Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 17

Breiðholtsblaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 17
F-listi, listi frjálslyndra og óháðra leggur áherslu á að for- gangsraða fólki á undan fram- kvæmdum. Þess vegna viljum við að íbúar komi miklu fyrr að allri ákvarðanatöku þannig að þekking þeirra nýtist og fleiri valkostir komi fram strax í upphafi en ekki í gengum athugasemdir við um- hverfismat. Þannig sé íbúum borgarinnar tryggt að rödd þeirra heyrist og að á hana sé hlustað. Við trúum því að skoðun íbúa skipti máli og hana beri að virða. Þannig náist sátt um leiðir og lausnir. Íbúalýðræði og þétting byggðar Virkt íbúalýðræði er forsenda þess að vel takist til með þéttingu byggðar í grónum hverfum. Al- vöru samráð byggir á aðgengi að upplýsingum, gagnrýninni um- ræðu og forgangsröðun valkosta í samstarfi við íbúa bæði við stefnumótun, ákvörðun og fram- kvæmdir. Samráð íbúa og stjórn- valda verður að byggja á gagn- kvæmu trausti og trúverðugleika, gegnsæi og rekjanleika í ákvarð- anatöku. Þetta á ekki hvað síst við þegar verið er að þétta byggð eða brey- ta skipulagi. Slíkar breytingar eiga ávalt að vera gerðar í samræmi við fyrirliggjandi byggð og sam- ráði við íbúa. Að lokum er það einlæg stefna F-listans að vernda óspillta nátt- úru í borginni. Staði eins og El- liðaárdalinn ber skýlaust að vern- da enda verða þeir sífellt verð- mætari. Í samræmi við okkar stefnu kemur því ekki til greina að reisa atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á brún Elliðaárdalsins. Þess í stað ber að vernda hann svo börn og fullorðnir geti notið þar útivistar um ókomna tíð. Sundabraut og önnur um- ferðarmannvirki Við viljum að Sundabraut verði lögð á ytri leið, eins fjarri íbúa- byggð og mögulegt er, með tilliti til hagsmuna og eindreginna óska íbúa byggðanna beggja vegna El- liðavogs og framtíðararðsemi. Við val á útfærslu verði lögð áhersla á að tryggja vellíðan íbúa og nátt- úruvernd. Því verði Sundabraut lögð þannig að íbúar verði sem minnst varir við hávaða og um- ferðarþunga. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar. Fyrsti áfanginn verði í göngum undir Elliðavog með uppkomu við Gufunes. Þá taki við brú yfir Eiðis- vík í Geldinganes, til að varðveita viðkvæma náttúru og lífríki við Blikastaðakró, en þar fari Sunda- braut aftur í göng undir Leiruvog með uppkomu í Víðinesi og loks á brú yfir Kollafjörð. Með þessari útfærslu er komið til móts við óskir íbúa og sjónarmið náttúru- verndar jafnframt höfð að leiðar- ljósi.Vinnu við umhverfismat vegna jarðgangna og hins nýja leiðarvals ber að hefja strax þan- nig að hægt sé að ljúka gerð Sundabrautar á næsta kjörtíma- bili. Færri umferðarljós á stofnbrautir Þá bendum við á að verulega er hægt að bæta flutningsgetu stofn- brauta í b o r g i n n i með því einu að fækka um- ferðarljós- um á þeim. Eitt skelfi- l e g a s t a dæmið um misnotkun á u m f e r ð a r - ljósum er Sæbrautin, frá Dugguvogi að Laugarnesvegi þar sem ekki eru færri en átta um- ferðarljós sem má fækka í fjögur, án mikils tilkostnaðar. Þar með ykist flutningsgeta Sæbrautar mikið auk þess sem verulega drægi úr mengun því bílar menga jú mest og spæna upp þegar þeir taka af stað eða hemla. Þá má velta því fyrir sér hvort leggja eigi sér akrein frá mislægu gatnamót- unum við Elliðaár sem tengist mislægu gatnamótunum við Stekkjarbakka og hafi þannig þann eina tilgang að hleypa Breiðhyltingum heim. Engar hraðbrautir gegn- um íbúðahverfi Engar hraðbrautir gegnum íbúðahverfi og að hámarkshraði allra gatna innan hverfa verði 30 km/klst. er skýr stefna okkar í um- ferðaröryggismálum. Það er ein- föld staðreynd að við Reykvíking- ar notum bíla mikið og þannig verður það uns almenningssam- göngur eru raunhæfur valkostur og tekið er tillit til þess að þeir sem nota strætó mest eru börn, unglingar og eldra fólk og því þörf á miklu öflugir samgöngum innan hverfa til að þjónusta þessa hópa. Þá viljum við að reiðhjól verði viðurkennt samgöngutæki og tek- ið verði tillit til þess þegar reið- hjólastígar eru hannaðir. Vísindaþorp í Vatnsmýri Um stefnu F-lista í flugvallar- málinu þarf ekki að fjölyrða: Við forgangsröðum velferðar-og sam- göngumálum í borginni svo miklu ofar. En það er ekki þar með sagt að ekki megi laga til í umhverfi flugvallarins. Í Vatnsmýri viljum við að rísi öflugt vísinda- og þekk- ingarþorp. Öflugar rannsókna- stofnanir á heimsmælikvarða og staður fyrir sprotafyrirtæki þar sem hugvit og frumkvæði fær að njóta sín. Rusl í Reykjavík Við viljum endurvekja einkunn- arorðin Hrein borg, fögur torg. Víða er hreinsun borgarinnar ábótavant og fullt af rusli. Það er einföld staðreynd að rusl kallar á rusl. Ruslafötur eru of sjaldgæfar við göngustíga og losun þeirra ekki nægilega vel sinnt. Þetta er bagalegt ekki hvað síst fyrir vax- andi fjölda hundaeigenda sem flestir eru ávalt með poka í vasan- um en geta hvergi komið þeim frá sér. Til að koma í veg fyrir að fólk freistist til að skilja eftir rusl á víðavangi á ekki að innheimta gjald af íbúum þegar þeir koma með rusl til förgunar og Sorpu á að skila strax í hverfið. Frekari upplýsingar um stefnu í velferðar- atvinnu- og menntamál- um F-listans er að finna á www.xf.is MAÍ 2006 17Breiðholtsblaðið Ásta Þorleifsdóttir. Ásta Þorleifsdóttir í skipar 4. sæti á framboðslista Frjálslyndra og óháðra skrifar: Stöndum vörð um það sem máli skiptir í umhverfis- og skipulagsmálum Ég þekki mitt hverfi - Breiðholtið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni sjálfstæðis- manna, er Breiðholtsbúi. Hann flutti í Breiðholtið rúmlega þrí- tugur, hefur átt þar sitt heimili síðan og þar hafa börnin hans þrjú að mestu vaxið úr grasi. Ef Vilhjálmur verður næsti borgar- stjóri, verður hann fyrsti borgar- stjórinn í Reykjavík sem búsettur er í Breiðholtinu. Við byrjum á því að spyrja Vilhjálm beint út um það, hvort sú staðreynd yrði einhver sérstakur ávinningur fyrir okkur Breiðholtsbúa. „Ég er sannfærður um það að ef við sjálfstæðismenn náum meiri- hluta í Reykjavík í kosningunum þann 27 maí nk., og ég verð næsti borgarstjóri, verði það til góðs, ekki bara fyrir okkur sem búum í Breiðholtinu, heldur alla Reykvík- inga. Þú ert hins vegar að fiska eftir því hvort Breiðholtsbúar komi til með að njóta þess sér- staklega ef borgarstjórinn er einn af þeim. Auðvitað á ekki svo að vera. Borgarstjórinn á að hugsa um öll hverfi borgarinnar og um hag allra Reykvíkinga, - og það mun ég vissulega gera. En ég get hins vegar ekki neitað því að ég er mannlegur. Ég þekki mitt hverfi mjög vel, mér þykir vænt um Breiðholtið, veit hvar skóinn kreppir í okkar hverfi og hef haft áhuga á ýmsum úrbótum sem lengi hafa verið aðkallandi í Breið- holtinu. Þrátt fyrir þá staðreynd að Breiðholtið er vinsæll og fjöl- mennur borgarhluti í grennd við Elliðaárdalinn, sem er ómetanleg náttúruperla, verði ekki fram hjá því litið að ýmsu hefur ekki verið sinnt eða verið að drabbast niður hér í Breiðholtinu á undanförnum árum.“ Borgarmannvirki þurfa betra viðhald Hvað áttu við með því? Húsum er yfirleitt vel við haldið í Breið- holtinu, hvort sem um er að ræða sérbýli eða fjölbýli. Og sama er að segja um lóðir og garða. Það sama verður hins vegar ekki sagt um þau svæði og mannvirki sem borginni ber að annast. Þar er mikill munur á. Þá á ég við ýmis stór og smá opin svæði sem eru víða í óhirðu, úr sér gengin leik- svæði, og ófrágengnar eða van- hirtar skólalóðir. Gagnstéttir og gangstígar eru víða illa farin, sómasamlegum frágangi oft ábótavant, og leiktæki úr sér gengin sem og knattspyrnumörk og körfuboltakörfur. Einnig hafa brýn hagsmunamál ÍR og Leiknis setið á hakanum. Vanræksla er ekki góð skilaboð til hinna ungu Maður hefur það nú oft á til- finningunni að borgaryfirvöld telji sig ekki hafa tíma fyrir svona ,,smámuni’’. Það má vel vera að borgaryfirvöldum þyki þetta nöldur út af smámunum. En það finnst mér alls ekki. Nánasta um- hverfið hefur oft mun meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir. Umhverfið hefur beinlínis áhrif á sjálfsímynd barna og ung- linga og það getur verið, hvort heldur sem er, hvetjandi eða letj- andi fyrir útiveru, hreyfingu og heilbrigða lífshætti. Í þeim efnum skiptir góður frágangur, snyrti- mennska og öll almenn umhirða mjög miklu máli. Með vanrækslu á þessum sviðum eru borgaryfir- völd að senda óbein skilaboð um það að hirðuleysi og vanræksla séu ásættanleg. Þetta eru ekki uppbyggileg skilaboð til barna og unglinga.“ Byggðaþróun af nýjum toga Getur verið að borgaryfirvöld hafi verið svo upptekin af nýjum hverfum sem eru í byggingu, að eldri og grónari hverfi hreinlega gleymist? „Nei! Enda sé ég nú ekki í fljótu bragði þá geysilegu lóðaút- hlutun og uppbyggingu íbúða- hverfa í Reykjavík sem á undan- förnum tólf árum hefði átt að gera borgaryfirvöld afhuga grónari hverfum eins og Breiðholtinu. Í tíð R-listans hafa orðið grundvall- ar þáttaskil í íbúaþróun höfuð- borgarinnar. Í fyrsta sinn í ára- tugi er Reykjavík ekki lengur fyrsti kostur fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap eða fólk sem flyt- ur af landsbyggðinni á Suðvestur hornið. Áður var fólksfjölgunin mest í Reykjavík, en nú er hlut- fallsleg fólksfjölgun í Reykjavík ekki helmingurinn af fólksfjölgun í næstu sveitarfélögum. Á sama tíma horfum við svo uppá byggðaþróun af alveg nýj- um toga. Í fyrsta sinn í sögunni flytja nú sífellt fleiri frá höfuð- borginni og á útjaðra Suðvestur hornsins, á Akranes, í Árborg og á Suðurnesin. Þessi þróun hefur í för með sér mestu byggðadreif- ingu fyrr og síðar og mun auka umferðarþungann á þessu lands- svæði gífurlega. Á sama tíma stærir Samfylkingin sig af ,,þétt- ingu byggðar’’ með bros á vör. Allt er þetta afleiðing af meðvit- aðri lóðaskortsstefnu og lóða- braski R-listans sl. þrjú kjörtíma- bil.“ Öll hverfi þurfa stöðugt viðhald og umhirðu En ef þið ætlið að fara að deiliskipuleggja nýja íbúðar- byggð, úthluta lóðum og byggja upp ný hverfi, verður þá ekki enn meiri hætta á því að gróin hverfi gleymist? „Síður en svo. Upp- bygging nýrra hverfa er ekki og á aldrei að vera afsökun fyrir van- rækslu og hirðuleysi annars stað- ar. Vanræksla og hirðuleysi bera fyrst og fremst vott um ákveðna afstöðu til umhverfis og borgar- búa. Afstöðu sem er ólíðandi af hálfu borgaryfirvalda. Öll hverfi borgarinnar þurfa stöðugt við- hald og umhirðu. Strangt tekið verða íbúðahverfi aldrei endan- lega fullbyggð, heldur eru þau í sí- felldri þróun að meira eða minna leyti. Það er því skýlaus skylda borgaryfirvalda að hugsa vel um nærumhverfið í öllum borgar- hverfum. Börn og unglingar eiga ekki að þurfa að alast upp í niður- níddu umhverfi og hafa sífellt fyr- ir sér brotnar gangstéttarhellur, ónýt leiktæki og ummerki skemmdarstarfsemi.“ Hjúkrunarrými og málefni eldra fólksins Hver verða helstu málefnin sem þú munt beita þér fyrir ef þú verður næsti borgarstjóri? „Það eru málefni eldri borgara á hinum ýmsum sviðum. Þar er mikið verk að vinna eftir langt kyrrstöðu- tímabil, og forgangsverkefni að fjölga hjúkrunarrýmum í borg- inni. Það þarf einnig að huga að öðrum málefnum er lúta að hús- næði eldra fólks, stórauka og samhæfa heimaþjónustu við hina eldri og síðast en ekki síst þarf heildarstefnumótun í þessum málaflokki, - nýja sýn á samfélag og skipulag, með þarfir hinna eldri í huga. Í öðru lagi leggjum við áherslu á málefni fjölskyldunnar í víðasta skilningi. Við viljum gera Reykja- vík aftur fjölskylduvæna, sam- hæfa leikskóla, grunnskóla, frí- stundaskóla, íþróttaiðkun og tón- listarnám barna og fjölga þannig samverustundum fjölskyldunnar. Loks eru það svo skipulagsmál- in með sérstakri áherslu á lóða- mál og samgöngumál. Þar er ein- nig mikið verk að vinna eftir langvarandi ládeyðu og fram- kvæmdaleysi R-listaflokkanna. Í öllum þessum málaflokkum höf- um við sett fram ítarlega stefnu- mótun sem fjölmennur borgar- stjórnarflokkur og frambjóðenda- hópur okkar sjálfstæðismanna hefur unnið.“ Borgarstjóraembættið er mikilvægt Er borgarstjóraembættið mikil- vægt og skiptir það borgina miklu máli hver gegnir því embætti? „Já, það er gríðarlega mikilvægt. Lengst af á tuttugustu öld fór Reykjavík fyrir öðrum sveitarfé- lögum með framsýni og tröllaukn- um verklegum framkvæmdum. Þetta var ekki síst að þakka stór- huga borgarstjórum úr röðum okkar sjálfstæðismanna. Borgar- stjórum sem kunnu til verka. Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera sjálfumglaður að upplagi. En með fullri virðingu fyrir mótfram- bjóðendum mínum er ég samt sannfærður um að ég hafi meiri yfirsýn, reynslu og þekkingu á málefnum Reykjavíkurborgar og sveitarstjórnarmálefnum al- mennt, en þeir, m.a. sem formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga um langt árabil. Ella hefði ég ekki gefið kost á mér til þessa embættis. En það er einnig mikilvægt að borgarstjóri hafi á bak við sig samstæðan hóp hæfra borgarfull- trúa. Við sjálfstæðismenn höfum nú á að skipa öflugum og sam- hentum hópi frambjóðenda. Okk- ur er ekkert að vanbúnaði. Þess vegna vona ég að Reykvíkingar beri gæfu til að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og þar með einn flokk til ábyrgðar.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur ekki aðeins starfað að borgarmálum í Reykjavík um árabil. Hann hefur einnið unnið að sveitarstjórnarmál- um á landsvísu, m.a. sem formaður stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga í á annan áratug. Hér er Vilhjálmur ásamt fleirum að undirrita nýjan samstarfssáttmála á milli ríkisins og sveitarfélaganna 20. febrúar sl. Á myndinni eru frá vinstri: Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra og fyrrverandi varaformaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Árni Matthiesen, fjármálaráðherra. Netsaga.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.