Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 16

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 16
MAÍ 200616 Breiðholtsblaðið Þegar litið er yfir tólf ára valda- feril borgarstjórnar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, liggur sú staðreynd fyrir hvað varðar uppbyggingu íþrótta- mannvirkja hefur Breiðholtið gleymst. Öll meiri háttar íþrótta- mannvirki, sem er að finna í Breiðholti, voru reist í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og má þar nefna íþróttahúsin við Austur- berg, Seljaskóla og Breiðholts- skóla, ÍR-heimilið ásamt keppnis- velli, grasæfingasvæði, malarvelli og frjálsíþróttabraut við Skógar- sel, sundlaug og æfingasvæði við Austurberg að ógleymdum gervi- grasvellinum við Austurberg. R-listinn hefur vanrækt Breiðholtið Á valdatíma R-listans hefur hins vegar lítið gerst fyrir utan venjubundið viðhald og endur- bætur þrátt fyrir að Breiðholtið sé stærsta hverfi borgarinnar með rúmlega 22 þúsund íbúa. Tólf ára aðgerðaleysi R-listans í íþróttamálum Breiðholtsins kann að vera helsta ástæða þess að hlutfallslega færri börn stunda íþróttir í hverfinu en annars stað- ar í borginni. Sjálfstæðisflokkur- inn telur það vera forgangsmál að fjölga iðkendum í Breiðholti og tryggja íþróttafélögunum ÍR og Leikni viðunandi framtíðarað- stöðu fyrir þá starfsemi sem þau sinna í þágu barna- og unglinga- starfs sem og almenningsíþrótta. Á því kjörtímabili, sem nú er að líða, höfum við sjálfstæðismenn freistað þess að rjúfa kyrrstöðuna og koma málefnum Breiðhyltinga á hreyfingu innan borgarkerfisins. Óskum okkar sjálfstæðismanna um að Reykjavíkurborg keypti æf- ingasvæði Leiknis við Austurberg og stækkaði það var hrundið í framkvæmd á kjörtímabilinu í góðri sátt við R-listann og ber síst að vanþakka það. Tillaga Sjálfstæðisflokks- ins um gervigrasvöll ÍR Í ágúst 2004 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð einróma þær til- lögur okkar sjálfstæðismanna að ráðist yrði í stórfellda uppbygg- ingu á svæði Íþróttafélags Reykja- víkur við Skógarsel. Annars vegar var um að ræða tillögu um lagn- ingu gervigrasvallar en hins vegar um byggingu íþróttahús, sem vígt yrði á 100 ára afmæli félagsins árið 2007. Þrátt fyrir að tillaga undirritaðs um gervigrasvöll hefði verið sam- þykkt í ágúst 2004, var engum fjármunum ráðstafað til verksins í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 2005. Var ÍR þar með orðið eitt af örfáum hverfisí- þróttafélögum í Reykjavík, sem ekki var komið með gervigrasvöll á eigið félagssvæði. Eftir mikinn eftirrekstur sjálfstæðismanna var fé hins vegar veitt til verksins um síðustu áramót og mun völlurinn væntanlega verða tekinn í notkun á árinu. Íþróttahús ÍR - tillaga sjálfstæðismanna Hægar hefur gengið að koma í framkvæmd tillögu Sjálfstæðis- flokksins um byggingu nýs íþróttahúss ÍR við Skógarsel. Þrátt fyrir að tillagan væri sam- þykkt í ágúst 2004 og þar stæði að stefnt væri að því að vígja hús- ið á aldarafmæli ÍR árið 2007, er orðið ljóst að engum fjármunum verður ráðstafað til verksins á kjörtímabilinu. Samkvæmt þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar verða fjármunir veittir til verksins á árunum 2007-09 og ætti því að vera mögulegt að taka skóflu- stungu að byggingunni á afmælis- árinu. Tillaga sjálfstæðismanna um félagshús Leiknis Íþróttafélagið Leiknir í Efra- Breiðholti býr enn við ótrúlega bágborna aðstöðu eins og núver- andi félagshús ber vitni um. Árið 2005 lögðum við sjálfstæðismenn til að hafinn yrði undirbúningur að byggingu nýs félagshúss fyrir Leikni þar sem m.a. yrðu skrif- stofur þess, böð, búningsklefar, samkomusalur, verslun o.s.frv. Jafnframt yrði skoðað hvort fé- lagsmiðstöð hverfisins ætti einnig að vera í húsinu í því skyni að efla almennt æskulýðsstarf í hverfinu. Umræddri tillögu var ekki vel tek- ið af meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna og var hún felld í septem- ber 2005 með fjórum atkvæðum þeirra gegn þremur atkvæðum okkar sjálfstæðismanna. Á sama fundi samþykkti R-listinn hins vegar að fara í viðræður við Leikni um mögulegar úrbætur þrátt fyrir að slíkt hafi legið ljóst fyrir íþrótta- og tómstundaráði árum saman. Þrátt fyrir að kveðið væri á um að niðurstaða skyldi liggja fyrir um mánaðamótin nóv- ember - desember 2005, gerðist það ekki og fékk félagið því ekki framlag til framkvæmda á fjár- hagsáætlun þessa árs. R-listinn ákvað hins vegar einhliða að setja 110 milljónir króna til fram- kvæmda við umrætt félagshús í þriggja ára áætlun 2007- 09. Miðað við hug- m y n d i r Leiknis og nútímakröf- ur til slíkrar félagsstarf- semi er hins vegar ljóst að sú upp- hæð dugar ekki til ef vel á að standa að verki. Tillaga um íþróttafulltrúa felld Á síðasta ári var gengið frá samningum milli Reykjavíkur- borgar og hverfisíþróttafélaga um stuðning vegna ráðningar sér- staks starfsmanns, svokallaðs íþróttafulltrúa, til hvers félags til að styrkja innra starf þeirra. Póli- tísk ákvörðun var tekin um það af R-listanum að Leiknir fengi ekki stuðning til að ráða slíkan íþrótta- fulltrúa í fullt starf eins og önnur félög í borginni fengu. Hefur þetta þau áhrif að í Breiðholti, stærsta hverfi borgarinnar, er nú aðeins einn íþróttafulltrúi í fullu starfi, þ.e. starfsmaður ÍR. Í september 2005 felldu fulltrúar R-listans til- lögu okkar sjálfstæðismanna um að bætt yrði úr þessu og íþrótta- fulltrúi ráðinn til Leiknis í fullt starf á kostnað borgarinnar eins og samið hefur verið um við önn- ur hverfisíþróttafélög. Fegrum opin svæði og leikvelli Ekki er hægt að skilja við íþróttamál í Breiðholti án þess að fjalla um ástand skólalóða, íþróttavalla og leiksvæða í Breið- holti sem er víða bágborið eins og Breiðhyltingar þekkja. Við eig- um ekki að sætta okkur við að slík svæði séu í niðurníðslu þar sem börnin okkar stunda líkams- rækt og taka út stóran hluta af sínum þroska. Fyrir sjö mánuðum lagði undirritaður fram tillögu í framkvæmdaráði borgarinnar um að borgaryfirvöld efndu til átaks í því skyni að fegra og bæta slík svæði í Breiðholti sem ætluð væru til útivistar og íþróttaiðkun- ar. R-listinn setti tillöguna í frest- un og hefur ekki enn samþykkt hana. Er sú málsmeðferð að vísu í samræmi við annað aðgerðaleysi núverandi meirihluta í málefnum Breiðholts. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar: Nú þarf að láta verkin tala Kjartan Magnússon. Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Hverfafélags Samfylkingar í Breið- holti og frambjóðandi í sæti númer 8. hjá Samfylkingunni í borgarstjórnar- kosningunum 27. maí 2006 skrifar: Það jafnast fátt á við Breiðholt- ið í allri sinni dýrð. Við höfum opin og græn svæði sem nýtast mörgum til útivistar innan hverfis og á jöðrum þess. Við höfum hæðir og dali, skemmtilega göngustíga, íþróttasvæði, góða skóla, fjölbreyttar verslanir, góða þjónustu við aldraða og íbúa- byggð sem er eftirsótt og hýsir fjölbreytilegt mannlíf. Samt er það alltaf svo að við viljum ýmis- legt bæta. Það þýðir þó alls ekki að ganga í verkin með því niður- rifstali sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna. Síðustu dagar og vikur hafa ver- ið einkar skemmtilegur tími hérna í Breiðholtinu. Við í Samfylking- unni höfum farið um hverfið og hitt íbúana og þeir hafa einnig komið á kosningaskrifstofuna okkar í Mjódd. Við þekkjum óskir íbúanna. Við í Samfylkingunni ætlum næst að byggja upp opin útivist- arsvæði í hverfinu, laga skólalóðir og ljúka viðbyggingum við skól- ana. Gott starf í skólum og leik- skólum í hverfinu hefur vakið eft- irtekt og við ætlum okkur að bæta starfsaðstöðuna. Við ætlum að auka umferðaröryggi í hverf- inu þannig að það verði með því sem best þekkist í heiminum. Við ætlum að veita gjaldfrjálsa l e i k s k ó l a - þ j ó n u s t u , efla félags- starf fyrir alla aldurs- hópa og bæta að- stöðu til íþróttaiðkunar. Framkvæmdum við gervigrasvöll ÍR lýkur í ár og það hefur verið tekin stefnumót- andi ákvörðun um að hefja smíði íþróttahúss fyrir ÍR og félags- heimilis fyrir Leikni. Við ætlum að sjá til þess að þjónustan í hverfinu verði áfram góð. Nýja þjónustumiðstöðin í Mjódd mun eflast. Við viljum ein- nig vinna að því með verslunar- fólki í Mjódd, Hólagarði og víðar, og starfsmönnum og eigendum ýmissa annarra fyrirtækja að hér verði áfram hægt að bjóða upp á góða og fjölbreytta þjónustu af ýmsu tagi. Við í Samfylkingunni viljum að allir verði með í því að gera gott Breiðholt betra. Breiðholtið er frábært - gerum það enn betra! Stefán Jóhann Stefánsson. Tveggja vikna sundnámskeið Sundfélagsins Ægis fyrir börn hefjast 12. júní og standa yfir fram til 4. ágúst. Hægt er að velja um sjö mismunandi tíma dagsins. Litlir hópar eru miðaðir við aldur og getu sundfólks, virkt nám og kennslu í lauginni. Sund og leikur fer fram undir faglegri stjórn kennara. Hver tími er 30 mínútur í senn alla virka daga í frábærri sundlaug og er orku- mikil skemmtun fyrir ósynda synda og vel synda eins og seg- ir í frétt frá félaginu. Þátttöku- gjald er krónur 4.900 og skrán- ing hefst fimmtudaginn 1. júní og fer fram í síma 820 3156. Greiða skal námskeiðin á reikn- ing Sundfélagsins Ægis 0115 - 26 - 008888, kt. 420369-4929 og taka verður fram nafn barns og greiðanda ásamt námskeiðs- hluta, dagsetningu og tíma. Fyrsta námskeið hefst 12. júní og stendur til 23.júní. Annað námskeiðið hefst 26. júní og stendur til 7. júlí. Þriðja nám- skeið hefst 10. júlí og stendur til 21. júlí. Fjórða og síðasta námskeiðið hefst 24. júlí og lýkur 4. ágúst. Námskeiðstímar eru: kl. 8:30 til 9:00, kl 9:10 til 9:40, kl. 9:50 til 10:20, 10:50 til 11:20, 11:30 til 12:00, 12:30 til 13:00 og 13:10 til 13:40. Sundnámskeiðin hefjast í júní Óska eftir starfsfólki Okkar videó Seljavegi óskar eftir starfsfólki í kvöld- og helgarvinnu. Upplýsingar í síma 587 9918 og 862 8128

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.