Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 10

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 10
MAÍ 200610 Breiðholtsblaðið Þrjár myndlistarsýningar prýða Gerðuberg um þessar mundir. Í anddyri er sýning Guðjóns Kristinssonar, Ketill Larsen sýnir í Boganum og Jón Ólafsson á efri hæðinni. Sagnir og seiðmenn Guðjón Kristinsson er Stranda- maður, menntaður skrúðgarð- yrkjumeistari og hefur einnig starfað að gamalli húsagerðarlist, einkum hleðslu úr torfi og grjóti og hefur einnig fengist við mynd- sköpun og útskurð. Hann byggir sýningu sína, Sagnir og seiðmenn sem nú stendur yfir í anddyri Gerðubergs einkum á útskurða- tækninni sem hann hefur gott vald á og sækir efniviðinn í heim- kynni sín á Ströndum í tvöfaldri merkingu. Strandir eru þekktar fyrir rekavið og Guðjón notar hann til þess að töfra fram sagnir um forna hluti og fyrirbæri sem hann birtir í andlitsmyndum og skúlptúrum. Hann hefur gott vald á útskurði sem hann notar til þess að gefa myndum sínum sterkt yfirbragð og svipmót hinna dulmögnuðu sagna. Sumar mynda hans draga fram hug- myndir um skurðgoð og aðrar átrúnaðarmyndir en aðrar þann þunga og alvöru sem tengist seiðnum. Með verkum sínum dregur Guðjón fram andblæ for- tíðar á öflugan hátt. Liðin tíð vaknar til lífsins. Seiðurinn magn- ast í svipmyndum persóna hans. Án þessa veruleika væri þjóðleg menning fátækari en hún verður einstaklega sterk í höndum Guð- jóns þegar að hann yrkir mynd- mál sitt í rekaviðinn. Andblær frá öðrum heimi Landslag einkennir myndir Ketils Larsen sem hann mótar með sterkum litum. Himinn, láður og lögur eiga sér ekki fyrirmyndir í umhverfinu heldur í höfði lista- mannsins sem kennir þær við andblæ frá öðrum heimi. Marg- breytileiki einkennir myndsköpun hans. Hann blandar andstæðum víða saman. Átökum lofts og lagar eða storma og kyrrðar, jafnvel árstíðunum þar sem vetur er að víkja fyrir vori eða gráblátt haust að breiða yfir litskrúðugt sumar. Blómin spretta síðan og gægjast fram á ólíklegustu stöðum eins og til þess að minna áhorfandann á fegurðina og gæskuna sem hvar- vetna kann að búa að baki átök- um náttúrunnar. Ketill er ekki ein- hamur listamaður. Hann er leikari að mennt og sagnamaður. Í myndlistinni breytir hann um stíl og færir sögur sínar og ævintýri í raunverulega liti þótt hann kunni einnig að skreyta talað orð lit- brigðum frásagnarinnar. Í mynd- unum sem hann sýnir í Boganum í Gerðubergi nýtur sagnamaður- inn sín ekkert síður en myndlist- armaðurinn. Þeir hafa náð að hitt- ast innra með honum, starfa sam- an og horfa úr fyrir heimsmynd- ina af svölum hugarflugsins. Af- raksturinn er líf og litadýrð í stíl- færðu landslagi þar sem heims- myndin er óræð. Hvunndagsfólk Jón Ólafsson sagði einhverju sinni að hann hefði lært eitthvað í myndlist en sé trúlega löngu bú- inn að gleyma því en hann er að miklu leyti sjálfmenntaður mynd- listarmaður. Hvar hann lærði að mála skiptir hins vegar ekki máli í þessu efni því hann kann að lesa í manneskjuna. Rannsakandinn og mannþekkjarinn býr og starfar að baki portrettum hans á sýning- unni Hvunndagsfólk á efri hæð Gerðubergs. Fólk hans er þó ekki dæmigert hvunndagsfólk þótt hann kjósi að kenna það við hversdagsleikann. Mikið fremur má ætla að hann hafi valið sér einstaklinga sem haft hafa þörf og kjark til þess að skapa sér sinn eign stíl og ganga sína leið án þess að láta umhverfi og samtíma hafa áhrif á vegferð sína. Daprir, glaðir, sérvitrir, þunglyndir og jafnvel ruglaðir einstaklingar hafa ratað á striga hans. Hann kallar persónurnar einstæðingslegar í sýningarskrá. Sumar virðast ein- manna eða hafa dregið sig til hlið- ar til lifa í heimi sem kemur öðr- um ekki við. Engu að síður nær hann jafnan að gæða þær því lífi sem þær lifa burt séð frá hvernig því lífi er háttað. Dulmagnaður Strandabúi Guðjóns Kristinssonar. Árstíðabundnar litasamsetningar í blæ frá öðrum heimi hjá Katli Larsen. Hvunndagur Glaður, dapur eða einmanna hvunndagmaður Jóns Ólafssonars. Heimar hins og annars

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.