Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 14

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Qupperneq 14
Steinunni Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri hlaut gullmerki Frjálsíþróttasam- bands Íslands á ársþingi þess þann 24. mars s.l. Borgarstjóri hlaut gull- merkið sem vott um þakklæti hreyfingarinnar vegna aðkomu Reykjavíkurborgar að uppbyggingu fyrir frjálsí- þróttir í Laugardal. Í ávarpi Jónasar Egilssonar, fráfar- andi formanns kom fram að með tilkomu íþrótta- og sýn- ingahallarinnar hafi orðið gjörbylting í frjálsíþrótta að- stöðu á Íslandi. Steinþór Geirdal Jóhannsson varð Freyjumeistari 2006 á AMF World Cup Freyjumótinu í keilu, sem fór fram 23. til 26. mars sl. Spilamennska í forkeppni var einstaklega góð og var Steinþór Geirdal Jóhannsson efstur en hann spilaði að meðaltali 237 í leik. Að lokinni forkeppni héldu 10 efstu spilarar áfram í milliriðil og kepptu þar allir við alla ein- falda umferð. Að loknum milliriðli kepptu tveir efstu menn til úr- slita. Magnús Magnússon úr KR sigraði í milliriðli og Steinþór Geirdal Jóhannsson ÍR var í öðru sæti eftir afar spennandi keppni. Í úrslitunum sigraði Steinþór svo með þremur vinningum gegn tveimur. Steinþór verður því fulltrúi Íslands á 42 Qubica AMF World Cup sem haldin er 4. - 12. nóvember í Caracas, Venezuela. APRÍL 200614 Breiðholtsblaðið Steinþór Freyjumeistari Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Steinunn Valdís sæmd gullmerki Þyngdarpunktur höfuð- borgarsvæðisins hefur færst 97 metra í norðaustur að undanförnu. Frá því farið var að fylgjast með hreyfing- um hans árið 2002 hefur hann verið í Fossvogi og færst í suðaustur í átt til Kópavogs. Punkturinn er enn í Fossvogi en hefur færst ofar í hverfið. Ekki liggur fyrir hvað veldur þessari breytingu en gera má ráð fyrir að bygging Grafar- holts, Norðlingaholts og vöxt- ur Mosfellsbæjar auk nýrra þéttingarsvæða í norðan- verðri Reykjavík eigi þar hlut að máli. Fylgst hefur verið með hreyfingum þyngdar- punkts búsetu í Reykjavík frá árinu 2002 á grundvelli korta- grunns Landupplýsingakerfis Reykjavíkur og heimilisfanga- safns Samsýnar ehf, sem hef- ur að geyma staðsetningar heimilisfanga allra íbúa á höf- uðborgarsvæðinu í hnitum og er stöðugt uppfærð með nýj- ustu upplýsingum úr Þjóðskrá og kerfi landslagsupplýsinga. Þyngdarpunkturinn í norðaustur

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.