Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 15

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 15
MAÍ 2006 15Breiðholtsblaðið Margrét Sverrisdóttir, sem skipar annað sæti á lista Frjálslyndra: Berjumst fyrir varðveislu ósnortinnar náttúru „Almennt þarf að forðast flutning verkefna grunnskól- anna til einkaaðila vegna hagsmunatengsla, sem dæmi má nefna þegar Landsvirkjun vildi útbúa námsefni handa grunnskólanemum í áróðursskyni. Eflaust má þó finna einhverjar undantekningar frá þessari meginreglu með það að markmiði að auka samkeppni t.d. í námsgagna- gerð. Framboð Frjálslyndra og óháðra leggst alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar og varar við því að fleiri auðlindir almennings komist í hendur fárra. Orkuveita Reykjavíkur er mjög blómlegt fyr- irtæki sem gefur góðan arð fyrir eigendur sína, Reykvík- inga, og því leggst F-listinn gegn hlutafélagsvæðingu þess eða öðrum breytingum á rekstri. Við viljum stórlækka fasteignagjöld aldraðra og einnig kemur lækkun holræsagjalds til greina fyrir sama hóp. Við teljum að sú fyrirætlun okkar ásamt eflingu heimaþjónust- unnar geri öldruðum kleift að búa heima eins lengi og þeir kjósa.“ Borgarskólar með mismunandi áherslur Við viljum heilsdagsskóla fyrir öll börn með áherslu á íþróttir, verknám og listgreinar í dagslok. Frelsi skóla til að velja sér skólastefnu verði aukið og stuðningur borgarinn- ar verði jafn við alla viðurkennda grunnskóla, enda sé þeim ekki heimilt að innheimta skólagjöld. Við viljum þess vegna tala um borgarskóla með mismunandi áhersl- ur og stefnur, raunhæfan valkost fyrir börn jafnt sem for- eldra. Við höfum skýra stefnu hvað varðar einkaskóla. Við erum hlynnt því að einkaskólar starfi við hlið grunnskóla- kerfisins - enda sé það ekki gert á kostnað grunnskólans. Við viljum ekki að efnamunur ráði úrslitum um gæði kennslu barna. Valfrelsi foreldra til að velja skóla eftir skólastefnu verði aukið. F-listinn vill að allar skólamáltíðir verði ókeypis, og lögð áhersla á fjölbreytni og næringar- gildi þeirra og öryggi í allri framreiðslu. F-listinn leggur einnig til að grunnskólar verði gjaldfrjálsir í stað þess að foreldrar greiði 10 til 16 þúsund krónur á mánuði fyrir nesti og hádegismat, ef gert er ráð fyrir að þau fái hádegis- mat í skólanum og gjald vegna frístundaheimila Þá er það stefna F-listans að gjaldtaka vegna leik- og grunnskólans verði samræmd. Sumarlokanir úr sögunni „Öll börn eigi rétt á leikskólanámi frá 2ja ára aldri eins og um skyldunám væri að ræða. Markmið okkar er að börn komist að á leikskólum frá 1 árs aldri og leikskólinn sé gjaldfrjáls frá 2ja ára aldri. Leikskólar séu mannaðir allt árið og sumarlokanir verði úr sögunni. Þannig geti for- eldrar valið hvenær barnið fari í sumarfrí. Við viljum efla dagforeldrakerfið vegna þess að við teljum gott fyrir börn að vera í smærri hópum meðan þau eru innan við eins árs aldur. Við leggjum áherslu á eftirlit með starfsemi þeirra sem annast börnin.“ Öldrunarmál til sveitarfélaga „Við erum mjög hlynnt því að færa öldrunarmál til sveit- arfélaga, enda um nærþjónustu að ræða. Við vísum til fyrra svars hér um lækkaðar álögur á eldri borgara til að þeir geti búið heima og notið þeirrar eflingu heimaþjón- ustu sem allir flokkar í borginni segjast vilja standa að. Hraða þarf uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða eins og kostur er. Kjör starfsfólks á dvalarheimilum hafa þegar verið bætt hjá Reykjavíkurborg með eindregnum stuðn- ingi F-listans. Við vekjum þó athygli á því hvernig ríkis- stjórnarflokkarnir hafa svikið aldraða og öryrkja í þessum efnum sem öðrum.“ Berjumst fyrir varðveislu ósnortinnar náttúru „Eyjabyggðarhugmyndir Sjálfstæðisflokksins falla um sjálfar sig. Við erum eini flokkurinn í borginni sem berst fyrir varðveislu ósnortinnar náttúru í borginni eins og fjör- unum í Grafarvogshverfi. Einnig viljum við forða yndislegri náttúru Skerjafjarðarins frá því umhverfisslysi sem bygg- ing flugvallar á Lönguskerjum væri. Við getum ekki lofað því en við ætlum að hverfa frá þeirri útboðsstefnu sem ríkt hefur í tíð R-listans og stórauka framboð á lóðum und- ir sérbýli í borginni.“ Óskar Bergsson, sem skipar annað sætrið á lista Framsóknarflokksins: Samþætta frístundanámið einsettum skóladegi „Stefna B-listans í Reykjavík er að sveitarfélögin og ríkið reki skólanna. Það er almenna reglan. Ef atvinnulífið legg- ur fram hugmyndir með að koma að slíkum rekstri þá er það skoðað í hverju tilfelli fyrir sig. Framsóknarflokkurinn vill að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram í eigu borgarinn- ar. Áherslur B-listans eru frekar á þann veg að bæta þjón- ustuna heldur en að lækka skattana. Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er mjög sterk. Skuldaaukning borgar- innar er tilkomin vegna arðbærra fjárfestinga sem munu skila borgarbúum aukinni hagsæld í framtíðinni.“ Samþætta frístundanámið einsettum skóladegi „Það er helsta stefnumál B-listans í borginni að sam- þætta frístundanámið hinum einsetta skóladegi. Við erum eini flokkurinn sem leggur til 40 þúsund króna frístunda- kort á ári til allra barna frá 5-18 ára. Með þessu viljum við tryggja að börn þeirra foreldra sem minnstar hafa tekjurn- ar njóti frístundanáms á við jafnaldra sína. Til þess að mæta þörfum yngstu barnanna leggjum við til að hækka rekstrarstyrki til dagforeldra og tryggja 50 þúsund króna heimgreiðslu til foreldra barna á aldursbilinu 9 til 18 mán- aða. Reykjavíkurborg hefur nú þegar riðið á vaðið með launahækkanir til starfsfólks í umönnunarstéttum. Fulltrú- ar Framsóknarflokksins í borgarstjórn stóðu á bak við þá ákvörðun.“ Fjölgun sérbýlalóða „B-listinn í Reykjavík hefur sett fram skýra stefnu í lóða- málum. Við viljum gera sérstakt átak í því að fjölga sérbýl- islóðum í Reykjavík með því að úthluta 1200 lóðum undir sérbýli á næstu 18 mánuðum og finna jafnvægi framboðs og eftirspurnar í lóðamálum í borginni. Með flutningi flugvallarins á Löngusker opnast mikið byggingarland í Vatnsmýrinni auk þess sem þéttingar- svæði við Slippinn er í skipulagsmeðferð. Engar hugmyndir eru um þéttingarsvæði í Breiðholti en nauðsynlegt er gera átak í viðhaldi og endurbótum á gang- stígum auk þess hreinsun á götum borgarinnar verður for- gangsverkefni hjá B-listanum verði hann í meirihluta á næsta kjörtímabili.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar: Sex þúsund manna byggð og málefni eldri borgra til borgarinnar „Þjónusta Reykjavíkurborgar er og á að vera í stöðugri endurskoðun. Á síðustu árum hefur borgin hætt rekstri trésmiðju, pípugerðar, grjótnáms og vélamiðstöðvar og hætt sorphirðu hjá fyrirtækjum. Á sama tíma hefur þjón- ustan við íbúana verið efld með því að koma á fót símaveri með einu símanúmeri fyrir alla þjónustu Reykjavíkurborg- ar, 4 11 11 11, stofna þjónustumiðstöðvar í öllum hverfum og gera upplýsingar og þjónustu aðgengilega á netinu. At- vinnulífið hefur þannig tekið við mörgum þáttum sem voru í opinberum rekstri í tíð Sjálfstæðisflokksins. Nú er í athugun sala á Malbikunarstöðinni, sem er í eigu borgar- innar, og vitaskuld sala á eignarhlut borgarinnar í Lands- virkjun. Orkuveitan sér borgarbúum fyrir góðri og öruggri þjón- ustu gegn tiltölulega vægu gjaldi auk þess að reka grund- vallarinnviði borgarinnar. Einkavæðing slíkrar þjónustu hefur verið reynd víða og niðurstaðan hefur undantekn- ingalítið orðið dýrari þjónusta og minna öryggi. Samfylk- ingin leggst því alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur.“ Nauðsynlegt að bjóða góða hverfisskóla „Einkaskólarnir í borginni gegna mikilvægu hlutverki og því er dyggilega stutt við bakið á þeim, en það er hlutverk og skylda okkar að bjóða öllum börnum, óháð fjárhag, upp á góða hverfisskóla. Við njótum krafta frábærra kenn- ara og höfum eflt samstarf skólanna og heimilanna. Við sjáum hreinlega ekki að rekstur hverfaskólanna væri betur kominn í höndum einkaaðila.“ Gjaldfrjáls leikskóli og niðurgreitt félags- starf fyrir aldraða „Fjárhagsstaða Reykjavíkur er mjög sterk. Skuldir borg- arsjóðsins á íbúa eru lægri en gengur og gerist og eignir okkar langt umfram það sem þekkist hjá öðrum sveitarfé- lögum. Samfylkingin vill að almenn grunnþjónusta sé veitt gegn sem lægstu gjaldi. Þess vegna viljum við gjaldfrjálsan leikskóla, ódýrar skólamáltíðir, hófleg gjöld í frístunda- heimilin og niðurgreitt félagsstarf fyrir aldraða. Þetta kost- ar peninga og við teljum réttara að þeir komi að mestu leyti úr sameiginlegum sjóðum en gjöldin á notendur séu sem lægst. Fasteignaskatturinn var lækkaður mikið um síðustu áramót vegna uppsveiflunnar á markaðnum og þess verður áfram gætt að borgarbúar verði ekki fyrir fjár- hagslegum skell af þeim sökum. Holræsagjaldið hefur lækkað í tvígang eftir því sem hreinsun strandlengjunnar hefur miðað fram og mun halda áfram að lækka með minnkandi þörf fyrir fjárfestingu.“ Tómstundastarf inn í stundaskrána „Við myndum aldrei sætta okkur við þann vinnudag sem við erum oft á tíðum að búa börnunum okkar; sund- urslitinn og hist og her um bæinn. Það gengur ekki til lengdar að börn í yngstu bekkjunum séu á æfingum, skáta- fundum eða tónlistartímum fram eftir kvöldi. Færsla tóm- stundastarfs inn í stundaskrá skólanna er ögrandi verkefni þar sem Samfylkingin treystir á að þjónustumiðstöðvarnar verði í lykilhlutverki við að kalla til samstarfs skólayfir- völd, foreldra og þá aðila sem sjá um íþróttakennslu, list- nám, æskulýðsmál og annað tómstundastarf. Lausnin má þó aldrei bera keim af of mikilli miðstýringu því hverfin eru ólík og aðstæður mismunandi á hverjum stað.“ Fleiri dagforeldrar „Leikskólabylting undanfarins áratugar er frábært vega- nesti fyrir áframhaldandi jákvæða þróun leikskólastarfs í borginni. Við viljum fjölga leikskólaplássum fyrir yngsta aldurshópinn með viðbyggingum við suma leikskóla og efla dagforeldrakerfið í samstarfi við hinar vel heppnuðu þjónustumiðstöðvar hverfanna. Það er hvimleitt fyrir for- eldra ungabarna að sitja við símann og hringja í tugi dag- foreldra og skrá barn sitt á biðlista út um allan bæ. Með kjarabótinni sem núverandi borgarstjóri stóð fyrir og með því að borgin gerði sérstakt átak í að fjölga dagforeldrum og hækka niðurgreiðslur, skánaði ástandið til muna, þó að enn megi gera betur.“ Tökuð málefni eldri borgara að okkur „Samfylkingin hefur lýst sig reiðubúna til að taka alfarið við málefnum eldri borgara. Reykjavíkurborg er með mestu heimaþjónustuna af öllum sveitarfélögum, en ríkið veitir minnstu heimahjúkrunina í Reykjavík. Samfylkingin vill samvinnu við samtök eldri borgara um fjölgun fjöl- breyttra búsetukosta þar sem öryggi og sjálfræði íbúa er tryggt í sjálfstæðri búsetu og aldraðir geti notið hjúkrunar og umönnunar á heimilum sínum. Yfir 300 aldraðir Reyk- víkingar bíða nú í brýnni þörf eftir að komast inn á hjúkr- unarheimili. Á sama tíma bíða þrjár lóðir í Mörkinni, Graf- arholti og á Lýsis-lóðinni auk 360 milljóna á biðreikningi hjá Reykjavíkurborg, eyrnamerktir byggingu hjúkrunar- heimila. Ríkisvaldið heldur hinsvegar að sér höndum.“ Sex þúsund íbúðabyggð „Síðustu ár hafa verið metár í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Aldrei voru fleiri íbúðir teknar í notkun en 2003 og aldrei hefur verið byrjað á fleiri nýjum íbúðum í Reykjavík en í fyrra. Það eru stórir árgangar að koma út á húsnæðismarkaðinn. Samfylkingin hefur lagt fram áætlun um byggingu 6.000 íbúða í fjölbreyttri byggð á næsta kjör- tímabili. Það er nægilegt framboð. Úlfarsárdalurinn mun halda áfram að byggjast og byggðin þéttast á gamla hafn- arsvæðinu og við Hlemm. Breiðholtið er nánast fullbyggt þó þar komi til greina að setja niður nokkur einbýlishús eða lítil fjölbýli á svæðum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki byggst á liðnum árum.“

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.