Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 15

Breiðholtsblaðið - 01.04.2006, Side 15
Á 99 ára afmæli Íþróttafélags Reykjavíkur laugardaginn 11. mars sl. hélt skíðadeild ÍR Mikla - Reykjavíkurmeistaramót 9 til 12 ára krakka í Bláfjöllum og tóku hátt í 100 krakkar þátt í mótinu. Aðstæður í fjalli voru frekar erfiðar því snjóað hafði verulega um nóttina og skyggni var frekar lélegt. Snjór er eitthvað sem við höf- um ekki haft nóg af þennan vetur- inn og vonandi er þessi snjór komin til að vera eitthvað áfram. En mótið tókst í alla staði vel og voru allir krakkar að standa sig með sóma. ÍR-krakkar voru þar fremst í flokki, voru öll á verð- launapalli og óskum við þeim til hamingju. Eldri krakkarnir í skíða- deildinni 13 til 16 ára eru búin að taka þátt í mótum úti á landi og hafa verið að standa sig mjög vel, eru sannir ÍR-ingar. Stjórn skíða- deildar ÍR þakkar öllum krökkum þátttöku og þakkar öllum sem voru að aðstoða við mótið. Hægt er að skoða myndir og annað fróðlegt um skíðadeildina inn á heimasíðu okkar. http://www.irsida.is/skidi/. Myndin er af hluta verðlaunahafa í yngri flokknum. APRÍL 2006 15Breiðholtsblaðið Fréttir Íþróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Myndsími: 587 7081 Tölvupóstur: iradal@isholf.is Fimm pör úr dansdeild ÍR tóku þátt í stóru alþjóðlegu móti í Tralee á Ír- landi í lok febrúar og er mótið talið eitt af stóru mótunum í heiminum. Segja má að vel hafi gengið því að börnin komu hlaðin verðlaunum heim og vöktu þau mikla athygli í dansheiminum. Dansdeildin átti pör inni í úrslitum í öllum keppnunum sem þau tóku þátt í. Þetta eru krakkar á aldrinum 7 til 11 ára og eiga þau svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Upplyfting hefur átt sér stað á skemmtilegu íþrótta- og leikja- námskeiði sem ÍR stendur fyrir. Námskeiðin eru bæði fyrir stelp- ur og stráka fædd á árunum 1996 til 2000 og er farið í fullt af leikjum, s.s. ratleiki og skemmti- lega útileiki, einnig fá börnin að fara í hinar ýmsu íþróttagreinar sem þjálfarar í viðkomandi grein munu koma að. Innan ÍR eru níu íþróttagreinar svo af nógu er að taka. Með þessu stuðlum við að fjölbreyttri hreyfingu fyrir börnin. Farið verður í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í keilu í Mjódd. Þess fyrir utan er um- hverfi ÍR stórbrotið og margt hægt að gera í gönguferðum. Námskeiðin eru í boði allan dag- inn, frá kl.09:00 til 16:00, eða hálf- an dag fyrir þá sem þess óska. Börnin hafa jafnframt kost á að vera í gæslu frá 8:00 til 09:00 og frá 16:00 til 17:00 dagana sem þau eru á námskeiðinu og er ekki greitt sérstaklega fyrir það. Um vikunámskeið er að ræða og hefj- ast þau strax að loknum skóla í júní. Fjörfiskar í frjálsum og fótbolta Nýjung í starfi ÍR í ár er að bjóða upp á námskeið þar sem börn fá tækifæri til að iðka bæði fótbolta og frjálsar íþróttir í bland við ýmsa leiki og útiveru. Um hálfsdagsnámskeið er að ræða, ætlað börnum fædd árið 1993 til 2000. Börnin verða að hluta til saman en einnig verður þeim skipt upp í smærri hópa eft- ir aldri og getu. ÍR er með úrvals- fólk á þessu sviði sem mun kenna öll helstu tækniatriði beggja íþróttagreinanna og leggja áher- slu á að börnin fái sem mest út úr námskeiðunum. Námskeiðin eru sniðin að æfingatöflum deildanna tveggja. Þekktir einstaklingar koma í heimsókn og öllum er veitt viðurkenning að námskeiði loknu. Aðstaðan til þessarar íþróttaiðkunar er mjög góð við félagsheimili ÍR að Skógarseli og nánasta umhverfi er ævintýra- legt. Börnin fá að upplifa íþrótt- irnar sem hreina skemmtun í góðum félagsskap þar sem allir standa jafnir. Fagaðilar sjá um þessi nám- skeið, íþróttafræðingar með reynslu af kennslu og þjálfun. Einnig koma að námskeiðunum einstaklingar sem bera hag barn- anna og þessara tveggja nám- skeiða fyrir brjósti. Skráning á „Fjörkálfar í frjálsum og fótbolta“ og „Íþrótta- og leikjanámskeið ÍR“ hefst mánudaginn 8. maí og fer hún alfarið fram í gegnum skrif- stofu ÍR á 2. hæð félagsheimilis- ins. Af þátttökugjaldi er veittur systkinaaflsáttur. Einnig er gefinn afsláttur þeim sem óska eftir fleiri en einni viku. Hægt er að greiða á ýmsa vegu, en greiða þarf strax í upphafi námskeiðs. Ef greitt er með kreditkorti er nóg að hringja. Tölvupóstur hjá Elsu sem sér um innheimtu er irafgr@simnet.is. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin er hægt að finna á heima- síðu ÍR www.irsida.is og hjá Sigrúnu Grétu, íþróttafulltrúa í síma 587-7080. Íþróttir og leikir og fjörfiskar í frjálsum og fótbolta Tveir ÍR-ingar af þremur íslensk- um keppendum kepptu á Heims- meistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór fram í Linz í Austurríki 15. til 20. mars. Þetta voru þau Fríða Rún Þórðardóttir, sem keppti í 800 metra, 1500 metra og 3000 metra hlaupi og Stefán Hallgrímsson sem keppti í fimmtarþraut. Stefán varð heimsmeistari í flokki 55 til 59 ára og hafði hann um 300 stiga forskot á þann sem varð í öðru sæti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stefán stendur á verðlaunapallinum í fjölþraut en á síðasta ári varð hann annar á heimsmeistaramótinu utan- húss í ágúst og í fyrsta sæti á Evr- ópumeistaramótinu innanhúss auk þess sem hann hefur unnið fjölda heims-, Evrópu og norðurlandatitla í gegnum tíðina. Fríða Rún keppti í flokki 35 til 40 ára og varð hún í þriðja sæti í 3000 metra hlaupi, fimmta sæti í 1500 metra hlaupi og sjöunda sæti í 800 metra sem var aukagrein hjá henni. Stefán heimsmeistari AluCup, fyrirtækjamót frjálsí- þróttadeildar ÍR í frjálsíþróttum fór fram í fyrsta sinn í nýju Laug- ardalshöllinni þann fyrsta apríl. Um 240 keppendur frá 30 fyrir- tækjum háðu drengilega og spenn- andi keppni og var keppnishark- an mikil og ekkert síðri en hjá yngra frjálsíþróttafólkinu sem í þetta sinn mældi og tók tíma hjá þeim fullorðnu. Alcan var styrktaraðili mótsins sem stóð frá kl. 13 til 18 og var Rannveig Rist sjálf á staðnum og veitti verðlaun og hvatti keppendur til dáða. Börn og fjölskyldur kepp- enda fengu eitthvað fyrir sinn snúð en til að mynda mætti Solla Stirða í heimsókn auk þess sem boðið var upp á hollar veitingar á meðan á mótintu stóð. Markmiðið með mót- inu var fjölþætt og var það hugsað sem fjölskylduvæn heilsurækt starfsmanna fyrirtækjanna, jafn- framt því að vekja athygli á frjáls- um íþróttum á Íslandi og hinni frá- bæru aðstöðu sem búið er að byggja í Laugardalnum. Ljóst er að AluCup er komið til að vera með áframhaldandi stuðn- ingi Alcan og vonandi enn meiri þátttöku íslenskra og erlendra fyrir- tækja á næsta ári. Sjá má úrslit mótsins á www.fri.is / mótaforrit (lengst til vinstri á síðunni) en þar má sjá nöfn nokkurra fyrrum lands- liðsmanna og -kvenna auk núver- andi og fyrrverandi Íslandsmethafa í ýmsum greinum auk fjölda framá- manna í íslensku þjóðlífi. Um 240 keppu á AluCup Hið árlega marsmaraþon Fé- lags maraþonhlaupara var hald- ið laugardaginn 25. mars. Keppt var í hálfu- og heilu maraþoni og voru keppendur alls 94. Fremstur ÍR-inga og annar í hlaupinu varð Valur Þórsson sem hljóp 21 km. á 1:19.52 klst. Sigur- jón Sigurbjörnsson varð í fimmta sæti á 1:24.27 klst. Sigurður Þórar- insson varð 7. á 1:26.39 mín. og Birgir Sveinsson 19. á 1:34.21 klst. Bryndís Ernstsdóttir varð fyrst kvenna og 11. af öllum í mark á tímanum 1:29.31 klst. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir varð 33. og Remi Spilliaert 37. Heildarúrslit má sjá á www.hlaup.is Valur fremstur ÍR-inga í maraþoni ÍR-PLS urðu deildarmeistarar í fyrstu deild karla eftir æsispenn- andi lokaumferð fimmtudags- kvöldið 30. mars. ÍR-PLS hlutu 307 stig í deildinni en KR-A, sem urðu í öðru sæti hlutu 305 stig. Réðust úrslit í síðasta ramma í leik ÍR-PLS og Lærlinga. Í undanúrslitum mætast því ÍR-PLS og ÍR-KLS annars vegar og hins vegar KR-A og KFR-Lærlingar. ÍR-PLS deildarmeistarar Sjöundi flokkur karla hjá ÍR hélt knattspyrnumót laugardag- inn 4. mars sl. í Austurbergi. Er þetta í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem þetta mót er haldið en mótið er haldið í tvennum til- gangi. Annars vegar að gefa strákunum kost á því að spila á móti sem er skipulagt af þeim og foreldrum þeirra og hins vegar til þess að safna peningum fyrir Skagamótið sem þessi flokkur fer á ár hvert. Fjögur félög tóku þátt í mótinu og mismörg lið voru frá hvoru en alls voru um 120 keppendur frá liðum: FH, Hauka, UMFÁ og ÍR. Þetta mót var líkt hinum tveimur þ.e. tókst í alla staði mjög vel enda foreldrar flokksins búnir að leggja sitt af mörkum til þess að allt gengi upp og bæði keppendur sem og aðrir færu sáttir heim og hefðu upplifað góðan dag. Rétt er að geta þess að nokkur fyrirtæki styrktu mótið myndarlega og má nefna Sunnumörk, Egil Skalla- grímsson og Káess í því sam- bandi. Nú þegar er foreldraráð flokksins ásamt foreldrum búnir að ákveða að halda mót í sumar þar sem strákarnir fá möguleika á því að spila á sínum heimavelli, en þessi flokkur fær aldrei neina leiki á sínum heimaslóðum allt sumarið. Það eru félög búin að sýna áhuga á því að koma til okk- ar en mót þetta verður haldið einn laugardag sem endar með mikilli grillveislu. Nánar verður fjallað um þetta mót þegar nær dregur. Bestu þakkir fá allir þeir sem á einn eða annan hátt komu nálagt skipulagningu eða öðru á þessu skemmtilega móti Foreldraráð, foreldrar og kepp- endur 7. fl. ÍR Sunnumarkamarka mót 7. flokks Nær 100 krakkar á Mikla - Reykjavíkurmeistarmótinu Frá dansdeild ÍR: Frábær árangur á dansmóti á Írlandi Íþróttanámskeið 2006

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.