. Þá getum við nefnt, að það vakti athygli okkar sem ekki erum að vinna í skólamálum að jafnaði, hvernig skólarnir hafa þjónað vel nemendum með fötlun af ýmsu tagi. Umferðaröryggið er gott, en lengi má gott bæta Við höfum orðið þess áskynja að íbúar vilja bæta umferðarör- yggi í hverfinu, einkum nálægt skólum. Það á meðal annars við um Skógarsel þar sem börn úr Ölduselsskóla þurfa að fara í íþróttatíma í ÍR-heimilinu. Svipað gildir um Norðurfell við Fellaskóla. Þrátt fyrir aðgerðir þarf enn úr að bæta. Hér má minna á að í aðal- skipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir göngubrú yfir Breiðholts- braut skammt austan gatnamót- anna við Norðurfell. Við munum fylgja því eftir að tryg- gja öryggi g a n g a n d i vegfarenda sem þar þurfa að fara yfir, sem og ann- ars staðar. Skíðabrekkan í Vatnsendahverfi Búið er að samþykkja í viðkom- andi nefndum borgarinnar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, að þessi brekka verði lagfærð þannig að hún verði lengd og gerð bratt- ari í efri endann. Samfylkingin mun fylgja því eftir að þessi lag- færing komist til framkvæmda á næsta kjörtímabili. Breiðholtið er ríkt Bæði ungir og aldnir geta fundið athafnaþrá sinni farveg í Breið- holtinu. Unga fólkið er margt í íþróttafélögunum ÍR, Leikni og Ægi, í skátastarfi eða kirkjustarfi. Aðstaðan til íþróttaiðkunar er að mörgu leyti góð, hún hefur farið batnandi, en sumt þarf að bæta nokkuð. Við höfum sett stefnuna á nýtt íþróttahús fyrir ÍR. Gervigras- völlur er að rísa á svæði félagsins og á Leiknissvæðinu hefur vallar- aðstaðan farið batnandi. Þar þarf hins vegar að bæta húsnæðisað- stöðuna fyrir félagið. Og það hefur líka verið tekin stefnan á það. Sundlaugin við Austurberg er fjölsótt. Flestir aldurshópar hafa margt við að vera. Í Árskógum get- ur fólk komið saman til ýmissa fé- lagsstarfa og það sama gildir um gott starf í Gerðubergi, en þar fengum við m.a. að hlýða á fjöl- mennan kór eldri borgara. Þá má ekki gleyma verslunar- og þjón- ustukjörnunum í Hólagarði og Mjódd. Þar þarf að tryggja áfram góða uppbyggingu, meðal annars með góðu aðgengi allra sem þang- að þurfa að leita. Við höfum því fengið að hlusta á margt á ferðum okkar um Breið- holtið að udanförnu. Við höfum heyrt að fólki finnst gott að búa í Breiðholti og í því er kraftur og þor. En við höfum líka fengið að heyra hverju fólk vill helst breyta. Nokkur atriði höfum við nefnt hér, en munum á næstunni vinna frek- ar úr þeim óskum og ábendingum sem fram hafa komið og kynna Breiðhyltingum fljótlega þau stefnumál sem við viljum setja á oddinn fyrir hverfið. Þeir frambjóðendur sem farið hafa um hverfið eru Dagur B. Egg- ertsson, Steinunn Valdís Óskars- dóttir, Stefán Jón Hafstein, Björk Vilhelmsdóttir, Oddný Sturludótt- ir, Dofri Hermannsson, Stefán Jó- hann Stefánsson, Gunnar H. Gunnarsson og Ingimundur Pét- ursson. Fjórir frambjóðendanna búa í Breiðholti, þau Björk, Stefán Jóhann, Gunnar H. og Ingimundur. APRÍL 200612 Breiðholtsblaðið Samfylkingin hlustar á Breiðhyltinga Stefán Jóhann Stefánsson skrifar: Stefán Jóhann Stefánsson. Þann 23. mars sl. var kvöld- vaka í Félags- og þjónustumið- stöð Árskógum 4. Kvöldvaka að þessum toga hafði ekki verið haldin þar áður þannig að nú fannst stjórnendum og öðrum kominn tími til þess að gera eitt- hvað „nýtt“ og gefa þar með fólki tækifæri á að koma saman og skemmta sér við hin ýmsu skemmtiatriði ásamt því að spjalla. Þetta er einn liðurinn í því að hvetja fólk til þess að koma og hittast fyrir utan reglubundið fé- lagsstarf. Góð mæting var á þessa skemmtun en alls voru þarna komnir saman um 75 manns á ýmsum aldri, allt frá fermingarbörnum til fólks á tí- ræðisaldri. Margt var gert sér til gamans og má nefna atriði frá fermingarbörnum úr Seljakirkju, krakkar úr Ölduselsskóla voru með tískusýningu en þau klædd- ust fötum af eldra fólki, upplest- ur, söngatriði, myndasýning af fé- lagsstarfinu o.fl. Gaman var að sjá hversu krakkarnir sem tóku þátt í þessari skemmtun höfðu gaman af og verður leitað til þeirra ef þess þarf og eru þau alltaf tilbúin eins og þau orðuðu það. Ekki hafði „eldra fólkið“ síður gaman af því að fá ungviðið til þess að skemmta sér. Ekki var að heyra annað á þeim sem þarna mættu að þetta hefði verið mjög gaman og er tal- að um að þetta þurfi að vera reglulega í framtíðinni, sem það að sjálfsögðu verður. Ungir og aldnir ná vel saman í félagstarfi Kvöldvaka í Árskógum Drykkjarjógúrt er svo til fitulaus máltíð sem inniheldur heilnæmar trefjar. Hún er fljótlegur og gómsætur kostur þegar þú hefur varla tíma til að borða og sparar þér eldamennsku og uppvask. Fljótleg máltíð í flösku

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.