Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 13
Megum við öll eiga gleðiríkapáskahátíð og fagna samanstærstu trúarhátíð hins kristna heims. Upprisuhátíð, trúar og vonarljós kvikna eftir myrkan tíma föstunnar þegar við höfum hugað að þjáningarsögu frelsarans. Þetta passar allt vel við þá stað- reynd að sólin fer stöðugt hækk- andi og við horfum fram á bjartari tíma, sumarið er í nánd. Já, svo kom sólin upp eins og maðurinn sagði og birta hennar ýtir undir ferða- gleði þjóðarinnar. Það er páskahelgi og þá er lagt í´ann. Er ferðinni heit- ið til Austurríkis á skíði, til Kanarí í sólina, upp á Skjaldbreið í jeppaferð eða verður það göngutúr í Heið- mörkinni? Ég nefndi hér Skjaldbreið og þá kemur upp í huga minn eina páska- ferðalagið, sem ég hef farið í. Faðir minn er prestur og þegar ég var að alast upp að þá voru miklar annir hjá honum á páskum eins og gefur að skilja og lítið farið. Það var skömmu áður en ég sjálfur vígðist til prests, að mér var boðið í ferð upp á Skjaldbreið. Þetta var eftirminnanleg ferð. Við ókum austur á traustri og góðri jeppabifreið og þarna tók hún á móti okkur þessi náttúruperla, þessi tíu þúsund ára gamla dyngja, allt að því gulli slegin, því sólar- geislarnir voru sterkir þennan dag. „Fanna skautar faldi háum, fjallið allra hæða val“, það þarf ekki að koma neinum á óvart að fjallið Skjaldbreiður hafi orðið höfuðskáld- unum að yrkisefni. Ég hafði gert mér það í hugarlund á leiðinni, að þarna yrðum við ein eða fá með þessa stórkostlegu nátt- úru út af fyrir okkur, en annað var upp á teningnum, það var iðandi mannlíf og umferðin slík að það slagaði hátt í Austurstrætið á góð- um degi. Það var jeppi við jeppa og fólk á skíðum í eftirdragi og hver og ein einasta manneskja naut blíðunnar í botn. Ég skellti mér á skíði sjálfur og þrátt fyrir eitt og eitt fall að þá stóð ég upp aftur glaður í sinni, andaði að mér ferskleikanum og umhverfinu með rauðu eplakinn- arnar. Þegar komið var að toppi var sól- in búin að bræða snjóinn það mikið að fólk varð að stíga út úr jeppum og hleypa úr dekkjum, bílar sátu fastir, það var mokað, það voru gef- in góð ráð manna á milli og þessi holla og góða áreynsla í fögru um- hverfi birti á ákveðinn hátt allt hið góða í sérhverri manneskju, sem þarna var stödd. Það stóð aldrei á dyggri aðstoð. Guð var þarna augljóslega líka og maður lifandi ef þetta landslag, þessi dagur og þessi perla opinber- aði ekki góðan Guð, að þá veit ég ekki hvað. Þetta sýndi mér jafn- framt að það eru góðar guðsþjón- ustur víðs vegar haldnar á helgri páskahátíð jafnvel undir berum himni. Það var gott að leggja höfuð á kodda að loknum mögnuðum degi og góðri ferð. Þessi ferðagleði fólks á bjartri sig- urhátíð er á margan hátt í anda Jesú Krists. Hann var sjálfur stöðugt á ferðinni, hann gekk um héruð, naut samfélags við fólk, hjálpaði því með margvíslegum hætti, kunni vel að meta hreina og ómengaða náttúru, gekk upp á hæð- ir og mælti ódauðleg orð. Þá gat hann einnig hvílt sig og dregið sig út úr skarkalanum, gaf sjálfum sér tíma til hugleiðingar og bænaiðkun- ar. Lífið okkar er eitt allsherjar ferða- lag, það er gott að staldra við á þeirri ferð til þess að átta sig á hvað það er sem mestu máli skiptir, trú- in, vonin, kærleikurinn. Kirkjan er fólk á ferð, hvar sem þú ert staddur á þessari jarðarkringlu að þar er kirkjan opin og býður þér tækifæri til þess að eiga uppbyggilegar bænastundir með sjálfum þér og öðrum. Fylg þú mér sagði hinn upprisni Jesús Kristur og býður þér í ferðalag, sem er öllum ferðalögum æðra. Þrátt fyrir fegurð Skjaldbreiðar og góðs dags hér um árið að þá er aldeilis ekkert sem kemur í stað þeirrar ferð- ar sem frelsarinn býður upp á. Gleðilega hátíð og góða ferð! APRÍL 2006 13Breiðholtsblaðið Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljasókn skrifar: Á ferð Bolli Pétur Bollason Unglingadeildin í Breiðholts- skóla fór í skíðaferð í Bláfjöll Dagana 20. til 24. mars. Deild- inni var skipt í tvo hópa, fyrsti hópurinn fór á mánudaginn og kom heim á miðvikudaginn. Seinni hópurinn fór á miðviku- daginn og kom heim á föstudag- inn. Í Bláfjöllum var ekki alveg besta veður. Fyrri hópurinn var sérstak- lega óheppinn með veðrið, engar lyftur opnar og þau gátu ekkert rennt sér, en Maggi deildarstjóri sá um að halda uppi fjörinu fyrir þeim. Sungið og skemmt sér var í „Sing star“ á kvöldvökunum og „Family Guy“ bjargaði ferðinni. Seinni hópurinn aftur á móti var mjög ánægður. Reyndar var alltaf rok og engar lyftur opnar en þau létu ekkert á sig fá og fundu góða brekku sem notuð var alla ferð- inna. Á kvöldin var hamast við að ná sem mestu tökum í „Partý og co.“ og allir tóku sig til að kenna dönsku kennaranemun- um „Kleppara“. - Birta. „Sing star“ og „Family Guy“ björguðu ferðinni Krakkarnir fundu góða brekku sem notuð var alla ferðinna. VORIÐ GENGUR Í GARÐ Reykjavíkurborg Starfsmenn Reykjavíkurborgar verða á ferðinni á tímabilinu og fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett út fyrir lóðarmörk. Athugið að garðaúrgang má ekki setja í sorptunnur. • Garðaúrgang skal setja í poka. • Greinaafklippur skal binda í knippi. • Ekki verða fjarlægð stór tré eða trjástofnar. Nánari upplýsingar í síma 4 11 11 11. LÓÐAHREINSUN Í REYKJAVÍK 2006 21.–29. APRÍL www.reykjavik.is Gerður hefur verið samn- ingur á milli Reykjavíkurborg- ar og Golfklúbbs Reykjavíkur vegna stuðnings borgaryfir- valda við framkvæmdir og endurbætur á golfvöllum fé- lagsins í Reykjavík. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Gestur Jónsson formaður Golfklúbbs Reykja- víkur undirrituðu samninginn en um er að ræða styrk uppá 210 milljónir króna sem greið- ist á fjórum árum. Einnig er gert ráð fyrir því að á næstu mánuðum ljúki vinnu við af- mörkun lands á Korpúlfsstöð- um sem verður notað undir golfvöll þar sem tilliti til fyrir- hugaðrar stækkunar úr 18 hol- um í 27 holur. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur nú þegar lok- ið við uppbyggingu tveggja nýrra æfingaflata í Grafarholti og svo Grafarkotsvallar, sem er sex holu æfingavöllur og verð- ur tekinn í notkun í júní. Næstu verkefni eru bygging véla- geymslu í Grafarholti og þjón- ustubyggingar við Bása, þar sem afgreiðslurými verður stækkað og byggð innipútt- og vippflöt. GR semur við Reykjavíkurborg Sími: 511 1188 & 895 8298 Heimasíða: www.borgarblod.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.