Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 5

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 5
ur, glæsilegt veður, sólin hátt á lofti og einnig ótrúlegur mann- fjöldi sem lét í sér heyra.“ En það var einnig mikill ánægjudagur í lífi Sigurður, þegar hann ásamt sam- herjum sínum í íslenska landslið- inu tókst að sigra lið Austur-Þjóð- verja á Laugardagsvelli, sumarið 1975. „Fyrirmyndir mínar í fótboltan- um eru engar sérstakar en Lev Yashin er alveg frábær markmað- ur frá Rússlandi,“ sagði Sigurður en þó að fyrirmyndirnar séu fáar eru margir leikmenn alveg frá- bærir og eiga svo sannarlega skil- ið þann feril sem þeir eignuðust.“ Sigurður hefur spilað á móti nokkrum af bestu knattspyrnu- mönnum heims og þar á meðal eru Eusebio og George Best heit- inn, einn besti leikmaður sem spilað hefur þennan leik. Sigurður sagði Best þann besta af erlendu leikmönnunum er hann lék gegn (sjá mynd úr landsleik Íslands og Norður-Írlands) og lýsti honum svo: „Norður-Írinn Georg Best var ótrúlega flinkur og útsjónasam- ur.“ En hver skyldi þá hafa verið besti íslenski andstæðingur Sigurð- ar? „Þegar kemur að heimamönn- um er það Skagamaðurinn Eyleif- ur Hafsteinsson sem mér þótti mest ógnandi á vellinum.“ Að ala upp þrjá drengi Sigurður Dagsson og Ragnheið- ur Lárusdóttir, kona Sigurðar til margra ára stunduðu bæði íþrótt- ir langt fram eftir aldri og Sigurð- ur er enn að eins og nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti vita. Þau eiga þrjá drengi sem hafa allir fetað í fótspor foreldra sinna með því að fara út í heim keppnisíþróttanna og auðvitað voru þeir allir í Val. Dagur lék lengi stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í handbolta og var fyrirliði þess í nokkur ár, en hann er nú að gera góða hluti sem þjálfari Bergenz í Austurríki. Lárus og Bjarki Sigurðssynir spil- uðu einnig um tíma, Lárus var markmaður hjá Val í fótbolta en Bjarki fór í handboltann og var býsna glúrinn í hægra horninu. „Ég og Ragnheiður höfum ábyggilega smitað strákana út af óstöðvandi áhuga okkar á íþrótt- um. Konan var samt miklu dug- legri en ég að hvetja þá í keppni. Ég æsti mig upp og varð mér allt að því til skammar og dró mig því í hlé,“ sagði Sigurður eftir að blaðamaður spurði hvort hann hafði verið á hliðarlínunni og hrópað hvatningaróp á meðan synir hans voru að keppa. Forvitni blaðamanna er oftast óstöðvandi og ég er ekkert frá- brugðin þar. Því læt ég slag stan- da og skelli á hann heimspekilegri spurningu - eða hitt þó! Ef þú mættir nú spóla lífsferli þínu til baka, myndirðu þá gera eitthvað öðruvísi en reyndin varð? „Nei, ég hef verið lánsamur og þakka fyrir það. Það væri samt gaman að geta spilað á píanó, og svo hefði maður kannski átt að byrja miklu fyrr í golfinu.“ Til að botna þetta viðtal skal þess getið að Valur tapaði síðari leiknum gegn Benfica, 8-1. Engu að síður varði Sigurður Dagsson þar meistaralega þótt tuðran hefði nokkru sinnum sloppið framhjá honum. Erna Ýr MAÍ 2006 5Breiðholtsblaðið Sigurður í hópi félaga á yngri árum. Fremstan á myndinni má sjá Hemma Gunn. Tekist á við markið. Tilþrif í handboltanum á yngri árum.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.