Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 1

Breiðholtsblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 1
Á sjöunda hundrað manns taka að jafnaði þátt í félagsstarfi eldri borgara í Breiðholti. Fé- lagsstarfið fer annars vegar fram í Gerðubergi en hins vegar í fé- lagsmiðstöðinni Árskógum. Mjög margt er í boði á vegum félagsstarfsins og eykst fjöl- breytni þess ár frá ári. Félags- starfið miðar annars vegar að því að skapa eldra fólki aðstöðu til þess að taka þátt í margvíslegum verkefnum en einnig er lögð áhersla á að ná til fólks og fá það til starfa. Eitt af markmiðum fé- lagsstarfs eldri borgara er að rjúfa einangrun þeirra þar sem hún er fyrir hendi auk þess að stuðla að því að fólk verði ekki viðskila við samfélagið og lokist inni á milli fjögurra veggja vegna þess að ekkert er fyrir hendi sem það get- ur starfað að eða tekið þátt í. Eitt af því sem farið er að leggja áherslu á í félagsstarfinu er að skapa aðstöðu fyrir sérstaka áhugahópa um einhver tiltekin efni. Dæmi um það má nefna áhugahóp um perlusaum sem kemur að staðaldri saman í Gerðubergi til þess að sinna þessu áhugamáli sínu auk þess að hittast og hafa gaman af. Þessi ákveðni hópur varð upphaflega til þegar leiðbeinandi var að störfum en eftir að hann hætti þá héldu þessar konur áfram að koma sam- an og vinna að áhugamáli sínu. Þær eru aðeins dæmi um þau fjöl- mörgu áhugamál og það fjöl- breytta starf sem unnið er á veg- um félagsstarfsins í Breiðholti. Fé- lagsstarf eldri borgara er nú að fara af stað að loknum sumarleyf- um og verður að vanda lögð áher- sla á fjölbreytni og einnig að bygg- ja upp hópa utan um tiltekin áhugamál. Vetrardagskrá félags- starfsins mun liggja fyrir í næsta mánuði og þá er fátt annað að gera fyrir eldri borgara, sem áhuga hafa á að kynna sér fjölbreytni þess, að athuga hvort þeir finna sér eitt- hvað við hæfi. Vart þarf að taka fram að margt eldra fólk er löngu orðið fastir þátttakendur í félags- starfinu og stundar það líkt og að um vinnu væri að ræða. En það er alltaf rúm fyrir fleiri að sögn for- stöðufólks þess. 8. tbl. 13. árg. ÁGÚST 2006Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu ÚTSALA Á FOLALDAKJÖTI Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd           Lyfjaval.is Sími 577 1166 Perlusaumshópurinn í Gerðubergi er gott dæmi um sjálfssprottinn hóp áhugafólks um tiltekið efni. Á myndinni eru frá vinstri standandi Jóhanna Gunnarsdóttir og Jónína Melsteð. Sitjandi frá vinstri eru Jóna Kortsdóttir, Inga Edith Karlsdóttir og Helga Helgadóttir. Myndin var tekin er þær komu saman í garðinum við Gerðuberg í sumar. Á sjöunda hundrað í félagsstarfi eldri borgara ® fasteignasala reynir erlingsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.