Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 12
Íslenskukeppni milli eldri borgara í Breiðholti og nemenda úr 10. bekk allra grunnskólanna var haldin í FB fyrir skömmu. Það voru Íslenskukennarar í FB sem sáu um keppnina og skólinn bauð upp á kaffi og veitingar á eftir. Keppnin var liður í Breið- holtshátíð sem er menningarhá- tíð eldri borgara og haldin á vegum Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Prófað var m.a. í staf- setningu, orðaforða og orðtök- um. Alls komu 7 keppendur frá eldri borgurum, þau Valdimar Ólafs- son, Eyjólfur R. Eyjólfsson, Jó- hann Hallvarðsson, Svanhildur Sigurjónsdóttir, Sólveig Ingimars- dóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir og Jóhanna Björnsdóttir. Frá grunnskólunum komu 15 keppendur úr öllum grunnskólun- um í Breiðholti. Þessir keppendur voru: Sigurður Rúnar Rúnarsson og Gígja Gylfadóttir úr Breið- holtsskóla, Hrafnhildur Ýr Matthí- asdóttir, Hreinn Ágúst Kristins- son, Andri Ingvason og Hafrún Kjellberg úr Fellaskóla, Karen Sig- fúsdóttir og Anna Guðrún Inga- dóttir Hólabrekkuskóla, Ásta Lára Guðmundsdóttir, Skúli Hall- dórsson, Anna Kristín Guð- mundsdóttir og Katla Sigurðar- dóttir úr Seljaskóla og loks Guð- rún Dögg Sveinbjörnsdóttir, Una Sóley Stefánsdóttir og Arna Björk Sigurðardóttir úr Ölduselsskóla. Það var Valdimar Ólafsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri sem sigraði með yfirburðum en næst á eftir komu tveir eldri borg- arar. MAÍ 200612 Breiðholtsblaðið BEGGABAR Hraunbergi 4 Stuðningsmenn Leiknis Upphitun á alla leiki á Beggabar Tilboð 1/2 líter bjór kr. 400 Skot og bjór kr. 700 Styðjum Strákana. Áfram Leiknir Laugardaginn 20. maí spilar trúbatorin Einar Örn. Laugardaginn 27. maí spilar Viðar Jóns. Handavinnu- og listmunasýn- ing verður opnuð í Gerðubergi n.k. laugardag 20. maí. Sýndir verða munir sem félagar í félags- starfinu í Gerðubergi hafa unnið en slíkar sýningar eru haldnar annað hvert ár. Sýningin felur því í sér yfirlit yfir tveggja ára starf þeirra sem eru þátttakendur í fé- lagsstarfinu og sinna handverki og listsköpun á einhvern hátt. Af öðru félagsstarfi í Gerðu- bergi er það að segja að Gerðu- bergskórinn mun syngja við tvær guðsþjónustur fimmtudaginn 25. maí á uppstigningardag. Fyrri guðsþjónustan verður í Háteigs- kirkju kl. 11.00 og hin síðari í Fella- og Hólakirkju kl. 14.00. Þá ráðgerir kórinn einnig ferð til Blönduóss þar sem sungið verður við guðsþjónustu. Félagsstarfið mun einnig efna til dansleiks fyrir minnissjúka í Gerðubergi þriðju- daginn 23. maí þar sem Vinaband- ið mun leika fyrir dansi. Fleira verið á döfinni á vegum félags- starfsins í Gerðubergi í tilefni af árlegum menningardögum sem hafa yfirskriftina „sendu mér sól- skin“ að leiðarljósi. Handavinnu- og listmunasýning í Gerðubergi Einn stærsti skóli landsins Búist er við allt að 700 nem- endum í Sumarskólann í FB í sumar, en skólinn er orðinn einn af stærstu framhaldsskól- um landsins. Kennt er í skólan- um frá 26. maí til og með 23. júní og er kennt frá kl. 17:30 á daginn og fram til kl. 22:10. Boðið er upp á 80 áfanga í skól- anum og fer þeim fjölgandi með árunum. Meðal kennslugreina má nefna alla almenna áfanga, s.s. ís- lensku, stærðfræði, ensku, dön- sku, þýsku, spænsku, bókfærslu, flestar raungreinar, félagsfræði, markaðsfræði, sagnfræði, fjöl- miðlun, upplýsinga- og tölvufræði og m.fl. Magnús Ingvason, forstöðu- maður skólans segir nokkra mis- munandi hópa koma í skólann. Í fyrsta lagi séu þetta framhalds- skólanemendur sem vilja flýta fyr- ir sér í námi, í öðru lagi nemend- ur sem hefur ekki gengið sem skyldi í vetur og vilja vinna það upp, í þriðja lagi nemendur úr 10. bekk sem þurfa að ná betri ein- kunnum úr samræmdu prófunum og loks almenningur sem hefur áhuga á einstökum áföngum. Nemendum úr 10. bekk hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár. Framhaldsskólarnir miða alla jafna við einkunnina 5 þegar tekið er inn í skólana á haustin. Nem- endur sem fá lægra en það á sam- ræmdu prófunum geta komið í skólann og reynt að hækka ein- kunn sína með því að taka annað próf. Nám fyrir þennan hóp hefst nokkru seinna, eða 7. júní. Magnús segir að lokum að við- tökurnar við sumarskólanum séu mjög góðar og mörgum finnst frá- bært að boðið sé upp á kennslu á sumrin, en námið sækja nemend- ur úr öllum borgarhverfum og af öllu landinu. Nokkrir af umsjónarmönnum Sumarskólans í FB: Torfi Magnússon, Magnús Ingvason og Hjördís Hjörleifsdóttir. Ungir og gamlir í íslenskukeppni

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.