Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 14
Svandís Svavarsdóttir, oddviti framboðs Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs: Samhæfa þarf þjónustu við börn og eldri borgara Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill byggja upp lýð- ræðislegt og réttlátt samfélag grundvallað á virkri þátt- töku almennings. Sígildar áherslur um jöfnuð og félagslegt réttlæti annars vegar og róttæk umhverfisverndarsjónar- mið eru hornsteinar í stefnu flokksins og eru um leið for- sendur þess að lífskjör og velferð landsmanna verði tryggð til framtíðar. Einkavæðing samfélagsþjónustunnar þýðir í raun að vald er tekið af almenningi og flutt til pen- ingaaflanna og það er í andstöðu við stefnu okkar um þátt- töku, aðgengi og lýðræði. VG leggst gegn því að samfé- lagsfyrirtæki eins og Orkuveitan og Landsvirkjun verði einkavædd enda myndi það leiða til hækkaðra þjónustu- gjalda á allan almenning eins og dæmin sanna. Þvert á móti á að nýta afraksturinn af rekstri þessara fyrirtækja í þágu almennings með bættri þjónustu á sviði skólamála, velferðarmála, umhverfismála o.fl. Lækka fasteignagjöld elli- og annarra lífeyrisþega Við viljum nýta sameiginlegar tekjur til að standa undir samfélagslegum verkefnum og teljum ekki tilefni til að lækka útsvarið og þar með draga úr þjónustu við borgar- búa. Á hinn bóginn telur VG að nýta eigi í auknum mæli heimildir til að lækka eða fella niður fasteignagjöld til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega, og stuðla þannig m.a. að því að þeir geti búið í eigin húsnæði. Allar tölur um rekstur sveitarfélaga og samanburður milli þeirra sýnir að Reykjavíkurborg stendur vel. Þjón- usta er almennt ódýr í Reykjavík, skuldir borgarsjóðs á hvern íbúa með því lægsta sem þekkist meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Samhæfa þarf þjónustu við börn og eldri borgara Það er afar nauðsynlegt að tengja saman alla þjónustu borgarinnar við börn með samhæfingu í huga og einnig að jafna aðstöðu barna í borginni þannig að gæði hennar standi börnum til boða óháð efnahag og félagslegum að- stæðum. Ljóst er að þjónustu við eldra fólk þarf að sam- hæfa og hafa á einni hendi. Ríkisstjórnin myndi ekki setja meira fé í málaflokkinn þótt hann yrði fluttur til sveitarfé- laganna. Meira fé þarf til að efla þjónustu við eldra fólk. Aukið fé þarf að setja í heimaþjónustu og heimahjúkrun til að draga úr starfsmannabreytingum og auka á stöðug- leika. Ef fólk vill vera lengi heima á að gera því það kleift. Einstaklingsmiðuð þjónusta er lykilorðið með virðingu fyr- ir mismunandi þörfum og áherslum hvers og eins. Kjör starfsfólks á dvalarheimilum eru til skammar eins og kjör ófaglærðra og fagfólks almennt sem vinnur við hjúkrun, umönnun, kennslu og uppeldi. Reykjavíkurborg hefur þó sýnt frumkvæði í því að bæta þau kjör þótt vissulega þurfi enn að gera betur í þeim efnum. Misskiptingin í þjóðfélag- inu hefur farið vaxandi á síðustu árum og blasir í raun hvarvetna við. Því ástandi viljum við Vinstri grænir snúa við. Samfella og fjölbreytni í lóðaframboði „Breiðholtið er að mestu leyti fullbyggt. Einstaka reitir kunna þó að koma til uppbyggingar, eins og nýbyggingar- svæðin við Lambasel og Skógarsel eru dæmi um. VG telur ekki æskilegt að þrengja meira að útivistarsvæðum í ná- grenni Breiðholts, eins og t.d. í Elliðaárdal, eins og hug- myndir hafa verið um. Afar ólíklegt er að allir sem sækja um lóð fái „lausn sinna mála“ eins og spurningin er orðuð. VG telur að auka þurfi framboð lóða á næstu árum en telur jafnframt mikil- vægt að samfella og fjölbreytni sé í lóðaframboði. Eðlilegt er að horfa á þróun íbúðamarkaðarins á höfuðborgar- svæðinu öllu í samhengi, enda svæðið löngu orðið eitt at- vinnu- og búsetusvæði. Sameiginlegt svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins, sem er í gildi, er besta tækið til þess.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og oddviti framboðs Sjálfstæðisflokksins: Fjölgun íbúa og aukin lífsgæði í fyrirrúmi „Rekstrarform skólanna er ekki aðalatriði og ekki ætlum við að einkavæða þá grunnskóla sem reknir eru á vegum borgarinnar. En það er mikilvægt að breyta þeirri stefnu sem hér hefur viðgengist, að nemendum sé mismunað af borgaryfirvöldum, eftir rekstrarformi þeirra skóla sem nemendur sækja. Aðalatriðið er að fólk hafi raunverulegt val um skóla þar sem öll börn njóta sama stuðnings, óháð rekstrarformi eða staðsetningu þess skóla sem foreldrar og börn velja. Við leggjum áherslu á að fjölbreytni verði aukin og miðstýring minnkuð með því að færa skólamálin í meira mæli til hverfanna sjálfra, þar sem stjórnendur og starfsmenn skóla fá tækifæri til að vinna með foreldrum og öðrum þeim er koma að málefnum barna í hverfinu. Skóla- stjórnendur eiga að fá meiri sveigjanleika og frelsi um skipulag, hugmyndafræði, skólanámskrá, fjármuni og fag- lega stjórn.“ Seljum ekki Orkuveituna en lækkum fasteingnagjöld „Sjálfstæðismenn ætla ekki að selja Orkuveituna en póli- tískir mótherjar okkar, hafa gegn betri vitund, reynt að koma inn slíkum ranghugmyndum hjá kjósendum. Mikil- vægast er að Orkuveitan veiti góða grunnþjónustu en standi ekki í áhættusömum ævintýrafjárfestingum . Sjálfstæðisflokkurinn mun lækka fasteignagjöld á íbúðar- húsnæði um 25%. Auk þes verður viðmið vegna afsláttar af fasteignagjöldum til tekjulágra eldri borgara og öryrkja hækkað. Fyrst um 10% 1. janúar 2007 og síðan um 5% ár- lega út kjörtímabilið. Við ætlum að ganga til samninga við íþrótta- og æsku- lýðsfélög í borginni um að þátttökugjöld verði lækkuð með stuðningi borgarinnar ekki síðar en um áramótin 2006/2007. Þetta er unnt að gera með aukinni hagræðingu og ráðdeild í rekstri borgarinnar. Stóraukið lóðaframboð ásamt mun meiri íbúafjölgun en verið hefur eykur einnig tekjur borgarinnar eins og dæmin hafa svo augljóslega sýnt í okkar nágrannasveitarfélögunum.“ Höfum dregist aftur úr „Já við höfum dregist aftur úr á ýmsan hátt. Ársreikning- ur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 endurspeglar til dæm- is slaka rekstrarniðurstöðu borgarinnar, eða um 25 þús. kr. tap á rekstri borgarsjóðs fyrir fjármagnsliði á hvern íbúa. Hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skila hagn- aði. Þessi niðurstaða er afleit ekki síst í ljósi þess góðæris sem hefur ríkt í þjóðfélaginu og mikilla skattahækkana nú- verandi meirihluta. Staðreyndin er sú að þar sem íbúum hefur fjölgað mest, er staðan best. Skipulagður skortur á lóðum fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi og endalausar tafir á framkvæmdum mik- ilvægra samgöngumannvirkja, hafa beinlínis hrakið ungt fólk og gróskumikil atvinnufyrirtæki til annarra sveitarfé- laga. Fjölgun íbúa í borginni hefur verið mjög lítil. Frá 1. desember 2001 til 1. desember 2005 hefur íbúum í ná- grannasveitarfélögunum fjölgað um 6.600 eða um 10% á meðan íbúum í Reykjavík hefur einungis fjölgað um 2.500 eða um 2,26% eða vel innan við 1% á hverju ári.“ Samfelldur vinnutími barna „Það er afar mikilvægt að samhæfa og skipuleggja vinnu- dag barna, ekkert síður en foreldra þeirra, draga þannig úr akstri með þau á hinum ólíklegustu tímum og fjölga í stað- inn samverustundum fjölskyldunnar. Við viljum að frí- stundaheimilin leiti eftir samstarfi eða samningum við íþróttafélög, tónlistarskóla og aðra tómstundastarfsemi í hverfinu til að auðvelda börnum að sinna áhugamálum sínum innan hefðbundins vinnutíma.“ Vistun að loknu fæðingarorlofi „Varðandi leikskólann og dagmæðrakerfið þá er nauð- synlegt að foreldrar hafi val um vistun fyrir ung börn sín frá því fæðingarorlofi lýkur. Við viljum reka sérstakar smá- barnadeildir í leikskólum í hverju hverfi og auka framboð á þjónustu dagforeldra, með auknum stuðningi við þá starfsemi. Við boðum almenna gjaldskrárlækkun í öllum borgar- reknum leikskólum, 25% 1. september 2006 og að foreldrar greiði aldrei fyrir fleiri en eitt barna sinna sem dvelja á leikskóla samtímis.“ Stórbætt þjónusta við eldri borgara „Við leggjum áherslu á það að leitað verði eftir samningi við ríkið um að færa mikilvæga þjónustu við eldri borgara frá ríki og til borgarinnar í því skyni að samhæfa hana og þjónustu borgarinnar. Þar er átt við þjónustu á borð við heimahjúkrun, dagvistun og heimilishjálp. Mestu skiptir að öll þessi þjónusta sé stórbætt, hún verði markvissari, samhæfðari og að það verði tiltölulega einfaldur hlutur að sækjast eftir þjónustunni, meta þörfina fyrir hana og veita hana. Rétt er að hafa í huga að mjög mörg verkefni sem snúa að hagsmunamálum eldri borgara eru alfarið á ábyrgð borgarinnar eins og bygging og rekstur þjónustu- íbúða, leiguíbúða og félags- og þjónustumiðstöðva.“ Með stórátaki í fjölgun þjónustuíbúða eins og við sjálf- stæðismenn létum byggja fyrir 1978 og aftur 1983-94. R- lista flokkarnir hafa ekki komið því í verk að láta byggja slíkar þjónustuíbúðir á sínum tólf ára valdaferli. Einnig verður að gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í góðu samstarfi við ríkið, en rúmlega 300 manns eru í dag í afar brýnni þörf fyrir slíkt vistunarúrræði. Laun starfsfólks í umönnunarstörfum hafa nýlega verið hækkuð og ég beitti mér sérstaklega fyrir því sem stjórnar- formaður hjúkrunarheimilisins Eirar. Hækkun launa á hjúkrunarheimilum er háð því að heilbrigðisráðherra hækki þau daggjöld sem þessar stofnanir fá til reksturs.“ Stórauka framboð lóða „Skipulagstillögur okkar sjálfstæðismanna miða m.a. að því að auka byggð og fjölga íbúum í vesturhluta borgarinn- ar. Mikilvægt er að sátt náist um staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflugið í Reykjavík eða næsta nágrenni. Inn- anlandsflugið verði ekki flutt til Keflavíkur. Í samræmi við heildarskipulag af Vatnsmýrarsvæðinu verði fyrstu lóðun- um úthlutað utan helgunarsvæðis flugvallar í byrjun árs 2008. Þá gerum við ráð fyrir að skipulagi í Örfirisey fyrir 1. áfanga eyjabyggðar verði lokið árið 2008, en íbúafjöldi þar getur orðið um 6 þúsund. Við sjálfstæðismenn segjum að brýnustu verkefnin í skipulagsmálum í Reykjavik eru að auka lífsgæði i borginni með því að fjölga íbúum, stórauka framboð lóða og tryggja að allir sem hér vilja búa eigi þess kost. Reykvíkingar og aðrir áhugasamir sem vilja byggja og búa í Reykjavík eiga ekki að þurfa að leita í önnur sveitarfélög vegna lóða- skorts.“ MAÍ 200614 Breiðholtsblaðið Er rétt eða nauðsynlegt að færa verkefni, s.s. í skólamál- um og jafnvel fleiri málaflokkum til atvinnulífsins í meira mæli en verið hefur? Er rétt að selja ýmsar eignir eða stofnanir borgarinnar, s.s. Orkuveitu Reykjavíkur og nýta fjarmunina til þess að bæta þjónustu Reykjavíkurborgar við íbúana? Er unnt að lækka álögur á borgarbúa, s.s. með lægri út- varsprósentu og lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds. Hefur Reykjavíkurborg dregist aftur úr hinum sveitarfélögun- um í rekstrarlegu tilliti? Er nauðsynlegt að samtengja grunnskólastarf, sérskóla- starf, íþróttalíf og tómstundastarf barna, opna leikskólann fyrir yngri börnum og efla dagmæðrakerfið? Er rétt að færa þjónustu við eldri borgara alfarið til sveit- arfélaganna og hvernig á að leysa vanda þeirra þegar þeir geta ekki lengur dvalið á eigin heimilum án þess að mynda biðlista? Hvernig á að bæta kjör starfsfólks á dvalarheimilum? Er æskilegt að bjóða út byggingalóðir í Breiðholti á næsta kjörtímabili, og þá hvar? Fá allir sem sækja um lóð í Reykjavík lausn sinna mála á næsta kjörtímabili? Frambjóðendur svara Breiðholtsblaðið sendi oddvitum framboðanna til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavíkurborg sem fram fara í næstu viku nokkrar spurningar um stefnu þeirra og áherslur í nokkrum málum sem snerta hinn almenna borgara. Spurningarnar voru samhljóða fyrir alla framboðsaðila og fara hér á eftir.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.