Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 1
Vorið í Mjóddinni hófst 9. maí með myndlistarsýningu leik- skólabarna og mun sýningin standa yfir í tvær vikur eða til 23. maí. Leikskólabörn fjöl- menntu í Mjóddina þegar mynd- listarsýningin var opnuð form- lega í göngugötunni. Á meðal þess sem boðið bar upp á var að Ronja ræningjadóttir kom í heimsókn og börnin fengu íþróttanammi eða réttara sagt ávexti að borða. Ragnheiður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mjóddarinnar, sagði í samtali við Breiðholtsblað- ið að sérstakir vordagar hafi stað- ið yfir í Mjóddinni 10. til 13. maí. Verslanir hafi fært vörur sínar út á göngugötu og þannig myndað sannkallaða götumarkaðs- stemmningu og einnig boðið gest- um upp á ýmis tilboð og frábær kaup á vordögunum. Ragnheiður segir fólk sækja sífellt meira og meira í Mjóddina. Hún sé greini- lega farin að festa sig í sessi sem þjónustumiðstöð þótt það hafi tekið sinn tíma í samkeppni við aðra staði í borginni. Mjóddin hafi m.a. þann kost að vera mjög mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu og einnig vel staðsett með tilliti til samgangna. „Þótt þetta sé einkum þjónustu- og miðbæjarkjarni fyrir Breiðholtið þá liggur Mjóddin ein- nig vel við samgöngum til austur hluta Reykjavíkur, suður hluta Kópavogs, Garðabæjar og Hafnar- fjarðar. Ég verð greinilega vör við þennan áhuga því sífellt eykst eft- irspurnin eftir atvinnuhúsnæði hér.“ Allt húsnæði á jarðhæð er nú nýtt til verslunar- og þjónustu- starfsemi en ýmis konar starfsemi og þar á meðal heilbrigðisþjón- usta fer fram á efri hæðum. Ragn- heiður bendir sérstaklega á heimahjúkrunina sem staðsett er í Mjóddinni og segir að þar séu um 100 manns að daglegum störfum. Fyrir nokkru fluttu nokkur fyrir- tæki sig úr Mjóddinni og má þar nefna höfuðstöðvar VÍSA, tölvu- þjónustu Landsbankann og versl- un ÁTVR. „Það er alltaf vont að missa góða granna en það er mik- il eftirspurn eftir þessu húsnæði og ég vænti þess að það verði fljótlega komið í notkun.“ 5. tbl. 13. árg. MAÍ 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu Útsala á kindakjöti Fersk jarðaber Frábært verð ■ bls. 4-5 Viðtal við Sigurð Dagsson Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd ■ bls. 15 Íþróttir           Lyfjaval.is • Sími 577 1160 Leikskólabörn fjölmenntu í Mjóddina þegar myndlistarsýningin var opnuð formlega í göngugötunni. Leikskólabörnin komu með vorið í Mjóddina

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.